Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Side 30
30
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER1982.
Sigríður Guðbjartsdóttir lést 20.
nóvember. Hún fæddist á Isafirði 1.
desember 1895. Árið 1919 hélt hún til
Kaupmannahafnar og lagði þar stund
á fatasaum. Starfaði hún þar í mörg ár
hjá þekktum fatahönnuöum. Áriö 1930
kom hún til Islands og giftist fyrri
manni sínum Oddi Guðmundssyni vél-
stjóra, en hann fórst árið 1942. Síöar
giftist hún Þorgrími Einarssyni garð-
yrkjubónda og saman reystu þau
gróðrarstöðina Garðshom í Fossvogi.
Síöustu árin bjuggu þau að Hátúni lOb.
Þorgrímur lést árið 1980. Utför
Sigríðar verður gerð frá Fossvogs-
kirkjuídagkl.15.
Guðrún Þorkelsdóttir, Meistaravöllum
33, lést í Landspítalanum að kvöldi 28.
nóvember.
Sveinn Þórðarson, fyrrverandi aöalfé-
hiröir, Túngötu 49, andaðist 27.
nóvember.
Guðbjörg Eiríksdóttir, Brávallagötu
46, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 1. des. kl. 13.30.
Guðrún Ögmundsdóttir húsfreyja, sem
lést í Borgarspítalanum 23. þ.m.
verður jarðsungin frá Hraungerðis-
kirkju laugardaginn 4. desember kl.
14.
Anna Skæringsdóttir, Gullteigi 29
Reykjavík, sem andaðist 21. nóvember
sl., verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 1. desember kl.
15.
Valdis Sigurðardóttir, Osi Skilmanna-
hreppi, verður jarðsungin frá Akranes-
kirkju fimmtudaginn 2. des. kl. 11.30.
Marinó Arason, Lindargötu 21, verður
Steinunn Guðmundsdóttir er látin. Hún
fæddist 17. apríl 1888 að Núpi í Fljóts-
hlíð. Foreldrar hennar voru þau Sigríö-
ur Siguröardóttir og Guðmundur
Magnússon. Utför hennar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.
Rudolf Theil Hansen lést 21. nóvem-
ber. Hann fæddist í kaupmannahöfn 10.
ágúst 1897. Rudolf lauk prófi í klæð-
skeraiön og starfaði hann alla tíð við
þá iön. Eftirlifandi kona hans er
Margrét Finnbjarnardóttir. Þeim
hjónum varð 5 barna auðið. Utför
Rudolfs verður gerð frá Hafnar-
f jarðarkirkju í dag kl. 15.
Andlát
SMÁBÁTAEIGENDUR
ATHUGIÐ
VERKIÐ YKKAR SJÁVARAFLA SJALFIR
I litlu sjávarplássi úti á landi er ætlunin að gera tilraun meö allnýstár-
lega þjónustu við smábátaeigendur á vori komandi. Undirbúningur er
þegar hafinn að uppbyggingu á aðstöðu þar sem þeim verður gert
kleift að vinna úr afla sínum hver fyrir sig. I gangi er athugun á íveru-
húsnæði til handa þeim er vildu nýta sér þessa þjónustu. Nú þegar hafa
nokkrir smábátaeigendur sem kunnugir eru málinu ákveðið að vera
með. I ráöi er að komiö verði upp fullkominni flatningsvélasamstæðu á
löndunarbryggju ef næg þátttaka fæst.
Hafið samband viö auglýsingaþjónustu DV í síma 27022 eftir kl. 12.
H-500.
SKIÐA
SLEÐAR
Minni: 705,00
993,00
I gærkvöldi í gærkvöldi
ENN UM TOMMA OG JENNA
Allajafna er ljúft að skrúfa frá
sjónvarpstækinu á mánudags-
kvöldum. Leiðarljós þeirrar kvöld-
dagskrár er fjölbreytnin og hefur
verið svo lengi.
Þannig gefst okkur, auk frétta og
veðurútlits, tækifæri aö skoða um-
talaöan teiknimyndaflokk, íþróttir,
framhaldsmyndaþátt og yfirleitt
vandað sjónvarpsleikrit. Allt er
þetta að finna í sömu bununni og vel
það.
Eg hef áður lýst yfir þeirri skoðun
minni í þessum dálki að þættirnir um
Tomma og Jenna fígúrurnar væru
ekki við hæfi bama innan lögaldurs.
Sú skoðun mín er staðföst og mun ég
seint hvika frá henni. Fátt er jafn
auðvirðilegt og ala hvítvoðunga á of-
beldi jafn vinalegra húsdýra og
kettir og mýs eru í daglegri
umgengni. Ekkert er jafn varhuga-
vert og ala börn á óraunsæi og rangri
heimsmynd. Allt eins mætti þröngva
því inn í hug krakka aö áfengi og
eiturlyf væru staöbetri morgun-
verður en lýsi og komabrauö eins og
sýna þeim saklaus dýr í svo
vitlausum ham og gert er í Tomma
og Jenna myndaflokkunum.
Steingrímur Sigfússon hefur sýnt
það og sannað í þeim íþróttaþáttum
sem hann hefur stýrt aö þar fer vinur
almenningsíþróttanna. Þaö fer vel á
því aö sýna annað efni en kappleiki
manna í milli i þessum þáttum og
hefur Steingrímur þannig skapaö
skemmtilegt mótvægi við efnistök
starfsbróöur síns, Bjama Felix-
sonar.
Breski skemmtiþátturinn Tilhuga-
líf er ágætur svo langt sem hann nær.
Því er ekki að neita að undirritaður
hefur séö fyndnari og betri kímni-
þætti frá Tjallanum en þessi þáttur
er. Því er ekki þar með haldið fram
að þessi fíni róman sé undir meðal-
lagi að gæðum. Yfirleitt berst til
okkar gott efni f rá Bretlandi og er þá
.sama hvort litið er á fræösluefni,
skemmti- eða afþreyingarefni.
Það sem Bretar verða þó að fara
að gera sér grein fyrir við gerð
skemmtiefnis er aö hlátur inn-
byggðra áhorfenda er fyrir all-
nokkm síðan kominn úr tísku. Það er
ekki hið einasta að þessi uppgerði
hlátur sé hvimleiður sem slíkur
heldur er hann jafnan svo ofnotaöur í
þáttum á borð við Tilhugalif aö hrein
móögun er við eðlilegt skopskyn
sjónvarpsáhorfenda í heimahúsum.
Ég haföi ekki tækifæri til að horfa
á sjónvarpsleikrit gærkvöldsins
nema með öðru auganu og treysti ég
mér ekki til aö gagnrýna gæði þess af
þeim sökum. Segja mér þó góðir
menn, sem litu þetta efni báðum
augum, að sagan um Rósu Reinhardt
hafi verið hin trúverðugasta og
helstu persónur og leikendur hennar
hafi átt hrós skilið fyrir frammi-
stöðuna.
Mér skilst að Indriði G. Þorsteins-
son sé að lesa sögu sina, Norðan viö
stríö, í útvarpi nú í upphafi aðvent-
unnar. Þetta hugverk Indriða las ég
með ágætri athygli fyrir nokkrum
misseram. Eg skora því á þá sem
hafa tíma til aö leggja eyrun viö
lestri höfundar á næstu síðkvöldum.
Fáir ættu að vera sviknir af.
Og fyrst ég er byrjaður aö fjalla
um útvarpsdagskrá kvöldsins þá er
mér í mun að þakka Áma Böövars-
syni fyrir umfjöllun sína um daglegt
mál. Hún er greinargóð og gaman er
þessa dagana að fylgjast með því
hvernig hann beygir heiti manna svo
rétt teljist. Þetta er þarft verk, ekki
síst þegar tillit er tekið til þess að
brátt fara menn að senda vinum og
kunningjum svonefnd jólakort og
viðtakendum þeirra þykir yfirleitt
fátt hvimleiöara en lesa nöfn sín
afbökuð og vitlaust beygð. TO að
mynda þótti undirrituðum miður
gaman að lesa eftirfarandi beygingu
utan á einum jólaglaðningi sínum á
síðustu jólum: TilSigmundar Amar!
Sigmundur Ernir Rúnarsson.
jarðsunginn frá Hallgrímskirkju
fimmtudaginn 2. desember kl. 13.30.
Sigurjón Sigurbjörnsson frá Isafirði,
Meistaravöllum 7, verður jarösunginn
frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1.
desemberkl. 10.30.
Tilkynningar
Kötturinn Lýríkur
er týndur!
Hann er svartur á baki, hvitur á bringu og
snoppu. Auðkenni: hárlítill um miðja róíu
vegna aðgerðar. Lýríkur tapaðist úr Hlíða-
hverfi í fyrri mánuði. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 22692.
íslenska óperan
Sýningar á „Litla sótaranum” eftir Benjamin
Britten verða í vikunni sem hér segir:
þriðjudag 30. nóv. kl. 14.30, laugardag 4. des.
kl. 15.00, sunnudag 5. des. kl. 16.00. Stjórnandi
er Jón Stefánsson og leikstjóri Þórhildur Þor-
leifsdóttir.
Gilbert Levine hefur nú aftur tekið við tónlist-
arstjórn í Töfraflautunni og mun hann stjórna
næstuösýningum.
einstæðra foreldra
Jólakort Félags einstæðra foreldra eru komin
á markaðinn. Jólakortin eru aðallega teiknuð
af bömum, einnig eru teikningar eftir Þor-
björgu Höskuldsdóttur, Sigrúnu Eldjám og
Rósu Ingólfsdóttur. Kortin eru afhent á skrif-
stofu félagsins Traðarkotssundi. Kortin fást
einnig i bókaverslunum um allt land.
Blúsbandið
komið aftur
Bandaríska hljómsveitin The Missisippi
Delta Blues Band er nú komin til Islands í
annað sinn en hún lék hér í fyrra við feiki-
góðar undirtektir.
Nokkrar mannabreytingar hafa orðið á sveit-
inni en ennþá eru aðalmennirnir munnhörpu-
leikarinn Sam Myers og gítarleikarinn Big
Bob.
Blúsbandið mun halda þrenna tónleika á
Hótel Borg, dagana 9., 10. og 11. desember. Til
að fólk geti tryggt sér miða tímanlega hefst
forsala í Fálkanum á Laugavegi þann 1.
desember.
Skemmtu þér
í skammdeginu
á óþvingaðan hátt
Þú ert velkomin að vera með í stofnun áhuga-
mannafélags um söng og skemmtun. Til-
gangur félagsins er sá, að skemmta sér á
óþvingaöan hátt með öðru fólki. Vertu með í
stofnun söngkórs félagsins. Viljir þú troða
upp eða gera eitthvað þér og öðrum til
skemmtunar þá er hér tækifærið. Allir mögu-
leikar krufnir á stofnfundinum og allir
velkomnir að koma með tillögur aö nafni
félagsins. Stofnfundurinn verður haldinn í Fé-
lagsstofnun stúdenta við Hringbraut fimmtu-
dagskvöldið 2. desember kl. 20.30.
Köttur tapaðist
4 mánaða gamall kettlingur, bröndóttur með
hvítt trýni upp undir augu og hvíta bringu,
bogna rófu tapaöist frá Heiðargerði 24. Hann
er ómerktur. Finnandi vinsamlegast hringi í
síma 37992.
Aðalfundur Knatt-
spyrnudeildar Fram
Aðalfundur Knattspymudeildar Fram verður
haldinn fimmtudagmn 9. desember í félags-
heimilinu við Safamýri kl. 20. Venjuleg aðal-
fundarstörf.
Stjórnin.
Háskólatónleikar
'í Norræna húsinu
A morgun miðvikud. kl. 12.30 syngur Már
Magnússon á Háskólatónleikum í Norræna
húsinu. Við píanóiö er Olafur Vignir Alberts-
son. A efnisskrá eru verk eftir Emil Thorodd-
sen, Haligrím Helgason og Jón Ásgeirson.
Nokkur þeirra eru nú flutt í fyrsta skipti.
Kvenfélag Hreyfils
Jólamatarfundurinn er í kvöld, þriðjudag 30.
nóvember kl. 20. Mætið vel og stundvíslega.
Stjórnin.
Félag stúdenta
í heimspekideild
Fundur í samstarfsnefnd Félags stúdenta í
heimspekideild, haldinn 19. nóvember 1982,
mótmælir harðlega þeim niðurskurði á fjár-
veitingum til Háskóla Islands sem gert er ráð
fyrir í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1983.
Fundurinn lýsir furðu sinni á þeim vinnu-
brögðum sem við eru höfð við samningu
frumvarpsins, þ.e. að reikna óraunhæf f járlög
fram með óraunhæfri verðbólguspá án þess
að taka tillit til sívaxandi fjölda stúdenta og
þarfa skólans.
Fundurinn skorar á rikisstjórnina að bæta úr
þessu nú þegar svo að Háskólinn geti starfað
áfram á eölilegan hátt.
60 ára verður á morgun, 1. desember,
Gunnar A. Jónsson frá Höll í Haukadal
í Dýrafirði, Bogahliö 10 hér í Rvík.
Hann hefur verið starfsmaður Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna um ára-
bil. Hann verður að heiman á afmælis-
daginn.
60 ára er í dag, 30. nóvember, Guðjón
Jóhannesson bifvélavirki, Bogahliö 14
Rvík. — Guðjón er að heiman í dag.
Eiginkona hans er Katrín Jóhannes-
dóttir.