Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Side 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER1982.
5
Páll Steinarsson, framkvæmdastjóri Límtrós hf.
sveigja aö vilja í pressun, eins og sjá
má á myndunum á síðunni.
Afkastageta verksmiðjunnar er um
2500 rúmmetrar á ári af límtré.
Reiknað er með að fyrsta árið verði þó
aðeins framleiddir um 800 rúmmetrar
á ári, enda ekki talið að markaður sé
fyrir meira. Innflutningur á límtré á
síöasta ári var um 1000 til 1200 rúm-
metrar en notkunin fer vaxandi ár frá
ári. Þrátt fyrir að verksmiðjan verði
ekki rekin með fullum afköstum telja
forráðamenn hennar að þeir verði
fyllilega samkeppnisfærir við innflutn-
ing. Eftir 5 ár er reiknað með að verk-
smiðjan verði komin upp í 1600 rúm-
metra ársframleiðslu af burðarlimtré.
Til samanburðar má geta þess að lím-
tréö sem notað var í sperrur verk-
smiðjunnar sjálfrar er um 150 rúm-
metrar en verksmiðjuhúsið er 2400 fer-
metrar að flatarmáli.
I verksmiðjunni mun einnig verða
framleitt smíðalímtré sem notað er í
húsgögn og innréttingar og límtrés-
klæðningar með einangrun sem setja
má beint á milli sperranna. Þá er
einnig talinn góöur markaður fyrir
mótafleka, framleidda á þennan hátt.
Páll Steinarsson, framkvæmda-
stjóri Límtrés hf. , sagði í samtaii við
DV að víöa erlendis væru spænirnir
sem féllu til við framleiðsluna notaðir
til framleiðslu á spónaplötum, en fyrir-
tækið hefði ekki gert ráð fyrir því í upp-
hafi, þar sem til þess þyrfti auka.
tækjabúnaö sem hefði hleypt upp stofn-
kostnaði við verksmiðjuna. Kosturinn
við þá aukaframleiðslu sem fyrirtækið
hygðist sinna, mótafleka og smíðalím-
tré, væri aðallega sá að hana mætti
vinna með þeim tækjabúnaöi sem fyrir
hendiværi.
Sex manns munu vinna við sjálfa
framleiðsluna fyrsta árið sem verk-
smiðjan verður starfrækt auk þriggja
annarra starfsmanna en eftir fimm ár
er reiknað með að þar starfi samtals
sextánmanns.
,,Við sjáum fram á að verksmiðjan
verður mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf
á svæðinu,” sagði Páll Steinarsson .
„Þótt verksmiðjan sé ekki mjög
atvinnuskapandi miðað við fjárfest-
ingu verður ýmis önnur þjónusta í
kringum hana. Viö sáum enda fram á
að það yrði ekki hægt að skapa fleiri
atvinnutækifæri í landbúnaði sem er
aðalatvinnugreinin á þessu svæði. ”
Niðurstaða síðustu arðsemisút-
reikninga f yrir verksmiðjuna var sú að
hún ætti aö geta skilaö afgangi strax
fyrsta árið. Gert var ráð fyrir að sölu-
verðmæti myndi þá nema 12 mill jónum
króna og rekstrarhagnaður yrði um
600 þúsund . Er þá miðað við að verk-
smiðjan verði samkeppnisfær í verði
viö innflutning.
Vélarnar í verksmiðjuna eru flestar
komnar til landsins en þær voru
keyptar úr danskri verksmiðju sem
verið var að leggja niður. Eins og fyrr
segir er afkastageta þeirra meiri en
sem svarar þörfum innanlands-
markaöar, en PállSteinarsson segir að
þessi mikla afkastageta geri það að
verkum að hægt verði að afgreiða
pantanir með mjög stuttum fyrirvara
og ætti það aö tryggja samkeppnis-
möguleika verksmiðjunnar við inn-
flutning.
OEF
Herraklippingar:
VERÐLAGSÁKVÆÐI
HRAUSTLEGA BROT1N
, Verð á klippingu á rakarastofum er
víðast hvar hærra en það sem verð-
lagsákvæði heimila. Hæst má verðið
vera 79,95 krónur og er þá innifalið
hárvatn. Er þaö svokölluð formklipp-
ing, sem er líklega það sem f lestir kari-
menn biðja um. Verðið á stofunum
virðist hins vegar allsstaðar vera yfir
100 krónur. Fer það allt upp í 158 .
Reyndar er í því verði innifalin
þurrkunáhárinu.
Verðlagsstofnun kærði fyrr á þessu
ári hárgreiöslustofur fyrir of hátt verð.
Síðan þá er verö á klippingu ekki undir
verðlagsákvæöum, utan herraklipp-
ingar á rakarastofum. En jafnvel það
virðist vera hraustlega brotið.
DS
AÐRIR ÚTSÖLUSTAÐIR: STEINI & STJÁNI, VESTMANNAEYJUM
KHB SEYÐISFIRÐI - VERSLUNIN VÍK, ÓLAFSVÍK
VERSLUNINL TINDASTÓLL, SAUÐÁRKRÓKI.
SPORTBUÐIN
LAUGA VEGI97 - SÍM117015.
ÁRMÚLA 38 - SÍMI83555.
FINIMSKAR
VATTKÁPUR
KVENNA
MEÐ HETTU
Stærðir: 38-46
Litir:
og blágrátt
1.099,-00
S» sem ffer með Schiesser^ í
liáitiim getnr gengið tíl dyra
eins og Iiaim er klæddnr á
Iivaða tíma sólarhrings sem
Orð að sönnu, eins og best sést á meðfylgjandi mynd, enda
vita hönnuðir Schiesser, eftir margra ára reynslu, nákvæm-
lega hvað konan vill.
Sá sem vill gefa góða gjöf ætti að líta á úrvalið frá Schiesser.
Gjöf frá Scliiesser gleðiu- ætíð augað.
Glæsibæ Sími 83210
„Sá sem kaupir Schiesser gæðamerkið, kaupir Schiesser aiitur.“