Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Page 2
2
DV. LAUGARDAGUR 9. OKTÖBER1982.
Eimskip og Hafskip
stofna fyrirtæki tii
reksturs farþegaskips
Eimskip og Hafskip hafa stofnað siglingarnæstasumar. rekstrargrundvelli skipsins. Komið sumar.
sjáfstætt hlutafélag, Farskip hf., til Félögin athuguðu hvort í sínu lagi hefur í ljós að slíkur rekstur ætti að Einar Hermannsson hefur verið
að annast útgerð bílaferju og far- rekstur slíkrar bílaferju. Af hag- vera mögulegur yfir sumartlímann. ráðinn framkvæmdastjóri Farskips
þegaskips milli Reykjavíkur, Bret- kvæmisástæðum ákváðu þau síðan Gert er ráð fyrir vikulegum hf. og Ágúst Ágústson markaðs-
lands og Þýskalands. Skipið byrjar að vinna saman að könnun á siglingum frá Reykjavík næsta stjóri. -JH
SIMI 81530
Sigfús HaUdórsson tónskáld.
verðið á notuðu
SAAB-bflunum
koma þér
þægilega
áóvart.
Veit vel
að ég átti
ekki að
tala í
símann
— segir fyrrum
skúringakona
Davíðs Oddssonar
„Ég átti ekkert að vera að tala í
símann hans, ég efast ekkert um
það. Þetta var bara vitleysa og fljót-
færni í mér,” sagði ræstingakona sú
sem komist hefur í fréttirnar vegna
einkasima Davíðs Oddssonar
borgarstjóra.
„Eg var að tala í símann á skrif-
stofunni þegar hann kom að mér. En
ég var ekki að tala til útlanda. Eg
var að tala út á land. En ég veit vel
að ég átti ekki að gera þetta,” sagði
konan.
Hún er rúmlega fimmtug og hefur
ræst skóla í borginni i nokkur ár. Var
hún í afleysingum á borgarskrif-
stofunum er síroamáiið kom upp.
Eins og fram kom í DV í fyrradag,
kom Davíð Oddsson að ræstingakon-
unni um kvöldmatarleytið. Telur
Davíð að konan hafi verið aö tala til
útlanda. Oskaöi hann eftir þvi aö hún
ræsti ekki f ramar h já sér.
-KMU.
Sigfús
Halldórsson
íhljómleika-
ferð til Færeyja
Myndin er tekin á vesturenda bryggjunnar, en eins og sjá má hallast hún mikið fram.
DV-mynd GS/Akureyri
Akureyrarhöfn byggð á sandi
,,Hún sígur hægt og rólega, en hún
hægir á sér ár frá ári,” sagði
Guðmundur Sigurbjörnsson, hafnar-
stjóri á Akureyri, aðspurður um vöru-
höfnina við Oddeyrartanga.
Þegar bygging vöruhafnarinnar var
vel á veg komin tóku menn eftir því að
hún var á hraðri niðurleið. „Húrraði”
hún mikið niður til að byrja með, en
síðan hefur hún hægt á sér. Það er suð-
vesturhorn bryggjunnar sem sígur
hraðast. Hefur þaö sigið um eina 25 cm
NOTAÐIR
frá því að farið var að fylgjast með sig-
inu með mælingum. Þaö er því kominn
góður vatnshalli á dekk bryggjunnar.
Að sögn Guðmundar hefur komiö til
tals að rétta dekkiö af, en sú aögerð
þykir þó ekki knýjandi enn sem komið
er.
Að sögn Guðmundar er ástæðan fyrir
siginu sú að hún er byggð á vatnssósa
sandi. Vatnið pressast síðan úr sandin-
um vegna þungans frá hafnarmann-
virkjunum með þeim afleiðingum aö
KOMDU OG
SKOÐAÐU
URVALIÐ
BILAR
oglattu
viðlegukanturinn sígur. „Við vonum
bara að vatnið sé að verða búið, þannig
að sigið stöðvist fyrr en síðar,” sagði
Guðmundur Sigurbjömsson.
-GS/Akureyri
Sigfús Halldórsson tónskáld heldur á
morgun í hljómleikaferð til Færeyja
ásamt Friðbimi G. Jónssyni tenór og
Snæbjörgu Snæbjarnardóttur sópran.
DV hafði samband við Sigfús af þessu
tilefni og spurði hann um aðdraganda
ferðarinnar:
„£g skemmti í sumar á norrænu
teiknikennaramóti á Laugarvatni. Þar
var einnig kór frá Klakksvík. I honum
var bæjarstjórinn í Klakksvík sem
sýndi áhuga á því að ég kynnti lögin
mín í Færey jum.
Ég sló til og við förum til Færeyja á
morgun og verðum í viku. Við höldum
tónleika í Þórshöfn, Klakksvík og á
Eyrarbakka. Einnig stendur til að
taka upp tónleika sem við verðum með
í útvarpshúsinu í Þórshöfn.”
Sigfús var spurður um fyrri
hljómleikaferðir:
„Ég hef ferðast töluvert hér innan-
lands með tónleika. Erlendis hef ég
sungið i BBC i Bretlandi á stríðsárun-
um og árið 1947 var ég með tónleika í
útvarpinu í HelsinkL I hittifyrra
fórum við Guðmundur Guðjónsson í
hljómleikaferð um íslendingabyggðir í
Bandarík junum og Kanada.
Ég hef aldrei haldið tónleika fyrr í
Þórshöfn, þótt ég þekki staðinn vel, en
ég hlakka til að troða þar upp ásamt
Friðbirni og Snæbjörgu,” sagði Sigfús
Halldórsson að lokum. -gb.
Prestvígsla í Dómkirkjunni
Tveir nýir prestar verða vígðir á
morgun. Þeir eru Sigurður Arngríms-
son sem settur er til þjónustu í
Hríseyjarprestakalli og Bragi Skúla-
son sem ráðinn hefur verið til starfa
hjá Fríkirk jusöfnuðinum i Hafnarfirði.
Biskup Islands, PéturSigurgeirsson,
vígir prestana og fer athöfnin fram í
Dómkirkjunni. Vígsluvottar verða
séra Stefán Snævarr, séra Kári Vals-
son, séra Bemharður Guðmundsson og
séra Emil Bjömsson. Þórir
Stephensen dómkirkjuprestur ann-
ast altarisguðsþjónustu og dómkórinn
og Marteinn H. Friðriksson leiða
kirkjusönginn. ÓEF
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 113. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 og 1. og 4.
tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Brekkutangi 2, Mosfells-
hreppi, þingl. eign Guðmundar K. Stefánssonar, fer fram eftir kröfu
Jóns Magnússonar bdl. á eigninni sjálfri mlðvikudaginn 13. október
1982, kl. 15.30.
Sýsiumaðurinn i K jósarsýsiu.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Hæðarbyggð 25, Garðakaupstað, þingl.
eigin Helgu Jónsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 11.
október 1982, kl. 14.30.
Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Asbúð 28, Garðakaupstað, þingl. eign Ama
Hróbjartssonar, fer fram á eigninni sjáifrí þriðjudaginn 12. október
1982, kl.16.30.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.