Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Page 18
18 DV. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER1982. Umboðsmaður - > Hveragerði DV óskar að ráða umboðsmann í Hveragerði frá ogmeöl. jan. 1983. Uppl. gefur umboðsmaður DV í Hveragerði: Ulfur Björnsson í síma 99—4235 og afgreiösla DV í Reykjavík, sími 27022. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: Ford Cortina árg. ’76 Chevrolet Nova árg. ’73 Daihatsu Charmant árg. ’79 Galant 1600 station árg. ’81 Honda Accord árg. ’79 VW Golf árg. ’76 Saab 900 GLI árg. ’82 Fiat127 árg. ’81 Ford Bronco árg. ’73 Volvo árg. ’65 Bifreiðirnar veröa til sýnis að Skemmuvegi 26, Kópavogi, miðvikudaginn 8. des. 1982 kl. 12—17. Tilboðum sé skilað inn til Samvinnutrygginga fyrir kl. 17 fimmtudaginn 9. des. 1982. SAMVINNIITRYGGINGAR AUGLÝSENDUR! Vinsamlegast ATHUGIÐ Vegna ofurálags á auglýsingadeild og íprentsmiðju nú i desember viljum við biðja ykkur um að panta auglýsingar og skila handritum, myndum og filmum fyrr en nú LOKASK/L fyrir stærriaug/ýsingar: VEGNA MÁNUDAGA fyrirkl. 17 fimmtudaga, VEGNA ÞRIÐJUDAGA fyrirkl. 17 föstudaga, VEGNA MIÐVIKUDAGA fyrírkl. 17 mánudaga, VEGNA FIMMTUDAGA fyrirkl. 17. þriðjudaga, VEGNA FÖSTUDAGA fyrirkl. 17 miðvikudaga, VEGNA HELGARBLAÐS I fyrir kl. 17 fimmtudaga, VEGNA HELGARBLAÐS II (sem er eina fjórlitablaðið) fyrirkl. 17 föstudaga, næstu viku á undan. Auka/itir eru dagbundnir. Með jóíakveðju. Auglýsingadeild Menning Menning Menning , SPEGILL IBROTUM Þorsteinn frá Hamri: Spjótalög á spegil. Iðunn 1982. Lítið ljóð sem nefnist Samvizka lýsir andanum sem rík- ir í þessari 9du ljóðabók Þorsteins frá Hamri: Samcizku — sól min lierdir spjólalög ri spegil Viöureign skálds við sjálft sig er grunntónn þessara ljóða. Þau hverfast flest hver um einangrun manneskj- unnar og vandann sem sú einsemd kveikir í samskiptum fólks. Hver er ég? spyr sandkorniö á einum stað. Hvernig getur sá sem ekki þekkir sjalfan sig skilið annan mann? Er ekki hver manneskja læst inni í innheimum sjálfrar sín? Spjótalög á spegil marka varla tímamót í höfundarsögu Þorsteins frá Hamri þótt hann sé hér innhverfari og kald- hæðnari en oft áður og yrki meira um tilvistarleg efni en í fyrri ljóðabókum. Formsköpun hans og táknvísi eru með Þorsteinn frá Hamri: Hefur enn á ný lokið upp hamrinum með töfrasprota sínum. DV-mynd: Einar Olason Bókmenntir Matthías Viðar Sæmundsson líkum hætti og áður; nýjung, slungin reglum hefðar. Þor- steinn hefur þor og getu til að gæöa venjuna lífi svo að hún veröi ekki fjötur. Þrátt fyrir ugginn og angistina er heimur Þorsteins ekki alsnjóa. Draumurinn — hið mannlega ævintýri — lif- ir þrátt fyrir vetrarhörkurnar einsog lokaljóö bókarinnar bervitni um: Draumasmiduriiin djjri býr i sleini, ri steininum heldur liöndin ein. (SU,f ,3) Manneskja með sjálfri sér og öðrum I mörgum ljóðanna horfir skáldiö inn á við og reynir að lýsa upp sálarbústaðinn. En leit þess í hugskotinu að eigin veruleika — kjarna — lýkur í engu. Það hreppir „veður öll válynd/en varla moldarögn”: Heorl hann erþar aö Ijttka l iö líf eöa byrja er svipull grunur, sögn uni uppliaf og endi nianns í auön og þögn. (Aflurhvarfi, 1!)) Förin leiöir það á vit tóms og dauöa sem ef til vill eru hinsti veruleiki mannsins þegar allt kemur til alls. Þessi sjálfskönnun opnar sýn í sálardjúpin og sjá — þaö varö myrkur: Þín innri vera er aska og liöur um lóniiö: eiiigum bregöur þó lioniim delli i skegg hiö fiila hismi sem fýkurþvina sl ri blómiö. Kingin hlusl ftvr numiö slikt neyöarkall. Aö ulan séö erlu maöur (nema þú megnir múske aö sýnasl fjall). (Þú. II) Sérhver manneskja er bandingi sjálfrar sín. A milli hennar og náungans liggja mannskaðagjár. Enginn heyr- ir hver annan; enginn heyrir neitt utan neyöarkall sín sjálfs. Þessi einangrun er uppspretta skilningsleysis — og jafnvel grimmdar. A meðan hurðirnar eru slegnar slag- bröndum lifir hver maður án vitundar um annan. Héðan rís sú bitra sjálfsásökun sem vart veröur við í ýmsum ljóðum bókarinnar: öll erum við að krossfesta hvert annað: Þú kaupirþér ekki nagla lil aö krossfesla súlir — þú þarft einuiigis aö hnykkja réll ri oröunum (Golgata, I I) Vetur í sál Sjálfsásökunin vekur grun um týnda ást, tilfinningu sem var en er ekki lengur og verður ekki endurheimt:, ,og örnefnin gleymd/við Innstafljót” (Eftirleit, 20). Týnd tíö fær endurvakið líf um stund í ljóðinu — en það er ekki til frambúðar, svipul ásókn, skýjarof, því ekki verður snúiö til baka: A bakka heiðarvatnsins stendur þú og horfir út á flötinn og auðnin kallar þig þótt grasrótin heima lifi. Frost og vetur eru grunnmynd margra ljóðanna. Þau endurspegla það andrúmsloft sem í þeim ríkir. Vetur sem er liðinn hefur enn heljartök á sálinni. Ymsar aðrar skír- skotanir finnast í þessu tákni sem skáldið nýtir af stakri smekkvísi: Þunglyndiö hvíta byrgir þyrslajöröina. frystir vor sem bjósl til tiö vakna. Blundsvaln ri bltiuni ísi segisl fyrir bragöiö sofna aö eilífu. Isuniar ef búrur þess ýfasl eru þtiö draumar, — draumfarir haröar. (Hjarlafrosl, 15) Þó aö liöinn tími lifi í nútíðinni veröur hann ekki heimt- ur á ný því aö þaö er „torsótt að rýna/í fölvuö spor eftir fót” (Eftirleit, 20). Flest ljóð Þorsteins eiga upptök sín á slíkri píslarslóö, i uppgjöri manneskju viö sjálfa sig og aörar. Einskonar uppgötvun þess aö maður með manni risti grynnra en maðurinn er alltaf einn. Og þó! Hvaö segir skáldið ekki í ljóðinu Hús: Reisiö /iri rjúfur en leyfiö þeim tiö leka einsog lirip: þegar upp styttir brosir sliarna eöu sól inn uni qlufurnar. (Hús, 7) Felur þetta smáljóö ekki í sér jákvætt og bjartsýnt boð til manna: Höldum dyrum okkar opnum, lifum með öðr- um, missum ekki kjarkinn þótt veöur séu öll válynd. Þannig er ákveöiö tvítog á milli bölmóðs og bjarsýni í bókinni; vonin lifir þrátt fyrir allt. Kannski verður brotunum safnað í heillega mynd að lokum? Skáldskapur í nútíma Eins og oft áður fjallar Þorsteinn frá Hamri um stöðu skáldskaparins í þessari bók sinni. Hvers mega sín orð ljóðsins — á síöustu tímum? Svar hans er neikvætt í ljóð- um einsog Rúnaristu og Dísinni: Brolinn er sprotinn blúi, bregöasl mér dverganna hamarsgrip; líka er sem ég sjúi sundruö i haiislum þeirra skip — og sú er mér römmusl rauniii. (títsin, 10) Allt um þaö getur sprotinn þó enn drepið stjörnur úr kaldri sál. Ljóöabókin sjálf er til vitnis um þaö. Hann er enn sem f yrr vopn á geösmunakaunin: Sótugan súlarlampa set ég ri slofuþil og vona aö kvteöi mín kveiki blekkingu rökkursins burl. (Reimleikar, 9) Hreinsunarmáttur ljóðsins er samur við sig þótt myrk- ur sé yfir veröldinni. Þaö á enn erindi til einstaklingsins og þýðing þess ef til vill meiri en nokkru sinni fyrr. I dag sem áöur er þörf á öllu því sem leitt getur fólk til sjálfs sín. Þorsteinn frá Hamri hefur enn á ný lokið upp hamrin- um með töfrasprota sínum. Tökum þátt í ævintýrinu með honum. MVS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.