Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Blaðsíða 14
14 DV. MÁNUDAGUR 29. NOVEMBER1982. 100% LAUNAHÆKKUN VtÐURKENN- ING A RÍKJANDIA TVINNULEYSI? A undanförnum árum hefur nokkuð borið á fólki sem vill að afkastalaunakerfi séu afnumin hérlendis. Oft er vísað til þess, í mál- flutningi, að þessi kerfi hafi verið lögð niður hjá nágrannaþjóðum þótt oftast sé því sleppt að geta um at- vinnuleysið sem ríkir í þessum löndum. Þeir sem háværastir eru í þessari umræðu virðast sjaldnast koma úr rööum þeirra sem vinna í bónus heldur tilheyra þeirri stétt sem hefur atvinnu af að hafa samúð með verkafólki og vilja hafa vit fyrir því án þess að þurfa að deila með því kjörum. Stundum er málflutningur- inn þess eðlis aö manni dettur í hug að nota eigi verkafólk til þess að ákveðnir aðilar nái aö hefna sín á at- vinnurekendum vegna þráhyggju, sem er nær því að kallast trúar- bragðastríð en verkalýðsbarátta. Því hefur veriö haldið fram að launakerfi, sem leggur afköst til grundvallar tekna í stað viöveru á vinnustað, sé heilsuspillandi. Það mætti alveg ganga skrefi lengra og fullyrða að öll vinna sé heilsuspill- andi sé ekki nægilega greitt fyrir hana. öll bónuskerfi byggjast á því að greiða kaup fyrir afköst sem annaðhvort næðust ekki eöa væru ekki greidd í tímalaunakerfi. Eins og öll önnur mannanna verk geta bónus- kerfi verið gölluð. Bónusgreiðslan byggist á afkastamati og sé matið rangt verður greíðslan einnig röng. Það vill oft gleymast að til þess aö bónuskerfi geti gengiö þarf stöðuga endurskoðun á afkastamatinu, allar breytingar á aðstöðu og ástandi við framleiöslu orsaka breytingar á möguleikum starfsmanna til þess að ná og halda þeim afköstum sem samiö hefur verið um að teldust viðunandi. Greiðsla fyrir afkasta- einingu byggist á tímakaupi sam- kvæmt gildandi kjarasamningum hverju sinni. Sé tímakaupiö of lágt, t.d. svo lágt að venjulegt fólk geti ekki lifað af dagvinnutekjum ein- göngu, þá verður vinnan í bónus- kerfinu þrældómur eigi tekjur að geta aukist að því skapi að hægt sé að lifa af þeim. Sé um vinnuþrælkun aö ræða, t.d. í frystihúsunum víös vegar um landið þar sem unnið er í bónus, þá er það ekki bónuskerfinu aö kenna heldur því hve verkamannakaup er fáránlega lágt á Islandi. Og þá erum við komin að þeirri svikamyllu sem leikin er af mikilli list í órjúfanlegri samvinnu pólitík- usa, verkalýðsforystu, hins opinbera og atvinnurekenda. Vörn við kjaraskerðingu Ef bónuskerfiö væri, með einu pennastriki, afnumiö í fiskiðnaðinum mundu dagvinnutekjur verkafólks lækka í einu vetfangi. Framleiðslu- afköst frystihúsanna og framleiðni þeirra mundu við það hrapa niður. Það er ekki fráleitt að til þess að verkafólk væri reiöubúið til að skila sambærilegum afköstum í tíma- vinnu og það geröi í bónus þyrfti að hækka tímakaup um minnst 100%. Slík launahækkun yrði aldrei bundin viö frystihúsafólk eingöngu þar sem hún væri í sjálfu sér viðurkenning á þeirri láglaunastefnu sem ríkir og mundi ganga upp eftir öllum launa- töxtum í landinu. Afleiðingin yrði hrikaleg verðbólgusprenging og engin leið að sjá fyrir hvaöa afleiðingar hún hefði á afkomu þjóðarbúsinsfyrir utan gjaldþrot. Þeir stjórnmálamenn sem hafa dundað við það undanfama áratugi aö stjóma landinu vilja telja okkur trú um það aö valið standi annars vegar um lág laun og fulla atvinnu en hins vegar um há laun og atvinnu- leysi. Þessir aöilar yrðu síðastir til að viðurkenna að léleg stjórn þeirra hefði orsakað dulbúið atvinnuleysi í mynd lágra launa — atvinnuleysi sem er í raun meira en nú ríkir hjá nágranna- eöa viðmiðunarþjóðum. Samvinna stjórnmálamanna og verkalýðsforystunnar hefur verið pottþétt — báöir hafa gefið yfirlýs- ingar um að „full atvinna” sé aðal- markmiðið og verkalýðsforystan hefur samþykkt, þegjandi og hljóða- laust, aö stefnunni væri framfylgt með lágum launum en vísitölufitl og félagsmálapakkar verið notaðir til að slá ryki í augu almennings. Láglaúnastefnan hefur síðan, eins og annars staðar, orðið til þess að eölilegan hvata til aukinnar fram- leiðni hefur vantaö, tæknivæðing framleiðslunnar er alls staðar langt á ef tir nema í fiskiönaðinum þar sem bónuskerfið hefur verið eina vöm verkafólks gegn kerfisbundnum kjaraskerðingum. Atvinnurekendur vilja sjálfsagt auka framleiðni og tæknistig fyrir- tækja og þeir myndu greiða hærri laun ef þeir gætu. Þaö vill aftur á móti gleymast aö atvinnurekendur á Islandi eru þjóðnýttir og ráða engu lengur um það hvemig þeir reka fyrirtæki, það er nánast ákveðið á Alþingi með hve miklu tapi eigi að reka þessa eða hina atvinnugreinina. Islensk iðnfyrirtæki, sem greiða lægri laun en flestir erlendir samkeppnisaöilar, eiga nú í vök að verjast vegna sívaxandi inn- flutnings, meira aö segja eru íslensk iðnfyrirtæki sjálf farin að kaupa dönsk iðnaðarhús úr múrsteini fyrir framleiðslu sína og þykjast gera góð kaup. Láglaunastefnan hefur gert þaö að verkum að aðhald í ríkisfjármálun- um hefur ekkert verið og sá hluti þjóðartekna sem runnið hefur beint tÚ ríkisins hefur stöðugt farið vaxandi og ríkiseyðslan aö sama skapi aukist eftir því sem þrengst hefur um hjá atvinnufyrirtækjum. Kjallarinn Leö M. Jónsson Láglaunastefnan, sem allir flokkar hafa sameinast um á undanfömum árum, hefur átt stærstan þátt í því aö gera Islendinga að ánauðugum þrælum miðstýrðs ríkisbúskapar þar sem eyösla og sóun náttúruauölinda kemur í stað verðmætasköpunar. Það er oft vitnað til þess að þjóðar- framleiðsluverðmæti á hvern íbúá á Islandi sé með því mesta sem gerist í heiminum. Með þetta í huga og þá staðreynd að aldrei er getiö um vinnutima íslenskra launamanna, né heldur minnst á hve lág laun þeirra em, má ímynda sér hvers konar vinnuþrælkun á sér stað í landinu. Þrátt fyrir gífurlegar þjóðar- tekjur, vegna sóunar á þeirri auölind sem fiskimiðin eru, Úöur vart sá dagur aö ekki sé tekið erlent eyðslu- lán. Það eina sem stjórnmálamenn hafa til málanna að leggja em tillögur sem fremur flokkast undir skyndihjálp eða hjartahnoö en efna- hagslegar úrbætur. Leó M. Jónsson rekstrartæknifræðingur. • „Þeir sem háværastir eru viröast sjaldn- ast koma úr röðum þeirra sem vinna í bónus heldur tilheyra þeirri stétt sem hefur at- vinnu af að hafa samúð með verkafólki án þess að þurfa að deila með því kjörum.” PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK VEGNA NÆSTU ALÞINGISKOSNINGA KOSIÐ í DAG í Valhöll, Háaleitisbraut 1,frá kl. 15.30 -20.00 Krossið framan við 8—10 Til að atkvæðaseðill verði gildur, skal kjósa fæst 8 frambjóðendur og flest 10. Skal það gert með því að setja krossa fyrir framan nöfn fram- bjóðenda. Nýfluttur til Reykjavíkur? Ef þér hafið flutt til Reykjavikur eftir 1. des. 1981, og ætlið að gerast flokks- bundinn, þurfið þér að framvísa vottorði frá Hagstofunni sem staðfestingu á lögheimili í Reykjavík. Upplýsingar um kjörskrá í síma 82900 Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins geta gengið í flokkinn á kjördegi, þó aðeins að þeir verði orðnir 20 ára 1. janúar 1983. SÝNISHORN AF ATKVÆÐASEÐLI Merklð á sýnlshornið eíns og þér hyggist kjósa. Hafið það með á kjörstað og stuðllð þannig að greiðari kosningu. ! Albert Guðmundsson, alþlnglsmaður. Laufésvegl 60 Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræðingur, Stigahlið 87 Ása Atladóttir. hjúkrunarfræðlngur. Austurbrún 2 - Guðmundur Hansson. bankamaöur. Hæðargarði 2 j Bessí Jóhannsdóttir. cand. mag.. Hvassaleiti 93 Halldór Einarsson. iðnrekandi. Sólvallagötu 9 I Birgir l>l Gunn.rnon, alþlngismaður. Fjölnisvegl 15 Hannes Garðarsson. verkamaður. Teigaseli 5 1 Björg Elnsrsdöttlr. skrllstofumsöur, Elnsrsnesl 4 - Hans Indriðason. forstöðumaður. Stuðlaseli 2 1 Elfn Pólmadóttlr. blaðamaður. Kleppsvegl 120 Haukur Þ. Hauksson, kaupmaður, Hraunbæ 124 | Ellert B. Schram. rltatjóri. Sörlaskjóll 1 j Jón Magnússon. lögfræðingur. Malarósi 3 j Esther Guðmundsdóttir, þjóðfélagsfræðingur. Kjalarlandl 5 Jónas Bjarnason, efnaverkfræðingur, Rauðagerði 61 Finnbjörn Hjartarson. prentari. Norðurbrún 32 Jónas Elíasson. prófessor, Eskihllð 16 b' t j Erldrik Sophusson, alþinglsmaður, Skógargerðl 6 Pétur Sigurðsson. alþingismaður. Goðhelmum 20 j Geir H. Haarde, hagfræðingur. Hóaleitlsbaut 51 Ragnhildur Helgadóttir, lögfræðingur, Stigahllð 73 ' Geir Hallgrimsson, alþinglsmaður, Dyngjuvegi 6 Sigfús J Johnsen, kennarl. Fýlshólum 6 j Guðbjörn Jensson, iðnverkamaður, Ásgarðl 145 Sólrún B. Jensdóttlr, sagnfræðingur. Hellulandi 10 , Guðjón Hansson, ökukennarl. Reykjavíkurvegi 29 Þórarlnn E. Sveinsson. læknir. Hvassaleiti 38

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.