Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Page 17
DV. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER1982. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hvemig á aðgera út togara? — mun útgerð Hólmadrangs bera sig? Gísli Konráðsson, Akureyri, skrifar: I sjónvarpsfréttum aö kvöldi sunnu- dagsins 28. nóvember var skýrt frá sjó- setningu nýs fiskiskips frá Stálvík hf., sem Strandamenn hafa fest kaup á og ætlað er að gert verði út frá Hólmavík. Fulltrúar kaupenda voru spurðir um útgerðarhorfur á þessu skipi og sögðu þeir, að upphaflega hefði verið ætlunin að leggja aflann í land á Hólmavík og vinna hann þar, en vegna þess, aö sá háttur myndi ekki afla skipinu nægra tekna, yrði horfið að því ráði að full- vinna (þ.e. flaka og frysta) aflann um borð til þess að gera hann verömeiri en ella og þar með að auðvelda rekstur skipsins fjárhagslega. Talið var, að meö þeim hætti væri ekki ólíklegt að aflaverðmæti brúttó yrði um 50 milljónir króna fyrsta árið. Þá var og upplýst, að kaupverð skipsins myndi veröa á bilinu 100 . til 110 milljónir króna. Þessi frétt vakti hjá mér umhugsun um það, hvernig hægt myndi verða að láta þessa útgerð bera sig og satt að segja lauk ég aldrei við að reikna þaö dæmi til botns. Um þessar mundir eru útgerðar- menn og -félög að fá hjá bönkunum svonefnd ,,konverteringar”-lán til þess að losa sig við nokkuð af lausaskuld- um, sem upp hafa hlaðist á undanförn- um erfiöleikatímum. Vextir af þessum lánum munu vera, eða munu eiga að vera, 47% á ári og eru, að því er mér skilst, ekki taldir háir vextir miðað við fjármagnskostnaö yfirleitt. Eg leyfi mér því aö ætla, að af kaupverði ofan- greinds skips muni þurfa aö greiða a.m.k. jafnháa vexti þeim, sem nefnd- Athugasemd vegna viðtals Tryggvi Ólafsson, forstjórí Lýsis hf., skrifar: Dálítils misskilnings gætti í viötali við mig, sem birtist í DV 29. nóvember, varðandi notkun á lýsi sem orkugjafa á dísilvélar í fiskiskipum. Stafar mis- skilningurinn af því að í íslensku máli er sama orðiö notað bæöi um lifrarlýsi og þaö lýsi sem unnið er úr fiskinum sjálfur (feitum fiski), svo sem síld, loðnu o.fl. Þetta veldur oft misskiln- ingi. I símaviðtalinu viö blaðamanninn skildist mér að verið væri að tala um lifrarlýsi. Lifrarlýsi er aðallega notað sem meðal, en búklýsi sem hráefni í smjörlíki o.fl., er því hér um óskylda markaðsvöru að ræða. Verömunur er nokkur á þessum tveim lýsistegund- um, þannig aö ekki mundi borga sig að brenna þorskalifrarlýsi í stað dísilolíu, nema um úrgangslýsi væri aö ræða. Við höfum notað 10% súrt lifrarlýsi í tilraunum okkar meö brennslu í dísil- Dy-Vý Erum búnar aö opna aö Eddufelli 2 í Breiðholti Hárgreidslu- og snyrtistofu. Þjónustan er frá tám og upp úr. Stofan ber nafniö Dy— Vý en við heitum Dandý og Viktoría. Leiðir 12 og 13 stoppa fyrir framan. Símar: 79262 og 79525. . Hólmdrangur ST 70. ir hafa verið. Áætlun um kaupverð skipsins hef ég ástæðu til að ætla að sé nokkuð lág og af þeirri ástæðu legg ég til grundvallar hærra markið, eða 110 milljónir króna. Og þá hefst reiknings- dæmiö þannig: kr. Brúttó-aflaverðmæti á fyrsta ári 50.000.000.00 Fjármagnskostnaður af kaupverðinu fyrsta árið 47% af kr. 110.000.000.00 (tilfrádráttar) 51.700.000.00 Debet-mismunur 1.700.000.00 Þá vantar sem sagt kr. 1.700.000.00 upp á að brúttó-aflaverðmæti nægi fyrir vöxtum af kaupveröi skipsins fyrsta rekstursárþess. Lengra taldi ég mig ekki þurfa að reikna til þess aö sjá að hér myndi verða um vonlausa útgerð að ræða, þar sem rekstrarútkoman er tap áður en farið er að greiða nokkurn útgerðar- kostnað annan en vexti af skipsverð- inu. Og þá vaknar sú stóra spurning hvernig á að greiöa laun, olíu, veiðar- færi, viðhald, vexti af rekstrarfé og alla þá fjölmörgu kostnaðarliöi aðra, sem rekstrinum fylgja; hvernig á að geraúttogarann? Við þeirri spurningu verður að fá svör ef unnt á að vera að endurnýja fiskiskipaflotann innanlands, sem ýmis valdamikil öfl virðast ætlast til að gert sé. Aö vísu skal ég fúslega viðurkenna að ekkert væri æskilegra en að Islendingar gætu smíðað fiski- skip sín sjálfir, en því miður verður það ekki gert fyrr en réikningsdæmið lítur betur út en það sem ég hef til- greint hér. Sérð þú < það sem _ ég sé?gi, Börn~ skynja hraða og fjarlægðir á annan hátt en fullorðnir. ilae™ bílum okkar og hefur það gengið vel, sérstaklega í 20 ára gömlum bíl en 2 ára gamall bUl af sömu gerð vinnur ekki eins vel í brekkum, fær ekki nóg eldsneyti, vegna breytinga á olíukerfi sem verksmiöjan hefur gert, aö talið er, en viö höfum ekki ennþá látið breyta þessu. Verð á dísilolíu komið um borð í fiskiskip er nú kr. 6.20 pr. lítri sem samsvarar kr. 7.300,- tonnið, en verö á loðnulýsi fob ca kr. 4.140.-, miöaö viö núverandi markaösverð sem er um $ 320.- pr. 1000 kg. cif. Væri þaö því mjög hagkvæmt ef hægt væri aö nota búklýsi í stað dísilolíu urn borð í f iskiskipum. Annars er mjög lítil reynsla komin á þetta. Gamli bUlinn gekk vel á lýsi, en eins og aö ofan segir gekk ekki eins vel meö nýrri bUinn. En áhugi hjá okkur hefur ekki veriö meiri en þaö, aö viö höfum ekki ennþá komiö í verk að fylgja þessu eftir og væri þaö óátalið af okkar hálfu ef einhver vildi gera það. Nú geta Irtlu stúlkumar fíka grertt og snyrt Með dúkkuhöfðinu frá Sebino fylgir afítsem tfíþarf til hárgreiðslu og andfítssnyrtingar, eins og t d. rúfíur, augnhár. varafítir. andfítsfarði, hárafítir o.fí. Verð kr. 318,- og 468,-. Einnig er til dúkkuhöfuð sem hefur þá einstöku eiginleika að hægt er að síkka og stytta toppinn án þess að klippa. Verð ásamt ofangreindum fylgihlutum kr. 698,- <?Ö 4*+ TOflnSTUflDflHUSID HP Lougauegi lSVRenkiauit $21901

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.