Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Page 8
DV. LAUGARDAGUR 9. OKTOBER1982.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Áöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 84411. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 84411.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Pi'entun:
ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 19.
Áskriftarverö á mánuöi 130 kr. Verö í lausasölu 10 kr. Helgarblaö 12 kr.
Ekki einfalt að fella
Ætla mætti að óreyndu, að stjómarandstæðingar fögn-
uðu ákaft, þegar þeir sjá ríkisstjómina riða til falls. En
það er vægast sagt misjafnt. Suma þeirra óar nokkuð við
að fella bráðabirgðalögin og láta þar við sitja. Lögin eru
þó nokkurt viðnám gegn vaxandi verðbólgu og viðskipta-
halla. Falli þau, verður ástandið miklu verra.
Alþýðubandalagsmenn munu ákveðnir í, að stjómin
skuli fara frá, ef bráðabirgðalögin falla. Margir þeirra
bíöa þess með óþreyju og vilja strax láta á það reyna. Þá
kæmi skerðing verðbóta um helming 1. desember ekki til
framkvæmda. Alþýðubandalagsmenn yrðu þá ekki í kom-
andi kosningabaráttu að standa frammi fyrir alþýöu
manna í vamarbardaga fyrir þá kjaraskerðingu sem
orðnum hlut. Þeir yrðu sviptir glæpnum. Þetta finnst
mörgum forystumanni Alþýðubandalagsins ódýrt slopp-
iö. Þeir yrðu heldur ekki alveg ábyrgöarlausir í augum
þeirra, sem sjá nauðsyn harðra aðgerða — því að það yrði
stjómarandstaðan, sem hefði hindrað aðgerðir, ekki þeir.
Mörgum framsóknarmanninum þætti réttast, að
stjómin færi frá, yrðu lögin felld. Þaö kom fram í ummæl-
um Guðmundar G. Þórarinssonar, sem DV sagði frá í
gær. Guðmundur kvaðst þeirrar skoðunar, að þingkosn-
ingar yrðu í marz eða apríl. Guðmundur virtist miða þá
dagsetningu við, að lögin kæmu fyrst fyrir í Efri deild,
þar sem stjómin hefur meirihluta. „Ég er þeirrar skoö-
unar, aö það sé of alvarlegt mál að láta stjómarandstöð-
una fella lögin fyrir 1. desember, áður en þau hafa tekið
gildi í heild,” er haft eftir Guðmundi.
Færi stjómin frá upp úr því, er rétt hjá Guðmundi, aö
kosningar gætu orðið í marz eöa apríl. Mörgum þing-
manninum þætti einnig æskilegra, að farið væri að draga
úr vetrarhörkum, áður en gengið yrði til kosninga.
Hverjar yrðu afleiðingar þess, að bráðabirgðalögin
yrðu felld? Það viðnám gegn efnahagsvandanum, sem í
þeim felst, færi forgörðum. Við tæki vafalaust millibils-
skeið, meðan kosningar yrðu undirbúnar. Ekkert bendir
til, að alvöru-ríkisstjóm yrði mynduð á meðan. Ástandið
færi hríðversnandi. Sú stjóm, sem við tæki eftir kosning-
ar, fengi við að glíma margfaldan vanda. 1 þeirri stjóm
má búast við að sitji ýmsir þeir, sem nú eru í stjómarand-
stöðu. Líf þeirra yrði til mikilla muna ljúfara, ef með ein-
hverjum hætti hefði verið til þess séð, að bráðabirgðalög-
in hefðu náð fram að ganga.
Stjómarandstæðingar í Sjálfstæöis- og Alþýðuflokki
hugsuðu ekki svona langt, þegar þeir lýstu yfir í ágúst, að
þeir mundu fella lögin. Andstæðingar stjómarinnar í
Sjálfstæðisflokknum voru himinlifandi um þær mundir
vegna yfirlýsinga Eggerts Haukdal og Alberts Guðmunds-
sonar. Nú er hvíslað um, að hugsanlega megi semja með
einhverjum hætti, þannig að allar efnahagsaðgerðir væru
ekki fyrir bí. Menn segja sem svo, að þeir „styðji lögin
ekki óbreytt” eða „þeir séu andvígur skattahækkununum
í lögunum. Á þessu sést, að enn er einhver útgönguleið.
Stjómmálamönnum, hvort sem er í ríkisstjóm eða
stjómarandstöðu, er hollast að gleyma sér ekki í dægur-
bardaganum. Hugsi stjómarandstæðingar nú um þjóðar-
hag, er ljóst, að í óefni stefnir, taki við langt tímabil
stjómleysis í vetur. Þótt þeir hugsuðu eingöngu um eigið
skinn, er þeim hollast aö hindra ekki aðgerðir og standa
síðan gagnvart kjósendum sem ábyrgðarmenn þess
mikla vanda, sem á eftir kemur.
Jafnvel þótt þeir ynnu síðan kosningar, sætu þeir uppi
með allt klúðrið.
Haukur Helgason.
Stjómarshrá
að tyrhoesteri
fyrirmynd?
Þaö kom maður aö máli viö mig nú
i vikunni og gagnrýndi nokkuð frá-
sögn mína af fundi Stjómar-
skrársaumaklúbbsins sem birtist
hér í síöustu viku. „Þú gerðir kaffi-
brauðinu nokkuö góö skil,” sagöi
hann, ,,þó að ég heföi persónulega
gjama viljaö fá uppskriftina hans
Gunnars aö piparkökunum. Konan
min býr nefnilega til heimsins verstu
piparkökur, enda fékk hún uppskrift-
ina úr Kardemommubænum. Eg
ætla þó ekki að gera neitt stórmál úr
því en kannski skorar einhver á
Gunnar i kökuuppskriftaeinvígi og
fjölmiðlasælkerar birta svo upp-
skriftina. „En,” sagöi hinn hrjáöi
eiginmaður, ,,þú gerðir okkur enga
grein fyrir því hvernig stjómarskrá-
in á aö vera. Þú sagðir okkúr ekki
hvaöa hugmyndir eru á lofti innan
nefndarinnar.”
Eg verö aö viðurkenna aö athuga-
semdir þessa kunningja mins ssröu
Úr ritvélinni
Ólafur B. Guðnason
skrifar
háþróuö og hin íslenska. Samkvæmt
fréttum, sem hingaö hafa borist, er
margt í því plaggi sem gæti orðið
góð fyrirmynd fyrir stjómar-
skrársaumaklúbbsmeölimi hér
heima á Islandi. Þar eru til dæmis
ákvæði um skoöana-, rit- og félaga-
freisi ásamt fyrirmælum um aö rit-
skoðun sé stranglega bönnuð. Þetta
er auövitað gott og blessað og vel
meint, eins og sagt er, en svo koma
gagnleguákvæöin!
Um tjáningarfrelsi segir: „Tak-
marka má þessi réttindi til að koma i
veg fyrir glæpi, vernda réttindi (eins
og t.d. ritfrelsi), einka- og f jölskyldu-
líf, koma í veg fyrir aö atvinnu- og
ríkisleyndarmál berist út og ótíma-
bæran fréttaflutning sem getur haft
áhrif á efnahagslíf þjóöarinnar.”
Þetta eru gagnleg ákvæði. Hefði til
dæmis starf þessarar stjórnar ekki
oröiö miklu auöveldara hefðu blöðin
ekki alltaf verið að nöldra i Stein-
. ar piportókur
J shxi....
* * "• * Yf
Í:
v
mig. Ekki svo að skilja að ég hafi
móögast viömanninn! Fjarriþví.Eg
brosti undurblítt og bar sár min meö
þolinmæði. En ég gat auðvitað ekki
látiö hjá h'öa aö leiðrétta þennan
mæta mann því aö aðfinnslur hans
voru ósanngjarnar.
„Kæri vinur. Það er rétt aö ég
geröi enga grein fyrir því hvemig
stjórnarskráin á aö vera eöa hvaöa
hugmyndir eru á lofti innan nefndar-
innar. Þaö stafar eingöngu af því aö
sjálfir meölimir saumaklúbbsins
gera sér ekki grein fyrir því hvemig
stjómarskráin á að vera. Og einu
hugmyndirnar sem á lofti eru innan
nefndarinnar eru þær að fjölga beri
þingsætum til að koma í veg fyrir
þaö að hræðilegt atvinnuleysis-
ástand skapist í þingmannastétt!
Atvinna er mannréttindi og þingsæti
líka, segja þeir. Eg hef þaö eftir
áreiöanlegum heimildum aö vissir
þingmenn, sem sjá fram á atvinnu-
leysi ef ekki verður fjölgaö þingsæt-
um, hafi hótaö aö flytja af landi
brott, helst til Svíþjóöar, ef ekki
verður aö gert! Sænski sendiherrann
hefur nú boðið fram aöstoö sína viö
stjórnarskrársmíðina og sænska
rikisstjómin boöist til aö útvega
saumaklúbbsmönnunum færustu er-
lenda sérfræðinga í stjórnarskrám
og ætlar aö greiöa kostnaöinn af því
beint úr vasa sænskra skattgreið-
enda. Til öryggis hefur sænski flotinn
haldiö út í skerjagarðinn og hefur
fengiö fyrirskipanir um að varna
öllum Islendingum landgöngu, ef
nokkur minnsta ástæða er til aö ætla
að þeir séu þingmenn og varpa djúp-
sprengjum á svokallaða kafbáta.
Viðhorf sænsku stjórnarinnar er
semsagt að Svíþjóö eigi nóg meö
farandverkamennina, þó ekki bætist
við íslenskir þingmenn, atvinnulaus-
ir.”
Þegar ég hafði þannig útskýrt
máhö fyrir vini mínum, á alþjóöleg-
um grundvelh, tók hann gleöi sina
aftur og viö sættumst heilum sáttum.
Við ræddum síðan nokkra stund um
enska fótboltann en sUtum síöan
taiinu og kvöddumst meö virktum.
En nú hafa borist fréttir frá Tyrk-
landi þess efnis að þar í landi sé lokiö
smíöi stjórnarskrár, og þykir verkið
hafa gengiö vel, enda tyrknesk köku-
menning ekki jafnlangt komin og
grimi út af togarainnflutningi? Heföi
ekki veriö þægilegra lifið hjá Gunn-
ari heföi hann getað bannaö blööum
að birta yflrlýsingar Ingvars um
getuleysi stjórnarinnar? (Þaö er
auðvitaö spuming undir hvaöa
ákvæði slíkt bann heföi faUið, hvort
yfirlýsingamar eru skaðlegar efna-
hagslifi landsins eöa hvort væri verið
aö upplýsa ríkis- eöa atvinnu-
leyndarmál.)
Þá em í tyrknesku stjórnarskránni
ákvæði sem banna stofnun pólitískra
samtaka og banna pólitísk-, allsherj-
ar- og samúðarverkföU. Heföi Gunn-
ar haft slíkt vopn viö belti sitt hefðu
þeir LlU-menn ekki komist upp meö
moöreyk.
Svo má nefna aö í Tyrklandi verö-
ur framvegis bannaö að stofna póU-
tíska flokka sem „miða að því að efla
stjórnmálaöfl eftir stéttum í
landinu.” Hér eftir skal þaö vera
„stéttmeðstétt.”
Það væri kannski vert að fá hingaö
nokkra tyrkneska ráögjafa sauma-
klúbbnum tU aöstoöar. Það er alveg
víst aö sænska ríkisstjómin væri
tilbúin að borga undir þá fariö.
ÓBG