Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Side 6
6
DV. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER1982.
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
A f likum dreg ég þá ályktun að þetta só seytt rúgbrauð. En hvar það er bakað eða hvert innihald
þess er er ómögulegt að segja.
Þarna vantar allar upplýsingar um innihaldið. Miðinn er stór og fallegur en það er ekki nóg.
Brauðtertubrauð, jafnilla merkt og rúgbrauðið. Gaman væri að vita hvaða framleiðandi sendir
svona vöru frá sér.
Dönsk rúllukaka. Hér er vel merkt ef miðað er við islenskar aðstæður. Innihald er skráð
nákvæmlega svo og þyngd. Og þetta eru islenskir bakarar að kæra.
DV-myndir Einar Ólason.
Enn um merkingar á kökum:
„Að kasta stein-
um úr glerhúsi”
B B m ra m Tvær nær ómerktar kökur. önnur frá Kökuborg og hin frá Ragnarsbakarii.
— segir bakari um kæru felaga smna
„Eg er alveg hissa á formanni
Landssambands bakarameistara
aö vera aö kæra erlenda framleiðend-
ur á kökum fyrir að merkja þær ekki.
Því þetta er alls ekki í lagi hjá okkur.
Mér finnst þetta vera aö kasta stein-
um úr glerhúsi,” sagði Ragnar Sig-
urðsson bakari íKökuborg.
Fyrir nokkru var gerð hér á síöunni
að umtalsefni sú kæra sem borist hefur
yfirvöldum vegna innfluttra kaka.
Landssamband bakarameistara kærði
vegna þess að reglugerð um merkingu
á matvælum er brotin á hinum erlendu
kökum. Þær koma til landsins án
stimpils um framleiðsludag og síðasta
söludag. Þeirri er þessar línur ritar
þótti þessi kæra koma úr hörðustu átt
vegna þess aö mikið skortir á að ís-
lenskir bakarar merki sína fram-
leiöslu nægilega vel. Hannes Guð-
mundsson framkvæmdastjóri Lands-
sambands bakara svaraði þessari
grein minni og sagði að ég hefði rangt
fyrir mér. 90% íslenskra bakara
merktu vöru sína mjög vel.
Þegar ég brá mér hins vegar í stóra
kjörbúð í Reykjavík á dögunum sá ég
að þessi fullyrðing hans gat ekki stað-
ist. Ég sá kökur og brauð frá einum 10
íslenskum framleiöendum. Á ná-
kvæma tölu var ekki gott að slá því
þrjár tegundir sá ég sem voru gjör-
samlega ómerktar, aðeins vaföar í
glært plast. Sumt frá hinum var ágæt-
lega merkt, jafnvel mjög vel eins og
t.d. brauðin frá Mjólkursamsölunni.
Annað var nær ómerkt. Kannski nafn
framleiðanda á því og eitthvert nafn á
brauðinu eða kökunni sem jafnvel
sagöi næsta lítið um innihaldiö.
Eg hringdi í 4 þeirra sem merktu
ekki nægilega vel að mínum dómi.
Ragnar í Kökuborg var einn þeirra.
Hann sagði aö þetta stæði allt til bóta
þegar fyrirtækið flytti í nýtt hús. Þá
stæði til aö byrja á því að dagsetja
aliar kökur. Síöar yrði svo farið út í
innihaldsmerkingar. „Þegar gamal-
grónu fyrirtækin í þessari iðn geta ekki
merkt almennilega er varla von á því
að við meö tveggja ára gamalt fyrir-
tæki ráðum við það,” sagði Ragnar.
Hann sagði að kostnaður við góðar
merkingar væri umtalsveröur.
Sparnaður
I sama streng tók nafni hans Eö-
valdsson í Ragnarsbakaríi í Keflavík.
Hann sagði að miðar þeir sem eru á
kökumfrá honum væru hafðir semein-
faldastir í spamaðarskyni. Núna bráð-
lega yröi tekin í notkun vél sem stimpl-
aði á þá framleiðsludag og síðasta
söludag ásamt geymsluþoli. Væri
þetta í fyrsta sinn á tslandi sem slíkt
væri stimplað á kökur. Ragnar sagði
að því fylgdi gífurlegur kostnaður að
skrifa á allar kökur hvað þær inni-
héldu. Hann sagðist framleiða um 100
tegundir og það þýddi að hann þyrfti að
eiga um milljón miða á lageref merkja
ætti allt nákvæmlega. Meö því að hafa
einfalda miða sem aðeins væri stimpl-
að á dygði hins vegar lager upp á 50
þúsund stykki. ,,Ég vissi ekki að
skylda væri að hafa heimilisfang á
miöunum. Eg mun hins vegar þegar í
staö bæta úrþví,” sagði Ragnar.
Tilraun
Grensásbakarí merkir að öllu jöfnu
brauð sín mjög vel. Eitt rákumst við þó
á sem var aðeins merkt með nafni. Það
var þriggja koma brauö. Konstantín
Hauksson sagði það stafa af því að
þetta væri tilraun á markaði. Verið
væri að kanna hversu vel brauðið seld-
ist áður en lagt væri út í að prenta dýra
miða. Von væri hins vegar á miðum
með fullkomnum upplýsingum nú þeg-
ar sést hefði að brauöið seldist vel.
Hunangsbrauð rákumst við á frá
Myllunni sem var illa merkt. önnur
brauð þaðan voru hins vegar ágætlega
merkt. Kolbeinn Kristinsson hjá Myll-
unni sagði ástæðu þessa þá að
Hunangsbrauðin væru bökuö á morgn-
ana og þeim ekið strax í búðir. Væri
þetta tilraun sem verið væri að gera.
Farist hefði fyrir að merkja brauðin
almennilega en nú yrði það gert er
athygli heföi verið vakin á málinu.
Eftir þessum svörum viröist þaö
einkum kostnaður sem vefst fyrir
mönnum þegar þeir merkja brauð sín
illa. Kannski kostar það ekki svona
mikiö í útlöndum. Þar er markaðurinn
líka töluvert miklu stærri. En miöaö
við ástandið eins og það er er kæran
óneitanlega örlítið hlægileg.
DS
Rakari um verð á klippingu:
„Gætum eins lokað
stofunum og að nota
verð Verðlagsstofnunar”
Jóhann Helgason rakarameistari
hafði samband við neytendasíðuna.
Var það vegna greinar sem birtist á
föstudaginn um verð á jólaklipping-
unni. I þeirri grein kom fram að það
sem Verðlagsstofnun hefur ákvarðað
að sé leyfilegt hámarksverð á klipp-
ingu er hvergi í gildi á þeim stofum
sem við höföum samband viö. Allar
voru þær með töluvert hærra verð.
Jóhann sagði þetta koma til af því aö
verð það sem Verðlagsstofnun
ákvæði væri ekki í neinu samræmi
við það sem það þyrfti að vera. „Þeir
miöa við þaö hvaö tók langan tíma að
klippa mann fyrir 20 árum. Núna
tekur þaö miklu lengri tíma,” sagöi
Jóhann.
Hann sagði að þegar grunnurinn
undir verðinu var búinn tU hefðu
menn að jafnaði látið klippa sig
minnst mánaðarlega og stundum
jafnvel tvisvar í mánuði. Hárið hefði
þá verið mun styttra en þaö er nú og
að hluta til klippt með vél. Nú væru
aðeins notuð skæri og hnífur og
klippingin tæki mun lengri tíma.
Einnig bæri að geta þess að hvers
kyns gjöldum sem greiöa þyrfti heföi
mjög fjölgað síðan verðið var upp-
haflega reiknaö út. Á öllu þessu
þyrftu rakarar að standa skil. ,,Ef
það verð sem Verðlagsstofnun
ákveöur væri í gildi gætum við eins
lokaö stofunum,” sagði J óhann.
Hann sagði aö verö á klippingu
þyrfti að vera 100—120% hærra en
það sem Verðlagsstofnun ákveður.
Staðiö hefði í stappi í mörg ár að fá
starfsmenn þar til að reikna verðið
út aö nýju en ekkert gengi.
-DS