Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR 29. NOVEMBER1982. Úlgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiómarformaöurog útgáfustjöri: SVEINN R. EYJÓLFSSOfJ. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ristjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI27022. Afgreiösia, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning,umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19. Áskriftarverðá mánuði 130 kr. Verð í lausasölu 10 kr. Helgarblaðl2kr. Af DV eru í dag prentuð 39.275 eintök eins og fram kem- ur hægra megin í blaðhaus á forsíðu. Þetta er venjulegt mánudagsupplag. Á laugardögum eru prentuð 37.800 ein- tök af DV og 37.000 hina fjóra útkomudaga vikunnar. Tölur þessar eru lesnar beint af teljara prentvélar Ár- vakurs. Á sama hátt væri unnt'að lesa af teljurum prent- véla upplag annarra dagblaða, sem gefin eru út hér á landi. En þær tölur eru leyndarmál af augljósum ástæð- um. A upplýsingaöld ætti að vera liðinn sá tími, er upplag dagblaða var feimnismál, þar sem sannleikurinn var fal- inn að baki óljósra lausafregna, af því að menn töldu sig þurfa að koma ýktum hugmyndum á framf æri. Aðstandendur ýmissa annarra dagblaða mættu gjarna fylgja frumkvæði DV á þessu sviði eins og þeir hafa gert í svo mörgu öðru. Þeir ættu að gefa út sannanlegar tölur um prentað upplag og hætta gagnslitlum blekkingum. Bezt væri samkomulag dagblaðanna og auglýsingastof- anna um reglubundið upplagseftirlit fyrir opnum tjöld- um, svo semtíðkastí öllum nálægum löndum. En því miður hafa feluleiksmennirnir kæft tilraunir af því tagi. I þessu óeðlilega ástandi hefur DV tekið frumkvæðið. I rúma viku hafa daglega birzt á forsíðu tölur um prentað upplag, 37.000 eintök, 37.800 og 39.275 eintök. Ætlunin er, að þetta verði áfram dagvissar upplýsingar. Frumkvæði af þessu tagi er auðvitað aðeins tekið af dagblaði, sem er í sókn. Að baki liggur vaxandi upplag undanfarna mánuði og spá um enn vaxandi upplag á næstu mánuðum. I birtingu talnanna er styrkleikamerki. Hinn nýi háttur var einmitt tekinn upp á eins árs afmæli sameiningar Dagblaðsins og Vísis í eitt blað. Hann er staðfesting á, að eins árs reynsla er komin á gæfu og gengi, í stað fyrri óvissu um árangur sameiningarinnar. Hún hefur gert kleifa útgáfu blaðs, sem er mun stærra og fjölbreyttara en forveramir voru hvor um sig, — blaðs, sem er mun betur búið undir hina hörðu samkeppni á íslenzka fjölmiðlamarkaðinum en forverarnir voru hvor um sig. Ekki hafa rætzt hrakspárnar um framtíð hins samein- aðadagblaðs. Það hefur traust og vaxandi lesendafylgi, enda hefur það kappkostað að vera frjálst og óháð í af- stööu til hinna margvíslegu valdastofnana þjóðfélagsins. Sem dæmi um sérstööu blaðsins á þessu sviði má nefna, að það þiggur ekki ríkisstyrkinn, sem veittur er á fjárlög- um til blaðaútgáfu, hvorki fyrir 250 eintökin, sem hin blöðin senda hvert um sig, né fyrir 200 eintökin, sem hvorki eru prentuð né send. DV er blað, sem vill veita fólki upplýsingar og fróðleik í efni og auglýsingum. Það er blað, sem vill vera vettvang- ur skoðanaskipta í greinum og bréfum. Það er blað, sem vill vera aðhald með því, sem stundum er kallað „kerf- ið”. Á þessum forsendum hefur fyrsta ár sameiningarinnar lánast svo vel, sem birting upplagstalna sýnir. 39.275 ein- tökin í dag samsvara eintaki á þrjú heimili af hverjum fjórum í landinu. Slík útbreiðsla þekkist ekki í útlöndum. Svo er nú komið einu ári eftir sameiningu, að DV er víða um land orðið útbreiddasta blaðið. Þau nánu tengsl blaðs og þjóðar viljum við treysta og efla með því að sí- auka þá þjónustu, sem DV veitir lesendum sínum. Jónas Kristjánsson. Svona gera þeir í borgarstjórn Enn á ný langar mig til aö deila meö ykkur reynslu minni úr borgarstjóm Reykjavikur. Fram til þessa hafa blaöagreinar okkar kvennaframboðskvenna fjallaö um mál sem við höfum barist fyrir að fá samþykkt í borgarstjórn án árang- urs. Nú langar mig til aö lýsa annars kon- ar málsmeðferð, lúmskari og erfiðari við að eiga. Þessi aöferð er fólgin í því að meirihlutinn tekur tillögur minni- hlutans, breytir þeim og gerir að sín- um. Tilefni þessara skrifa er sem sagt auglýsing borgarstjóra, sem birtist í dagblöðunum 2. nóv. sL, þar sem hann gefur borgarbúum náðarsamlegast Guðrún Jónsdóttir Dæmi um þetta eru fjölmörg. Eg minni á baráttu hverfasamtaka vest- urbæjar-syðri á fyrra kjörtímabili gegn áformum þáverandi meirihluta um að eyðileggja fjöruna í Skerjafirði með því að fylla hana uppgrefti úr Eiðsgrandahverfinu. Hverfasamtökin höfðu sigur í þessu máli. Margra ára barátta íbúa í Grjótaþorpi fyrir því að umferðar-, bilastæða- og leiksvæðamál þorpsins væru tekin til endurskoðunar er annað dæmi. Því máli lauk í borgar- stjóm nýlega með hálfum sigri íbú- anna. Leiksvæðamálið hlaut ekki náö fyrir augum meirihlutans. Hverfasamtök vesturbæjar nyrðri studdu íbúa við Selja veg og V esturgötu í kröfu þeirra um að starfsemi Eims og Kolsýruhleðslunnar yrði flutt úr íbúðarhverfi. Það mál hefuráður verið Hverfasamtök og borgarstjóm A „Viðhorf borgaryfirvalda gagnvart ^ hverfasamtökum hafa oftast verið nei- kvæð. Réttmætum ábendingum og óskum hef- ur oft verið mætt með hroka...” kost á því að koma á framfæri við sig óskum og ábendingum við gerð fjár- hagsáætlunar borgarinnar. Fresturinn sem hann gaf var 13 dagar. Þessi aug- lýsing er sem útfærsla meirihlutans á tillögu kvennaframboðskvenna sem við fluttum á borgarstjómarfundi 21. okLsl. og ég mun rekja nánar hér á eft- ir. Fyrst ætla ég að rifja upp mál sem lýsa samskiptum nokkurra hverfa- samtaka og borgaryfirvalda síöustu árin. Tillaga okkar er tilkomin vegna þeirra. Borgin og hverfasamtökin Þeir sem starfað hafa í hverfasam- tökum hér í borg þekkja af eigin raun hversu erfitt það starf getur oft verið. Astæöur þess eru einkum tvenns kon- ar, aö mínu mati: annars vegar hve erfitt er að fylgja baráttumálum eftir í borgarkerfinu og hins vegar hve illa gengur oft aö virkja íbúana til starfa. Eg tel að skýringa á þessari tregðu sé í báðum tilvikum að leita í valda- og áhrifaleysi þessara samtaka sem flest eru stofnuð í nauðvörn þegar ákvarð- anir eða aögerðaleysi borgarstjómar gengur gjörsamlega í berhögg við hagsmuni íbúanna. rakið í þessu blaði og það nýjasta í því er aö lögfræðingur fyrirtækisins hefur óskaö eftir umræðum við borgaryfir- völd um flutning fyrirtækisins, en hót- ar jafnframt skaöabótakröfum á hend- ur borginni. Já, þeir láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna þessir karlar. Sömu hverfasamtök eiga óafgreidda málaleitan um umbætur í umferðar- málum hverfisins. Það mál hefur legið í salti í nefndum borgarinnar síöan í Blaðafréttir ....„. . .Þetta er mikið bakslag sem stafar fyrst og fremst af þekkingar- leysi í mati, bæöi af hendi framleið- enda og eftirlitsmanna. Það er verið að senda Afríkuskreiö sem úrvalsskreið tilftalíu.” Alls er búið að senda á þessu ári 3900 pakka af skreiö til ítalíu og þar af verða endursendir til landsins 1500 pakkar. Skreiðin er bæði súr, morkin, ormétin og brotin. . .” (Þjóðviljinn, 12. nóv. 1982). „Skreiðarsölumálin hafa verið mjög til umræðu í vikunni og á fundi skreiðarframleiðenda kom fram að þar stefnir í algjört óefni í markaðs- málum. M.a. hefur vakið athygli fólks aö skreið sem hafnað er t.d. á Italíu- markaði þykir boðlegt að senda til Nígeríu af því aö þar eru gerðar „aðr- ar gæðakröfur” eins og það er orðað; m.ö.o. þangað má senda rusl.. . En í Nígeríu eru líka gerðar ööruvísi kröfur á öðru sviöi. Þar gildir nú sem fyrr mútustarfsemi, sem allir aðilar máls vita um en enginn vill viðurkenna eða nefna öðrum nöfnum (sic). .. Við höf- um heimildir fyrir því að um þessar mundir krefjist stjómvöld í Nígeríu 10— 121/2 dollara í mútur á hvern skreiöarpakka. Islendingar hafi hins vegar ekki boðið meira en 2 1/2 dollara og þar standi hnífurinn í kúnni. ” (Helgarpósturinn, 12. nóv. 1982). íslendingar ....var tekið þingsvitni að Holtum í Hornafirði 10. okt. 1746 um verzlun á Djúpavogi undanfarin ár, og kom þar margt ófagurt á daginn. Hafði t.d. Högni prófastur Sigurðsson fengið nokkrar mjöltunnur, og reyndist þaö í sumum tunnunum „mórautt eður so nær svart í miðjunni” og þriðjungi eða meir ódrýgra en ef óspilt væri, og í einni tunnunni voru tveir vænir steinar og var annar þeirra lagður fram til sýnis á þinginu. Þá kom og bóndi einn með sýnishorn af mjöli á þingið, og Kjallarinn Þorbjörn Broddason reyndist þaö „aldeilis ónýtt og ófor- svaranlegt og ekki í mannamat brúkanlegt”. „.. .voru landsmenn svo misjöfnu vanir. .., aö engum kom til hugar að taka til þess eða fást um það, þótt mjöl- ið væri dálitið omað eöa feyrukent, en hitt þótti lakara, ef mikiö var í því af hrati eðamyglu.” . .og þá er lýsingin.. .íkæruskjali Þórðar sýslumanns Henrikssonar frá 1647. Kemst hann svo að orði.. .: „I öðru lagi afskiljum vér, aö kaupmenn gras eða frugg selji saman tínt, svo og kalk eöa trébotna fleiri en tvo í hverri^ mjöltunnu, sem þó eiga að fullgera sína vigt, 20 fjórðunga. — Afskiljum vér að betala maur, sem kaupmenn flytja oss inn í mjölinu, hvort mjöl er svo laust, að maurinn skríður út um þeirra tunnur og étur það litið, sem ætt er í mjölinu, og viljum ekki, að kaup- menn drýgi þar með vigtina á mjölinu, því að vér höfum nógan maur hjá oss á Islandi, bæði í sviljum og hrognum, með ámóta skikkun, smekk og vexti, sem sá maur er, sem kaupmenn selja oss meö mjölinu. — Afskiljum vér möl- ur, mygla og þeir stóru bröndungs- maðkar séu samanmeingaðir með því mjöli, þeir oss selja oss til vanheilsu, séu votir kekkir í mjölinu, eftir því að danskir kaupmenn vilja ekki þar fyrir nægjast með vora íslenzka fiskmaöka (sem von er), heldur með góðan klár- an, þurran og útlesinn fisk fyrir þeirra mjöl, eður aðra gagnlega landsins vöru.” ” (Jón J. Aðils, Einokunar- verzlun Dana á Islandi, önnurútg. 1971. Bls. 197 og 441-442). Eftirmáli George er maöur nefndur Gerbner. Hann situr í Pittsburgh og stundar fjöl- miölarannsóknir. Fyrir nokkrum árum flaug honum í hug að athuga hvemig landabréf heimsins liti út ef stærð og útlínur heimshlutanna væru dregin upp í samræmi við það rými sem þeir fá á síöum dagblaða í Vestur- Evrópu, í stað þess að miöa við stærð landanna sjálfra mælda í ferkíló- metrum, eins og venja er til. Árangur þessarar athugunar Gerbners og sam- „Ef lesandanum þykir myndin torkenni- íeg þá er ómaksins vert fyrir hann aö hug- leiða að það er í þessum skömmtum sem honum er sýndur heimurinn í gegnum gægju- göt fréttamiðlanna...”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.