Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Qupperneq 3
DV. LAUGARDAGUR 9. OKTOBER1982. 3 [ÍOAMcRKA HAUSTLAUKA- ÚTSALA Geriö góð kaup Opið alla daga og um helgar til kl 21. Sími 22822 Miklatorgi Athöf n við styttu Leifs heppnaídag 1 dag eru liðin fimmtíu ár frá því að Bandaríkjastjóm gaf Islendingum styttu Leifs heppna Eiríkssonar. 1 tilefni af þvi fer fram stutt athöfn við styttuna á Skólavörðuholti i dag kl. 11.30. Athöfnin hefst með því að lúörasveit leikur þjóösöngva Islands og Bandarík janna. Avörp flytja forseti Is- lands, forsætisráðherra, sendiherra Bandaríkjanna, borgarstjórinn í Reykjavík og Patricia McFate for- stjórí American Scandinavian Foundation í New York. Sigurður Helgason formaður tslensk-ameriska félagsins stýrir athöfninni. Forseti Bandarikjanna hefur ákveðið að 9. október veröi minningar- dagur Leifs Eirikssonar i Bandarikjunum. "gb- Peninga vantar ínámsgagnagerð — segja skólast jórar og yfirkennarar „Vöntun á námsgögnum truflar mjög allt skólastarf og dregur veru- lega úr árangri af starfi kennara og nemenda.” Svo segir meðal annars í bréfi sem Félag skólastjóra og yfirkennara í grunnskólum hefur sent alþingismönn- um. Bréfinu er ætlað að vekja athygli ráðamanna á „þvi ófremdarástandi sem ríkir í útgáfumálum Námsgagna- stofnunar”. I því segir aö það sé stjórnvöldum til vansæmdar að tryggja ekki aðal- þjónustustofnun skólanna aðstöðu og nægilegt fjármagn svo betur megi standa að skólastarfi fyrir rúmlega fjörutiu þúsund grunnskólanemendur sem séu pm það bil sjötti hluti þjóðar- innar. 1 Skólastjórar og yfirkennarar vekja einnig athygli á því aö mjög skorti á að myndbandatæknin sé nýtt sem skyldi. Fjármagn skorti til að hrinda áætlun- um um gerö kennsluefnis fyrir mynd- bönd í framkvæmd. -KMU. Bladaskrif vegna gjaldþrots íslend- ings i Kalifomiu f bandaríska blaðinu North Country News, sem gefið er út íSanta Barbara í Kalifomíu, birtist nýlega bréf frá einum starfsmanni veitingahússins Valhalla sem til skamms tima var rekið í borginnL Veitingahús þetta var í eigu Magnúsar Björnssonar, fyrrum eiganda Asks, en það varð gjaldþrota í ágústmánuði síðastliðnum. I fyrrgreindu bréfi segir meöal annars: „I sumar vann ég um tveggja mánaða skeið sem gengilbeina við Valhalla veitingahúsið í Santa Bar- bara. Er ég kom til vinnu þann 5. ágúst kom ég að tómu húsi og tilkynning frá forst jóranum um aö ekki væri hægt að greiða starfsfólki Valhalla þau laun, sem það ætti inni. Eigandinn, sem er islenskur ríkisborgari, hvarf til sins heimalands án þess að afsaka þetta gagnvart starfsfólkinu eða gefa því skýringu.” Bréfritari greinir einnig frá þvi að lögfræðingur sinn teldi litlar líkur á að launin fengjust greidd með málaferlum, þar sem eigandinn ætti engar aörar eignir i Bandaríkjunum. 1 svarí blaðsins er sagt að bréfritari sé aðeins einn af 20 til 30 starfs- mönnum fyrirtækisins sem tapað hefðu launum sínum við gjaldþrotið. Litlar líkur eru taldar á að launin fáist greidd með málaferlum, jafnvel þótt launakröfur hafi forgang við gjald- þrotaskipti. Hins vegar er bent á að Mágnús B jömsson eigi tvö veitingahús á Islandi, að því er greint hefði verið frá er veitingastaðurinn Valhalla var opnaður í júní á þessu ári. I blaðinu er starfsmönnum bent á aö snúa sér til Höllu Linker ræðismanns Islands í Los Angeles, en þar sem hún hefði verið heiðursgestur við opnun Valhalla ætti henni að vera kunnugt um hvað gerst hefðL Þá er einnig taliö að þeir gestir sem þágu þjónustu launalauss starfsfólks við opnunina gætu stuðlað að lausn málsins, en á meðal gestanna heföi meðal annars veríð einn borgarráðsmaður í Santa Barbara. Ekki náöist í Magnús B jömsson. -ÓEF. Þetta er ferðatilboð an hliðstæðna KARNIVAL ÍRÍÓ Suður-Ameríka og Vestur-Afríka með Maxim Gorki Nú bjóðum við upp á sérstæða ferð með skemmtiferðaskipinu Maxim Gorki. Ferðatilhögun er þannig, að flogið verður til Frankfurt þann 9. febrúar 1983 og samdægurs áfram til Recife í Brasilíu, þar sem lúxusskipið Maxim Gorki bíður hópsins. Frá Recife verður svo siglt til Ríó og dvalist þar í 3 daga yfir Karnivalhátíðina Síðan er ferðinni heitið með Maxim Gorki til Santos, Salvador (i Brasilíu), Dakar, Las Palmas, Casab/anca og Genova, þangað sem komið t/erður 5. mars. Til Frankfurt verður svo haldið sama daginn og flogið ti/ baka til Islands 6. mars Ferðalagið allt tekur 26 daga og kostar kr. 31.600,- fyrir manninn i tveggja manna klefa. Innifalið í verðinu eru allar ferðir (fyrir utan skoðunarferðir), fullt fæði um borð í Maxim Gorki og ein gistinótt með morgúnmat á heimleiðinni. & Pvm • 1' * §•? * Mj, X J t '/v.fVvr itov . j •'Jv'5 > f *> 'I i Maxim Gorki er okkur að góðu kunn- ugt. Nokkur hundruð íslendingar hafa þagar fsrAast meA skipinu um heimshöfin. Auk þess kemur skipiA hingaA fjórum sinnum á hverju sumri meA erienda ferAamenn. SkipiA er 25 þúsund tonn aA stœrA. Allar vista- verur eru meA hreinlætisaAstöAu, og eru þeir klefar, sem ætlaAir eru okkar farþegum, allir meA gluggum. Fullyrða má, að þetta er eitt glæsi/egasta ferðatilboð, sem íslending- um hefur gefist kostur á. OTCtXVTUC FERÐASKRIFSTOFA, I&naðarhúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28S88og 28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.