Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Síða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER1982.
11
Ef 63 sæta kerfið hefði gilt í þingkosningunum 1979
Tíu nýir þingmenn, en sjö nú-
verandi heföu ekki náö kjörí
Hvernig hefðu sæti skipast á
Alþingi í þingkosningunum 1979 ef þá
hefði verið í gildi sú skipting þing-
Ólafur Björnsson.
Finnur Torfi Stefönsson.
manna á kjördæmi og flokka, sem nú
er helst í ráöi að taka upp?
Eins og greint var frá í fréttaljósi
DV á laugardaginn er nú líklegasta
og um leiö einfaldasta lausnin í kjör-
dæmamálinu fólgin í fjölgun þing-
manna í 63 og nýjum úthlutunarregl-
um þingsæta í kjördæmakjöri. Þá
félli landskjör niður um leið.
I fréttaljósinu var einnig birtur
samanburður á skiptingu þingsæta á
kjördæmi og flokka eins og hún varð
í desemberkosningunum 1979 og eins
og hún hefði orðiö í sömu kosningum
með nýju reglunum.
Ef nýju reglurnar fyrirhuguðu
heföu gilt þá blasir við að tíu nýir
þingmenn hefðu sest á þing. I staöinn
hefðu sjö núverandi þingmenn ekki
náð kjori. Og munurinn er síöan
fjölgun þingmanna um þrjá.
Eðli málsins samkvæmt hefðu
flestir nýju þingmannanna komið úr
þéttbýliskjördæmunum tveim,
Reykjavík og Reykjanesi; átta af
tíu. Að öðru leyti heföu sæti færst
milli flokka í tveim strjálbýliskjör-
dæmum.
Til þess aö gera langa sögu stutta
birtir DV hér á síðunni mynd-
skreytta skrá yfir breytingarnar
sem hefðu orðið í desember 1979 ef
63ja sæta kerfiö hefði gilt þá, sem
það gerði auðvitað ekki.
ALÞYÐUFLOKKUR
Nýir: Olafur Björnsson af Reykja-
nesi, Finnur Torfi Stefánsson af
Norðurlandi vestra.
Ekki náð: Karvel Pálmason af Vest-
fjörðum.
FRAMSOKNARFLOKKUR
Nýir: Haraldur Ölafsson úr Reykja-
vík, Markús A. Einarsson af Reykja-
nesi.
Ekki náð: Davíö Aðalsteinsson af
Vesturlandi, Olafur Þ. Þóröarson af
Vestfjöröum, Ingólfur Guönason frá
Norðurlandi vestra.
SJALFSTÆÐISFLOKKUR
Nýir: Ragnhildur Helgadóttir, Ellert
B. Schram, Guömundur H. Garðars-
son úr Reykjavík, Sigurgeir Sigurðs-
son af Reykjanesi.
Ekki náð: Eyjólfur Konráö Jónsson
frá Norðurlandi vestra, Egill Jóns-
son af Austurlandi.
ALÞYÐUBANDALAG
Nýir: Benedikt Davíðsson af Reykja-
nesi, Kjartan Olafsson frá Vest-
fjörðum.
Þau hefðu setið. . ■__________en þeir ekki
Haraldur Ólafsson.
Markús Á. Einarsson.
Davið Aðalsteinsson.
AÐRIR
Ekki náð: Eggert Haukdal af Suður-
landi. HERB
Ölafur Þ. Þórðarson.
Ragnhildur Helgadóttir.
Ellert B. Schram.
Guðmundur H. Garðarsson.
Ingólfur Guðnason.
Eyjólfur Konróð Jónsson.
Sigurgeir Sigurðsson.
Benedikt Daviðsson.
Kjartan Ólafsson.
Egill Jónsson.
Eggert Haukdal.
Jp
X2 1x2 1X2 1x2 1X2 1x2 1X2
Bókin um getraunakerfin er komin út.
4^8 Bókin fæst hjá söluaðilum
Vinningslíkur aukast með því að
,,tippa“ með kerfum.
LÍTIL KERFI - STÓR KERFI
^ JÉ,:. getraunaseðla, bókaverslunu
og söluturnum.
m
Kynning á öllum 1. deildar liðunum
er einnig í bókinni.
Biðjið um „Getraunabókina" næst
pegar þið kaupið getraunaseðla.
%
□ Sími 66403