Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 9. OKTOBER1982. 7 ERFK) FÆRD Á ÓSHLÍDARVEGI Vegagerðin seldi ferðir milli Bolungarvíkur og ísafjarðar Ovenju margir bílar á Bol- ungarvík aka nú um hljóðkútslausir vegna tröllslegs kafla á Oshlíöar- veginum. Þar hafa í sumar staöið yfir framkvæmdir við veginn, verið er að taka eina beygju af, lækka hann og breikka. Af þessum sökum hefur vegurinn oft verið lokaður og komið sér mjög illa, viöskiptalega séð, fyrir Bolungarvík. Vegageröin tók Djúp- bátinn á leigu til að fara 3 ferðir milli bæjanna tveggja og seldi farmiða á 50 krónur fyrir manninn, bíllinn var fluttur fyrir 300 krónur. Þótti mönnum súrt að þurfa að kaupa ferðir af Vegageröinni, þar sem vegarins nýt ekki við. Einnig þétti Séra Hjálmar prófasturí Skagafirði Séra Hjálmar Jónsson prestur á Sauðárkróki hefur verið kjör- inn prófastur Skagfirðinga. Hjálmar er aöeins 32 ára gamall og langyngsti prófastur landsins. Prestar í Skagafirði kusu séra Hjálmar í stað séra Gunnars Gíslasonar í Glaumbæ sem lét af störfum i sumar vegna aldurs. Séra Hjálmar vígðist til Bólstaðarhlíðarprestakalls árið 1976. Prestur var hann skipaður á Sauðárkróki árið 1980. Kvæntur er hann Sigrúnu Bjarnadóttur líf- fræðingi og eiga þau þrjú böm. •KMU. skrítið að um helgar var opnað til að; fólk kæmist á böll en harðlokaö mest-i allan daginn þegar flestir þurftu á; góðu vegasambandi milli Bolungar-; víkur og Isaf jaröar aö halda. Vegurinn hefur nú verið opnaður aftur til umferðar niinn daginn, en er ákaflega erfiður yfirferðar. „Ekki mönnum bjóöandi að fara þama yfir á almennilegum bílum,” sagði Kristján Friðþjófsson, fréttaritari DV á Bolungarvík. Áætlað er að þessum vegaframkvæmdum ljúki 15. október. -KF/JBH. Strengjasveit Tónlistarskólans sem lenti í fjórða sæti á alþjóðlegri samkeppni ungra tónlistarmanna í Belgrad. Fremri röð frá vinstri: Hóvarður Tryggvason, Bryndis Gylfadóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Auður Hafsteinsdóttir og Gnðrún Þórarinsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Gréta Guðnadóttir, Sigurlaug Eðvaldsdótt- ir, Mark Reedman, stjórnandi sveitarinnar, Bryndís Pálsdóttir og Vera Osk Steinsen. Á myndina vantar örnólf Kristjánsson og Svövu Bemharðsdóttur. Til að koma veginum frá hlíðinnl og nær sjónum þurfti að sprengja stóra og mlkla klöpp í fyrradag. Sprengingin tókst með ágætum. DV-mynd: Kristján Friðþjófs- son. „LEKUM PURCELL í MYRKRI” — Strengjahljómsveit Tónlistarskólans komin heim frá Belgrad með fjórðu verðlaun „Fall er fararheill,” sögðu krakkarnir í strengjasveit Tónlistar- skólans á fundi með blaðamönnum á fimmtudaginn, en sveitin er nú komin heim úr mikilli frægðarför til Júgó- slavíu. „Þegar stjórnandinn, Mark Reedman, fór upp á svið á setningarathöfninni til að draga um röðina í keppninni féll hann kylliflatur í tröppunum upp á sviðið,” bættu þau við. ,,Annars virtust alls konar óhöpp elta okkur í þessari ferð. Mark og Bryndísi seilóleikara var í upphafi neitaö um inngöngu í landiö og eftir að það mál leystist bættist eitt og annað við í hrakfallabálkinn. Við vorum loks sannfærð um að samsæri væri í gangi gegn okkur þegar ljósin fóru af tónleikasalnum í annarri umferð í Úrfelum — nýtt blað Samtakanna 78 1 Ur felum nefnist blað sem Samtökin ’78 eru að hefja útgáfu á. Það mun koma fjórum sinnum út á ári og kosta í lausasölu krónur 35. miðri chaconnu eftir Purcell. En við lékum verkið til enda í myrkrinu við mikinn fögnuö áheyrenda.” Þrátt fyrir þetta stóð hljómsveitin sig mjög vel í keppninni og lenti í fjórða sæti á eftir strengjasveit frá Guildhall School og Music and Drama í London og sveitum frá Ungverjalandi og Póllandi. Strengjasveitin frá Tónlistarskólan- um vakti mikla athygli í keppninni því fæstir bjuggust við jafngóðumárangri frá svo f jarlægri og lítt kunnri þ jóð. Sveitin kemur því heim til Islands með einhver tilboð um frekara hljóm- leikahald,, ”30 þúsund dínara verðlaun sem enginn veit hvað á að gera við og viðurkenningarskjal með kirilísku letri sem enginn getur lesið,” eins og krakkarnir í sveitinni orðuðu það. -gb. I fyrsta tölublaði þess stendur meðal annars: „Við lesbíur og hommar á Islandi viljum miðla þekkingu til hómósexúal einstaklinga og efla með þvi skilning þeirra á sjálfum sér og treysta afstöðu þeirra til sjálfra sín.” „Við lesbíur og hommar á Islandi viljum miöla þekkingu á málefnum okkar til alls samfélagsins svo aö það öðlist skilning á þeim og á því, að við erum eölilegur hluti af samfélaginu.” Um heiti blaðsins stendur meðal annars: „Nafnið á blaðið völdum við ekki út í bláinn. Ur feium er kjörorð okkar. Með því móti einu aö viö komum úr felum náum viö sem einstaklingar og þjóð- félagshópur þeim ýtrustu mark- miöum, sem við hljótum að setja okkur, um fulla aðild og þátttöku í samfélaginu. Með þvi móti einu, að koma úr felum, getum við unnið málstaö okkar og lagt iið málefnum okkar, og á þann hátt einan getum við veitt andstæðingum okkar viðnám og staöið vörð um hagsmuni okkar og réttindi. Við stefnum að því að blaðið komi út ársfjórðungslega fyrst um sinn. Það á að eflast og þróast og breytast.” Sóluskrifstofa Simi 91 82980 Fellsmúla 24 105 Reykjavik. Nú um helgina 9. og 10. október mun Rafrás hf. gangast fyrir sýningu aö Síðumúla 27 á annarri hæö. Þar ber hæst North Star HORIZON og ADVANTAGE tölvurnar sem þegar eru í þjónustu fjölmargra fyrirtækja og einstaklinga hérlendis. Einnig veröa kynntir VISUAL tölvuskjáir, Microline, Mannesmann Tally og NEC tölvuprentarar. Eftirtalinn hugbúnaður verður kynntur: Ritvinnsla Viðskiptamannabókhald - Skuldunautar Upplýsingaskrá Birgöabókhald og lagerstýring Fjárhagsbókhald Tollvinnsluforrit Fjárhagsskýrslugerö Áætlanagerðarforrit o.fl. Sýningin hefst kl. 13 og stendur til kl. 19 báöa dagana. BYLTING í tölvubúnaði. Rúsínan í pylsuendanum verður svo OSBORNE tölvan sem fer nú sigurför um heiminn vegna hins ótrúlega lága verðs og fjölhæfni sinnar. Komið og kynnist kostum OSBORNE af eigin raun. Þú ferð fróðari af okkar fundi ÞÚ GETUR REITT ÞIG Á RAFRÁS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.