Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Side 33
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER1982. 33 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Stórfjölskyldan samvinnumenn Sandkorn hefur áður greint frá tveim búöarkössum sem islenskir aðilar gáfu til Kenýa í sumar. Við birtum bér mynd af kössunum víðförlu ásamt texta sem tckinn er úr nýjasta hefti Samvinnunnar: Laugardaginn 28. ágúst síðastliðinn voru búðarkass- arnir tveir, sem KRON sendi fyrr í sumar til Kenýa af- hentir með viðhöfn kaup- félaginu í Chemelil. Eins og kunnugt er af fréttum, var leitað til samvinnuhreyfing- arinnar hér heima varðandi slíka aðstoð við þetta kaup- félag, og KRON brá skjótt 'við og gaf þessa búðarkassa. Skipadeild Sambandsins sá síðan um að flytja kassana frítt til Mombasa í Kenýa þar sem Norræna sam- vinnuverkefnið í Kenýa tók við og kom kössunum til Chemelil. Gjöfin og sending hennar til Kenýa var þvi sannarlega samstarf margra aðila í þeirri stórfjölskyldu sem nefnist samvinnumenn.” Nýtt framboð? „Nýtt framboð?” erheitiá leiðara síðasta töiublaðs Verkalýðsblaðsins, málgagns Kommúnistasamtakanna, en ritstjóri þess er Ari Trausti Guðmundsson sem f jölmiðiar hafa verið iðnir við að bendla við hið nýja framboð Vil- mundar og Bandalags jafnaðarmanna. í leiðaranum segir að fólk sé orðið lcitt á „þingsala- flokkunum fjórum” enda hafi þeir sýnt að þeir ráði ekkert við „helreið kapítalismans”. Síðan segir: „Þá hlýtur að verarétt að öfl þau sem vilja bjóða fram í nafni raunveru- iegs sósíaiisma, efla utan- þingsbaráttu og reisa við verkalýðshreyfinguna, taki höndum saman um framboð. Hér cr um að ræða fólk innan svokallaðra A-flokka, úr smá- samtökum á vinstri kantin- um og flokksleysingja. Auövitað þarf slíkt framboð að ná tii alls landsins og geta búið til raunhæfa og framsækna stefnuskrá. Óvíst er hvort siíkt megi verða, en það sakar ekki að reyna. Kommúnistasamtökin eru til viðræðu um sósialiskt fram- boð í næstu kosningum.” Það skyldi þó aldrei vera að þarna væri verið að undir- búa fylgismenn Kommúnista- samtakanna undir samfylk- ingu með Vilmundi og hinu væntanlega Bandalagi jafnaðarmanna i næstu kosningum. Hafnfirdingurinn Hafið þið heyrt um Hafn- firðinginn sem var að fikta i naflanum á sér með skrúf- járni? Báðar rasskinnarnar duttu afhonum. Ekki má gera grín að tungu- málakunnáttu Ingvars Aðstandendur áramóta- skaups fengu sérkennileg tilmæli fyrir helgina. Mennta- málaráðuneytið hafði fregn- að að gera ætti grín að tungu- málakunnáttu menntamála- ráðherra i einu atriðanna. Fór ráðuneytið fram á að hætt yrði við umrætt atriði. Osanngjarnt væri að gera grín að málakunnáttu Ingv- ars Gislasonar þar sem hún væri mjög góð. íbúð til leigu - fyrir hjásvæfu Ung, einstæð móður i Reykjavík auglýsti í síðustu viku eftir íbúð til leigu. Aug- lýsingin bar meðal annars þann árangur að maður um þrítugt, búsettur úti á landi, hringdi og bauð stúlkunni ibúð, sem hann átti í borginni. En íbúðina fengi stúlkan ekki nema hann fengi að sofa hjá henni og njóta bliðu hennar alltaf þegar hann kæmi til höfuðborgarínnar. Stúlkunni brá mjög að heyra þetta en spurði hvort hann værí virkilega að meina þetta. Maðurinn sagði svo vera. Stúlkan var þá fljót að leggja á. Umsjón: Kristján Már Unnarsson Fjala- kötturinn: Fleiri fá að kenna á herlögum en Solidarnosc Þaö eru fleiri en Solidamosc sem orðið hafa fyrir barðinu á herlögum í Póllandi. Fjalakötturinn hefur átt von á nokkrummyndumfrá Póllandi en dreifingarstarfsemi þar í landi virðist lömuð og engin svör hafa bor- ist frá Film Polski um leyfi til að sýna viökomandi myndir. Verða því kvikmyndaunnendur að biöa enn um sinn eftir hinu forvitnilega yfirliti yfir pólskar myndir sem Fjalakött- urinn hugðist bjóöa uppá. En þaö eru fleiri en Pólverjar sem eru iðnir við aö gera góöar myndir. I stað pólsku myndanna hefur Fjala- kettinum tekist aö veröa sér úti um ýmislegt góögæti handa hungruðum kvikmyndaunnendum og er ekki aö efa aö þeir verði saddir af desember- og janúarskammtinum sem kisi hefur nælt í í staö pólsku súpunnar. Fjalakötturinn hefur tekið til sýn- ingar nýjustu mynd leikstjórnans Alain Resnais. Heitir hún Ameriski frændinn (Mon oncle d’Amerique) og var gerö áriö' 1980. Myndin hefur hlotið mikiö lof hvar sem hún hefur veriö sýnd. Resnais er öldungis ekki meö öllu ókunnur unnendum góðra mynda hér á landi og er skemmst aö minnast myndarinnar Hiroshima Mon Amour sem sýnd var hér ekki alls fyrir löngu. Myndin segir frá lifi þriggja persóna og brölti þeirra við aö standa sig í nútimaþjóöfélagi. Með aöalhlutverk fara Nicole Garcia, Roger Pierre og Gérard Dieupardieu sem líkast til er vinsæl- asti leikari Frakka um þessar mund- ir. ás. BYGGINGARHAPPDRÆTTISATT ’82 Verðlaunagetraun - Dregið út vikulega úr réttum svörum Ath! rétt svör þurfa að hafa borist innan 10 daga frá birtingu hvers seðils. SATT SAMTÖK ALÞÝÐUTÓNSKÁLDA 06 TÓNLISTARMANNA HVAÐ HQTA ÞESSIR TÓNUSTARMENN????? Myndimar hér ai otan eru a( þekktam tónlittsnnóimnm »eni alllr wu meðlimir i SATT (Samband AIþý>ntóniMM«- og Tánlirtmiuiniu) Ef þið vitiS nöfn þeirra, ikrifið þé viðeigandl nafn undir hverja mynd. Fyllið li&an út i reitinn hér fyrir neðan: nafn tendanda, heimlliifang, stað, limanúmar. Otanéikriftln er: Gallery Lækjartorg, Bafnaretræti 22 Rvik., timi 18310 Látið 45 kr. fylgja mei og vi9 tendum nm hsl 1. miðe í Byggingarhappdrstti SATT (dregið 23. dei.). ATHI Rétt tvör þurfa að berait innan 10 daga frá birtingu bvere leðils, en þá verður dregið úr réttum lausnum. ALLS BIRTAST 4 SKÐLAR FYRIR JÓL VINHIHGAR í BYGGINGARHAPPDRÆTTISATT: EFLUM LIFANDITONLIST (Dregið 23. des. ’82) ►H ra 1. Renauh9 2. FiatPanda kr.l2L000,- NAFN - o PQ 5j 3. Kenvrood og AR hljómtækjaiamitseða kr. 46.000,- HETMTT.T S 4.-5. Uttekt í hljóðfæraversL Rín & Tónkvínl % o aiupph.kr. 20.000, iemt kr. 40.000,- STAÐUR t- 6. Keneood ferðatæki áiamt t&sku kr. 19.500,- SÍMI — 7. KenwoodhljómtaBkjasettíbílinn 8.-27. Úttekt í Gallery Lækjartorgi og Skifurmi kr. 19.500,- -islemkarhljómplöturaðupphæikr. 1.000,- kr. 20.000.- Ath. utanáskrift: Þú ert ekki í vanda í Panda Verðmœti vinninga alls kr. 375.000,- Hafnarstræti 22, Rvík, sími 15310. Vinningar í boðí í verðlaunagetrauninni: 1. Kawai kasaagítar frá hijóðfærav. Rín Verðmæti kr. 2580.- 2-5. 5 stk. nýjar íslenskar hljómplötur; Magnús Eiríksson Smámyndir- Otg. Fálkinn. Jakob Magnússon - Tvær systur Utg. Steinar. Þorsteinn Magnússon - Líf Utg. Gramm Sonus Future - Þeir sletta skvrinu ... Útg. Hljóðriti Dreif’: Skffan Verðmæti: kr. 1.500.- u.þ.b. Heildarverðmæti vinninga samtals kr: 8.580.- ATH: Þú fliarfleaaöte og þu-vilt. Kr. 4& þurfa ao tyiflja nvequm seoii og þú f ærðlafnmarga miða í Bygotngahappdrætti SATT senda um hæl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.