Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Blaðsíða 37
DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER1982.
37
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
Eyði ekki meiri
tfma í sjónvarpið
„Ég hef verið áskrifandi að videóinu
frá upphafi og mér finnst dagskráin í
kerfinu alveg ágæt. Mest hef ég gaman
af myndum sem teknar hafa verið hér í
bænum af ýmsum viöburðum.” Það
var Þóra Guðmundsdóttir starfsstúlka
í kaupfélaginu í Borgarnesi sem mælti
þessi orö.
— Hver er ástæðan fyrir vinsældum
kapalkerfisins í Borgamesi?
„Líklegasta skýringin held ég að sé
sú aö fólkið vill einfaldlega fá að velja
um efni. Sjónvarpið þykir ekki nóg og
jafnvel eru sumir óánægðir með efnið í
því.”
— Tekur skjárinn meiri tíma frá þér
enáöurvar?
„Nei alls ekki. Ég eyði síður en svo
meiri tíma fyrir framan sjónvarpið nú
heldur en þegar kapalkerfið var ekki
til staðar.
— Hvaða efni, annað en það stað-
bundna, horfir þú á?
„Ég hef mjög gaman af léttum kvik-
myndum til dæmis góöum vestrum. En
glæpamyndir vil ég alls ekki þurfa að
horfa á — mér leiðast þær.
— Á videóið í Borgamesi framtíð
fyrir sér?
„Það tel ég alveg tvímælalaust og er
alls ekki hrædd um að þaö lognist út af.
Mér hefur fundist fólkið hér almennt
ánægt meö dagskrána og mikill áhugi
fyrir kapalkerfinu meðal íbúa Borgar-
ness.”
Þóra Guðmundsdóttir var ánægð með kapalkerfið i Borgarnesi.
„Komið út í öfgar”
Þó að áhuginn á videóinu sé mikill í
Olafsvík og fólkið virðist almennt vera
ánægt með þessa þróun þá eru ekki
allir á sama máli. Margrét Guömunds-
dóttir skrifstofustúlka er ein þeirra
sem ekki hafa séð ástæðu til að fá
kapalinn tengdan við heimilið þó að
henni standi það til boða.
„Ég hef nóg með sjónvarpiö þó ekki
bætist videóið við. Mér finnst þetta
komið út í öfgar hér í bænum og vera
orðið að hálfgerðri plágu. Fólk situr
hér oft langt fram eftir nóttu og horfir
á videóið.
Ég hef enga þörf fyrir þetta auk þess
horfi ég yf irleitt lítið á s jónvarpið.
Einn gallinn við kapalkerfið er að
erfitt er aö koma bömunum í rúmið.
Þeim finnst vitaskuld miklu meira
spennandi að horfa á kvikmyndir
heldur en að fara í háttinn. ”
— En nú ber fólk því við að lítið sé
við að vera hér í bænum?
,jEg á ekki við neitt slíkt vandamál
að stríða og finn mér eitthvaö annað til
dundurs en að horfa á sjónvarp eða
videó.
En annars finnst mér heimavideóið
mun sniðugra — það er þegar menn
eru með sitt eigiö tæki og geta þá
stjórnaö efnisvali og öðru að öllu leyti
sjálfir. Ég gæti miklu frekar hugsaö
mér það þó ekki hafi ég aögang aö
slíku tæki. Að minnsta kosti ekki enn
semkomiðer.”
Margrit Guðmundsdóttir í Ólafsvík kvaðst ætía aðláta sjónvarpið nægja.
Kapalkerfið býöur
upp á möguleika
— segir Sæmundur Bjamason í Borgamesi
Utvarps-, sjónvarps- og videófélag
Borgamess nefnist félagsskapur sem
rekið hefur kapalkerfi í Borgarnesi um
rúmlega eins árs skeið. Forsvars-
maöur kerfisinserSæmundurBjama-
son. Hann er mikill áhugamaöur um
kapalkerfi og hefur komið fram með
þá hugmynd aö stofnuð verði lands-
samtök kapalkerf a.
— Hvers vegnaþað?
„Það myndi leysa mörg vandamál
varðandi efnisöflun ef landssamtök
yrðu mynduð. Þá gætu slík samtök séð
um alla samninga fyrir videókerfin í
heild og síðan yrði efninu dreift á milli
stöövanna. Það myndi bjóða upp á
vandaðra efni og reksturinn yrði allur
mun hagkvæmari. Einnig myndi það
koma í veg fyrir að verið væri að sýna
ólöglegt efni í kerfunum eins og boriö
hefurá.”
Víðtækara en ætíað var
— Hvert var upphafið að kapalkerf-
inuhéríbænum?
„Upphafið var nú bara þaö að við
tókum okkur saman í einni blokkinni
hér um að koma okkur upp sameigin-
legu videókerfi innan hússins. Þá
höfðum við engin áform um aö hafa
það víðtækara. En reyndin varð önnur
því aö mikill áhugi kviknaöi á þessu
meðal annarra íbúa bæjarins. Og
endirinn varð sá að nú eru um 70 íbúðir
tengdar viö kapalinn og þessa dagana
eru 40 að bætast viö. Þannig varð
stefnan nokkuð óvænt.”
— Hver er ástæðan fyrir útbreiðsl-
unni?
„Það sem olli því í upphafi að við
fórum út í þetta var fyrst og fremst
nýjungagirni. Ástæðurnar fyrir því að
svo margir hafa bæst við eru sjálfsagt
margar. Mikil óánægja er hér með júlí-
lokun sjónvarpsins og sérstaklega átti
það við í sumar þegar Heimsmeistara-
keppnin í knattspymu stóð yfir.
Einnig held ég aö atvinnulífið i
bænum geri þaö að verkum að Borg-
nesingar em mjög opnir fyrir ýmsum
nýjungum þegar frítíminn er annars
vegar. Við erum ekki með fiskvinnslu
hér heldur einungis iönað og þjónustu-
fyrirtæki. Af þeim sökum höfum við
rýmri frítíma en fólk sem býr í sjávar-
þorpum. Kapalkerfið er því ágæt lausn
á þessu meðal annrs.
Ég get einnig nefnt annað dæmi um
þetta hér í Borgarnesi. Það er félag
sem stofnað hefur verið og nefnist FÁT
— Félag áhugamanna um tölvur. I því
starfar fólk sem er með heimilistölvur
en þær em nú þegar orðnar um tuttugu
hér í bænum. Félagsmenn komu
saman vikulega í vor með tölvurnar og
fóru þá í gegnum alls kyns prógrömm.
Börnin em mikiö í þessu og fara þá í
leiki ýmiss konar enda eru þau mjög
næm fyrir þessu og fljót að læra á
tölvurnar.
Margir möguleikar
— Hvað kostar að vera aöili að
kapalkerfinu?
„Áskrifendur greiða 80 krónur á
mánuði. Auk þess em það íbúarnir í
viðkomandi hverfum sem sjá um lagn-
ingu kapalsins. Síðan ganga menn í
félagið.”
— Hvað sérðu í framtíðinni varð-
andi kapalkerfin?
„Ég hef þá trú aö kapalkerfin eigi
framtíð fyrir sér. Þau bjóða upp á svo
geysilega möguleika — miklu meiri en
fólk gerir sér almennt grein fyrir.
Viö tengjum til dæmis sjónvarpið viö
kapalinn og viö það hafa myndgæðin
batnaö töluvert hjá þeim sem áður
höfðu tmflanir í tækjunum. Þá þarf
líka bara eitt loftnet fyrir allt kerfið.
Og ef gervihnattamóttökur verða að
staðreynd þá gildir það sama um þær.
I stað þess að hver og einn sé með
stærðar loftnet á húsinu þá þarf aðeins
eitt.
Við getum útvarpað í gegnum kapal-
inn og auk þess er mögulegt að tengja
saman tölvur í kerfinu. Að visu þarf til
þess aukaútbúnað, þannig að merkin
gangi í báöar áttir, en þaö er ekki svo
mikiö mál. Það myndi bjóða upp á
víðtæka upplýsingaþjónustu eða það
sem nefnt hefur verið upplýsinga-
bankar og er orðið nokkuö algengt
erlendis.”
Umræðuþættir o.fi.
— Hvað sendið þið út lengi á viku?
„Það hafa verið níu til tíu klukku-
stundir á viku, og mest af efninu er
endursýnt. Við sýnum margs konar
efni. Mest em það þó kvikmyndirnar
sem eru vinsælastar og svo einnig tölu-
vert af bamaefni. Sýningadagamir
em frá fimmtudegi til mánudags og
við sýnum aldrei á meðan á sýningum
sjónvarpsins stendur.”
— Hafið þiö gert ykkar eigin
myndir?
„Viö höfum gert nokkrar slikar.
Nýlega sýndum við 40 mínútna langan
umræöuþátt um íþróttalíf í bænum.
Einnig tókum við upp Borgarfjarðar-
rallið og hátíðahöldin 17. júní, golfmót
sem hér var haldið og einn þáttur
fjallaði um hestamennsku. En svona
þáttagerð er mjög dýr ef greiða þarf
laun fyrir vinnu. Hingað til hefur allt
veriö unnið í s jálfboöavinnu og þetta er
hægt á meðan svo er. En þær myndir
sem við höfum gert era þannig að
ekkert hefur þurft aö vinna eftir á —
klippa saman og svo framvegis. Ef þaö
þarf að vinna eitthvað eftir aö myndin
hefur verið tekin þá em það miklu
meira mál og við höfum engan búnað
til þess. Hvað svo sem verður í
framtíðinni.”
Bætir upp tilbreytingaríeysið
Á göngum hraðfrystihússins í Olafs-
vík hittum við unga konu sem kvaðst
heita Karen Steinsdóttir. Við inntum
hana álits á videóvæðingunni í bænum.
„Mér líst mjög vel á þetta og er
nokkuö ánægö með dagskrána hingað
til. Skemmtilegasta efnið þykir mér
vera kvikmyndimar og svo einnig þær
fréttamyndir sem sýndar hafa verið og
f jölluðu um viðburði héðan úr bænum.
Einnig vil ég geta þess að það er mun
meira gert fyrir bömin í kapalkerfinu
heldur en er í sjónvarpinu. Það finnst
mér sérstaklega ánægjulegt.”
Hvers vegna er svona mikill áhugi á
kapalkerfinuhér?
„Þar held ég að komi ýmislegt til.
Fólkið vildi viðbót við dagskrána. Hér
er lítið vm að vera annað en vinnan og
videóið bætir þetta upp. Það er algengt
á vetuma að við veröum sjónvarpslaus
hér og þá er gott að geta stillt á
videóið. Og sjálfsagt hefur fólkið einn-
ig verið óánægt með dagskrá sjón-
varpsins þó það hafi nú sennilega ekki
valdið mestu um áhugann.
Einnig er ég ánægð með það að
myndgæðin hjá mér hafa batnað mikiö
eftir að sjónvarpið var tekið inn á
kapalinn. Nú er ég laus viö allar trafi-
anir sem ég þurfti áöur að búa við.”
— Heldurðu að kapalkerfið eigi ein-
hverja framtíð fyrir sér?
„Ég hef enga trú á öðru. Hér er
mikill áhugi fyrir þessu meðal íbúanna
eins og sést best á þeim fjölda sem
þegar er kominn með kapalsjónvarp.
Þátttakan er mjög góð og ég held að
svo verði áfram,” sagði Karen að
lokum.
H
Karen Steinsdóttir er nú laus við
allar truflanir isjónvarpi sinu.