Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Blaðsíða 2
2
DV. MÁNUDAGUR 29. NOVEMBER1982.
„Viljum verða að sem
meshi gagni fyrir þjóðina”
— segirGunnar
G. Schram prófessor,
nýkjörinn
formaðurBHM
„Mér er efst í huga að viö háskóla-
menn getum orðið að sem mestu
gagni fyrir þjóðina,” sagöi Gunnar
G. Schram prófessor í samtali við
DV, eftir að hann hafði verið kosinn
formaður Bandalags háskólamanna
á laugardaginn.
„Þetta er þaö sem við viljum. Nú
sjá menn fram á takmörkun auölind-
anna og við viljum leggja fram þekk-
ingu og vinnu við að nýta þær enn
betur. Um 30% ungs fólks fer í há-
skólanám og Háskóli Islands er i
vanda sem bregðast verður við.
Aðstæður þarf aö bæta og náms-
brautum þarf tilfinnanlega að fjölga
íljósinýrratíma.
Á þinginu var samþykkt að byggja
upp endurmenntunarkerfi í sam-
vinnu við Háskóla Islands. Og einnig
var samþykkt aö stofna öldungaráö
fyrir háskólamenn 60 ára og eldri,
sem yrði samstarfsvettvangur fyrir
þá til þess að halda áfram að vinna
þjóöinnigagn.”
Gunnar kvað kjaramál að sjálf-
sögðu hafa komið til umræðu. Meðal
annars heföu borist í tal húsnæðis-
mál, sem sérstakt áhyggjuefni.
Á þessu 5. þingi BHM sátu um 170
fulltrúar í tvo daga. Gunnar G.
Schram var einróma kjörinn for-
maður, og tók hann viö af Valdimar
K. Jónssyni prófessor, sem verið
hafðiformaðurífjögurár. -HERB.
Frá fundahaldi á BHM-þinginu,
sem haldið var i Borgartúni 6
iReykjavík, húsnæði.
fjármálaráðuneytisins.
DV-mynd: Bj. Bj.
Nýr litur á stofuvegg, eöa skálann, seturnýjan svlp á heimillö
EFNl- Hin viöurkenda VITRETEX plastmálning.
Glært lakk á tréverkiö frískar þaö upp
og viðarlitaö lakk gef ur því nýjan svip.
efni cuprinol GOODWOOD*polyurethaneiakk.
’GQjpfPiA/OOD: Glæ||||i nýjung frá
gluggapS$tá, hvers konar annaö tréverk ö|f't>fJplötur. 3 Sferöir í glæru:
glansandi, hálfmatt og matt. 6 viðarlítir, sem viðarmynstrið
sést í gegnum. Dósastærð: allt frá % lítra.
GOODWOOD SPECIAL: Grjóthörð nýjung frá Cuprinol.
Sérstaklega ætlaö á parkett og korkgólf.
í Slippfélagið Málningarverksmidja Sfmi 33433.
ÚTSÖLUSTAÐER:
REYKJAVXK:
Litaver, Liturinn, P. Hjaltested,
Slippbúöin, JL-byggingavörur.
KÖPAVOGUR:
BYKO, Álfhóll.
HAFNARFJÖRÐUR:
Stjörnulitir, Véltak.
KEFLAVÍK:
Olafur Þ. Guömundsson málara-
meistari.
GRINDAVÍK:
Dráttarbrautin.
HVERAGERÐI:
Blátindur.
SELFOSS:
G.Á.B.
HELI.A:
Kaupfélagið Þór.
EGILSSTAÐIR!
Feil hf.
NESKAUPSTAÐUR:
Bátastöðin.
SEYÐISF JÖRÐUR:
Stál h/f.
HÚSAVlK:
Borg.
AKUREYRI:
Skipaþjónustan.
SAUÐÁRKRÖKUR:
Borg.
ÍSAFJÖRÐUR:
Pensillinn, G. E. Sæmundsson,
Friðrik Bjarnason málarameistari.
STYKKISHÖLMUR:
Skipavík.
AKRANES:
Málnmgarþjónustan.
LÍÚ ályktar:
Banndögum fjölgi
— ef af li fer f ram úr viðmiðunarmörkum
Ákveöið hefur verið að stjórn og
fyrirkomulag botnfiskveiöa veröi meö
svipuðum hætti á árinu 1983 og verið
hefur á þessu ári. Þetta kom fram á
nýafstöðnumaðalfundi LIU.
Þeim heildarþorskafla, sem leyft
veröur að veiða, skal skipt jafnt miili
báta og togara. Ef í ljós kemur að
þorskárgangurinn 1976 reynist jafn-
sterkur og fiskifræðingar höfðu gert
ráð fyrir skal leyfilegt aflamagn
hækka. Mælst er til að tekið verði tillit
til þessarar aukningar fyrir vertíðar-
lok og að viöbótarmagni verði skipt
milli báta og togara í sömu hlutföllum
og gert er ráð fyrir í byrjun ársins.
Einnig er gert ráö fyrir aö árinu
verði skipt í þrjú jafnlöng veiöitíma-
bil, janúar-apríl, maí-ágúst og septem-
ber-desember. Þorskveiðibann er
fyrirhugað á árinu og á það að standa í
110 daga, sem deilast niður á þrjú ofan-
greind tímabil. Ef þorskafli togara
hvers tímabils fer verulega fram úr
ákveðnum viðmiðunarmörkum mun
veiðibannsdögumfjölga. -PÁ.
Tha Missisippie Delta Blues Band á Hótel Borg i fyrra. Þeir fengu frábærar
viðtökurog ermikið fagnaðarefniað fá þá aftur i heimsókn.
JASSVAKNING
Á VON Á ÞEKKTUM
SKEMMUKRÖFIUM
Jassvakning hélt aðalfund sinn
nýlega og var þar kjörin stjóm og
framkvæmdanefnd samtakanna, innri
mál rædd og stefnan mörkuð.
Formaöur var kjörinn Vemharður
Linnet.
A síðasta ári voru haldnir fjölmargir
tónleikar þar sem fram komu margir
heimsþekktir listamenn á jasssviöinu.
Má þar nefna Niels-Henning 0rsted
Pedersen & Philip Catherine, Art
Ensemble of Chicago, Art Blakey Jazz
Messengers og Missisippie Delta Blues
Band. Hagnaður varð af öllum þessum
tónleikum, en verra var með tónleika
Charlie Hadens í haust. Þá reyndist
tap nema 100 þúsundum króna.
Islenskir jassleikarar hlupu þá undir
bagga með fjáröflunartónleikum 14.
nóvember og var grynnkað talsvert á
skuldunum.
Von er á The Missisippie Delta Blues
Band aftur til landsins. Munu þeir
halda tónleika dagana 9., 10. og 11.
desember í Reykjavík. I fyrra vom
viötökur frábærar, nú hefur sveitin
verið endurskipulögö og er sögð betri
en nokkrusinni fyrr.
Övíst er um starfið á næsta ári. Þó
kemur sænska kvennajasssveitin Sala-
möndmmar í febrúar. Þær hafa farið
sigurför um heiminn undanfarið og
verið boðiö aö leika á þekktum jass-
hátíöum. -JBH.