Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Síða 11
DV. LAUGARDAGUR 9. OKTOBER1982. 11 Menning Menning Menning Menning inn raðar gjarnan inn á myndflötinn minni form- og litaandstæðum sem trufla og sprengja upp hið hvíta flæði. Myndimar byggja enn á formfestu fyrri mynda en gefa nú auk þess blæ- brigðaríka sjónræna upplifun. Myndin Kínverskt ljóð er eflaust ein athyglis- verðasta mynd sem komið hefur frá listamanninum á síðastliðnum mánuð- um. Þar samræmir hann bæði hárfint línuspil og hvika virkni flatarins. Einrt myndhöggvari Eini septembermyndhöggvarinn Sigurjón Olafsson sýndi okkur meira en 20 skúlptúra. Þegar gengið er á milli þessara mynda fær maöur auðveldlega á tilfinninguna að iista- maðurinn leiki sér meö náttúruna. Þetta eru oft trédrumbar teknir beint úr náttúrunni eða rekaviður, sem lista- maðurinn umbreytir samkvæmt listrænum ásetningL Og þá virðist Sigurjón í nokkrum myndum aðeins velja og rétt hagræða þeim formum sem náttúran sjálf hefur skapaö. Það er eins og listamaöurinn vilji draga upp í verkum sínum tvær kunnar and- stæður þ.e. annars vegar náttúruna með sínum tiiviljunarkenndu sérkenn- um og tíma og hins vegar hugvitsemi mannsins sem rökfræðilega mótar í ef nið geometrískt eða lýriskt táknmáL Septem í lOár Septembersýningin 1982 var tíunda samsýning hópsins. Og þegar litið er yfir framleiðslu þeirra félaga þennan áratug er greinilegt að allir þessir listamenn hafa tekið miklum breyting- um og unnið rökrétt og markvisst að eigin myndverki. Allt eru þetta „pro- fessional” listamenn, sem öðlast hafa í hinni myndrænu vinnu s jálfstæðan list- persónuleika þó að upprunann megi eflaust finna í evrópsku abstraktmál- verkiö. og 6. áratugarins. Múrinn eftír Sigurjón Ólafsson. Tvær kunnar andstæður: néttúran með sínum tílviljunarkenndu sór- kennum og maðurinn sem rökfræðilega mótar ákveðið táknmál i efnið. Ljósm. GBK. Þa er það athyglisvert að „list- mennt” þeirra septemmanna ekki frekar en annarra íslenskra lista- manna byggist ekki á hugmyndfræði- legum specúlationum heldur frekar á myndrænni reynslu, þar sem lista- maðurinn vinnur sig frá einni mynd til annarrar, fra einum stíl til annars. Þannig verður „menntunarþróunar- tíminn” oft eðlilega langur og skýrir það eflaust hversu hægt íslenskir lista- menn þróast eða breytast. En þó gerjunin hefði í fyrstu verið hæg, er greinilegt að þeir septemfélagar hafa allir komist að persónulegum niður- stöðumí listinni. Það er því vissulega tilefni til að óska þessum sjö vaxtarbroddum íslenskrar myndlistar allra heilla og ríkrar vinnusemi á komandi árum. -GBK. Uppstíllirtg H2 eftír Vattý Pótursson. Mátverkið er rökrótt samsetning geometriskra eininga sem þýðir og lýsir nærtækum veruleika. allt sem hugurinn girnist Stœrsta póstverslun í Evrópu. f rá QueIIe Quelle pöntunarlistinn með haust- og vetrartískunni 82/83 er nærri þús- und blaðsíður, uppfullar af vönduðum þýskum vamingi. Crvalsfatnaður á alla fjölskylduna, skór, töskur, skartgripir, húsbúnaður, heimilistæki, leik- föng, já allt sem hugurinn gimist. Allt gæðavörur á hagstæðu verði. Öruggur afgreiðslumáti. IVinsamlegast klippið þennan hluta auglýsingarinnar frá og sendið okkur eða hringið — ef þér viljið kaupa Quelle pöntunarlistann. Verð listans er kr. 72 auk póstkröfugjaldsins. IQuelle-umboðið Pósthólf 39, 230 Njarövík. Sími 92-3576. Afgreiðsla í Reykjavík Laugavegi 26, 2.h. Sími 21720. Nafn sendanda | heimilisfang sveitarfélag póstnúmer L QuellB umboóió sími 21720

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.