Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Page 20
20 DV. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER1982. Ráðherra byggði svar sitt á upplýs- ingum frá flugráði og loftferöaeftir- liti. I svarinu kom fram yfirlit yfir all- ar þyrlur, sem skráðar hafa verið á Is- landi, og örlög þeirra. Einnig lýsti ráð- herra því yfir að hann teldi eðiilegt að fram færi ítarleg könnun á öllum þátt- um þyrlurekstrarins með það fyrir augum að öryggi yröi eflt. Þær upplýsingar sem hér fara á eftir eru byggðar á áðurgreindu svari sam- gönguráöherra, á gögnum frá flugráði sem formaður þess, Leifur Magnús- son, lét af hendi, og á viðtölum við nokkra einstaklinga, þar á meðal við Mik Magnússon, blaðafulltrúa vamar- liðsins, Hannes Hafstein, fram- kvæmdastjóra Slysavarnafélagsins,' Grétar Oskarsson, framkvæmdastjóra Loftferðaeftirlitsins, Ágúst Böðvars- son, fyrrum forstjóra Landmælinga, og við starfsmenn Landhelgisgæslunn- ar. Ennfremur hefur verið stuðst við fréttir úr gömlum dagblööum og öld- ina okkar. Fyrsta þyr/uslysið árið 1955 Eftir því sem DV kemst næst, varö fyrsta þyrluslysið á Islandi 3. maí árið 1955. Þá hrapaði lítil þyrla niður í hraunið milli Hafnarfjarðar og Straums, skammt þar frá sem nú er Sædýrasafniö. Flugmaðurinn slasaöist og var fluttur með annarri þyrlu á sjúkrahúsið á Kefla víkurflugvelli. Þyrla þessi var ein þriggja sem hing- aökomu til lands vegna landmælinga á vegum NATO. Atlantshafsbandalagið var þá að kortleggja öll NATO-löndin. Danir og Isiendingar önnuöust land- mælúigamar hérlendis en þyrlumar leigöi NATO af bandarísku fyrirtæki. Þyrluslys númer tvö varð einnig sumarið 1955 og þar átti einnig land- mælingaþyrla hlut aö máli. Sú þyrla eyðilagðist á Skarðsheiði er hún var aö reyna lendingu við fjallsbrún. Vartalið aö sviptivindur hefði hvolft henni. Mesta mildi þótti að þyrlan féll ekki fram af fjallsbrúninni með mönnum um borð. Engin alvarleg slys urðu. Þegar þessi slys urðu voru sex ár lið- in frá því fyrsta þyrlan var skráð hér- lendis. Sú vél var aðeins notuð í nokkr- ar vikur sumariö 1949 og var fengin hingað sem sýningargripur fyrir milli- göngu Slysavarnafélagsins. Fimm farastmeð varnarliðsþyrlu Fyrsta dauöaslysið varð 3. maí áriö 1965. Þá fórst vamarliðsþyrla sunnan Kúagerðis og með henni fimm menn. Flugmaöurinn haföi áöur tilkynnt aö hann ætti í erfiðleikum með stjórn -þyrlunnar. Þetta var fyrsta áfallið í þyrlurekstri varnarliösins frá komu þess árið 1951, að því er best er vitað. I júlí 1969 varð annaö banaslys hjá vamarliðinu. Þyrla fórst viö bæinn Hvamm undir Eyjafjöllum og með henni einn maður. Annar slasaöist mikiö. Þriöji maðurinn um borð slapp lítið meiddur. Þann 19. október 1970 varð enn óhapp hjá þyríusveit vamariiðsins. Sikorsky SH-3 nauðlenti harkalega rétt utan Keflavíkurflugvallar eftir að bilun hafði orðið í stélskrúfu. Engin slys urðuá mönnum. Nú var röðin komin að íslensku þyrlunum. TF-EIR, semSlysavamafé- lagið og Landhelgisgæslan höfðu keypt áriö 1965, brotlenti á Rjúpnafelli sunn- an Kerlingarfjaila þ. 9. október 1971 og gjöreyðilagðist. Flugmaðurinn og farþeginn, Guðmundur Hannesson, sem sluppu ómeiddir, vom búnir að ganga 40 kílómetra áleiðis til byggöa þegar leitarflugvélar fundu þá. 1975svartasta árið Guðmundur Hannesson, sem áður var nefndur, var verkstjóri hjá Raf- magnsveitum ríkisins. Rúmum þrem- ur ámm eftir brotlendinguna á Rjúpnafelli fórst hann með TF-LKH ásamt sex öðrum þegar sú þyrla hrapaöi til jaröar á Kjalamesi. Þetta gerðisti byrjun árs 1975, svartasta þyrsluslysaárs í sögulslands. Þetta ár komust fjórar íslenskar þyrlur á flug- slysaskýrslur. Slysið á Kjalarnesi er það mesta í sögu þyrlureksturs á íslandi hvað manntjón snertir og þriðja í röðinni af öllum flugslysum á Islandi. Loftferða- eftirlitið tilgreindi þrjár ástæður sem á samverkandi hátt heföu líklega orsak- að slysið: Misvindi, hleðsla og reynslu- leysi flugmanns. Þyrian haföi aöeins veriö í notkun í nokkra daga hérlendis. TF-MUN, TF-DIV og TF-GNÁ brot- lentu allar 1975. TF-MUN, af geröinni Bell-47, eign Landhelgisgæslunnar, skemmdist við Vogastapa í nauðlend- ingu eftir hreyfilbilun. Flugmaöurinn slapp ómeiddur. Þyrian hafði verið að sinna verkefni fyrir lögregluna vegna hvarfs GeirfinnsEinarssonar. Gæsluþyrlan GNÁ og TF-DIV, Andra Heiðbergs, eyðilögðust báöar með að- eins nokkurra daga millibili. Þyrla Andra brotlenti eftir hreyfilbilun í Fá- skrúðsfirði 29. september en TF-GNÁ 3. október í Skáiafelli. Allir sluppu ómeiddirfrá þessumslysum. TF-DIV hafði veriö í notkun í átta ár en TF-GNÁ í þrjú og hálft ár. Rúmt ár var frá því að TF-MUN hafði verið skrásett á íslandi. Eftir þetta mikla slysaár vom tvær íslenskar þyrlur eftir. Gæslan átti litla Bell-47, TF-HUG, og Andri Heiðberg átti TF-DEV, sem var af sömu gerð og TF-DIV. Hvomg þessara þyrla átti framundan langlífi. Um mitt ár 1978 höföu þær báðar brotlent, TF-HUG, við Kópavogshæli 13. febrúar 1977 eftir hreyfilbilun og TF-DEV eftir bilun í stélskrúfu við Urðarhólmavatn sunnan Amarvatnsheiöar 31. júlí 1978. Flugmaöur og farþegiGæsluþyrlunnar sluppu án meiðsla. Andri Heiðberg, sem flaug vél sinni, slasaðist hins veg- ar og lést nokkm eftir slysið. Lítil þyrla, TF-AGN, var keypt hing-' að síöla árs 1976 . 25. apríl 1977 flaug hún í jöröina og eyðilagðist, er flug- maður reyndi sjónflug í vondu veðri, á Mælifellssandi noröan Mýrdalsjökuls. Flugmaöur og einn farþegi slösuðust en urðu úti á leið til byggða. Enn lengist slysalistinn Vamarliðsþyrla komst næst á hinn langa þyrluslysalista. Það gerðist rétt fyrir jólin 1979. Lítil einkaflugvél hafði brotlent á Mosfellsheiði. Björgunar- þyrlan var nýfarin í loftið með hina slösuðu þegar hún hrapaöi. Þrír af áhöfn og íslenskur læknir slösuðust en auk þeirra vom um borö þau fjögur sem áður höfðu slasast meö litlu vél- inni. Skýringin á þessu þyrluslysi er talin sú að grjót í ís þyrlaðist upp í flugtaki og komst inn í loftinntak. Við það minnsti þyrlan afl um leið og hliðar- vindur kom skyndilega á hana. Þar með höföu fjórtán þyrlur lokið sögu sinni á Islandi. Tvær þyrlur áttu enn eftir að eyði- leggjast. Hughes-þyrlan TF-GRO, sem Landhelgisgæslan keypti 1976, flug á loftlínu við Búrfellsvirkjun 17. nóvem- ber 1980. Flugmaðurinn slapp ómeidd- ur en farþegi skaddaöist aðeins á fæti. Er það eini maöurinn sem meiðst hefur í óhappi hjá Gæsluþyrlu, svo ótrúlegt sem það kann að virðast. Síöasta þyrluóhappið varð svo á dögunum þegar TF-ATH brotlenti og eyðilagðist eftir að hafa flogið á loft- netsvír, sem strengdur var milli húss Sjónvarpsins og Tónabíós. Þrír menn um borð sluppu með skrekkinn. Sem fyrr sagði, em nú tvær þyrlur til í eigu Islendinga, báðar Gæsluþyrlur, stóra þyrlan TF-RÁN og TF-GRO yngri, sem keypt var í stað þeirrar eldri sem eyðilagðist við Búrfell. Björgunarsveit varnarliðsins hefur þrjár þyrlur til umráða. Ein þeirra er alltaf tilbúin til flugs. 48 manns til- heyra þessari sveit, flugmenn, flug- virkjar og aðrir. Til samanburðar má geta þess að mannskapurinn í kringum pr m m TF-EIR dugði í sex og hálft ár. Hún brotlenti i október 1971. Ef þér yrði boöið í þyrluflug, mundir þú þiggja það? Líklega mundi stór hluti þjóðarinnar afþakka slíkt boð og væri það vel skiljanlegt. Islenska þyrlusagan virðist með eindæmum. Af öllum þyrlum, sem skráðar hafa verið hérlendis, hefur aðeins ein lokiö ferli sínum á Islandi án þess að hrapa eða brotlenda, skemmast af þeim sök- um eöa eyðileggjast. Þessi eina var fyrsta þyrlan, TF-HET, sem var hér í notkun í nokkrar vikur sumariö 1949 áður en henni var skilað aftur til Bandaríkjanna. Eftir aö litla þyrlan TF-ATH brot- lenti við sjónvarpshúsið 25. nóvember síðastliðinn em eftir tvær flughæfar þyrlur í landinu, utan þyrlusveitar varnarliðsins, Landheigisgæsiuþyrl- unnar RÁN og GRO. Þær voru báðar key ptar ný ja r til landsins. Hin ótrúlega óhappasaga hefur skapað vantrú meðal almennings á þyrlum. „Eg færi aldrei um borð í þyrlu nema meðvitundarlaus,” heyrði sá er þetta ritar mann einn segja sama dag og brotlendingin var við sjón- varpshúsið. Og víst er að margir Is- lendingar hugsa svipaö um þyrlur. Fyrirspurn á Alþingi Öhappatíðnin er svo há aö alþingis- maður, Eiður Guðnason, taldi ástæöu til aö gera fyrirspurn til samgönguráö- herra um öryggismál varðandi þyrlu- rekstur. Fyrirspurnin kom fram á Al- þingisíðla árs 1980. Eiður Guðnason spuröi ráöherra hve margar þyrlur hefðu verið skráðar í ís- lenska flugflotanum og hvenær, hve margar af þeim væru enn í rekstri og hver heföu orðið endalok þeirra sem ekki væru lengur á loftfaraskrá. Loks spurði Eiður hvort samgönguráðherra teldi ekki nauðsynlegt aö fram færi nú þegar ítarleg athugun á öllum öryggis- þáttum (viðhaldi, þjálfun og eftirliti) þessarar greinar flugrekstrar hér á landi. Rekstur litlu Bell-47 þyrla Landhelgisgæslunnar Mannskæðasta þyrluslysið varð þegar TF-LKM hrapaði á Kjalarnesi i var ein samfelld óhappasaga. Myndin er af TF- ársbyrjun 1975. Sjö, manns fórust. HUG sem brotlenti við Kópavogshæli 1977.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.