Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Side 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER1982. 13 OFURVALD SEÐLABANKANS Eftir því er ég best veit þá hefur Seölabanki Islands i raun meira vald en nokkur önnur samsvarandi stofnun í öörum þjóölöndum. Að vísu er lagabókstafurinn um íslenska seðlabankann svipaöur lagabókstaf um seðlabanka í ýmsum löndum, bæði nær og f jær. En þróunin hér á landi hefur oröiö á þann veg aö í ýmsum tilvikum hefur það veriö vafamál hvor aöilinn væri vald- hafinn: Rikisstjómin annars vegar eða Seðlabankinn hins vegar. Hér á eftir veröur eitt slíkt tilvik rakið lítillega og er þessi grein skrifuö sem eins konar viðvörun til ráöamanna þjóöarinnar aö þeir hér eftir hafi meiri gát á aögerðum seölabankastjórnar en hingað til. Fyrir fimm árum voru almennir útlánsvextir 18—20% og innlánsvext- ir nokkuö lægri eins og eðlilegt er. Þá fór stjórn Seölabankans að gripa til vaxtahækkana meö þeim afleiöing- um aö í ágústmánuði sL, þegar bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar voru gefin út, voru útlánsvextir komnir upp í 35—45% og innlánsvext- ir í samræmi við þaö. I þessum sama ágústmánuöi áformaði Seðlabankinn enn eina vaxtahækkun. Sú tillaga fékk ekki hljómgrunn hjá ríkisstjórninni. I október sl. lagöi Seölabankinn aftur fram tillögur um hækkun vaxta — aö þessu sinni meiri hækkun en áformaöar voru í ágúst. Viöbrögö ríkisstjómarinnar voru þau aö sett var á laggirnar sérstök ráðherranefnd sem ræöa skyldi mábö við stjórn Seölabankans. Jafn- framt mæltist ríkisstjómin til aö stjóm bankans færi hægt í sakirnar. Seölabankastjórnin skellti skolleyrum viö þessum tilmælum — haföi þau að engu — og ákvað upp á eindæmi aö vaxtahækkunin skyldi koma til framkvæmda frá og með 1. nóvember sl. Eftir þessa hækkun em algengustu útlánsvextir 55—60%. I tilkynningu bankans segir m.a. aö vaxtahækkunin sé gerð „í samráöi við ríkisstjórnina”. Þetta sem síðast var sagt er ekki rétt. Engar viðræður höfðu átt sér staö á milli ráöherranefndarinnar og bankastjórnarinnar. Bæði fjármála- ráðherrann, Ragnar Amalds, og sjávarútvegsráðherrann, Stein- grímur Hermannsson, lýstu yfir furöu sinni á aðgerðum banka- stjómarinnar. Síðan ekki söguna meir. Ríkis- stjómin gafst hreinlega upp og er þaö í sannleika sagt ákaflega undarlegt þegar haft er í huga aö ákvöröun Seölabankans var stór- pólitísk ákvöröun sem á eftir aö draga margan dilkinn á eftir sér. Þaö er einkar fróölegt aö bera saman það sem nú hefur veriö sagt viö ákvæöi 4. greinar iaga um Seöla- banka Islands, en þar segirsvo: „í öllu starfi sinu skal Seðlabank- inn hafa náið samstarf viö ríkis- stjómina og gera henni grein fyrir skoöunum sínum varöandi stefnu í efnahagsmálum og framkvæmd hennar. Sé um verulegan ágreining viö ríkisstjórnina aö ræða, er seöla- bankastjórn rétt að lýsa honum opin- berlega og skýra skoðanir sínar. Hún skal engu aö síður telja það eitt meginhlutverk sitt að vinna að því að sú stefna sem ríkisstjórnin markar að lokum, nái tUgangi sínum”. (Auðkennt af höf undi). Bankinn taumstífur Sem sagt: Meginhlutverk seðla- bankastjórnarínnar á aö vera aö vinna aö því að sú stefna sem ríkis- st jórnin markar nái tilgangi sínum. Nú vita allir aö strax í upphafi síns ferUs markaöi núverandi ríkisstjóm þá stefnu aö vinna bug á veröbólg- unni. RUdsstjómin vildi draga úr veröbólgunni svo unnt væri að bæta stööu atvinnuveganna og þar með kjör fólksins í landinu. Á fyrsta hálfu öðru árinu tókst mætavel að ná árangri enda veittu launþegar aöstoö sína strax í upphafi meö því aö gefa eftir ákveöinn hlut launa sinna, verðbólgan hjaönaöi úr um það bU 70% í rúmlega 40% en skyndUega varö breyting til hins verra. Nú er svo komið að veröbólg- an er að komast í sama faríö og hún var í þegar verst var. Ástæðurnar fyrir þessarí miklu breytingu eru af ýmsum toga en einkum eru þær tvenns konar. I fyrsta lagi orsakir sem rUússtjómin ræður ekki við (efnahagskreppa í viöskiptalöndum okkar Islendinga, rýrari botnfiskafli, engin loönuveiöi, óseljanlegar skreiöarbirgöir að verömæti um 100 millj. dollara o.m.fl.). I annan stað hefur rUcis- stjórninni orðið á í messunni — á ýmsum sviðum. Er mér þá efst í huga sú staðreynd aö hún hefur gefið Seðlabankanum allt of lausan taum- inn en bankinn hefur reynst taum- stífur eins og sagt er um hesta sem vUja taka ráöin af reiðmanninum sbr. þaö sem sagt var hér að ofan um vaxtahækkunina. Um árabil hef ég í meginatriöum verið andvígur þeirri stefnu sem Seölabankinn hefur fylgt í peninga- málum. Að mínu viti hefur hún verið verðbólguhvetjandi — ég tel meö öörum orðum að Seölabankastjómin eigi drjúgan þátt í verðbólgunni hér á landi. Hér er tekið djúpt í árinni og vU ég því aö sjálfsögöu færa rök fyrir máli mínu. Hagfræöin er mjög nytsamleg fræðigrein en hagfræöingar geta aldrei komið fram með algildar kenningar, kenningar sem afdráttar- laust eru gUdandi. Þetta byggist á þeirri einföldu staðreynd aö hag- fræöin fjallar um samskipti manna og athafnir manneskjunnar geta veriö meö hinum ólikasta hætti, þaö er aldrei hægt aö segja fyrirfram og meö nokkurri vissu hvernig þær verða. Þrátt fyrir þetta setja hagfræðingar iöulega fram kenningar sem þeir telja afdráttarlaust réttar. Sem dæmi má nefna peningamagns- kenninguna (monetarismann). Sam- kvæmt þessari kenningu á alltaf að vera nákvæm samsvörun á mUli peningamagnsins sem í umferð er annars vegar og verðbólgunnar hins vegar. Ennfremur að með því að hækka eöa lækka vexti sé hægt aö hafa áhrif á peningamagniö. Hiö fyrrtalda er aö sumu leyti rétt, því meira sem peningamagniö er því meiri veröur eftirspumin og eyösl- an, því meiri veröur veröbólgan. Hið síöartalda — aö vextir hafi áhrif á peningamagnið — er þar á móti afdráttarlaust röng kenning. Samt sem áöur hefur stjóm Seðla- bankans trú á þessari vaxtakenn- ingu og hefur hagað sér eftir því. I raun og vem hefur hún einblínt á vextina sem þýöingarmesta hag- stjómartækið í baráttunni viö verð- bólguna. Þaö er tvennt sem er rangt viö kenninguna. í fyrsta lagi minnkar eftirspurnin eftir fjármagni ekki þótt útlánsvextir séu hækkaöir. Þvert á móti er hægt aö færa fram rök fyrir því að þeim mun hærri sem útláns- vextimir eru því meiri þörf er fyrir aukið fjármagn. Skýrslur sýna aö sú hefur orðiö raunin hér á landi á undanfömum ámm. HaukurHelgason I annan stað gildir hiö sama um innlánsvextina. Menn leggja inn peninga í banka eöa sparisjóöi þegar vel árar, þegar'peningar em til í handraðanum,' m.ö.o. þegar kaupgetan er góð. Yfirleitt hefur þaö tiltölulega lítil áhrif á þróun innlána þótt vextirnir séu hækkaöir um nokkur prósentustig. Menn leggja ekki inn fé sitt þegar kaupgetan er léleg, hreint og beint vegna þess að þeir hafa ekki peninga aflögu. Þegar kaupgetan er slæm þá ver ja menn peningum sínum fyrst og fremst til að sjá sér og sínum farboröa. Þessi sannindi sem nú voru sögð em skýringin á því aö þróun innlána í ár eru með allt öömm hætti en fyrir ári. En svo er sú hliðin á vaxtahækkun- unum sem er bæði alvarleg og af- drifarík. Þaö eru áhrifin á verðbólg- una og þróun hennar. Það ætti að vera hverjum manni ljóst að allar vaxtahækkanir fara á einn eöa annan hátt út í verölagiö. Framleiðandinn eða kaupmaöurinn greiöa ekki hina hærri vexti úr eigin vasa. Þaö er neytandinn sem borgar brúsann því framleiðslan eöa vörurnar í versluninni hækka í verði. Meö öðrum oröum: Veröbólgan hefur aukist. Þess vegna er hægt að segja meö sanni aö vaxtahækkanir Seðlabank- ans stangast á viö meginmarkmið ríkisstjómarinnar. Ríkisstjómin vildi hjöðnun verðbólgunnar en Seölabankinn hefur meö vaxta- hækkunum sínum aukið veröbólg- una. Þannig hefur Seðlabankinn meö athöfnun sínum þverbrotiö ákvæði 4. gr. laganna um bankann aö hann eigi aö vinna að því „að sú stefna sem ríkisstjómin markar að lokum nái tilgangisínum”. Þá er rétt aö vekja athygli á enn einu þýöingarmiklu atriöi. Mér er tjáö aö vaxtaútgjöld margra fyrir- tækja séu orðin jafnmikil eöa jafnvel enn meiri en launakostnaöur þessara fyrirtækja. Hækkun launa vegna hækkunar á framfærsluvísitölu er afleiðing verð- bólgunnar, ekki orsök hennar. Þess- ar launahækkanir fara eftir verðhækkunum sem skolliö hafa á undanfama þrjá mánuöi. Þar á móti em vaxtahækkanir eins og áöur er sýnt f ram á verðbólguhvetjandi, þær em ein af orsökum verðbólgunnar. Það kemur því spánskt fyrir sjónir aö vextir skuli hafa veriö hækkaöir mjög verulega hinn 1. nóvember þegar vitaö var aö einum mánuöi síðar yröu laun vinnandi fólks skert meðlagaboöi. Gengu í björg Eg tel nauðsynlegt aö segja nokkur orð um afstöðu fjögurra félaga minna í Alþýðubandalaginu til vaxtamálsins. Þessir fjórmenningar eru þó nokkuð þekktir menn í þjóðfé- laginu. Þeir em Guömundur Hjartarson, einn af þrem banka- stjórum Seðlabankans, Ingi R. Helgason, aöalmaöur í bankaráöinu, Þröstur Olafsson, varamaður í ráö- inu og Kjartan Olafsson ritstjóri. Um hina þrjá fyrstnefndu er hægt aö segja aö þaö er líkast því aö þeir hafi gengiö í björg þegar þeir komust í tengsl viö Seðlabankann. Þaö er eins og þeir hafi hætt við að hugsa sjálfstætt um bankamál þegar þeir gerðust heimagangar í stofnuninni, dansi ósjálfrátt meö þegar kippt er í spottann. Þetta segi ég vegna þess að þeir hafa gerst ákafir talsmenn hávaxta- stefnunnar og berjast fyrir henni meö oddi og egg. Þetta þykir mér vera ákaflega furöulegt. Sjálfur var ég um 8 ára skeið varamaöur í bankaráði Seöla- bankans og þekki því mætavel til inn- viðanna í stofnuninni og hvemig mál ganga fyrir sig á þeim bæ. Ekki tel ég mig þó hafa beðið tjón á sálu minni vegna tengsla minna við bank- ann á þessum tíma. Um Kjartan Ólafsson er þaö aö segja að undir stjóm hans hefur Þjóöviljinn sýnt vaxtamálinu mikiö tómlæti — veriö meö mikla hálf- velgju. Hiö einasta sem ég hef séö í Þjóöviljanum um þetta stórmál er grein Lúövíks Jósepssonar sem birt var í helgarblaðinu fyrir um hálfum mánuði. Þessi grein Lúövíks var eins og vænta mátti sérlega rökföst. Hann rakti tæpitungulaust illar afleiöingar af vaxtahækkunum Seðlabankans og gengisiækkununum á undanförnum árum. Á þessa grein Lúðvíks hefur ekki veriö minnst einu oröi síðan hún var birt og heföi þó verið ærin ástæöa til aö svo yrði gert. Vegna þessarar afstööu fjór- menninganna til vaxtamálsins hefur fóikiö tapað áttum í því hvert viöhorf Alþýöubandalagsins er í málinu. Þess vegna skal skýrt tekið fram aö hinir bergnumdu þremenningar tala ekki fyrir hönd flokksins heldur aöeins sem einstaklingar. Alþýöu- bandalagiö er afdráttarlaust á öndverðum meiði við hávaxtastefn- una, sbr. ummæli formanns flokks- ins, Svavars Gestssonar á flokks- ráösf undinum nú á dögunum. Hvernig má annaö vera? Hækkun vaxtanna er kjaraskerðing — í mörgum tilfellum gífurieg kjara- skeröing, ekki síst hjá því fólki sem af vanefnum en af miklum dugnaði er aö reyna aö koma þaki yfir höfuð sér. Eg spyr aftur: Hvernig má annaö vera? Allt atvinnulíf í landinu á í vök aö verjast. Ekki síst vegna fjár- magnskostnaðar — vegna vaxtanna. Afleiðing hærri vaxta þýöir auövitaö enn meiri erfiðleika fyrir atvinnu- vegina, afleiöingar sem gætu orðið til þess ýmis fyrirtæki legöu upp laup-' ana — brydda tæki á atvinnuieysi. Þjóðviljinn Framsóknarflokkurinn hefur lýst því yfir aö hann muni stuðla aö breytingum á lögum og/eða reglu- gerðum sem snerta Seölabankann meö það fyrir augum aö vald bank- ans verði skert. Þetta var góö og skýr yfirlýsing. Að sjálfsögðu á Alþýðubandalagið aö lýsa nú þegar yfir fullum stuðningi viö þessar hug- myndir Framsóknarf lokksins. Jafnframt veröur Kjartan Olafs- son aö reka af sér slyðruorðið. Þjóöviljinn veröur aö taka afdráttar- lausa afstööu í margumræddu máli. Alla tíð hefur þaö verið einkennandi fyrir blaðiö aö berjast fyrir málstað þeirra sem minna mega sín í þjóöfé- laginu — fyrir bættum lífskjörum fólksins í landinu. Blaöiö má ekki slaka á. Háir vextir hafa áhrif á þessi lífskjör. Mikil áhrif. Haukur Helgason. A „Hinir bergnuradu þremenningar tala ^ ekki fyrir hönd flokksins... Alþýðu- bandalagið er afdráttarlaust á öndverðum meiði við hávaxtastefnuna,” segir Haukur Helgason varamaður í bankaráði Utvegsbank- ans, um alþýðubandalagsmennina í banka- stjórn og bankaráði Seðlabankans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.