Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1982, Page 22
DV. LAUGARDAGUR 9. OKTOBER1982.
Judy Pfaff fædcfíst i London 1946 en býr nú i New York. Súrreaiisk upplifun herbergisins, þrividdarform
og linur minna á kyrra sviðsetningu ur teiknimynd.
Claudio Papola, f. 1937, býr i Milano. Eftir hann er litað seglið, strengt
likt og útskorið úr sjávarlifsmynd, annars vegar i liki vegvillts, afmynd
aðs nytjahluts, hins vegar nýskipan forma húsakynnanna.
Bretinn Antony Gormley, f. 1950, býr i London. Járnskúlptúrar hans af
stirðum mannsbúkum, kaldir, harðir og framandi, liggja dreifðir um
gólfið, einmanalegir og persónulausir. Mannshýði svipt innihaldi og
sál, likamningur tæknialdar?
Tadashi Kawamatar (f. i Hokk-
aido 1953 býr i Tokyó. Utan
um sýningarhúsnæði Japana hef-
ur hann byggt trégrindaverk, um-
skapað útliti hússins svo helst
minnir á gamla og góða íslenska
stillansasmið. Spýtnaverk hans
utan húss sem innan eru finleg og
full formtilfinningar, en það ein-
kenndi japönsku sýninguna i
heild.
Eva Sörensen, f. 1940, frá Herning
i Danmörku, býr í Mergozzo i
Italiu. Teikningar og granitblokkir
hennar eru skýrar og hreinar.
Hrynjandi linanna og hrjúf formin
bera Ijóðrænan kraft náttúrunnar
i sér.
Filippo Ponseca, f. 1940 i Palermo, býr i Milano. Strangstærðfræðileg
form einkenna stil hans en formin eru svo saman sett að yfirbragðið
verður súrrealiskt.
heldur. Og listin blívur þótt sýningar-
nefndir sofni.
íslensku
þátttakendurnir
Framlag Islendinga til þessa menn-
ingarmóts þjóöanna var til húsa í sal
fjarri hinum Norðurlöndunum, í nýrri
byggingu fast viö enn eitt síkið. Full-
trúar voru þar Kristján Guðmundsson
og Jón Gunnar Ámason. „Lengsta nótt
í Feneyjum” nefnir Kristján málaöa
myndaröð sína þar sem hver lína
táknar eina mínútu nætur. Svartar
línur á hvítum grunni mynda til
samans svipmikla heild þar sem
fagurfræðilegt gildi sameinast úr-
vinnslu á vitneskju. Hugmynd, túlkun
og sjónmennt eru sameinuð og veitt
áfram til skoðanda.
önnur verk Kristjáns á sýningunni,
„lengsta nótt í Italíu”, „lengsta nótt í
Islandi,” stysti dagur í Islandi”,
,,stysti dagur í Italíu”, höfðu sömu
grunnhugmynd og túlkunarform til
grundvallar.
Jón Gunnar sýndi verkin Cosmos og
Gravity, hið fyrra veggmynd en hið
siðara á gólfi. Þótt um tvö verk sé að
ræöa eiga þau frá minu sjónarmiði
saman, eins og þau eru upp sett, vegg-,
gólf- og loftmynd í einu. Cosmos, stál-
speglar á vegg, steinar hangandi í
snúru frá lofti fyrir framan, Gravity,
stálspeglar á gólfi, einnig með hang-
andi steinum yfir sér.
Jón Gunnar og Kristján nota sitt
myndmálið hvor en ólíkt öðrum
sýningarsölum virðist viöræðan milli
þeirra í fullu samlyndi. Verk hvorugs
stelur „senunni” frá hinu, frekar að
hvort gefi hinu fyllingu. Utan verk-
anna er salurinn tómur, hvítur, hlut-
laus, utan flókins grindaglingurs undir
þakinu. Verkin, einföld í formi og lit,
túlka margbreytileika og flókin hlut-
föUhugtaka.
Fátítt var að finna sýningarsal með
sliku samræmi verka tveggja lista-
manna, að auki svo ólíkra í skapgerð
ogtúlkun.
Eitt Irtið viðtai
við íslensku
þátttakendurna
Við heimkomu var undirritaöur svo
lánsamur að hitta þá Jón Gunnar og
Kristján að máli og leita hjá þeim álits
á ýmsu því sem vafist hafði fyrir
honum.
Viðbrögð þeirra við efasemdum um
hvort Feneyjar væru heppilegasti
staöur til sliks sýningarhalds, innan
um svo margt sem dregur athygli frá
nútímanum, voru á einn veg.
Kristján taldi staðinn sérstæðan og
að ánægjulegt umhverfi um listina
stæli engu frá henni. Samþykkti Jón
þetta sjónarmið og bætti við að t.d.
Kúlúsúk væri ekki hentugri. Vanga-
veltur um þægindi við uppsetningu í
feneyskum sumarhita, samanborið við
Kúlúsúk, fylgdu eftir og jafnframt var
þvi slegið föstu að Kúlúsúk væri einnig
athyglisverður og fagur staður.
Mesta eftirtekt þeirra hafði Dieter
Roth vakið og að auki minntist Jón a-
þýsku og ungversku deildanna en
Kristjáni var eftirminnileg yfirlits-
sýning Roberts Smithsons og skáli
Japananna. Islenska deildin kom
Kristjáni samt mest á óvart en Jóni
komu mest á óvart verk Kristjáns
uppsett. Virðist þeim félögum því hafa
heppnast betur uppsetningin en þeir
bjuggust við. Bar þeim saman um að
verkin hefðu samræmst vel og minnt-
ust jafnframt með kátinu opnunar
sýningarinnar, þar sem þeir höfðu
gestum til glaðnings ekta íslenskan
kavíar sem þeir, öfugt við venju
annarra sýningarþjóða, greiddu úr
eigin vasa. Létu Italir vel af þeim
veitingum.
Er forvitnast var eftir áliti þeirra á
hinum nýju stefnum í Þýskalandi og
Italíu, sem undirritaður sjálfur er ekki
allskostar hress yfir, urðu viðbrögð
alvarlegri. Kristján taldi Italina að
vísu skemmtilegri en Þjóðverjana,
þeir leituðu allavega dýpra eftir fyrir-
myndum. Jón sagði ekki neitt. Báðir
voru samt sammála um að vera frjáls-
lyndir gagnvart öllum hreyfingum
afturábak eða áfram. Er til jákvæðara
viðhorf gagnvart listinni?
Þegar minnst er á þá kreppu í lista-
heiminum sem svo mikið er fárast
yfir meðal gagnrýnenda, lætur
Kristján í ljós undrun yfir sh'kum
tíðindum. Jón telur aö um dellu sé að
ræða, mikið sé að gerast, og báðir eru
sammála um að allavega sé engin
kreppa á Islandi.
Er kreppan ef til vill bundin listgagn-
rýnendaheiminum?
Lokaniðurstaða er að ef um kreppu
sé að ræða sé hún eölileg og eigi rétt á
sér. Rétt sé að listheimurinn sé rugl-
aður en það einskorðist allavega ekki
við myndlistina, aörar greinar liggi
ekki síður vel við höggi.
Hvað varðaði eigin sýningaruppsetn-
ingu lofuðufélagamir Italina fyrir ljúf-
mennsku og góða fyrirgreiðslu. Sér-
staklega minntust þeir Costantino
Dardi. Til hagræðis hefði samt verið að
hafa til aðstoðar ráðunaut er skildi
itölsku og gæti aðstoðaö viö skipulags-
hlið slíkra verkefna. Sú sannfæring
varð ofan á að ráðuneytismenn hlytu
nú aö hafa haft nóga þjálfun á Skandi-
navia Today til að fást við slík verk-
efni.
Báðum þótti vænt um að hafa verið
fulltrúar þjóðarinnar, töldu sýninguna
hafa heppnast vel og þeir hafa lært
mikið af þessari reynslu. Útlendingar
•yrðu varir við þátttöku Islendinga í
slíkum sýningum og íslénskir lista-
menn væru frambærilegir hvar sem
væri. Mikilvægt væri að halda áfram.
þátttöku í sem flestum alþjóðlegum
sýningum.