Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Blaðsíða 9
DV. MANUDAGUR 29. NOVEMBER1982.
Útlönd
Útlönd
Krefjast opin-
berrar rann-
sóknar á leyni-
þjónustunni
Hægri anmurinn í stuðningsliöi
Thatcherstjórnarinnar leggur nú hart
að henni að láta fara fram opinbera
rannsókn á „hrikalegri óreiðu” leyni-
þjónustu Breta.
Það er „mánudagsklíkan” í Ihalds-
flokknum sem krefst aðgerða af hálfu
stjórnarinnar, eftir hvert njósna-
hneykslið af öðru sem riðið hefur yfir
leyniþjónustuna að undanförnu og þá
einkanlega þann hluta starfseminnar
sem fram fer í fjarskiptastöðinni í
Cheltenham.
Nýlega var Geoffrey Prime, einn af
rússneskuþýðendum stöðvarinnar,
• dæmdur í 38 ára fangelsi eftir margra
ára njósnir í þágu Sovétmanna.
Voveifleg dauösföll tveggja starfs-
manna í njósnastöðinni Cheltenham
hafa fylgt í kjölfarið og valdið miklu
fjaðrafoki í Bretlandi. Annar fannst
hengdur heima hjá sér en hinn fórst
með lítilli einkaflugvél sinni þegar hún
hrapaðitil jarðar.
Lögreglan telur að ekkert
„gruggugt” sé við þessi dauösföll.
Annað sé sjálfsmorð og hitt slys.
Síðan hefur kvisast að hermaður
einn sem starfaö hafi hjá leyniþjónust-
unni hafi verið tvær vikur í varðhaldi,
grunaður um njósnir í þágu Rússa.
Sagt er að upp um hann hafi komist
þegar hann sást leggja leiðir sínar í
sovéska sendiráðið í London.
Vitað er að Prime vann leyniþjón-
ustu Breta og bandamanna þeirra í
NATO ómældan skaða með njósnum
sínum. Hefur mál hans vakið mikla
gagnrýni á bresku leyniþjónustuna,
enda hefur hún orðið fyrir hverju
áfallinu á eftir öðru frá því í stríðslok
svo að engu er líkara en innan hennar
úi og grúi af sovéskum njósnurum.
VERÐLAGSEFTIR-
LIT í SVISS
Svissneskir kjósendur með áhyggjur
af mikilli veröbólgu hafa lagt fyrir
landsstjómina að halda uppi verðlags-
eftirliti hjá opinberum jafnt sem
einkaf y rir tækj um.
Tillögur um verðlagshöft og eftirlit
voru bornar fram af neytendasam-
tökum og vinstrihópum, sem söfnuðu
með þeim 130 þúsund undirskriftum.
Voru þær bomar undir þjóöaratkvæði
og samþykktar meö 60% atkvæðum.
Slík þjóðaratkvæðagreiðsla er bind-
andi fyrir ríkisstjómina.
Þessi úrslit komu nokkuö á óvart,
því aö yfirleitt em Svisslendingar frá-
bitnir ríkisafskiptum en 6% verðbólga
er þeim þó enn meiri þyrnir í augum.
Frjálslyndir
klofna í Vest-
ur-Þýskalandi
Yfir fimmtán hundmð flokksbundnir
í flokki frjálslyndra demókrata í V-
Þýskalandi hafa snúið baki við sínum
gamla flokki og stofnað nýjan. Þeir
hafa aldrei komist yfir óánægju sína
með að forysta flokksins skyldi slita
stjórnarsamstarfinu við sósíaldemó-
krata Schmidts og fara í stjómarsam-
starf meö kristilegum demókrötum
Kohls kanslara.
Formaður hins nýja flokks verður
Ulrich Kriiger, fyrram þingmaður á
fylkisþingi Hesse.
Margir frjálslyndir demókratar hafa
legið formanni sínum Hans-Dietrich
Genscher mjög á hálsi fyrir að rjúfa
stjómarsamstarfið við sósíaldemó-
krata og kenna þeirri ákvörðun um
ósigra flokksins í kosningum að undan-
fömu. Hátt á annað þúsund flokks-
menn komu saman til fundar í Bochum
um helgina þar sem samþykkt var í
gær aö stofna nýjan flokk.
G
Sólsk>nspa
ViObÍöö'*'” ltí,G.an
ötrí.la9t'a'»“8kom„í *
Z&felSSZ rl,s»a.ea-
"lÆ&hZSZ frá 11-647-
bX,"^sZ^”"ana"' """ fe'eOSk TvfJ'” *
sssjr
*ö.*Z***2S>á "es"“"
£vróPu‘ —-
777
GEFUR
WYEAR
^RETTA GRIPIÐ
IhIheklahf
J Laugavegi 170-172 Sími 21240