Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Blaðsíða 16
16
Spurningin
Hefur einhver
flensa herjað á
þig í vetur?
María Gísladóttir freiðreiöslustúlka:
Nei, engin. Flensur fara ekki illa með j
mig. Þegar þær koma fær maður j
flensu en ekkert meira.
Fríða Magnúsdóttir þroskaþjáifi: Nei,
ég hef losnað við þær og yfirleitt geri
ég það, sem betur fer.
Sigrún Þorgeirsdóttir, starfar í fiski:
Nei, ég hef ekki fengið flensu. Yfirleitt
fæ ég aldrei pestir, hvorki kvef né ann-
að.
Anna Maria Paulsen: Nei, ekkert, alls
ekki. Ég er alltaf frísk. Hún er alltaf
stálhress þessi þýska.
Þórður örn Sigurðsson, lektor í Hi:[
Nei, ekkert svoleiðis. Mér verður
aidrei misdægurt. Kvef fæ ég afar
sjaldan.
Gisli Eyjólfsson hlaðmaður: Nei, ekk-
ert. Ég hef alla tíð verið stálhress ogi
aldrei orðið misdægurt. 1
DV. MÁNUDAGUR 29. NOVEMBER1982.
Fangadeilan:
Hljómsveitin Fjötrar. „Sómakona frá Seifossi, er skrifaði iDV á dögunum, segirþetta dáindis drengi sem
tromma á rimlana þar austur frá " — segir lesandi.
Hvaða máli skipta nokkur
lík og lemstraðir kroppar?
— spyr málsvari fómarlambanna
Málsvari fórnarlambanna skrifar:
Mér er illa við ofbeldi. Eg kveð ekki
svo fast aö orði að ég hati það, myndi
þá trúlega kalla yfir mig lesendabréf í
stríöum straumum, „víðsýnna og
hleypidómalausra” manna og kvenna,
sem spyröu mig hvort ég væri haldinn
fordómum gegn barsmíðum eða
eitthvaðíþá áttina.
Eins og hver annar leikmaöur hefi
ég fylgst meö skrifum um þá ógæfu-
menn sem hafa verið dæmdir fyrir of-
beidi. Það hefur verið kafað rækilega í
sálardjúp þeirra af sálfræðingum, fé-
lagsfræðingum, prestum og fleiri
góðum mönnum og meðaumkun f jöld-
ans hefur fylgt þeim. Ég var sjálfur
fullur samúöar. En það var áður en ég
varð fyrir þeirri lífsreynslu aö koma
að manneskju, sem ég þekki og er vel
til, laminni í „klessu” eins og það er
kallað — eða rétt aðeins ódrepinni —
að ég komst að þeirri furðulegu stað-
reynd að fórnarlömbin hafa líka sál.
Þaö hefur bara enginn munað eftir því.
„Aumingja drengurinn” sem lamdi
gengur enn laus. Sat reyndar aldrei
inni nema fáeina klukkutíma eftir að
hann náðist og játaöi. Trúlega fær
hann skilorðsbundinn dóm þó að svo
geti farið aö hann lendi á Hrauninu þá
væntanlega í popphljómsveit með
aðdáun æskunnar og samúö þeirra
eldri.
Það er aftur verra með aumingja
fórnarlambiö. Nokkurra vikna lega og
vinnutap var kannski ekki þaö versta,
það hélt þó lífinu þó varla mætti tæp-
ara standa, þegar að var komiö. En
það er sálartötrið. Seigdrepandi
hræðsla, svefnleysi og vonieysi hefur
legið á því ems og mara frá því að
atburöurinn gerðist. Og engan hefi ég
heyrt tala um neina sálfræðiaðstoð,
enda fórnarlambið af þeirri kynslóð
sem hefur alla tíð reynt að bjarga sér
sjálf.
Sómakona frá Selfossi, er skrifaöi í
DV á dögunum, segir þetta dáindis
drengi sem tromma á rimlana þar
austur frá. Enda eru þeir veröandi
fyrirmyndir unga fólksins okkar og
hvaða máli skipta þá nokkur lík og
lemstraðir kroppar.
TOMMIOG JENNISKAÐLEG-
IR BORNUM —segir formaður Geðhjálpar
Hope Knútsson, formaður Geðhjálpar,
skrifar:
Sem foreldri vil ég eindregið mót-
mæla Tomma og Jenna þáttunum, ekki
vegna músa og katta, heldur vegna
þess að þættir þessir eru börnum
skaölegir. Ég er aigjörlega ósammála
því fólki sem heldur Tomma og Jenna
þættina vera létt og fyndið gamanmál;
kjörið barnaefni. Þessir þættir eiga
ekki erindi til eins eöa nefas.
Inntak þáttanna er ekkert annað en
grimmd og ofbeldi. Þaö versta er þó að
boöskapur þeirra er ekki í neinum
tengslum viö raunveruleikann: Því er
skotið að ungum börnum að það sé allt
■ í lagi að loka fólk inni í ofni, hrinda því
niður stiga, loka það inni í frysti,
o.s.frv. Sömuleiðis er allt í lagi meö
hvers kyns limlestingar því að rétt á
eftir sprettur fórnarlambið upp alheilt,
rétt eins og ekkert hafi út af boriö.
Haldið þið aö þetta sé fyndið? Þið
skuluð muna að sá hlær best sem síöast
hlær. Ég ætla því aö segja ykkur sögu
úrdaglega lífinu:
Sex ára gamall drengur í Colorado-
fylki í Bandaríkjunum haföi allt sitt líf
verið alinn á „skaðlausum” teikni-
myndum, líkt og svo mörg önnur böm.
Dag nokkurn komst hann yfir byssu og
skaut föður sinn til bana í þeirri góðu
trú að pabbi myndi spretta upp aftur
að vörmu spori — og hiæja að öllu sam-
an, eins og alltaf gerðist í teikni-
myndunum.
Teiknimyndir geta verið prýðilegt
barnaefni, en það á svo sannarlega
ekki við um þær allar þótt þær hafi
ofan af fyrir börnunum.
Tengslaleysi við raun-
veruleikann og ofbeldi
„Mér hefur aldrei fundist teikni-
myndir af þessu tagi vera heppilegt
bamaefni, sérstaklega vegna tengsla-
leysis viö raunveruleikann” — sagði
Kristinn Björnsson, sálfræðingur og
forstöðumaður sálfræðideildar skóla í
Reykjavík. — „Það sem finna má að er
hversu mikið ofbeldi er sett þama inn,
vafalaust til þess aö auka söluna.
Þættir, eins og til dæmis Múmínálf-
arnir, em heldur ekki í samræmi við
raunveruleikann, en þeir flytja
jákvæðan boðskap; em skaðlaus ævin-
týri.” -FG.
------------------->■
Tommi og Jenni. „Það sem finna
má að er hversu mikið ofbeldi er
sett þarna inn, vafalaust til þess að
auka söiuna" — segir Kristinn
Björnsson, sáifræðingur og for-
stöðumaður sóifræðideiidar skóia i
Reykjavik.