Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Blaðsíða 6
6
DV. MANUDAGUR 29. NOVEMBER1982.
Nauðungaruppboð
annaö og síöasta á eigninni Lindarbraut 10, Seltjarnarnesi, þingl. eign
Karls Ó. Hjaltasonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 2.
desember 1982 kl. 16.30.
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi.
ÚRVAL AF JÓLAFATNAÐI
Á BÖRN OG UNGLINGA
Matrósaföt
og kjó/ar,
Aðmírálsföt,
Peysur, 1—16,
síðar buxur
Drengjaskyrtur,
pi/s og blússur.
Verzlunin
Glœsibœ, Álfheimum 74.
Sími 33830.
Jólabollinn og
jólaplattinn 1982
Einnig
jólakertastjakar
Den Kongelige Rorcelainsfabrik
Jóhannes Norðfjörð
Hverfisgötu 49, sími 13313.
MILK MATE er sérstaklega Ijúffengt í kaldri og heitri
mjólk. Súkkulaöiþykknið blandast auðveldlega við mjólk-
ina.
MILK MATE fæst einnig með banana- og jaröarberja-
bragði sem er mjög bragðgott í kaldri mjólk, í súrmjólk og
einnig í skyri. MILK MATE er líka mjög gott með í$. MILK
MATE er í þægilegum umbúðum.
ALPAR SF.f
HEILDVERSLUN SÍMI (91)86063
MJÓLKINA -
ÞAÐ ER FRAMTÍÐIN
Neytendur Neytendur Neytendur
Notum þrístrenda
tannstöngla
—aðrir eru ónothæf ir—segir í bréfi f rá
Rótt notkun tannstöngla getur komið i veg fyrír tannvogssjúkdóma.
Tannstöngiarnir verða að vera þrístrendir svo að þeir passi inn í þríhyrndu
tannbilin.
Fræðslunefnd Tannlæknafélags Is-
lands vill þakka neytendasíðunni fyrir
aö vekja athygli lesenda á hinu háa
veröi á tannstönglum í DV föstudaginn
19. nóv. sl.
Eins og fram kom eru nokkrar teg-
undir tannstöngla á maröaðinum en
hafa ber í huga að einungis þrístrendir
tannstönglar koma aö gagni viö tann-
hirðingu. Flatir og sívalir tannstönglar
eru ætlaöir til aö halda saman
kokkteilsnittum og eru ágætir til þeirr-
ar notkunar en óhæfir til tannhirðu.
Þetta þarfnast nánari skýringar sem
hérferáeftir.
Bakteríur munnsins hafa þann leiö-
inlega eiginleika aö setjast á tennurn-
ar og mynda fitukennt lag sem kallaö
er tannsýkla. Ef tannsýklan er ekki
fjarlægö meö tannbursta og tann-
stönglum, eöa öörum hjálpartækjum,
stækkar hún þ.e. bakteríunum fjölgar.
Tannsýklan veldur tannskemmdum
því aö bakteríurnar breyta kolvetni
fæöunnar, einkum sykri, í sýru sem
leysir glerunginn upp.
Bakteríurnar framleiða einnig eitur-
efni sem skaöa tannholdið og valda
tannvegssjúkdómum en þeir eru al-
gengasta orsök tannmissis fulloröins
fólks.
Meö réttri umhirðu má koma í veg
fyrir þessa sjúkdóma og þar eru tann-
stönglarnir mikilvægt hjáipartæki. Til-
gangurinn meö notkun tannstöngla er
aö hreinsa burt tannsýkluna. — ekki að
stanga úr matarleifar. Tannstönglarn-
ir veröa aö vera þrístrendir svo aö þeir
passi inn í þríhyrndu tannbilin.
Þrístrendir tannstönglar úr tré mýkj-
ast þegar búiö er aö bleyta þá í munn-
vatni og laga þeir sig aö tannbilunum
og smjúga vel inn í þau, einnig inn í
hornin. Flatir eða sívalir tréstönglar
geta ekki lagað sig að tannbilunum.
Um verð tannstöngla er eftirfarandi
aö segja. Af sivölum og flötum kokteil-
Plast- og postulinstennur tii gervi-
tannaaðgerðar eru lægra tollaðar
en önnur efni og tæki tii tannlækn-
inga.
snittustönglum éru líklega greidd
„eðlileg” aöflutningsgjöld og því eru
þeir ódýrir. Af þrístrendum tann-
stönglum er, eins og af öllum efnum til
tannlækninga, greiddur „lúxus-toll-
ur”.
Tannstönglar flokkast undir toll-
skrárnúmer 44.28.99. Greiða skal 70%
toll, 40% vörugjald og 25,85% söluskatt
ofan á tollverð tannstöngla. Ef gert er
ráö fyrir aö einn pakki af tannstöngl-
um kosti 20,- kr. frá framleiðanda, tek-
ur hæstvirtur fjármálaráöherra og
hans embættismenn kr. 39,90. Ekki er
hér reiknað meö því að þessi aöflutn-
ingsgjöld leggjast ofan á flutnings-
kostnað. Ekki er gert ráð fyrir álagn-
ingu innflytjanda og seljanda og þeim
söluskatti sem leggst ofan á þá álagn-
ingu. Ekki er heldur gert ráð fyrir toll-
afgreiöslugjaldi og e.t.v. má tína til
fleiri smágjöld. En ljóst má vera aö ís-
lenska ríkið hefur góöan hagnaö af inn-
flutningi tannstöngla, fær helmingi
meira en framleiðandinn.
Eftir á aö hyggja þá er þaö ekki al-
veg rétt aö lúxustollur sá á öllum efn-
um og tækjum til tannlækninga. Plast
og postulínstennur til gervitannagerö-
ar flokkast undir toilskrámúmer
19.19.20 en af þeim flokki greiöist að-
eins 15% tollur og ekkert sérstakt
tímabundið bráöabirgðavörugjald.
Meira að segja er hægt að fá söluskatt
felldan niöur af innfluttum gervigóm-
um og annarri tannsmíöavinnu.
Stjórnvöld eiga þakkir skildar fyrir
sína lágtollastefnu gagnvart tannlama
einstaklingum sem ekki höfðu efni á aö
kaupa sér þrístrenda tannstöngla.
22. nóv. 1982.
Fræðslunefnd
Tannlæknafélags íslands.
FLESTIR NOTA KOKKTEIL-
PINNA FYRIR TANNSTÖNGLA
því á tannstönglum er „lúxustollur”
Við þökkum Fræðslunefnd Tann-
læknafélags Islands fyrir greinargott
bréf og fróölegar upplýsingar um notk-
un tannstöngla svo og fyrir meöfylgj-
andi myndir. Einkum vakti athygli
okkar setningin: „Flatirog sívalir tré-
stönglar eru ætlaðir til aö halda saman
kokkteilsnittum og eru ágætir til þeirr-
ar notkunar en óhæfir til tannhirðu.”
Kokkteilpinnar þessir hafa þó veríö
seldir í matvöruverslunum og víðar
sem tannstönglar. Hinir flötu pinnar
eni flestir merktir sem tannstönglar
en svo ætti ekki aö vera. Fái maöúr
tannstöngla í heimahúsum eða á veit-
ingastööum, má þaö teljast til undan-
tekninga ef bornir eru fram þrístrendir
tannstönglar, algengari eru kokkteil-
pinnamir.
önnur setning fannst okkur athyglis-
verö: „Tilgangurinnmeðnotkuntann-
stöngla er að hreinsa burt tannsýkluna
— ekki að stanga úr matarleifar.”
Flestir nota tannstöngla til aö ná mat-
arleifum burt. Þá er þeim einungis
komið fyrir þar sem matarleifar eru
og þær f jarlægöar. Vilji menn hins veg-
ar nota tannstöngla rétt og meö þeim
tilgangi að koma í veg fyrir tannvegs-
sjúkdóma þá ber aö styöjast viö þær
upplýsingar sem hér aö ofan er greint
frá. Nota þrístrenda tannstöngla og þá
að öllum líkindum alls staöar, þar sem
unnt er aö koma þeim á milli tann-
anna.
Meöal þeirra upplýsinga sem viö
fengum aösendar í bæklingum frá
Fræöslunefnd Tannlæknafélagsins
stendur: „Hvers vegna ættum viö aö
nota annaö hjálpartæki en tannbursta
til tannhreinsunar? Vegna þess að
tennur hafa 5 fleti en tannburstinn get-
ur aðeins náð til þriggja þeirra. Þá
fleti sem' liggja saman, er einungis
unnt aö hreinsa með tannþræði eöa
tannstönglum, fer þaö eftir því hve
mikið bil er milli tannanna.”
-RR