Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Qupperneq 40
VELDU
ÞAÐ
RÉTTA —
FÁÐUÞÉR
CLOETTA
farlsbert
-umboðiö.
Sími 20350.
X Svissnesk
\ X quartz
<É\\gæða-úr.
Fást hjá
flestum
úrsmiðum
ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1982.
Þakklæti
fyrir
öflugan
stuðning
— segir Ragnhildur
Helgadóttir
„Ég vil láta í ljós þakklæti fyrir
traust kjósenda og öflugan stuöning.
Þaö er greinilegt, aö sjálfstæöismenn í
Reykjavík vilja ekki láta þaö endur-
taka sig aö í þingliði þeirra sé engin
kona,” sagöi Ragnhildur Helgadóttir.
Hún var beöin aö segja álit sitt á út-
komu formanns Sjálfstæöisflokksins:
„Til Geirs Hallgrimssonar ber ég
fyllsta traust og eru mér vonbrigöi aö
jafnmikilhæfur og heilsteyptur stjórn-
málamaöur, meö svo langan og glæsi-
legan feril, skuli ekki hafa orðið ofar í
prófkjörinu. Hann hlaut glæsilega
kosningu á síöasta landsfundi og undir
hans forystu heldur Sjálfstæöis-
flokkurinn áfram sókn sinni til sigurs í
næstu kosningum,” sagöi Ragnhildur
Helgadóttir. óm
Ánægður
með mína
útkomu
— segir Friörik Sophusson
, JVIér er efst í huga aö þakka þeim
sem greiddu mér atkvæöi í þessu próf-
kjöri,” sagöi Friörik Sophusson, vara-
formaöur Sjálfstæöisflokksins, í sam-
tali viö DV í morgun. „Hvaö sjálfan
mig varöar þá er ég ánægður með út-
komuna,” sagöi Friörik.
Friðrik var spurður hvaö hann vildi
segja um útkomu fonnanns flokksins í
prófkjörinu: „Mér þykir miöur hver
hún varð. Annaö hef ég ekki um það aö
segja aö sinni,” sagöi Friðrik Sophus-
son. óm.
Árásin í Hátúni 10:
Árásarmaðurinn í
gæsluvarðhald
Síbrotamaðurinn sem réöst á gömlu
konuna í húsi Öryrkjabandalagsins,
Hátúni 10, síðastliöið fimmtudags-
kvöld var úrskuröaður í þriggja vikna
gæsluvaröhald um helgina. JGH.
Frá og meö 1. desember veröur
áskriftarverö DV kr. 150,00 á mánuöi
og lausasöluverö kr. 12,00 eintakið.
Helgarblaðið kostar 15 kr. Grunnverö
auglýsinga verður frá sama tíma kr.
90,00 hver dálksentimetri.
LOKI
Já, þátttakan vargóð.
Smáfiskadráp viðgengst í stórum stíl:
URSLITIN:
Hef orðið fyr-
ir vonbrigðum
— segir Geir Hallgrímsson
„Ég óska þeim allra heilla sem vel prófkjöri flokksins.
hafa komiö út úr þessu prófkjöri. Geir var aö því spuröur hvort hann
Auðvitað hef ég orðið fyrir von- liti á þessi úrslit sem vantraust en
brigðum en um leiö gleðst ég yfir hann vildi engu um þaö svara né
góðri þátttöku í prófkjörinu í heild, heldurhvorthannmyndisegjaafsér
flokksins vegna,” sagöi Geir Hall- formannsembættinu í kjölfar þess-
grímsson, formaöur Sjálfstæðis- araúrslita.
flokksins, en hann hafnaöi í 7. sæti í qEj-
Endanleg úrslit í prófkjöri Sjálf-
stæöisflokksins í Reykjavík eru
þessi:
1. Albert Guömundsson 6027
2. Friðrik Sophusson 5670
3. BirgirlsleifurGunnarsson 5608
4. Ellert B. Schram 5386
5. RagnhildurHelgadóttir 5137
6. PéturSigurösson 4698
7. Geir Hallgrímsson 4414
8. GuðmundurH.Garðarssori 4199
9. JónMagnússon 4173
10. GeirH.Haarde 4107
11. Bessí Jóhannsdóttir 2932
12. Elín Pálmadóttir 2706
Mikil leynd hvíldi yfir frekari úr-
slitum í morgun en DV hefur
heimildir fyrir því aö í 13. sæti hafi
komiö Jónas Elíasson.
Dæmi til að þriðj-
ungi aflans
hafi verið hent
„Ég skil ekkert í þessum skip-
stjórum að segja þaö opinberlega að
ekkert smáfiskadráp eigi sér stað
þegar þeir vita að það er ekki
sannleikanum samkvæmt. Þaö
vantar algjöra hugarfarsbreytingu
hjá þessum körlum, þeir skilja ekki
hvaö þeir eru að gera þorskstofnin-
um,” sagöi sjómaður, sem ekki vill
láta nafns síns getið, í samtali viö
DV.
,j5g hef ekki orðið var viö það aö
skipstjórar létu veiöieftirlitsmenn
vita þóttsmáfiskurværiuppistaöaní
afianum. Þeir bíöa eftir aö veiðieftir-
litsmaöur komi á svæöiö en hann læt-
ur þá ráðuneytið loka svæöinu,
venjulega í eina viku. Á miöunum úti
fyrir Vestfjöröum, þar sem ég þekki thir stærstu fískarnir eru af feyfílegri stærð, sá fjórði stendur i máli en
til, hafa verið allt að 30 skip aö moka fhnm hinir minnstu eru undir máli og var hentaftur.
upp smáfiski í einn til tvo sólar-
hringa áður en svæöinu var lokað.
Þaö koma jafnan svona skorpur á
ákveðnu tímabili á sumrin og í
slíkum túrum eru þess dæmi aö þurft
hafi aö henda þriðjungi af aflanum
eöa meira aftur í hafiö. Eg þekki
engin dæmi þess aö skipstjórar hafi
látiö skera á pokann þegar þeir sáu
hvernig aflinn var samsettur. Þaö
rekur á eftir þeim aö oft er ekkert
annaö aö hafa og því hiröa þeir þaö
sem nýtilegt er af aflanum og henda
siðan smáfisknum. En margir sjó-
menn eru mikiö á móti þessu því þeir
vita hvaö þetta þýöir fyrir fram-
tíöina,” sagði sjómaöurinn.
Eins og komiö hefur f ram í fréttum
mótmæltu skipstjórar þeim orðum
Kristjáns Ragnarssonar, fram-
kvæmdastjóra 120, aö mikið væri
umsmáfiskadráp. -ÓEF. fjórum tonnum aftur i hafið," sagði sjómaðurinn.
„Innan
flokksmál"
— segir Svavar Gestsson,
formaður Alþýðubanda-
lagsins
„Þetta er innanflokksmál Sjálf-
stæöisflokksins og ég á erfitt með að
setja mig í spor þar,” sagöi Svavar
Gestsson, formaöur Alþýðubandalags-
ins, þegar DV innti hann álits á úr-
slitunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins í Reyk javík.
„Ef ég væri formaður þar.. . Nei, ég
myndi ekki h'ta á útkomu Geirs sem
traustsyfirlýsingu, hreint ekki. Okkur
alþýðubandalagsmenn gildir þó
raunar einu hvernig þetta æxlast hjá
sjálfstæðismönnum. Það hefur komið
glöggt í ljós í prófkjörinu hjá þeim viö
hvers konar öfl er aö eiga. Á móti þeim
berjumstviö.”
HERB
Hljóta
að valda
erfió-
leikum
— segir Kjartan Jó-
hannsson, formaður Al-
„Mér þykir þetta einkennilegar
niðurstöður,” sagöi Kjartan Jóhanns-
son, formaður Alþýöuflokksins, um
prófkjörsúrslit hjá Sjálfstæðisflokkn-
um.
„Niöurstööumar hljóta aö valda
erfiöleikum hjá sjálfstæðismönnum,”
sagöiKjartan. -KMU.
Gunnar
vildi
ekki
tjá sig
Gunnar Thoroddsen, forsætisráð-
herra og fyrrverandi varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, vildi í morgun
ekkert tjá sig um úrslit prófkjörs sjálf-
stæðismanna. Gunnar var þá staddur í
Osló þar sem nú stendur yfir fundui-
forsætisráöherra Norðurlanda.
-KMU.
„Tals
verður
við-
buróur"
—- segir Tómas Árnason,
ritari Framsóknarflokksins
„Þaö er óneitanlega talsveröur við-
buröur þegar formaöur stærsta stjórn-
málaflokksins í landinu nær ekki
öruggu þingsæti í prófkjöri,” sagöi
Tómas Ámason, ritari Framsóknar-
flokksins, um úrslitin í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík.
„Eins og sést hefur, einkanlega á
síðum Morgunblaösins, hafa átt sér
staö gífurleg átök innan Sjálfstæðis-
flokksins. Mér er hins vegar ekki ljóst
hver áhrif þessi niðurstaöa kann aö
hafa innan flokksins nú í framhald-
inu.” HERB