Dagblaðið Vísir - DV

Dato
  • forrige månednovember 1982næste måned
    mationtofr
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Side 1
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR i 267. TBL. — 72. og 8. ÁRG. — MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1982. Lánasjóður íslenskra námsmanna að komast íþrot: FALLA GREIÐSLUR í DESEMBER NKMJR? Lánasjóöur íslenskra námsmanna á um þessar mundir í miklum rekstrarerfiðleikum. Ljóst er aö sjóöinn vantar um 40 milljónir til að geta sinnt desembergreiöslum til námsmanna. Ef ekkirofantil í fjár- málum sjóðsins, má búast við að greiðslur geti fallið niður næstu mánuði. Stefán Matthiasson, fulltrúi háskólastúdenta í stjórn Lánasjóðs- ins, sagði í viðtali við DV að gert hefði veriö ráð fyrir 8,75% fjölgun lána fyrir yfirstandandi námsár. „Við bjuggumst við samdrætti í eftirspum, m.a. vegna þess að hert hefur verið á endurgreiðslum. Snemma var síðan ljóst, að f jölgunin yrði margfalt meiri, eða 34,8% fjölgun haustlána til námsmanna hérlendis og 14,8% fjölgun lána til námsmanna erlendis. Þetta setti því málin algerlega úr skorðum.” „Gengisþróun íslensku krónunnar í samanburði við erlenda gjaldmiðla hefur valdið því að verðlag og gengi erlendis hefur hækkað um 87%. Það er einkum í Danmörku, Vestur- Þýskalandi, Frakklandi og Bandaríkjunum sem gengisþróunin hefur verið óhagstæð. Samdráttur hefur einnig orðið á vinnumarkaði og stúdentum hefur ekki gengið jafn greiðlega og áður að vinna með námi.” ,,Hingað til hafa greiðslur komið á réttum tíma, en ef ekki fer að rætasta úr, gæti ástandið farið versn- andi,” sagði Stefán Matthíasson aö lokum. PÁ Minnstu munaði að Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandaiagsins, missti af strætisvagninum, í orðsins fyllstu merkingu, á flokksráðsfundinum sem fram fór um helgina. Fundarmenn fóru istrætisvögnum tH nýju flokkshallarinnar en Svavar varð seinn fyrir og vagnstjórinn var búinn að loka vagninum. Svavar lítur bænaraugum á vagnstjórann eins og hann só að segja: „Allt í lagi, við kaupum ekki fieiri Ikarusa." DV-myndEÓ SJÁ NÁNAR AF FLOKKSRÁÐSFUNDiNUM Á BLS.40G5. Hangikjöf srannsóknir Þóris Helgasonar: Fá alþjóðlega viðurkenningu Hið virta breska læknatímarit, The Lancet, birti þann 6. nóvember síðastliðinn niðurstöður tilrauna Þóris Helgasonar læknis til að fram- kalla sykursýki í músum með ís- lensku hangikjöti. Það sem læknarit- ið birtir er í meginatriðum þaö sama og Þórir hafði áður kynnt á ráðstefnu norrænna lyflækna í Reykjavik síðastliðið sumar. Birting The Lancet á niðurstöðun- um þykir í raun alþjóðleg viðurkenn- ing á þeim rannsóknum sem Þórir Helgason hefur unniö að. Læknaritið er mjög vant að virðingu sinni og birtir ekki efni nema að vel athuguöu máli. Þetta er í annaö sinn sem The Lancet birtir grein eftir Þóri. 1 októ- ber í fyrra birti ritið kenningu Þóris um tengsl sykursýki og hangikjöts. Ásamt Þóri eru þrír aðrir vísinda- menn skrifaðir fyrir greininni nú, þeir S.W.B. Ewen, I.S. Ross, og J.M. Stowers. Þeir starfa allir í Aberdeen . í Skotlandi en þar fara dýratilraun- irnar fram. Tilraunirnar í Aberdeen styðja þá kenningu Þóris að N-nítrósasam- bönd hafi þau áhrif á kynfrumur að sykursýki komi fram í afkvæmum. -KMU. | Litja Krisijánsdóttir. Tíuárastúlka lést íbílslysi Tíu ára stúlka lést í árekstri I tveggja fólksbíla á Akureyri um klukkan hálfníu á laugardags- kvöld. Areksturinn varð á Hörgárbraut, skammt norðan við j Veganesti. Stúlkan var strax flutt á sjúkrahúsið á Akureyri en I reyndist látin þegar þangaö var | komið. Að sögn lögreglunnar á I Akureyri voru tildrög slyssins þau aö stúlkan var í Lada-bíl með j móður sinni og systur á leið suður j Hörgárbrautina. Þegar þær voru j staddar rétt norðan við | Veganesti, snerist bíll þeirra í hálku og rann fyrir BMW bíl er ók j á móti þeim norður Hörgárbraut- I ina. Skipti engum togum að BMW-bíllinn ók harkalega inn í I hlið Lödunnar þeim megin sem j stúlkan sat. Stúlkan var flutt á I sjúkrahúsið á Akureyri, ásamt móður sinni og systur og öku- manni BMW-bílsins, en var látin j þegarþangaðvarkomið. Enginn hinna slasaðist alvar- | lega og fengu þau að fara heim j síðarumkvöldið. -jgh Zdskot .flistókustog íslandtapaði meðtveggja markamun — sjá íþróttir AIRákostum — sjá Sviðsljós á bls.44og45

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 267. tölublað (22.11.1982)
https://timarit.is/issue/189151

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

267. tölublað (22.11.1982)

Handlinger: