Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Blaðsíða 7
DV. MANUDAGUR 29. NOVEMBER1982.
7
Neytendur Neytendur
Raddir neytenda
Fékk f imm öryggi fyr
ir minna verð en eitt
Hingaö kom maður með ciryggi
sem hann hafði keypt í bílinn sinn.
Bíllinn var frá General Motors og fói
hann því í varahlutaverslun Sam-
bandsins sem er meö umboð fyrir
G.M. Þar keypti hann 7,5 ampera
öryggi sem afgreiöslumaðurinn
veiddi upp úr krús á borðinu. Sterk-
ari öryggi voru ekki til. Það kom í
ljós sem manninn hafði grunað að
öryggið var of veikt og sprakk strax
og það var sett í. Fyrir það hafði
hann greitt 39 krónur án söluskatts
eða 47 krónur rúmar alls. Fannst
honum þetta það hátt verð aö hann
lagði leið sína í Bílanaust til aö fá
nýtt öryggi. Þar fékk hann fimm
stykki, 25 ampera, í vandaðri pakkn-
ingu fyrir 45 krónur eða tveimur
krónum minna en eitt kostnaði hjá
Sambandinu. Fannst honum þetta
furðulegur verðmunur. Bæði öryggið
sem hann keypti hjá Sambandinu og
öryggin fimm úr Bílanausti voru
f ramleidd í Bandaríkjunum.
Eðlilegt verð
Vilhjálmur Sigurðsson, verslunar-
stjóri í varahlutaverslun Sambands-
ins, kannaðist við að þetta verð sem
manninum var gert að greiða fyrir
öryggið væri rétt. Hann sagðist fara
nákvæmlega eftir þeirri verðlagn-
ingu sem General Motors gæfu upp
og hefði hún verið viðurkennd af
Verðlagsstofnun. Væri manninum
velkomið að koma og skoða það.
Hann sagöist eiginlega vera hættur
að vera meö þessi öryggi verðsins
vegna. I staö þeirra keypti hann
öryggi úti í bæ og seldi þau á 7 krónur
stykkið. Þau hefðu hins vegar ekki
verið til núna síðustu daga. Ekki
vissi hann hvaðan þau öryggi kæmu,
taldi líklegt að þau væru t.d. frá
Hong Kong eöa öðru iáglaunalandi.
DS
Kúnígúnd
Dönsk gæðavara.
Ný sending
Eva-Trio,
koparpottar
Póstsendum.
Opið laugardaga.
Hafnarstræti 11
Simi13469.
Prófkjör sjálfstœðismanna í Reykjavtk
vinnum að_____________
stefnufestu t
stjómmálum
kjósum________________
Ragnhildi
á þingí
Ath. að tilþess að
kjörseðill sé gildur
þarf að krossa við
a.m.k. 8 nöfn, en mest 10.
Stuðningsmenn