Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Qupperneq 19
crr-.-N/ r.’t-r.,.
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER1982.
19
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari sést hér bjóða Bjarna Guðmundsson
og Sigurð Sveinsson velkomna í leikina gegn V-Þjóðverjum og Dönum á
dögunum.
DV-mynd: Friðþjófur.
Nettelstedt
gefur Sigurði
og Bjama frí
— til að leika með landsliðinu ÍA-Þúskalandi
— Sigurður Sveinsson og Bjarni
Guðmundsson hafa fengið frí frá
Nettelstedt til að leika með okkur í A-
Þýskalandi og leika þeir með okkur
f jóra af fimm leikjum okkar þar, sagði
Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfari i
handknattleik.
Næsta verkefni landsliðsins í hand-
knattleik verður að taka þátt í
geysilega sterku móti i Rostock í A-
Þýskalandi 14.-20. desember. — Þar
verða komnar saman flestar af sterk-
ustu handknattleiksþjóðum heims.
Þetta er gífurlega sterkt mót — eitt
það sterkasta í Evrópu í vetur, sagði
Hilmar.
I mótinu taka þátt heimsmeist-
aramir frá Rússlandi, A-Þjóðverjar,
Rúmenar, Svíar, Tékkar og
Islendingar -SOS.
Neitaði að leika í
„landsliðsskónunT
— og lætin út af því kostuðu danska handknattleikssambandið
milljón króna samning
Danska handknattleikssambandið
hefur orðið að rifta hátt í tveggja
milljóna króna samningi sem það hafði
gert við íþróttafatafyrirtækið
Hummel. Það var danska íþrótta-
sambandið sem ákvað þetta á dögun-
um en samningur þessi — eða réttara
sagt ein grein i honurn — hafði verið
kærður af einum leikmanni.
Það var markvörður AGF, Ole
Mörskov , sem kærði þennan samning
handknattleikssambandsins og
Hummel. Sérstaklega þó klausu í
honum þar sem segir að leikmenn
danska landsliðsins séu skyldugir að
leika í búningi og skóm frá Hummel.
Ole Mörskov var í landsliðshópnum
en haröneitaði að spila í skóm frá
Hummel. Sagðist hann nota sína eigin
skó og danska handknattleiks-
sambandiö gæti ekki skipaö sér fyrir í
þeim efnum.
Ut af þessu varð mikið þref sem
endaði með því að Mörskov var settur
út úr landsliðshópnum, sem Leif
Mikkelsen valdi í sumar. Danska sam-
bandið sagði að Mörskov heföi ekki
verið settur út úr hópnum vegna þess
að hann vildi ekki leika í Hummel-
skóm. Allt önnur ástæða hefði legið þar
aðbaki.
Markmaðurinn lagði ekki mikinn
trúnað á þetta og kærði handknatt-
leikssambandið og samninginn.
Danska íþróttasambandið tók málið
fyrir á dögunum og dæmdi samninginn
ógildan á þeim forsendum að sam-
kvæmt áhugamannareglunum væri
ekki hægt að skylda áhugamann í í-
þróttum til að ganga í eða leika í skóm
eða fatnaði frá ákveönu fyrirtæki.
Dómur þessi er mikið áfall fyrir
DHF. Samningur þessi gilti til þriggja
ára og samkvæmt honum átti Hummel
aö sjá um allan útbúnaö á öll dönsku
landsliöin, auk þess sem DHF átti að
fá 500 þúsund danskar krónur á ári frá
fyrirtækinu.
Handknattleikssamband Islands
gerði á dögunum samning viö
Hummel.
Ekkert ákvæði um peninga-
greiðslur mun vera í þeim samningi,
að sögn Júlíusar Hafstein formanns
HSI. Hann sagðist heldur ekki vita
hvað myndi gerast ef einhver úr lands-
liðshópnum neitaði að leika á
Hummelskóm — vonaði bara að til
þess kæmiekki.
-klp-
— Fimm lið eru efst með 12 stig í Svíþjóð
ogíþeim hóp erGUIF
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni — frétta-
manni DV í Svíþjóð. — Sænska
meistaraliðið Heim er nú að nýju
komið upp á toppinn í „Allsvenskan”,
eftir að liðið vann Lugi 28:20.
Frölunda, sem hafði forustuna, hefur
tapað tveimur leikjum í röð — 16—20
fyrir Drott og 23—24 fyrir Karlskrona.
Það er óhætt að segja að allt sé kamið
í hnút því að fimm lið eru nú með tólf
stig eftir níu umferðir. GUIF heldur á-
fram að koma á óvart — lagði Warta
að velli 23—22 og skoraði „Bobban”
Anderson sigurmarkið á síðustu sek.
leiksins, eftir að Andrés Kristjánsson
hafði jafnað metin 22—22 með stór-
glæsilegu marki af línu — sendi
knöttinn aftur fyrir sig og í netinu
hafnaði hann. Andrés hefur nú skorað
33 mörk í „Allsvenskan”.
Staðan er nú þannig, eftir níu
umferðir:
Heim 9 6 0 3 226-206 12
Frölunda 9 6 0 3 214—196 12
Ystadt 9 6 0 3 197—179 12
Karlskrona 9 6 0 3 211-196 12
GUIF 9 6 0 3 216—218 12
Drott 9 5 1 3 205-189 11
H 43 9 4 2 3 196-198 10
Lugi 9 4 0 5 196-205 8
Warta 9 3 0 6 178—185 6
Kroppskultur 9 3 0 6 194—222 6
Visby 9 2 1 6 220-227 5
Vikingarna 9 0 2 7 181—213 2 -GAJ/-SOS.
Unnendum fagurra lista
feerir Bmikinn feng
Ljóð og leikrit
Tonlist
Indríöi G. Þorsfeinvton
Dagbók
um
HJÖRTUR
PÁLSSON
Dagbók um veginn eftir
Indriða G. Þorsteinsson.
Ljóðabók
Myndir eru í bókinni
eftir Jónas Guðmundsson.
Heitu árin eftir Erlend Jónsson.
Ljóðaflokkur um lífið í norð-
lensku sjávarþorpi í síðasta stríði
- ástandsárunum. Má e.t.v. líta
á bókina sem eins konar fram-
hald á ljóðabók Erlends Fyrir
stríð sem kom út 1978.
Heitu árin er pappírskilja.
Sofendadans eftir Hjört Páls-
son. Þetta er þriðja ljóðabók
skáldsins, en fyrri bókum
Hjartar hefur verið mjög vel
tekið.
íslenskt söngvasafn, Sigfús
Einarsson og Halldór Jónsson
söfnuðu og Jbjuggu til prentunar.
Fjórða prentun hins afar vinsæla
söngvasafns sem víða gekk undir
nafninu „Fjárlögin". Hin snilldar-
lega raddsetning Sigfúsar Einarssonar
er án efa undirstaða þeirra vinsælda
sem Söngvasafnið hefur notið.
Formálsorð eftir Jón Ásgeirsson.
Jólalögin- nótnabók. Þrjátíu lög ogljóð
sem öll eru tengd jólunum valin og útsett
af Jóni Þórarinssvni.
Gosi eftir Brynju Benediktsdótt-
ur. Leikritið er byggt á hinni
kunnu ítölsku sögu um Gosa eftir
Collodi. Ljóð eru eftir Þórarin
Eldjárn. Auk leikritsins eru skýr-
ingar leikstjórans, Brynju
Benediktsdóttur, á sviðsetningu
verksins. Margar myndir eru í
bókinni frá sýningum Gosa í
Þjóðleikhúsinu.
á>