Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Page 1
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR i 267. TBL. — 72. og 8. ÁRG. — MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1982. Lánasjóður íslenskra námsmanna að komast íþrot: FALLA GREIÐSLUR í DESEMBER NKMJR? Lánasjóöur íslenskra námsmanna á um þessar mundir í miklum rekstrarerfiðleikum. Ljóst er aö sjóöinn vantar um 40 milljónir til að geta sinnt desembergreiöslum til námsmanna. Ef ekkirofantil í fjár- málum sjóðsins, má búast við að greiðslur geti fallið niður næstu mánuði. Stefán Matthiasson, fulltrúi háskólastúdenta í stjórn Lánasjóðs- ins, sagði í viðtali við DV að gert hefði veriö ráð fyrir 8,75% fjölgun lána fyrir yfirstandandi námsár. „Við bjuggumst við samdrætti í eftirspum, m.a. vegna þess að hert hefur verið á endurgreiðslum. Snemma var síðan ljóst, að f jölgunin yrði margfalt meiri, eða 34,8% fjölgun haustlána til námsmanna hérlendis og 14,8% fjölgun lána til námsmanna erlendis. Þetta setti því málin algerlega úr skorðum.” „Gengisþróun íslensku krónunnar í samanburði við erlenda gjaldmiðla hefur valdið því að verðlag og gengi erlendis hefur hækkað um 87%. Það er einkum í Danmörku, Vestur- Þýskalandi, Frakklandi og Bandaríkjunum sem gengisþróunin hefur verið óhagstæð. Samdráttur hefur einnig orðið á vinnumarkaði og stúdentum hefur ekki gengið jafn greiðlega og áður að vinna með námi.” ,,Hingað til hafa greiðslur komið á réttum tíma, en ef ekki fer að rætasta úr, gæti ástandið farið versn- andi,” sagði Stefán Matthíasson aö lokum. PÁ Minnstu munaði að Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandaiagsins, missti af strætisvagninum, í orðsins fyllstu merkingu, á flokksráðsfundinum sem fram fór um helgina. Fundarmenn fóru istrætisvögnum tH nýju flokkshallarinnar en Svavar varð seinn fyrir og vagnstjórinn var búinn að loka vagninum. Svavar lítur bænaraugum á vagnstjórann eins og hann só að segja: „Allt í lagi, við kaupum ekki fieiri Ikarusa." DV-myndEÓ SJÁ NÁNAR AF FLOKKSRÁÐSFUNDiNUM Á BLS.40G5. Hangikjöf srannsóknir Þóris Helgasonar: Fá alþjóðlega viðurkenningu Hið virta breska læknatímarit, The Lancet, birti þann 6. nóvember síðastliðinn niðurstöður tilrauna Þóris Helgasonar læknis til að fram- kalla sykursýki í músum með ís- lensku hangikjöti. Það sem læknarit- ið birtir er í meginatriðum þaö sama og Þórir hafði áður kynnt á ráðstefnu norrænna lyflækna í Reykjavik síðastliðið sumar. Birting The Lancet á niðurstöðun- um þykir í raun alþjóðleg viðurkenn- ing á þeim rannsóknum sem Þórir Helgason hefur unniö að. Læknaritið er mjög vant að virðingu sinni og birtir ekki efni nema að vel athuguöu máli. Þetta er í annaö sinn sem The Lancet birtir grein eftir Þóri. 1 októ- ber í fyrra birti ritið kenningu Þóris um tengsl sykursýki og hangikjöts. Ásamt Þóri eru þrír aðrir vísinda- menn skrifaðir fyrir greininni nú, þeir S.W.B. Ewen, I.S. Ross, og J.M. Stowers. Þeir starfa allir í Aberdeen . í Skotlandi en þar fara dýratilraun- irnar fram. Tilraunirnar í Aberdeen styðja þá kenningu Þóris að N-nítrósasam- bönd hafi þau áhrif á kynfrumur að sykursýki komi fram í afkvæmum. -KMU. | Litja Krisijánsdóttir. Tíuárastúlka lést íbílslysi Tíu ára stúlka lést í árekstri I tveggja fólksbíla á Akureyri um klukkan hálfníu á laugardags- kvöld. Areksturinn varð á Hörgárbraut, skammt norðan við j Veganesti. Stúlkan var strax flutt á sjúkrahúsið á Akureyri en I reyndist látin þegar þangaö var | komið. Að sögn lögreglunnar á I Akureyri voru tildrög slyssins þau aö stúlkan var í Lada-bíl með j móður sinni og systur á leið suður j Hörgárbrautina. Þegar þær voru j staddar rétt norðan við | Veganesti, snerist bíll þeirra í hálku og rann fyrir BMW bíl er ók j á móti þeim norður Hörgárbraut- I ina. Skipti engum togum að BMW-bíllinn ók harkalega inn í I hlið Lödunnar þeim megin sem j stúlkan sat. Stúlkan var flutt á I sjúkrahúsið á Akureyri, ásamt móður sinni og systur og öku- manni BMW-bílsins, en var látin j þegarþangaðvarkomið. Enginn hinna slasaðist alvar- | lega og fengu þau að fara heim j síðarumkvöldið. -jgh Zdskot .flistókustog íslandtapaði meðtveggja markamun — sjá íþróttir AIRákostum — sjá Sviðsljós á bls.44og45

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.