Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Page 18
„Æska min er laus viö alla sveita- rómantik. Ég er fyrst og siðast borgarbarn, aliö upp á malbiki vesturbæjarins, hef í raun aldrei þekkt mig utan borgarmarkanna aö ráöi. Hvort ég hafi fariö einhvers á mis viö aö fara ekki í sveit á sumrin? Æ, ég veit þaö ekki. Mér hefur hvort eö er aldrei þótt mikið koma til þessar- ar sveitasælu sem fólk lofár svo mjög. Og ég hef aldrei skilið hana semslika.” — Þetta segir Ingólfur Margeirs- son, þekktur meöal annars fyrir aö skrásetja Lífsjátningu Guömundu Elíasdóttur söngkonu. Sú bók hlaut verðskuldaöa athygli í síðasta jóla- bókaflóði. Þessi sérstæöa endur- minningabók hefur nú veríö útnefnd tíl bókmenntaverölauna Noröur- landaráðs ásamt Tveggja bakka veðri, ljóöabók Matthiasar Johannessen. Otnefning Lífsjátning- ar hlýtur aö teljast nokkuö athyglis- verö því aö hér er um fyrsta bókverk Ingólfs aö ræöa. „Eg lít fyrst og fremst á þessa útnefningu sem mik- inn heiöur fyrir mig og Guömundu,” hefur Ingólf ur Iátið hafa eftir sér í til- efniþessa. En þrátt fyrir viðurkenninguna sit- ur Ingó, eins og hann er kallaöur af vinum sinum, ekki auöum höndum. Hann veröur meö tvær bækur í jóla- bókaflóðinu í ár. önnur þeirra segir frá kynnum höfundar af sex einstakl- ingum frá ýmsum þjóðlöndum sem sitja eftir í huga hans eftir margra ára ferðalög um heimsálfur. Hin bókin er nokkuð annars eðlis. Þar eru viötöl Ingólfs viö fimmtán sam- tíöar- og samstarfsmenn Ragnars í Smára. Þaö er því ástæða til aö kynnast manninum Ingólfi MargeirssynL Þaö gerum við í helgarviðtalinu aö þessu sinni. Við vorum byrjaöir aö ræöa æsku hans hér aö framan og gott ef ekki er rétt aö halda því lítil- lega áfram. Han dsprengjur ungdómsáranna „Um og fyrir sjötta áratuginn var vitanlega fullt af krökkum í vestur- bænum. Ég bjó á Brávallagötunni og henni réö allstór strákahópur. Þaö var klár stéttaskipting i hverfinu á þessum árum. Hún réöst eftir götun- um. Þaö var fariö í þrjú-bíó á sunnu- dögum og þangað voru fyrir- myndimar sóttar sem síðan voru leiknar eftir á virkum dögum. Þetta var tími hinna miklu götubardaga, nokkurs sem þekkist ekki núna. Morgni dags var variö í þaö að sníkja út ónýta ávexti hjá kaupmönnunum. Þeir voru svo óspart notaöir sem handsprengjur síðdegis. Og þegar ávextina þraut var notast viö hörku- leg barefli, eöa eiginlega allt sem á annað borð var hægt aö nota til aö meiöa strákana í næstu götu. Þegar ég hugsa til þessara ára er ekki laust viö að maöur veröi hissa á þvi að hafa ekki hreinlega drepið ein- hvem með öllum þessum látum. Það hlýtur að teljast mildi að svo hafi ekki fariö, slíkar voru aöfarimar oft átíðum. Þannig liföi maður i fomsögunum semkrakki.” — Þú vildir meö öörum oröum sagt ekki hafa komið í þennan heim á öörum tima en þessum? „Nei, ég er mjög sáttur viö þaö aö hafa fæðst og alist upp á þessum árum — og einmitt í því umhverfi sem ég var aö lýsa áðan. 1 rauninni er ég mjög ánægöur meö þaö. Sú kynslóð sem ég tilheyri var að mótast á tímum stórkostlegra straumhvarfa í þjóöfélaginu. Gömul og rótgróin hugsun var aö víkja fyrir nýjum og hneykslanlegum skoðun- um. Viö þágum okkar af aldamóta- blænum í arf og allri þjóðarvakning- unni, samtímis því að viö náöum aö uppgötva þá þjóðfélagsbyltingu er hóf innreið sína í landiö þegar viö vorum á táningaaldri. Viö tókum að hlusta á bítlatónlist og stoneshljóma. Og meöan viö spásseruöum í svört- um jakkafötum i nælonskyrtu meö lakkrisbindi, tók háriö á okkur aö vaxa meira en góðu hófi þótti gegna. Allt okkar atferli var þannig sam- bland af gömlum tíma og nýjum.” Gera ertthvað nýtt og frumlegt — Einhvem tíma á þessum árum liggur leiðin í Menntaskólann i Reykjavík. Hvemig horfði sá skóli viö þér? „Ja, ég var nú svo heppinn aö lenda inni i geysilega skemmtilega klíku í þessum skóla. Þar á meöal voru Þórarinn Eldjárn, Hrafn Gunn- laugsson, Steinunn Siguröardóttir, Pétur Gunnarsson, Vilmundur Gylfason, Siguröur Pálsson og fleiri. Þetta var hópur fólks sem haföi áhuga á listum og lifði lifinu lifandi. Og þaö tókst okkur svo sannarleg á þessum menntaskólaárum okkar. Þrátt fyrir það að enn eimdi eftir af gömlu Hólavallaskólahefðunum þá sveif samt sem áður alltaf nýr timi yfir þvi sem viö höföumst aö. Viö vorum mjög framtakssöm í öllu fé- lagslífi, gáfum út margskonar les- efni, stofnuðum bókmenntaklíkur og lásum upp úr verkum okkar á mjög virðulegum og lokuöum fundum. Og þrátt fyrir aö þessi absúrd húmor hafi einkennt okkur mjög — og geri raunar enn — þá tókum viö okkur alvarlega. Við máttum ekki hugsa til þess aö viö værum aö gera eitthvað sem áöur haföi verið gert enda litum viö með fullkomnu viröingarleysi á allt gamalt og gróið. Viö ólum meö okkur nýjar og frumlegar lífsskoöan- ir en aö sjálfsögöu vorum viö undir sterkum áhrifum frá nýbylgju þess- ara tíma; texta Bobs Dylans, húmor Johns Lennons og ekki síst verka Guöbergs Bergssonar. Hann var postuli okkar og „Tómas Jópsson” biblían. Fyrstu öldur stúdentaupp- reisnarinnar frönsku voru einnig að berast til Islands og mótuöu hug okkar. Allar þessar hræringar hafa haft ákaflega mikil áhrif á okkur öll síöar meir þótt tíminn hafi vinsaö þaö not- hæfa úr þeim. Þetta kemur ekki síst fram i verkum okkar sem höfum fariö að skrifa og viö munum senni- lega bera merki þessara breytinga allt okkar líf. Sjáðu bara t.d. satír- una í Ijóöum Þórarins, hinn absúrd gáska í sögum Steinunnar Sigurðar- dóttur, uppgjörið viö sjötta og sjö- unda áratuginn i bókaflokki Péturs Gunnarssonar og virðingarleysiö fyrir heföunum í kvikmyndum Hrafns Gunnlaugssonar. ” — En hvémig horfði MR viö þér sem námsstofnun? „Ákaflega veL Þetta var þægileg- ur og góður skóli. Ég er þakklátur aö hafa gengið í hann því þar kynntist ég góöum félögum sem margir hverjir urðu mínir bestu vinir siðar meir og reyndar kennurum lika þótt sumir þeirra hafi veriö óttalegir skarfar. Þetta var lika alvöruskóli á þessum árum, aöeins tvær deildir sem veitti nemendum almenna menntun, en ekki sérhæföur fjöl- brautaskóli.” — Svo stiklaö sé á stóru, þá gerist þú blaöamaöur að afloknu námi. Hvaö rak þig út í það starf ? „Alla mina menntaskóla- og há- skólatíð — en ég nam kvikmynda- og leiklistarfræöi auk heimspeki við Stokkhólmsháskóla haföi ég gengið meö óljósa blaöamennskudrauma. Þetta starf haföi einhvemveginn alltaf heillaö mig. Ég hef nefnilega gíf urlega þörf fyrir að láta aðra upp- lifa þaö sem ég upplifi. Svo hef ég líka gaman af þvi aö láta aðra taka eftir mér og því sem ég er aö gera og til þess er blaðamennskan kjörin starfsvettvangur. Blaöamennskan er, held ég, æski- legt starf fyrir þau okkar sem göng- um með rithöfundinn í maganum. Þar er hægt aö leika sér með texta og þróa stílbragð án þess aö geröar séu neinar bókmenntalegar kröfur til blaðamannsins. íslenskur blaða- maðuríNoregi En fyrstu kynni mín af blaða- mennsku voru raunar sú að Sigurður Bjamason sendiherra, og þáverandi ritstjóri Morgunblaðsins, fékk mig til aö skrifa fréttapistla frá Sviþjóö aöafloknustúdentsprófi. Þeirpistlar uröu reyndar aldrei nema tveir því það leið ekki á löngu eftir komu mína til Stokkhólms að ég varð fyrir þaö róttækum áhrifum aö ég treysti mér ekki til aö skrifa fyrir Moggann. Hinn mæti ritstjóri þess keypti þvi köttinn í sekknum. Hann hefur þó aldrei látið liöhlaup mitt hafa áhrif á vináttu okkar. Aö lokinni Stokkhólmsdvöl flutti ég til Noregs og réð mig sem teiknara á blaö háskólanema i Osló. Smám saman fór ég aö skrifa greinar í blaöið og geröist jafnframt fréttarit- ari Þjóöviljans í Osló. Svo var þaö voriö 1978 að Svavar Gestsson, þá- verandi ritstjóri Þjóðviljans, bauð mér sumarstarf á blaðinu, sem ég þáöi meö þökkum. I fyrstu ætlaði ég einungis aö dvelja á blaðinu í tvo mánuði, en þaö uröu tvö ár.” — Og hvemig fannst þér blaða- mennskan sem starf? „Henni má í raun skipta í tvennt. Annarsvegar er þaö fréttamennsk- an, hinsvegar er þaö innblaðsblaða- mennskan. Þetta eru tveir nokkuð ólíkir hlutar. Fréttamennskan getur veriö ágæt. I mörgum tilvikum spennandi. En eins og hún er stunduö hér á landi er hún voðalegt brölt úr einu í annaö. Þaö fæst nasasjón af flestum þáttum þjóðfélagsins og lítið umfram þaö. Okloir vantar sérhæfða blaðamenn og mannfæöin háir fjöl- miðlunum. 1 innblaösblaöamennskunni gefst mönnum ögn meira næði til aö gaum- gæfa hlutina, velta þeim fyrir sér og komast til botns í þeim. En hún krefst annars af blaöamanninum en fréttamennskan. Mikiö af innblaös- efni er þýtt og gerir því kröfur til talsverðrar málakunnáttu og þekkingar á erlendum blööum og tímaritum. I viötölum þarf blaöa- maðurinn að hafa mannlegt innsæi — og ekki síst þarf hann aö vera góöur penni, beinlinis til þess aö fólk lesi það sem hann er að skrifa um. Fólk les jú fréttimar, fréttanna vegna, en innblaðsefni sem yfirleitt er lengri texti les þaö ekki nema það sé vel til fundið, sæmilega upp sett og ágætlega skrifaö. Hvað blaðamennskunni sem slíkri viö kemur þá finnst mér hún vera ákaflega sjarmerandi. Hún er vissu- lega mjög kref jandi og henni fýlgir hrikalegt stress og úthald. En þannig á það lika að vera. Ostressaöur blaöamaöur er ekki hæfur til starf- ans. Ef streita og hröö hugsun fylgir ekki þvi sem hann er aö gera þá hefur hann einfaldlega ekki tilfinn- ingu fyrir starfinu. Og þaö er einmitt þessi tilfinning sem ræður mestu um það hvort menn verða góðir blaöa- menn eða ekkL Þessa tilfinningu veröa menn aö hafa i sér ef þeir ætla að skella sér út í blaöamennsku, annað er ótækt. Það er nefnilega ekki hægt aö búa tU blaðamann. Ostress- aöir blaöamenn án fréttanefs finnst mérlélegir.” — Á Þjóðviljanum starfaðir þú helst viö innblaðsefni, haföir tU aö mynda umsjón meö sunnudagsblaði hans. Þú hlýtur þannig aö hafa upp- götvaö hvað Islendingar vUja lesa á helgidögum? íslendingar mestir krossgátuþjóða „Eflaust má segja þaö, en oft var maður samt að skjóta í myrkrL Þeg- ar upp er staðið held ég þó að þaö sé einkum þrennt sem Islendingar vUja lesa i blööum þegar þeir hafa nægan tíma og næði. Fyrst eru þaö greinar og viðtöl viö þekktar persónur þar sem stiklað er á umræðuefnum sem þetta fólk hefur ekki áöur látið frá sér fara. Þá finnst mér Islendingar vera mjög sólgnir í aUskonar lesefni um dulræn fýrirbrigöi og glæpi. Þeim finnst fátt athyglisveröara en að lesa um sjávarháska, duIarfuU morö, mannshvörf eöa raunar aUt sem er óskaplega fjarri hversdags- lífi þess sjálfs. 1 þriðja lagi er stór hópur fólks sólginn í aUt það efni er veitir því einhverja dægradvöL I því ........................— sambandi má minnast á þaö að Is- lendingar eru sennilega einhver mesta krossgátuþjóö heims. Það má kannski Uka koma hér fram hvað mér finnst Islendingar foröast að lesa á sínum fridögum. Þaö eru einkum greinar um póUtik og langar og flóknar menningar- greinar. Við slikum greinum Utur fólk ekki, nema náttúrlega ein- hverjir stjarfir menningar- og stjómmálavitar. Álþýöa fólks viU aftur á móti vera laus við póUtiskt þras og menningarleiðindi þegar hún sjálf á fri frá vinnu sinnL Ritstjórar blaöa ættu þvi að leitast viö aö gera póUtikina og menninguna spennandi, skemmtilega og aögengUega fyrir lesendur.” — Vindum okkar kvæði í kross. Hvað fær mann eins og Ingólf Mar- geirsson tU að setjast niöur og skrifa bók, ég tala nú ekki um endur- minningarbók? „Það eru náttúrlega ýmsar hvatir sem liggja aö baki því að menn fara aö skrifa bók. Hvaö bókina um Guö- mundu áhrærir þá get ég sagt það aö hún var óvUjandi getnaöur. Eins og fram hefur komið þá tók ég stutt blaðaviðtal viö hana fyrir nokkrum árum og á því sá ég aö líf Guðmundu er hreint ekkert efni í stutt blaða- viðtaL Þaö var og er efiii í stóra og þykka bók. Stuttu eftir að ég tók þetta Utla viðtal við Guömundu höguöu öriögin því svo aö ég flutti til Noregs. Eg haföi ekki útvegað mér neina vinnu úti í Noregi áöur en ég hvarf þangaö, þannig að mér fannst upplagt aö hafa samband viö Guömundu og spyrja hana hvort ég mætti ekki skrifa bók um ævi hennar. Hún brást jákvæö viö því, en það var mér ekki nóg. Ég vUdi fá einhverja tryggingu fyrir því að ég gæti selt handritið. Ég fór því til Jóhanns Páls, vinar míns Valdimarssonar hjá Iöunni, og spurði hann hvort forlagið vUdi gefa út bók um ævi Guömundu söngkonu. Hann tók dræmt i hugmyndina í fyrstu og raunar fannst öUum hjá forlaginu hugmyndin fráleit, sögðu aö enginn grundvöUur væri fyrir því aö impra á ævi einhverrar söngkonu. Þannig var bókin dauðadæmd, og atvinnuhorfur minar í Noregi heldur teknar aðsortna. EnJóhannPáU fékk skömmu eftir þennan fund okkar einhverja bak- þanka. Hann tók aö vega og meta hlutina upp á nýtt og ákvað loks aö láta mig skrifa eins og fimm síður af þessari fyrirhuguðu bók minni og láta sig fá. Það gerði ég, og að viku Uðinni vatt ég mér tU hans með þess- ar fimm síður af Lifsjátningu Guö- mundu. Þá segir hann viö mig að hann lesi aldrei handrit af bók fyrir framan höfundinn sjálfan. Hann bregöur sér því inn í næsta herbergL Og þar situr hann í hálftíma eða svo. Loks er hann birtist aftur veröur honum aö oröi: „Þessi bók veröur gefin út!” Jóhann hefur nefnilega aUtaf þoraö aö taka áhættu og það gerir hann aö besta forleggjara Is- lands núna. Heilu eftirmiðdagana sátum við oggrótum... Þar meö var ég búinn aö f á trygg- ingu fýrir aö þessi bók kæmist í hend- ur þjóðinnL Þá var bara eftir aö skrifahana. Viö Guðmunda hittumst í Kaup- mannahöfn snemma sumars 1980. Við unnum sleitulaust í fimm vikur eftir fastri áætlun, frá morgni til kvölds. Aö þeim tíma loknum hélt Guðmunda til Islands og ég til Nor- egs. I farangri mínum haföi ég þunga tösku með 30 kassettuspólum. og öllum dagbókum hennar, bréfum og blaöaúrklippum; ómetanlegar heimildir sem hún hafði haldið til haga. Þegar heim kom byrjuöu vandræöin. Ég ætlaði aldrei aö geta hafiö skriftimar. Ég átti í miklum erfiöleikum aö finna formið, haföi vantrú á sjálfum mér að geta um- myndað þetta gífurlega lífshlaup

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.