Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Page 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER1982. Spurningin Ætlarðu að halda jól á ís- landi eða í útlöndum? Þorbjörn Einarsdóttir sjúkraliöi: Á Islandi, ég geri þaö alltaf. Mér finnst bara alveg hræðilegt með þetta fólk sem fer út. Ég gæti aldrei hugsað mér það. Haraldur Tryggvason lagerstjóri: Islandi! Já, ég gæti vel hugsaö mér að fara úr landi til að halda jól. Ætli ég færi þá ekki eitthvað suðureftir í sólina. Ágúst Eyjólfsson sóknarprestur: Eg ætla að halda þau hér og er vanur því. Gæti ekki hugsað mér að gera annað. Anna Áslaugsdóttir, vinnur í búð: Bara heima. Jú, ég væri alveg til með að breyta til. Eg myndi þá helst fara til Norðurlandanna. Guðrún Guðmundsdóttir nemi: Ég held íslensk jól. Ég tel mig ekki geta dæmt þaö fólk sem fer úr landi til að halda jól, hef aldrei verið í þeirri aö- stööu sjálf. Ingibjörg Einarsdóttir húsmóðir: Á Islandi. Mér finnst allt í lagi að fara til útlanda og vildi gjarnan fara ef ég heföi efni á því. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Opið bréf til sjávarútvegsráðuneytisins: Látið hag- kvæmnina sitja í fyrirrúmi Birgir Albertsson, Stöðvarfirði, skrif- ar: Ég undirritaður ætla að Iieiðra skrif- stofupólíkusa sjávarútvegsráöuneytis- ins meö því að endursenda síldveiöi- leyfi mitt, gefið út 29. júlí 1982. Þaö gildir til 31. október, tíma sem síldin er fyrir Noröur- og Norðausturlandi. Plagg þetta er að mínu mati algjörlega tilgangslaust og ekki til annars en að hlæja að því. Eins og ég benti hæstvirt- um sjávarútvegsráðherra á í fyrra, voru flestir smábátaeigendur með síld- veiði sem tilraunaveiði það ár, einnig næsta ár á undan; fáeina netstubba jafnvel hálfónýt reknet sem búið var aðafskrifa. Aflakvóti miðaður viö veiði í fyrra og hitteöfyrra er því alveg út í bláinn. Eins er út í hött aö stoppa veiðar smá- báta alls staðar á landinu í einu. Það var ekki fyrr en 9. nóvember í ár sem fyrsta verulega veiðin fékkst hér inni á Stöðvarfiröi en þá tóku nótabátar á hluta úr degi allan kvóta smábáta og sennilega vel það. En ég, eini sjó- maðurinn sem framfleytir sér hér ein- göngu með trillusjómenn'sku, 6—8 mánuði á ári, mátti ekki vera með nokkur lagnet vegna þess að einhverj- um skrifstofuglóp suður í Reykjavík datt í hug aö 1500 tonn af síld væri al- veg nóg handa öilum trillukörlum á landinu. Prédikað um hagkvæmni En ekki nóg með það. Alltaf er verið að prédika um aö hagkvæmnin eigi að sitja í fyrirrúmi við veiðar okkar hér á landi og útgerðarkostnaöur sé allt of hár. Er þó hægt aö hugsa sér þjóöhags- lega hagkvæmari útkomu en á síld- veiðum á trillubát inni á fjörðum? Hvar er olíueyðslan og útgerðar- kostnaðurinn? Hvert fer gjaldeyririnn sem rennur út úr landinu í olíueyðslu hjá 1000 tonna skipum sem að auki sigla allt að 6iX)—800 mílur með einn síldarfarm (kannske 20—40 tonn) sem ekki fær staðist samanburö við síld sem ekki þarf að sigla með nema í 5— 15 mínútur. Ogallurannaraukakostnaður! Taliö er að 1000 tunnur þurfi á mánuði til að greiða tryggingu háseta á síldarbát. ,,Fyrir næstu vertíð skuluð þið tilkynna sjómönnum smábáta að nú skuli þeir veiða sem allra mest og vera sem lengst að þvi að nú eigi hagkvæmnin að sitja i fyrirrúmi" — segirm.a. iopnu bréfi til sjávarútvegsráðuneytisins. Það gera um 100 tunnur á mann miðað við 10 manna áhöfn, en ekki þarf nema 40 tunnur í sömu try ggingu á trillukarl- inn. Hvar er nú hagkvæmnissjónar- miðið? Hverjumdatt 1500 tonniní hug? Kannski hafa hér ráðið fiskverndunar- sjónarmið, en hverjir eru það sem veiða svona mikið að takmarka þurfi veiðamar? Ekki þó 100 nóta- og rek- netabátar? Er kannske verið að hengja bakara fyrir smið? Hvað segir öldungadeildin á nýafstöðnu fiskiþingi um þetta hagsmunamál smábátaeig- enda? Eiga þeir kannski hagsmuna að gæta? Það skyldi þó ekki vera að stór- útgerðarmenn hafi veriö hræddir um aö 1500 tonnin margnefndu yrðu tekin af aflakvóta þeirra? En athugum nú hvað háseti á síldar- bát hefur í laun úr úthlutuðum kvóta hvers báts. Trúlega eru þaö milli 40 og 50 þúsund kr. sem jafnvel eru fengnar á einum degi. Af hverju megum við á smábátunum ekki veiða upp í sama aflaverðmæti? Hvers vegna þurfum við að hætta veiðum 31. október? Því er veriö að mismuna mönnum í sömu stétt? Er annar Jón en hinn séra Jón og þá hvens vegna? Nei, ég segi við ykkur, nýheiðruðu starfsmenn sjávarútvegs- ráðuneytisins, hættið allri ofstjóm. Fyrir næstu vertíð skuluð þið tilkynna sjómönnum smábáta að nú skuli þeir veiða sem allra mest og vera sem lengst að því að nú eigi hagkvæmnin að sitja í fyrirrúmi. KARLMENN VERÐ- LAUNAÐIR FYRIR AÐ EIGA BÖRN ÚTI UMALLANBÆ? - hvar er réttlætið í fslensku þ jóðfélagi? 1244—8155 skrifar. Ég er einstæð móðir með 4 börn á framfæri og ég hef komist að því að þjóðfélagið hér á íslandi er ekkert til að hreykjast yfir. Staðreyndin er nefni- lega sú að mæðralaun eru ekki greidd með fleiri en þrem börnum á sama tíma og karlmenn, sem þurfa að borga meðlag með fleiri en þremur börn- um, fá aðstoö frá ríkinu með þau sem umfram eru. Ég spurði lögfræðing hér í bæ, er hefur skilnaðarmál sem sérsvið, um þessi mál og svarið sem ég fékk var það, að enginn karlmaður hefði efni á aö greiða með fleiri börnum. Þá spurði ég hann aö því hvers vegna lög- fræðingar og félagsráögjafar risu ekki upp og leiðréttu þessi mál. Svarið sem ég fékk var að mörg mál væru brýnni en þessi og hann mundi alveg örugg- lega leiðrétta flest á undan þessu. Þarna sést hvers konar þjóðfélag það er, sem við búum í. Kvenfólki er refsað fyrir að reyna að halda börnun- um sínum og heimilinu en um leið er karlmönnum hampað og þeir verölaunaðir fyrir að eiga börn úti um allan bæ. Fjórða barnið mitt er eins og börnin hennar Evu sem hún faldi fyrir Guöi. Þjóðfélagiö eða réttara sagt hinir háu herrar á Alþingi vilja ekki samþykkja þaö sem þjóðfélagsþegn sem þarf bæði fæði og klæöi. Það er mikið talað um að mikilvægt sé að börnin njóti umönnunar móður sinnar fyrstu árin, en hér er ekkert gert til þess aö svo megi vera. Skyldu ekki þessir háu herrar fá martröð á næturnar, eða eru þeir svo ofurseldir myrkrinu og aumingjaskapnum aö samviskan og tilfinningin fyrir þeirra smæstu jaröarbræðrum sé engin? Þá er þeim mikil vorkunn. Þessi mál þarf að laga og það fljótt. Eg á fjögur börn sem þurfa fæði og klæði, ekki þrjú, og einhverjir eru ábyggilega í sömu aðstöðu og ég og al- veg jafn reiðir og hneykslaðir. Þeir ættu aö gera bæði sér og öðrum þann greiða að láta í sér heyra. Þessi mál þarf að laga og þessir háu herrar skulu fá aö vita af því hvaö þeir eru aö gera. Það er verið að refsa mér fyrir mitt fjórða barn, af aðilum sem ekkert leyfi hafa til slíks. Hér eru mér ekki vitan- lega neinar takmarkanir á barneign- um og þessi þjóðfélagsþegn minn skal verða viðurkenndur. Hann á fullan rétt áþví. Því skora ég á alla þá, sem eru í líkri aðstöðu og ég, aö standa upp og krefj- ast þess réttar sem börnum þeirra er áskapaður. Þau eiga ekki að vera einhverjir svartir sauðir í þjóðfélaginu sem eng- inn vill kannast við, þau hafa full mannréttindi. En, hvar er réttlætið í ís- lensku þjóðfélagi? Erum við stödd í fornöld? „ Það er mikið taiað um að mikilvægt só að börnin njóti umönnunar móður sinnar fyrstu árin, en hór er ekkert gert til þess að svo megi vera " — skrifar 1244-8155.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.