Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Síða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982. - segir Aðalbjörn Sigurlaugsson formaður nýstofnaðra Samtaka grásleppu- veiðimanna hrognaframleiðenda hefðu veriö í betra lagi áöur en Samtök grásleppu- hrognaframleiðenda hefðu verið stofnuö. Þá hefðu framleiðendur samið beint viö útflytjendur og þá hefði ekki fengist minna verö fyrir afurðirnar. Samtökin hefðu hins veg- ar tekiö hluta af söluveröinu í alls konar sjóði. „Við viljum að það sem inn kemur fari beint til framleið- enda,” sagði Aðalbjörn. Aðalbjöm sagði ennfremur að ein vitleysan sem heföi veriö farið út í, væri niðurlagningaverksmiðja í Frakklandi sem sett hefði verið á stofn í samvinnu við samtökin. Guð- mundur Lýðsson framkvæmdastjóri Samtaka grásleppuhrognaframleið- enda væri stjómarformaður verk- smiöjunnar og þar hlyti hann að þjóna öðrum hagsmunum en um- bjóöenda sinna á Islandi. Niöur- lagningaverksmiöjan hlyti að leitast við aö fá hráefnið á sem lægstu verði og þá ætti Guðmundur erfitt með aö þjóna tveimur herrum, sagði Aöal- björn. Þetta og önnur sóun á fjár- munum samtakanna væri ástæöan fyrir að stór hópur hefði ákveðið að ganga út. „Samtök grásleppu- hrognaframleiöenda hafa algjörlega brugðist okkur,” sagði Aðalbjöm Sigurlaugsson. ÓEF Utflytjendur reyna að kljúfa samtökin „Þetta var rætt á aðalfundi sam- takanna um helgina og menn lýstu áhyggjum sínum yfir því að verið væri að reyna að kljúfa samtökin að undirlagi útflytjenda,” sagöi Guðmundur Lýðsson framkvæmda- stjóri Samtaka grásleppufo ogi a- framleiðenda er hann var uintur álits á stofnun hinna nýju samtaka. Guðmundur sagði aö þarna væri um lítinn hóp manna að ræöa. Fram aö þessu haf i aðeins átta manns sagt sig úr samtökunum en félagsmenn þar væru yfir þrjú hundruð. Þessi nýju samtök væru stofnuð að undirlagi út- flytjenda sem hefðu hagnast veru- lega á þessum viðskiptum og berðust því um á hæl og hnakka viö að halda þeim. Hvað varðar hugmyndina um niðurlagningaverksmiðju í Frakk- landi, sagöi Guðmundur að ákveðið hefði verið að fresta framkvæmdum viö hana í bili og að líkindum yrði hætt við hana. Hugmyndin hefði ver- iö að komast á þennan hátt inn á markað í Frakklandi og þetta sam- -segírGuðmundur Lýðsson framkvæmdastjóri starf hefði leitt til þess að samtökin hefðu náð samningi um sölu þangað á 60 tonnumaf kavíar. Væri auðvitað best ef hægt væri að framleiöa kavíarinn hér en hugmyndin um niöurlagningaverksmiðju hefði verið tilraun til að örva sölu í Frakklandi. „Það er auðvitað dýrt að reka svona samtök og má alltaf deila um hve miklu eigi að kosta til. Okkar markmiö er að fá sem best verð fyrir afurðirnar og að því höfum viö unn- ið,” sagðiGuðmundur. óEF Viljum engar silkihúfur „Við erum á móti allslags „spreðeríi” og sist af öllu viljum við halda einhverja silkihúfu í Reykja- vik sem gerir lítiö sem ekkert,” sagði Aðalbjöm Sigurlaugsson, formaöur nýstofnaðra Samtaka grá- sleppuveiðimanna, en það eru sam- tök þeirra sem klufu sig út úr Sam- tökum grásleppuhrognaframleið- enda vegna óánægju með vinnubrögö þeirra. I nýju samtökunum eru nú um 40 félagsmenn, að sögn formannsins. Aðalbjörn sagði aö mál grásleppu- m----------------------► „Við viljum ekkert „spreðerí og allra síst halda einhverja silkihúfu í Reykjavík,” segir Aðalbjöm Sigur- laugsson og á varla við grásleppuna sjálfa. JÓLAGETRAUN DV - IV. HLUTI LUKKUHJÓLIÐ SNÝST Lukkuhjólið snýst og snýst. Það gera heim, plötu sem á eru grafin Ijúfustu lög- hljómplötur lika, þegar við hlustum á þær. in. Munið það að með þvi að taka þátt í jóla- Það verða hvorki meira né minna en 12 getrauninni góðu, getið þið unnið hljóm- þátttakendur í getrauninni sem verða svo plötu að eigin vali. Þið sendið okkur lúsheppnir að geta aukið við plötusafn lausnirnar og lukkan sjálf ræður ferðinni sitt, sér að kostnaðarlausu (allt að 299 en kannski fáið þið að velja ykkur plötu í krónum). Hverjir verða þeir sem ganga Skífunni. Plötu, sem þið getið tekið með stoltir inn um dyr Skifunnar að getraun lokinni? Það er alltaf sama renneríið á jólasveininum. Og ekki að sjá að hann hafi einu sinni vöknað í fæturna. Týnið ekki úrklippunni! HVAR VEIFAR JÖLASVEINNINN SÍNUM TOMMUSTOKKI NÚ? HANN ER í mm Framkvæmdum við Hrauneyjafoss er nú að mestu lokiö. Framkvæmdum lokið við Hraun- eyjafossvirkjun Undanfarið hafa veriö gerðar prófanir á þriöju vélasamstæöu Hrauneyjafossvirkjunar. Hefur hún veriö tekin í notkun, tveim mánuöum á undan áætlun. Framkvæmdum viö Hrauneyjafossvirkjun er þar með lok- iö, að undanskildum minni háttar frá- gangi, en þær hófust voriö 1978. Ástimplað afl vatnsaflsstöðva Landsvirkjunar hefur aukist úr 449 MW í 659 MW eða um 47%, jafnframt hefur orkuvinnsla aukist um 30%. Bygging 220 kv hásepnnulínu frá Hrauneyjafossvirkjun aö spennistöð- inni á Brennimel í Hvalfirði var liður í framkvæmdunum. Þær hófust 1980 og þeim lauk 1. október 1982. Línan er 150 km löng og getur flutt 400 MW. Bókfærður stofnkostnaður Hrauneyjafossvirkjunar, ásamt lín- unni, er í dag 173 milljónir Bandaríkja- dollara að meðtöldum vöxtum á bygg- ingartíma, reiknað á meöalgengi hversárs. .rr Utankjörfundaratkvæði: NAFNNÚMER UTAN Á UMSLÖGUNUM „Nafnnúmer skal fylgja nafni kjósanda utan á umslagi.” Þetta er tillaga um breytingu á kosningalögum sem fimm þingmenn úr fjórum flokk- um flytja á Alþingi. ,,Frumvarp þetta er flutt til að auðvelda úrvinnslu utankjörfundarat- kvæða sem dreifa þarf í mismunandi kjördeildir eftir því hvar kjósandi er á kjörskrá.” Svo segir meöal annars í greinargerð. Flutningsmenn eru Salóme Þorkels- dóttir, Eiöur Guðnason, EgUl Jónsson, Stefán Guðmundsson og Stefán Jónsson. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.