Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Blaðsíða 15
DV. MANUDAGUR 29. NOVEMBER1982. 15 Menning Menning Menning Menning Guðbergur í essinu sínu Guðbarqur Berasson: HJARTAD BÝR ENN ( HELLI SINUM, skáldsaga. Mál og menning, Reykjavík, 1982,177 bls. Guðbergur Bergsson hefur verið óvenjulega afkastamikill undanfarið og koma t.d. sex verk frá hans hendi á þessu ári: þýöing á skáldsögu Marquesar, Margboðað morð, þýðing á Don Kikóta, tvö bindi, Tímaritshefti Máls og menningar um suðuramerísk- ar bókmenntir, barnasagan Tóta og táin hans pabba og bókin sem f jaílað „Hjarta hans býr enn 6 sama stað og heilinn," skrifar Rannveig G. Ágústdóttir i lofsamlegum ritdómi um ný/ustu skáldsögu Guðbergs Bergssonar. verður um hér, Hjartað býr enn í helli sínum. Auk alls þessa hefur hann gerst gagnrýnandi myndlistar á Helgarpóst- inum og gengið þar fram af mörgum góðborgaranum meö listrænu niðurrifi sem hann segir að sé forsenda endur- nýjunar. Sjokkerandi bækur Gagnrýnendahlutverkið hæfir Guð- bergi veL Hann hefur alltaf verið gagn- rýninn í verkum sínum og rifið niður gamlar goðsagnir um íslenska menn- ingu. Hann hefur nálgast Islands- söguna frá nýju s jónarhomi. Þess vegna er svo sjokkerandi að lesa bækur hans. öll þjóöin tók andköf þegar Tómas Jóns^on metsölubók kom út 1966 og hafði slíkt ekki gerst síðan á velmektardögum Laxness. Fleiri bækur fylgdu í kjölfariö og f jölluðu um líf fjölskyldunnar á Tanga, önnu, Katrínar, Svans, Hermanns og Dídíar — og um hemám hugarfarsins og um sambúöina við herinn. Og meira til. Sagnabálkurinn spannast áfram í 10 ár eins og gríðarmikil Odysseifskviða þegar allt í einu varð hlé á sögu Tanga- fólksins og höfundur setti á markaö nýja tegund sagna, paródíu um skáld, sem búið var að þurrausa sig, Manninn sem fékk flugu í höfuöið, og nokkru síðar Söguna af Ara Fróðasyni og Hug- borgu konu hans. Á bókarkápu þeirrar siöamefndu er teiknimyndaröð sem er mjög táknræn fyrir persónur höfund- ar: ýktar persónur, dregnar fáum dráttum en skýmm sem sýna og segja söguna en útskýra ekki. I mörg ár haföi Guðbergur gengið með handritið að Don Kíkóta og reynt að selja það útgefendum en án árang- urs. Gekk sú saga að hann hefðiskrifað þýðinguna með örsmáu letri í vasabók af því hann hafði verkið alltaf með sér á ferðalögum um heiminn. En þegar búið var að vélrita handritið var það orðiö aö fjalli sem engum fannst árennilegt. Nú segir hann sjálfur í viðtali í Helgarpósti (19. nóv. 1982) að honum hafi létt svo við að selja handritiö (Almenna bókafélagiö keypti) að hann telur það liklega skýringu á frjósemi hugans í ár. En eitt er víst — bókin Hjartað býr enn í helli sínum er endurfæddur Guð- bergur. Heili hans býr enn á sama stað og hjartað. „Karlabók" „Bók þessi er tileinkuð sjálfum mér,” segir höfundur á fyrstu blaösíðu nýju skáldsögu sinnar. Og svo sannar- lega er þetta „karlabók” í andstæöri merkingu við það sem kallað er kvennabók ef litið er á yfirborðið. En fljótt kemur í ljós að sagan er eins kon- ar skopstæling á kvennabókmenntum okkar tíma en þó miklu meira en það því að skopiö í þessu verki hlýtur lesandi að taka alvarlega. Það þarf að velta því fyrir sér því þaö hefur marg- arhliöar. Sagan rekur raunir nýfráskilins manns sem sárt saknar konu sinnar og dætra og getur ekki sætt sig við málalok. Sagan er sögð frá sjónarhóli mannsins, sem aldrei er nefndur með nafni, lýsir rápi hans um borgina í leit að konu sinni því hann er þess fullviss að komist hann bara í færi og fái næði til að tala almennilegavið hana muni misskilningnum á milli þeirra eytt. Oþarft aö bæta því við að þar veöur hann í villu. Kona hans sér við klækj- um hans. Hún er menntuð kvenfreisis- kona, sálfræðingur. Ekki má gleyma að eiginmaðurinn er sögumaöur og skilur allt sínum skiiningi svo aö konan er í augum hans eigingjörn, illa innrætt, gráðug, þykjustu öreigi og fleira vont og hann sjálfurersaklaus. Sagan er einföld að formi til, gerist á einum sólarhring, frá því að maðurinn flytur að morgni föstudags fram á há- degi á laugardag. Á þessum tíma spinnast örlög hans. Persónurnar eru ýktar en þó stranglega sannar eins og tíökast í ævintýrum og t.d. í grískum harm- leikjum. Höfundur heldur sögufólki sínu í f jarlægð f rá sjálfum sér, næstum eins og hann hati þaö. Það kemur í veg fyrir ofurviðkvæmni. Lesandi verður ekki tilfinningalega bundinn persónun- um svo að hann getur skoðað þær og gagnrýnt í friði og skilið þær betur Bókmenntir Rannveig G. Ágústsdóttir (eins og Brecht kenndi að ætti að vera). Eitthvað allt annað en ísát Höfundur gengur oft fram af lesanda í fáránleik. Hann lýsir t.d. einföldum athöfnum eins og ísáti mæðgnanna í löngu máli svo að í lokin er verknaður- inn orðinn eitthvaö ailt annaö en ísát — kynferðisleg athöfn t.d. sem lýsir óslökkvandi áfergju og græögi. Þannig verða einfaldir hlutir marg- faldir í roðinu og maður er stöðugt minntur á að ekki er allt sem sýnist, þar með talinn höfundurinn, því lesandi veit aldrei hvar hann hefur hann. Höfundur kemur sífellt á óvart og þreytist aldrei á að skemmta les- anda, segja honum sögur og leggja fyrirhann gátur. Hvemig má t.d. skilja móðurina, Kanamelluna, sem hefur „varðveitt andann úrlslendingasögunum.” (116). A langri göngu sinni kemur maður- inn loks til hennar og leitar skilnings en hún vísar honum á bug með ýmis heilræði þó í veganesti. Hún segir hon- um að endurnýja kunningsskapinn við æskufélaga sinn Gunna, því „Ekkert jafnast á við vináttu — veistu það? — ekkieinusinni ástin.” (118). ............ vandamálin og leyndardómamir gefa lífinu gildi en sannleikurinn og skýringar gera það snauðara.” (123). „Aður fyrr var allt sagt meö sögum og fólk skildi dæmi- sögur og gátur, sagði konan. En nú þarfaðtyggjaalltíalla”. (124). Eftir fund mannsins með móður sinni verða hvörf. Hann skynjar enda- lokin. Brátt lýkur hann „friðlausri dauðagöngu” sinni um borgina og heldur til athvarfs síns þar sem hið óumflýjanlega bíður hans. Boðskap sögunnar læt ég lesendum eftir að ráða í. En minna má á orð Jóa stóra: „Frjálslegir uppeldishættir gera manninn ekki frjálsan heldur bara ófrjálsan á nýjan hátt, hélt Jói stóri áfram. Strax í æsku ræður enginn yfir bömunum og bömin ekki viö sig sjálf; fullorðin og ung rífa þau í sig til að róa sig. Og efnahagsstefn- an verður að vera í samræmi viö sálarlíf þjóðanna.” (147). Höfundur er hér í ESSINU sínu, eins og sagt var fyrir vestan, hrífur lesanda með sér og fyllir hann ólýsanlegri gleði í skammdegismyrkrinu. Sagan fylgir þér þegar þú ferð sjálfur út í borgina í þessu bláa húmi — tekur þér far með strætisvagninum á Hlemmi,. . . og finnst þú vera herra lífs þins. Rannveig kynnir hin viðurkenndu B.S.G. Viðskiptaforrit. Er fyrirtæki þitt smátt í sniðum eða stórveldi í viðskiptaiífinu? B.S.C. Viðskiptaforritin falla jafn vel að öllum stærðum og gerðum fyrirtækja og létta á augabragði langa leit í himin- háum haugum skjala og annarra gagna. Aðgengilegt yfirlit hvort heldur yfir einstaka þætti eða heildaryfirlit auðveldar allan rekstur og sparar tíma, fé og fyrirhöfn. Dæmi um tengingu B.S.C. Viðskiptaforrita: FJÁRHACSBÓKHALD «- VIÐSKIPTABÓKHALD RITVINNSLA X BIRCÐABÓKHALD SÖLUNÓTU OG PANTANAKERFI Fjárhagsbókhald BSG / Viðskiptamannabókhald Útprentanir: Villulisti Hreyfingarlisti Aðalbók Prófjöfnuður Rekstrarreikningur Efnahagsreikningur Ásamt margvíslegum öðrum rekstrar- eða söluskýrslum fyrir stjórnendur. Hægt er að bera saman fyrra ár, yfirstandandi ár og áætlun. Birgðabókhald Útprentanir: Viðskiptamannalisti Upplýsingar um viðskiptamenn Skuldastaða viðskiptamanns Heildar-skuldastaða viðsk.manna Aldursgreining skulda Reikningsyfirlit- Reikningadagbók Creiðsludagbók Vextir reiknaðir á útistandandi skuldir eftir aldri Afsláttur af hverjum reikningi að vild. bsg / SÖLUNÓTU og pantanakerfi Útprentanir: Yfirlit yfir magn á lager Pantanaskrá Yfirlit yfir vörur í lágmarki Umframmagn á lager Veltulisti Framlegðarútreikningur Verðútreikningur (5 verðflokkar) Hreyfingar Söluskýrslur Álagningaskýrsla Verðlisti Útprentanir: Sölunótu og pantanakerfið skrifar út pantanir, sölunótur og skráir jafnóðum út af lager og inn á viðskiptamannareikning. Hægt er að kalla fram lagerstöðu og stöðu viðskiptamanna, einnig söluyfirlit fyrir einstakan við- skiptamann. Sýnir framlegð af sölu á hvern viðskiptamann. Reiknar söluskatt þegar þess er óskað. Auk þess línurit yfir: Heildarsölu og afmörkuð tímabil Fjölda seldra eininga Innkaupskostnað innkaupskostnað per einingu Framlegð í kr. Framlegð í % Eru rekstrarörðugleikar að angra þig, bókhaldið að vaxa þér yfir höfuð, reikningsútskriftin svifa- sein og yfirleitt erfitt að gera sér grein fyrir stöðu fyrirtækisins? Lausnin liggur í B.S.C. Viðskipta- forritunum LÍTTU ÞVÍ VIÐ I FELLSMÚLA 24 SÍMI: 82055 BSG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.