Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Blaðsíða 37
DV. MANUDAGUR 29. NOVEMBER1982. 45 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Guðgeir Matthíasson við eitt verka sinna. Guðgeir með sölu- sýningu í Eyjum —við góðar undirtektir heimamanna Guögeir Matthiasson, listmálari frá Vinaminni í Eyjum, hélt nýverið mynd- listarsýningu í húsgagnaversluninni Reynistað í Vestmannaeyjum við góðar undirtektir heimamanna. Sýningin var sölusýning og munu fjölmargar myndanna hafa selst. FÓV/Eyjum Listamaðurinn og Benedikt Ragnarsson sparisjóðsstjóri i djúpum hug- leiðingum. DV-myndir: Guðmundur Sigfússon, Eyjum. Sóiborg Þórarinsdóttir og Sigtryggur Erlendsson sem unnu Amsterdamferðir ibingói Arnarflugs. Arnarflug með skemmtikvöld á áf angastöðum innanlands Arnarflug hefur bryddað upp á þeirri nýjung að efna til skemmti- kvölda og ferðakynningar á áfanga- stööum sínum í innanlandsflugi. Fyrsta skemmtunin var haldin á Blönduósi um síðustu helgi. Var meðal annars spilað bingó, auk þess sem starfsfólk félagsins sat fyrir svörum og veitti upplýsingar um innanlandsflugið og aðrar ferðir sem Amarflug hefur upp á aö bjóða. Verðlaun í bingói Amarflugs á Blönduósi voru ferðir til Reykja- víkur, ásamt hótelgistingu, og þrjár ferðir til Amsterdam. Myndin sýnir Sólborgu Þórarinsddóttur og Sig- trygg Erlendsson en þau hrepptu Amsterdamferðirnar. Classix Nouveaux áleið til íslands? — svo segiríblaðinu Smash Hits Er hin vinsæla hljómsveit Classix Nouveaux á leið til íslands? Það segir að minnsta kosti hið víðlesna popp- blað, Smash hits. I klausu i þvi blaöi segir að ein besta leiðin til að feröast vítt og breitt um heiminn sé að vera meðlimur í Classix Nouveaux. Hljómsveitin hefur komið fram í 16 löndum síðan í apríl og er á leiðinni í tónleikaferð um Austur-Evrópu, m.a. til Tékkóslóvakíu og Ungverja- lands. Því næst liggur leiðin til Ind- lands og síðan verða þeir fýrsta meiri háttar rokksveitin frá Vestur- löndum sem leikur á Sri Lanka. Síðan segir í klausunni í Smash Hits aö sveitin bæti síðan um betur í árs- Féiagarnir i Ciassix Nouveaux hafa notíð talsverðra vinsælda undan- farið. lok og spili nokkrum sinnum í Mexíkó og á Islandi. Og þá er það spumingin: Er þetta misskilningur í Smash hits eða hver er það sem fer með þetta sem mannsmorð? Þessir strákar sögðust mtia að spara og spara og skipta við Búnaðarbank- ann. DV-myndir: Bæring Cecilsson, Grundarfirði. Grundarfjörður: Útibú Búnað- arbankans tekur til starfa Búnaðarbankinn yfirtók starfsemi Sparisjóös Grundarfjarðar á dögun- um. Verður starfsemi útibús Búnaðar- bankans í sama húsnæði og Spari- sjóöurinn varí. Eitt lítið hóf var haldið er útibú Búnaðarbankans hóf starfsemi sína á staðnum og var Bæring Cecilsson fréttaritari DV með myndavélina á staðnum. Utibússtjóri er Ámi Emils- son. Ámi Emilsson, útibússtjóri Búnaðarbankans lengst til hœgri ásamt konu sinni Þórunni Sigurðardóttur og við hliðina á þeim eru hjónin Ingibjörg Sig- urðardóttir og Magnús Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.