Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Blaðsíða 22
30
DV. MANUDAGUR 29. NOVEMBER1982.
BREIÐHOLTI
SÍMI 7622S
Fersk blóm daalega.
miklatorgi
SÍMI 22822
Teg. Fmn 144
Litur: svart lakk
Stærðir: 23—30
Teg. 3133
Litur: dökkblár
Stærðir: 24—30
MIKIÐ URvAL AF SKOM A
ALLA FJÖLSKYLDUNA.
PO
Kopovogs
Skó-
verslun
Hamraborg 3. — Sími 41754.
JOLASKOR
Á BÖRNIN
Teg. Finn 145
Litur: Rauttlakk
Stœrðir: 23—30
Teg. Fmn 140
Litur: grár
Stærðir: 23—30
Sparibúid bílinn
fyrir hátíöarnar!
Væri ekki upplagt að gleöja fjölskyldubíl-
inn og notendur hans meö nýjum sæta-
áklæöum, nú þegar jólln nálgast?
Mjúk, falleg og hlý áklæöi í miklu úrvali
fyrir flestar tegundir bifreiöa.
Afar hagstætt verö.
Skeljungsbúðin
Síðumúla33
símar 81722 og 38125
Menning
Menning
Menning
Málverk eftir Mladovsky.
Úthverfar og innhverfar
myndir í Nýlistasafninu
Á meöan Listasafn íslands virkar
nánast eins og fornleifafræöistofnun
er Nýlistasafniö í Reykjavík á f ullum
krafti aö kynna okkur listrannsóknir
nútímans. Hér áöur voru þaö aðal-
lega concepthugleiöingar sem fóru
upp á veggi safnsins en nú virðist
nýja málverkið vera aö gleypa
áhuga þeirra nýlistarmanna.
Nýja málverkið er nú orðið alþjóö-
legt fyrirbæri, afsprengi nýrrar kyn-
slóöar. Þaö sem vekur sérstaka eftir-
tekt er hve listamennirnir eru
yfirleitt ungir að árum og þegar
komnir inn í helstu listasöfn í E vrópu
og Ameríku. Mikiö hefur veriö rætt
um skjótan uppgang þessara ungu
listamanna og viröist ein aöalskýr-
ingin vera sú aö listunnendur voru
orönir þreyttir á concept og mini-
mælingum og vildu fá „raunveru-
lega listhluti” inn í galleríin. Þá
verður einnig þessi öra breyting aö
skrifast á nýja kynslóð safnstjóra í
Evrópu og Ameríku sem alist hafa
upp og menntast í stööugum list-
breytingum síðastliðinna áratuga.
En þessir ungu málarar hafa ekki
aðeins hleypt blóöi í málverkiö held-
ur hafa þeir einnig framkallað nýjar
markaðsleiðir meö því aö reyna að
sniðganga hin heföbundnu gallerí
sem stjórnaö hafa mestallri lista-
verkasölu í heiminum. Talaö er um
að þeir hafi brotiö allar „siöferöis-
reglur” listaverkamarkaösins meö
því t.d. aö selja verk sín á breytilegu
veröi frá degi til dags. Franskir lista-
verkaslar segja þá á góöri leið með
að riöla algerlega hinu hefðbundna
markaösveröi. En þessi ringlureiö á
markaösveröi er einnig hluti af
þeirra listhugleiöingum. Þessir ungu
listamenn hafa nefnilega einnig lagt
sig fram viö aö bylta hinu hefð-
bundna gildi listhlutarins, í þessu
tilfelli myndarinnar. Algengt er að
þeir rammi ekki inn myndirnar né
tölusetji. Er þetta til að undirstrika
.hið „tímabundna eöa skammvinna
eöli” myndarinnar. Myndin á ekki aö
vera þessi ævarandi dularfulli list-
hlutur heldur aöeins enn ein tegundin
af neyslu nútímamannsins.
En þó virðist oft koma fram þver-
sagnir þegar rætt er viö þessa lista-
menn sem afneita ekki söfnum og
heimta oft svimandi háar trygginga-
upphæöir. Þannig viröast þeir oft
detta inn í „gamla listmunstrið”.
Föstudaginn 19. nóvember var
opnuö sýning á verkum eftir tvo
listamenn sem fylg ja nýju bylg junni.
Þeir heita Juliao Sarmento og Jan
Mladovsky. I tilkynningu frá safninu
segir að þeir félagar hafi sýnt víös
vegar undanfarin ár. Sarmento, sem
fæddur er í Lissabon 1948, sýndi m.a.
á Feneyjar-Biennalnum áriö 1980,
Parísar-Biennalnum 1980 og á
Doeumenta 7 í Kassel 1982.
Mladovsky er hins vegar fæddur í
GunnarB. Kvaran
London 1946 og segir í fréttatil-
kynningunni aö hann hafi m.a. sýnt á
Sikiley.
Þessir listamenn sýna okkur afar
ólíkar myndgeröir og segja má aö
þessar andstæður dragi vel f ram sér-
kenni hvors listamanns.
Miadovsky er fullkomlega aka-
demískur teiknari og listamaður
sem viröist ekki búinn aö losa sig viö
ákveðna skólasýn. Hann er skemmti-
lega djarfur þegar hann dregur upp
afgerandi litafleti sem í mörgum til-
fellum standa fyrir óendanleg rými
og eru leiö umgjörð fyrir ærslafulla
spennu og mismunandi útfæröar
hraöahugmyndir. Þó svo verk hans
séu opin og dýnamísk er ekkert til-
viljunarkennt hér á feröinni. Mynd-
efnin eru oft nákvæmur samanburö-
ur á ólíkum hraöafyrirbærum eins og
Kona/villidýr; tígrísdýr/skelbaka;
fallhlíf/fugl, sem sett eru á fleygi
ferð inn í djúpa rýmisverkun sem
þrátt fyrir allt er aðeins litaður flöt-
ur.
Sarmento sýnir mun innhverfari
myndir, eins konar táknrænt eintal
þar sem listamaöurinn veltir sér
m.a. upp úr lostafullum kynlífsórum.
Þessar myndir eru líkt og minnis-
blöö, riss sem vitnar um tímabundna
reynslu myndefnisins og veitir
freudískum aödáendum athyglis-
verðar upplýsingar. Þá koma fram
hjá listamanninum formrannsóknir
þar sem hann sker til myndformið,
brenglar hefðbundnum hlutföílum og
afnemur rammann. Þessi formræna
framsetning viröist einnig til að
undirstrika hið innhverfa eðli mynd-
anna, sem glataö hefur öllum ein-
kennum „listhlutarins”.
Þessi sýning í Nýlistasafninu er
sannarlega frískleg og í takt viö
tímann. Áhorfandinn eignast hér
hlutdeild í sjónrænu ævintýri sem
um leið getur veriö tilefni til óendan-
legra hugleiðinga. GBK
Málverk eftir Sarmento.
Ljósm. GBK