Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Qupperneq 19
DV. LAUGARDAGUR 9. OKTOBER1982.
D SKRIFA
AD UFA”
Margeirsson í helgarvtðtali
hennar í læsilegan texta. Eg las í
gegnum dagbækumar, bréfin og úr-
klippurnar, raðaði þeim saman, gróf
upp fyrrverandi mann hennar
Henrik, sem býr í Osló, og tók viðtöl
við hann. Ræddi við dóttur hennar,
Sif, hringdi út og suður, hlustaði á
viðtalaupptökumar frá Kaupmanna-
höfn en allt kom fyrir ekki — ég fann
ekki formið.
Svo var það einn daginn að þeirri
hugmynd laust niður að láta Guð-
mundu tala beint til lesandans og
þurrka skrásetjarann út. Skyndilega
varð mér Ijóst að þetta var eina
lausnin. Þannig höfðum við unnið
saman á einlægan og trúverðugan
hátt og hún haföi gefið sig alla i þá
vinnu og gert mér kleift að sjá inn i
sálu sina og lifa lifi sínu. Eg man að
heilu eftirmiðdagana sátum við ým-
ist saman og hágrétum eða veltumst
um af hlátri. Þetta var makalaus tví-
leikur sem ég held aö ég muni aldrei
upplifa aftur.
Ég fór því smám saman að hugsa
eins og hún, allt að þvi lifa eins og
hún. Þá tólf mánuði sem ég vann að
bókinni lifði ég lífi hennar í sextíu ár.
Hugarþel það sem Guðmunda hafði
gefið mér í samvinnunni fleytti mér
áfram í textanum og gerði mér kleift
að færa líf hennar í orð líkt og hún
hugsaði þau; skrifaði út frá hennar
eigin brjósti.
Og ég mun alltaf dást aö
Guðmundu fyrir þann þrótt og hug-
rekki sem hún hafði í slíka vinnu, að
ýfa upp sár sem tekið höfðu alla æv-
ina að gróa, geta endurlifað einstaka
atburði með lifandi minni og leggja
sannleika lifs sins á borðið. Enda
sagöi hún við mig þegar ég fór fram
á að skrá lífssögu hennar: „Já, með
einu skilyrðL Að við segjum sann-
leíkann!”
— Hyggurðu á fleiri endur-
minningarbækur, álíka þeirri sem
fjallar umlíf Guðmundu?
„NeL ég held ég eigi mjög erfitt
með að skrifa aðra eins bók og Lífs-
játningu. Þaö þarf að minnsta kosti
mikið til að svo verði. Ástæðan er
einkum sú að samvinnan var svo ein-
stök á milli okkar Guðmundu, og ég
held að ég komist aldrei i þann sama
ham og ég var í þegar ég skrifaöi
Lífsjátningu.”
Sfíkarbækur
eru lygasögur
— Hvað finnst þér almennt um ís-
lenskar æviminningabækur?
„Ja, ég get bara sagt það aö þessi
bók min um Guðmundu er hreinlega
skrifuð til höfuös íslenskum ævi-
sögum fyrr og nú. Mér hefur fundist
flestar íslenskar endurminninga-
bækur svo einstaklega falskar og
smekklausar. I Lífsjátningu er reynt
að lýsa margflóknu lifi einnar per-
sónu, og guð minn almáttugur, hvað
er eðlilegra en þar sé þreifað á
nokkrum neikvæðum persónuein-
kennum viðkomandi einstaklings?
Og ég held að almenningur hafi
kunnað að meta þá viðleitni. Hvað er
falskara en að fela þá en tíunda
einungis það góða sem viðkomandi
hefur gert um ævina? Hvað er
smekklausara en að hylma yfir mis-
tök hans og misgjörðir en greina
einvörðungu frá velvilja hans og
afrekum? Ef þessi smekkleysa og
þetta fals er stundað í ævisagnaritun
— sem mér hefur fundist hafa verið
allt of mikiö um á þessu sviði hér-
lendis — þá held ég að mun betra sé
heima setið en af stað farið. Það er
hrein óvirðing viö þann sem skrifaö
er um, að tæpa aðeins á hinu góða í
honum, en gleyma afganginum.
Slíkar bókmenntir eiga einfaldlega
að nefnast lygasögur — og þær eru
þaö.”
— Vikjum að ritstörfunum og eðli
þeirra. Hvað þýðir það í þínum huga
aðsinnaþeim?
„Fyrir mig er aö skrifa að lifa. Ef
ég á að líta á mig sem rithöfund, þá
vil ég segja, að einhver ótrúleg þörf
fyrir að skapa, sem ekki er hægt að
skilgreina, ýti mér út í þetta. En
hvað er sköpun? Og ég trúi þvi að
það hafi allir einhverja óskilgreinda
þörf innra með sér sem þeir verða að
fá útrás fyrir. Ef menn geta hinsveg-
ar ekki veitt þessari þörf útrás þá
upphefst, að ég held, óskapleg van-
liðan innra með fólki.
Og nú ætla ég að vera dálítiö heim-
spekilegur um stund og þruma í fá-
umorðumút minnilifsskoðun:
Þegar fólk tekur að hugsa um til-
gang lífsins og eðli, þá hlýtur það
fyrst að merkja ringulreiðina sem
rikir allt í kringum mennina, og þá
er ekkert eðlilegra en að þeirra
æðsta ósk verði aö fá röð og reglu á
líf sitt. Og lausnimar eru margar. Og
þótt þær kunni að þykja ólíkar inn-
byrðis þá eiga þær allar rétt á sér,
svo framarlega sem það er mannin-
um til góðs. Menn geta farið að trúa,
hellt sér út í pólitík og tekið að trúa á
kenningar, sumir flýja vitanlega út í
dóp og brennivín.
Listamenn sem upplifa kannski
þetta allt reyna, ef þeir taka sjálfa
sig alvarlega, að útskýra umhverfi
sitt og tilveru með því að teikna á
blað, skrifa á örk, höggva i stein eöa
annað. En með þvi að umbreyta
ákveðnu efni á þennan hátt eru lista-
menn að reyna að átta sig á lífi sínu
og öðlast öryggi í allri þeirri ringul-
reið sem viðgengst í kringum þá. Það
að vera listamaöur er i mínum huga
að vera glöggur áhorfandi, skýr skil-
greinandi og vandaður handverks-
maður. Þess vegna er öll mikil
sköpun undirorpin greind og ögun.”
Bókin á að fjal/a
um manninn
— Þú talar nokkuð um þörfina
fyrir að skrifa. Heldur þú að hún
muni endast þér allt þitt lif eða mun
hún dvína meðárunum?
„Eg held að ritþörfin sé eitthvað
sem verður alltaf í mér og muni
fylgja mér allt mitt líf. ET ég færi að
flýja þessa þörf þá er allt eins vist að
ég fylltist örvilnan. Á það vil ég ekki
hætta.
En vissulega er spumingin um rit-
höfund ekki bara spuming um að
geta skrifað, heldur einnig um pen-
inga. Ef menn ætla aö lifa sem rit-
höfundar, þá verða þeir að geta selt
býsnin öll af bókum. Og það er eng-
inn hægðarleikur. Það er ekki auð-
velt að skrifa bók sem fjöldanum
fellur í geð, það vita allir. Og góðar
bækur eru oft illseljanlegar og öfugt.
Það er samt ekki þar með sagt, að
svo illa sé farið fyrir bókinni aö sölu-
möguleikar stjómi skrifum rithöf-
unda hérlendis. Það kann að vera í
sumum tilvikum, en ég vona að það
sé aö miklum minnihluta. Eg held aö
þeir sem skrifi bækur af þörf séu
miklu fremur að gera slíkt af ein-
skærri hreinskilni við sjálfa sig
heldur en vegna peninganna. Eg
vona að minnsta kosti að svo fari
ekki með mig að peningar ráði mínu
stílbragði. Við skulum heldur vona
að það verði öfugt.”
— Hvað á bók að geyma svo frómt
séspurt?
„Hún á að geyma eitthvað kjam-
yrt um manninn. Hún á fyrst og
fremst að fjalla um manneskjuna.
Annað er málþóf sem kemur fesand-
anum ekkert við. Manneskjan á að
vera miðpunktur ellegar hringmiðja
þess sem skrifað er um. Og það á að
lýsa tilfinningum og manngerð henn-
ar svo náiö og svo skilmerkilega að
lesandinn sjái eigið lif í skuggsjá
sögupersónanna. Lesandinn á aö
geta kynnst þessari manneskju eins
vel og um raunverulegan einstakling
væri að ræða og hann á aö geta þekkt
hana og hugsað til hennar allt sitt líf.
Hún á að verða honum minnisstæð,
ekki sem einhver afreksmaður eöa
kynjavera, heldur sem vera gædd til-
finningum, skynfærum og háttemi.
Þannig á bók að vera. Hún á að
fjalla um manninn, um okkur sjálf
eins og við erum i veruleikanum
hvert svo sem form hennar er.”
— Við höfum varið miklu plássi í
rithöfundinn í þér. Víkjum að
manninum án stílvopnsins. Hvemig
virðirðu fyrir þér lífið?
, JVfér finnst lífið hættulega stutt —
og dýrmætt. Og þar eð ég trúi engan
veginn á framhaldslíf þá nenni ég
ekki að eyða því í eitthvert daglegt
brauðstrit. Eg vil lif a lifinu lif andi og
upplifa það eftir minum eigin
leiðum.
Ég hef til að mynda ekki eirð í mér
til að stunda vinnu frá níu til fimm.
Það horfir við mér sem afkáraleg
eyðsla á lífi. Eg vil geta ferðast sem
mest, koma sem viðast við og njóta
þess sem völ er á í henni veröld. En
þetta em forréttindi.
Og ég játa það fúslega, að ég er
geysilegur lifsnautnamaöur. Mér
leiöist ládeyða og einfaldir lífshættir.
Ég hata kotungshátt, smámunasemi
og þröngsýni. Og hef skömm á
óþarfa hófsemi. Helst vil ég eta öll
epli Edengarðs.
Allt sem mikill kraftur er í og
mikiö líf í er mín dásemd. Og síst vil
ég láta mata mig á því sem ég á
annað borð á kost á að kanna sjálfur.
Og helst vil ég upplifa hlutina en ekki
bara skoða þá.”
Hvort byhJngarbroddurinn
srtur enn eftir
ífófírí.__
— Þú gefur út tvær nokkuö ólikar
bækur fyrir næstu jóLHvorug þeirra
er hrein skáldsaga. Má ekki vænta
einnar slíkrar frá þér á næstu árum?
,,Ég er búinn að ganga með hug-
mynd að ákveðinni skáldsögu í
maganum í ein fimm ár. En það er
bara með skáldsögu, að svo fjandi
erfitt er að búa tU eina svo góða að
hægt sé að haf a gaman af hennL
Góð skaldsaga að minu mati þarf
að vera margbreytileg í uppbygg-
ingu, flókin í hugsun en einföld að
forminu til. Og sist mega átök
fylgja því að lesa hana. Þegar svo til
alls þessa er litið, þá hrekkur maður
svo í kút að hugsunin ein um að
skrifa skáldsögu verður til þess að
manni fallast alveg hendur.”
— Hvað gengurðu með í kollinum
semúr ættiaðverða skáldsaga?
„Þaðer ummínakynslóð.hvemig
hún varð fyrir þessum aldahvörfum
á árunum þegar hún var að vaxa úr
grasi og hvað úr öllu þessu fólki varð
svo á endanum. Þaö held ég að sé
nokkuð athygUsvert. Við vitum að
þessi þjóðfélagsbylting hafði ofboðs-
leg áhrif á mína kynslóð. Fólk varð
altekið af þess'um nýja hugsunar-
hætti og það er gaman til þess aö
hugsa hvort eitthvaö af þessum
byltingarbroddi situr enn eftir í fólki
og hvort einhverjir hafi afneitað hwi-
um að öllu leytL
Þetta timabU er svo rosalega
merkilegt i mínum huga að mér
finnst fuH ástæða til að skrifa um
það. Og leiöir þess fólks sem upplifði
það einna helst, eru ekki síður
athyglisverðar. En ég er einnig með
margar aðrar hugmyndir í kollin-
um.”
-SER.