Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Page 33
DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER1982.
33
Sandkorn
Sandkorn
Sandkorn
Gyffi Ægisson
með hæstu
STEF-greióslurn
ar
Gylfi Ægisson úr Vest-
mannaeyjum hefur veriö
duglegur við að semja lög og
texta frá því hann varð
þekktur fyrir um áratug.
Hafa verk hans oft verið ofar-
lega á vinsældalistum úndan-
farinna ára. Núorðið líður
varla sá óskalagaþáttur að
ekki hafi verið spilað eitthvað
eftir Gylfa Ægisson.
Umsjónarmaður Sand-
korns varð því ekki forviða
þegar því var hvíslað að hon-
um að Gylfi fengi nú hæstu
STEF-greiðslurnar. Hvort
sem það er nú rétt eða ekki er
víst að Gylfi er með þeim
hæstu.
Útvarpsráð vill
áfengisvarnar-
mann
í dagskrárgerð
Nýlega greiddi útvarpsráð
atkvæði um þá sem sóttu um
stöðu dagskrárfulltrúa á út-
varpi. Fékk Hclga Ágústs-
dóttir flmm atkvæði.
Umsækjandi sem óskaði
nefnleyndar fékk tvö at-
kvæði.
Alls sóttu sextán um starf
þetta. Um er að ræða
afleysingarstarf í eiim vetur.
Það er þó ekki útvarpsráð
sem síðasta orðið hefur í máli
þessu heldur útvarpsstjóri.
Helga Ágústsdóttir hefur
starfað hjá Félagsmáiastofn-
un Kópavogs við fjölskyldu-
ráðgjöf. Þá hefur hún unnið
að áfengisvarnarmáium,
meðal annars að gerð
sjónvarpsþátta um alkóhól-
isma.
Dómarinn stóð á
haus og teygði
lappirnar upp
í loftið
Þehn varð ekki um sel,
lögmönnunum sem fluttu mál
fyrir borgardómi, er þeir
komu að dómaranum í undar-
legri stelllngu á gólfi réttar-
salarins skömmu áður en
réttarhald átti að halda
áfram eftir réttarhlé. Sjálfur
dómarinn stóð á haus og j
teygði lappirnar upp í loftið.
Lögmönnunum létti mjög
er þeir fengu skýringuna:
Steingrímur Gautur
Kristjánsson, dómarinn,
stundar innhverfa íhugun. Á
hann það til að bregða sér i
æfingar í réttarhléum.
Til vonar og vara skal það
tekið fram að Sandkorn selur
þessa ekki dýrar en það
keypti hana. En sagan er það
góð að við látum hana bara
flakka.
Tónskáld vilja
skatt á kassettur
Eigendum flutningsréttar
tónverka er, af skiljanlegum
ástæðum, mörgum mjög í nöp
við kassettur. Auðar kassett-
ur eru enda keyptar og notað-
ar tO að hljóðrita tónlist úr út-
varpi, af hljómplötum eða
jafnvel af öðrum kassettum.
Meðal tónskálda og texta-
höfunda er nú áhugi á þvi aö
reyna að fá settan sérstakan
skatt á auðar kassettur. Mun
hugmyndin vera sú að sá
skattur renni tU ST EFs, Sam-
bands tónskálda og eigenda
I flutningsréttar. Átli Heimir
Sveinsson tónskáld er sagður
1 fremstur í flokki þeirra sem
koma vUja skatti þessum á.
íslenskur
gamanmynda-
flokkur
brátt á skjáinn.
islensku gamanþættimir,
FélagsheimUið, munu brátt
fara að birtast á skjánum.
Þetta eru sex þættir sem
Hrafn Gunnlaugsson leikstýr-
ir.
Ekki veit Sandkom um
hvað þættirnir fjaUa. Nafn-
giftir á einstökum þáttum
lofa þó góðu. Þær eru: Sig-
valdi og sænska linan, Opin-
ber heimsókn, Meðtak lof og
prís, Ekkert um að vera, Fé
og falskar tennur og Leitin aö
hjólinu.
Meðai höfunda eru Jónas
Guðmundsson, Agnar
Þórðarson, Jón öm Marinós-
son og Þorsteinn Mareisson.
Umsjón: Kristján Már
Unnarsson.
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Nýabíósýnir.
Tvisvarsinnum
kona
Nýja B(ó sýnir:
Tvisvar sinnum kona (Twice a woman)
Leikstjóri og framleiðandi George Sluizer.
Aðalhlutverk:
Laura — Bibi Anderson
Sylvia — Sandra Dumas
Alfreð — Anthony Perkins.
Mynd um ástir
tveggja kvenna
Myndin Tvisvar sinnum kona er
óvenjuleg að vissu marki. 1 henni er
að finna ástarþríhyming en þessi
þríhymingur er myndaður af hjón-
um sem era skilin og konu sem
verður ástkona beggja.
Aðalpersóna myndarinnar er
Laura sem leikin er af sænsku leik-
konunni Bibi Anderson. Laura er frá-
skilin og bamlaus og starfar við
safn. Hún á háaldraöa móður sem
dvelst á gamalmennahæli í Frakk-
landi en að öðru leyti á hún engan að.
Það er gefið í skyn að hún hafi skilið
m.a. út af því að hún gat ekki eignast
barn.
Einn góðan veðurdag hittir hún
stúlku á götu, Sylvíu. Laura dregst
strax að henni og býður stúlkunni
heim. Þær fella hugi hvor til ann-
arrar og úr verður aö Sylvía flyst til
Laum undir því yfirskini að hún eigi
vingott við ímyndaðan son Lauru.
Þær fara saman í leikhús og hitta
þar fyrrverandi mann Lauru, Alfreð.
Alfreð er kvæntur á ný. Hann verður
ástfanginn af Sylvíu við fyrstu sýn.
Nokkmm dögum síðar þykist Silvía
ætla að fara heim til sín, en er hún
lætur ekki heyra í sér fer Laura
heim til hennar og kemst að því að
Sylvía er ekki þar. Það kemur upp aö
hún hefur tekið saman við Alfreð.
Laura er algjörlega eyöilögð mann-
eskja því að Sylvía er allt í lífi
hennar.
Sylvía og Alfreð halda til Parísar.
En einn góðan veðurdag birtist
Sylvía í íbúð Lauru og tilkynnir að
hún hafi einungis tekið saman við
Alfreð til þess aö láta hann geta
barn. Hún segir viö Laum að þetta sé
í raun barniö sem hún gat aldrei
eignast.
Allt virðist brosa við Lauru. En
daginn eftir fær hún simhringingu,
Sylvía hef ur verið myrt.
Tvisvar sinnum kona er aö ýmsu
leyti athyglisverð mynd. I fyrsta lagi
fjallar hún um lesbískt samband
tveggja kvenría og auk þess um
móöurtilfinningar. Einhvem tímann
í myndinni er sagt: „Konan losnar
ekki við áhrif móðurinnar fyrr en
hún verður móðir sjálf,” eða
eitthvaö á þá leið. I kringum þetta
byggist myndin. Sambandi kvenn-
anna, Sylviu og Lauru, eru gerð góð
skil. Enda þótt það komi fyrir nokkur
klaufaleg atriði í myndinni er hún vel
gerð. E.t.v. er handritið ekki sérlega
átakamikið, aö minnsta kosti
skapast aldrei veruleg spenna í
myndinni. En samtöl og persónu-
sköpun eru með besta móti og við-
fangsefnið óvenjulegt og athyglis-
vert. Bibi Anderson og Sandra
Dumas leika mjög vel, enda þótt Bibi
jaðri oft við að vera tilgerðarleg og
væmin. Gamli jaxlinn Anthony
Perkins er góður eins og vant er.
Ámi Snævarr.
Kvikmyndir
Kvikmyndir
tÆÆ'
RITARI
Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa í
utanríkisþjónustunni.
Krafist er góðrar kunnáttu í ensku og a.m.k. einu öðru
tungumáli auk góðrar vélritunarkunnáttu.
Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráð fyrir að
ritarinn verði sendur til starfa í sendiráðum Islands erlendis.
Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, mennt-
un og fyrri störf sendist utanríkisráðuneytinu,Hverfisgötull5,
Reykjavík, fyrir 15. október 1982.
Utanríkisráðuneytið.
••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••
KJÚSVERJAR
Stofnfundur Rauöa kross deildar Kjósarsýslu
verður haldinn í Hlégarði, Mosfellssveit, miðviku-
daginn 6. okt. kl. 20.30.
Á fundinum skýrir erindreki R.K.I starfsemi
félagsins.
RAUÐI KROSS ÍSLANDS.
VARAHLUTIR
Framluktir (aðalljós) Stuðararframan:
ogafturljós:
Cortina
Escort
Granada
Taunus
Cortina, Taunus.
Frambretti:
Cortina 77
Grill;
Cortina, Taunus.
C.ÓIKARSIOn.
SKEIFUNNI5 SÍMI 33510 OG 34504 REYKJflVIK
Við byggjum
sjúkrastöð
FÉLAGSMENN, VIÐ MINNUM YKKUR Á ÚTSENDA
GlRÖSEÐLA.
Þeir félagsmenn og aðrir, sem ekki hafa fengið senda gíróseðla
og óska eftir aö styrkja bygginguna, hafi samband við skrif-
stofuna í síma 82399.
Hlaupareikningur 353, Útvegsbanka íslands, Laugavegi 105.
OFT ER ÞÖRF — EN NÚ ER NAUÐSYN.
TÖKUM Á MEÐ