Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Síða 22
22
DV. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER1982.
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Leynilögreglu-
maðurinn Karl
Blómkvist
eftir Astrid Lindgren
Hjá MÁLI OG MENNINGU er komin
út bókin Leynilögreglumaðurinn Karl
Blómkvist eftir Astrid Lindgren. Þetta
er önnur útgáfa þýðingar Skeggja
Ásbjarnarsonar en bókin kom fyrst út
á frummálinu 1946, og nokkrum árum
síðar í íslenskri þýðingu, en hefur verið
óf áanleg um langt skeiö.
Bókin segir frá ævintýrum Kalla
Blómkvist og félaga hans, Andra og
Evu-Lottu. Kalli ætlar að verða leyni-
lögreglumaður þegar hann verður stór
og í dagdraumum sínum er hann
reyndar þegar oröinn það en þorpið
hans er lítið og friðsælt og þar gerist
fátt æsilegra atburöa. Sumarleyfið
líöur við leiki en svo gerist nokkuö
óvænt: frændi Evu-Lottu kemur í
heimsókn og framferði hans vekur
þegar grunsemdir hjá Kalla. Áöur en
varir er Kalh Blómkvist á hraðri leiö í
lífshættulegt ævintýri, og ekki verður
hjá því komist að flækja Andra og
Evru-Lottu í þaö líka.
Bókin er 172 bls. að stærð og með
fjölda mynda eftir Evu Laurell. Ilon
Wikland gerði káputeikninguna.
Leynilögreglumaðurinn Karl Blóm-
kvist er unnin í Repró og Formprenti
hf. en bundin í Bókfelli.
Guðmutidur Frimann
Tvær
fyllibyttur að norðan
Tvœr fyllibyttur
að norðan
eftir Guðmund Frímann
Bókaútgáfan Skjaldborg hefur sent
frá sér bókina Tvær fyllibyttur að
norðan, sannar skröksögur eftir
Guðmund Frímann. Guðmundur hefur
áður sent frá sér margar ljóöabækur
og smásagnasöfn. Hafa smásögur
hans hlotið góða dóma og má nefna
smásagnasöfnin Svartárdalssólin
(1964), Rauttsortulyng (1967) ogRósin
frá Svartamó (1971).
Sögurnar í þessari nýjustu bók eru
tíu talsins og heita Tvær fyllibyttur að
noröan, Hetjudáð Ulfdala-Begga, Mis-
ferlið í Rauöhúsum, Sagan um
Lánsama-Sigga í Kvisthaga, Nóra að
sunnan, Undir Skuggahlíöum, Hún
Kóngsgarðs-Matta, Leikbræður við
fljót, Kollubergs-Ranna og Hólbúa-
saga.
Tröll
sögur og teikningar úr ís-
lenskri þjóðsagnaveröld
Bókaútgáfan Öm og örlygur hefur
gefið út bók um tröll með teikningum
eftir Hauk Halldórsson myndlistar-
mann. Haukur hefur valiö sér það
verkefni aö lýsa íslenskri þjóðsagna-
veröld með óvenjulega þjóðlegum og
stórbrotnum teikningum. Listamaður-
inn valdi sjálfur eða samdi nokkrar
þjóðsögur og myndskreytti. Sögumar
voru jafnframt þýddar á ensku og
samhliða íslensku útgáfunni kemur
sjálfstæð ensk útgáfa.
Haukur Halldórsson hefur vakiö
mikla athygli fyrir myndir sínar úr
þjóðsagnaheiminum. Myndir hans
vekja hughrif sem falla vel aö þeirri
hugmynd sem menn hafa gert sér um
tröll, álfa, dverga, drauga og aörar
þjóösagnaverur.
Mörg orðtök em í íslensku máli tengd
tröllum, svo sem tröllatryggð, trölla-
trú, þursabit, skessuskak o.s.frv.
Haukur Halldórsson leitast við í mörg-
um mynda sinna að draga fram mein-
inguslikraorötaka.
Bækumar eru unnar í prentsmiðj-
unni Hólum.
Ættarbókin
Sögusteinn-Bókaforlag hefur gefið út
Ættarbókina eftir Þorstein Jónsson.
Ættfræöiáhugi hefur fylgt íslendingum
frá ómunatíö og mikið hefur veriö
skrifað um íslenska ættfræði og eru Is-
lendingar líklega ættfróðasta þjóð
heims. Það hefur oft vafist fyrir fólki
hvernig skrásetja eigi ættfræðilegar
upplýsingará skipulegan ogauðskilinn
hátt. Ættarbókin leysir þar mikinn
vanda. Hún hefur að geyma aðgengi-
legt og auðskilið skrásetningarkerfi
fyrir framættir, þ.e. forfeður og for-
mæður, í níu ættliði. Sú skrásetning
nær aftur fyrir manntalið 1703 og auk
þess er skrásetningarkerfi fyrir fram-
ættir í beinan legg í 37 ættliði. Bókin
hefur að geyma fjölskylduskrár fyrir
skyldfólk og hentar mjög vel fyrir
skrásetningu á niðjatölum. Auk þess
eru í bókinni skráningarblöð fyrir fróð-
ieik um ættina, afmælisdaga ættfólks,
eiginhandaráritanir ættfólks o.fl.
Síðast en ekki síst er í bókarlok ítarleg
heimildaskrá yfir nálega 400 útgefin rit
um íslenska ættfræöi, sem auðveldar
bókareiganda að leita heimilda um
ættirsínar.
Bókin er 271 bls. í stóm broti. Tilhög-
un bókarinnar var í umsjón höfundar,
setningu annaðist Korpus hf., umbrot
og filmuvinnu Korpus hf. og Grafík hf.
og bókband Félagsbókbandiö.
Oddur f rá
Rósuhúsi
eftir Gunnar Benediktsson
I ritinu er greint frá viðburðaríkum
og ævintýralegum lifsferli sr. Odds V.
Gíslasonar frá Rósuhúsi í Grjótaþorpi
(1836—1911), sem lengi var prestur að
Stað í Grindavik. Hann varð landsfræg-
ur fyrir forgöngu sína í slysavama-
málum sjómanna, flutti fyrirlestra,
stofnaöi bjargráðanefndir og gaf út
blaö og bæklinga í þessu skyni. Sjálfur
stundaði hann sjómennsku meö prest-
skap og var f ormaður á bát sínum.
Sr. Oddur varð þjóðsagnapersóna í
landinu þegar sú fregn barst út að
hann hefði „rænt” brúði sinni frá
Kirkjuvogi í Höfnum. Nær sextugu
fluttist sr. Oddur vestur um haf og
stundaði þar prestskap. Hann lenti í
harðri andstööu við vestur-íslensk
kirkjuyfirvöld er hann tók aö stunda
svonefndar „huglækningar”. Oddur
lauk læknaprófi þar vestra og varð
félagi í læknafélagi í Bandaríkjunum.
Gunnar Benediktsson, höfundur
þessa rits, var þjóökunnur rithöfundur
og prestur. Skömmu áður en hann lést,
1981, haföi hann lokiö við aö rita ævi-
sögu Odds frá Rósuhúsi — þessa
„heillandi ævintýramanns”, eins og
hannnefnirOdd.
Einar Laxness cand. mag. bjó ritið
undirprentun.
ím 'M/.' Wí Wmmi é.
Tobías
og Tinna
eftir Magneu frá Kleifum
Út er komin hjá Iðunni barnasagan
Tobías og Tinna eftir Magneu frá
Kleifum. Höfundur hefur áöur sent frá
sér allmargar sögur handa bömum og
unglinguin, síðast tvær um krakkana í
Krummavík. — Myndir í Tobías og
Tinnu gerir Sigrún Eldjárn. Um efni
sögunnar segir á kápubaki: „Tobías er
bara fimm ára og á heima í háhýsi í
Reykjavík. Honum leiöist í blokkinni,
mamma hans og pabbi mega sjaldan
vera að því að sinna honum og svo er
hann dálítið haltur. Dag einn fer hann í
ferð meö lyftunni upp á efstu hæð. Þar
hittir hann Sighvat listmálara og þeir
verða strax góðir vinir. Sighvatur á
dóttur sem heitir Tinna og er fjörug
stelpa sem finnur upp á ýmsu. Þegar
þau Tobías fara að leika sér saman
gerist margt sem gaman er aö. Meðal
annars £ara þau í leiðangur til aö finna
gamla húsið þar sem Tobías átti heima
áöur en hann flutti í blokkina.”
Tobías og Tinna er 107 blaðsíður.
Prisma prentaði.
Sagan af
Dimmalimm
Bókaútgáfan Helgafell hefur nú
gefið út aö nýju hið gullfallega, sígilda
ævintýri listamannsins Muggs, perlu
íslenskra barnabóka, Sagan af
Dimmalimm. Bókin er í nýjum listræn-
um búningi og sá Torfi Jónsson, skóla-
stjóri Myndlista- og handíðaskóla Is-
lands, um tilhögun útlits og uppsetn-
ingu. Kassagerð Reykjavíkur lit-
greindi og prentaði.
Málarinn, sem frá barnæsku var
kallaður Muggur (Guðmundur Thor-
steinsson, 1891—1924), var á leið meö
saltskipi til Italíu þegar honum hug-
kvæmdist aö færa lítilli frænku sinni í
Barcelona gjöf. Hann settist við og
skrifaði ævintýrið um „Dimmalimm”
og myndskreytti það jafnóðum með
vatnslitum. Myndirnar þykja nú
einhver dýrlegustu verk sem Muggur
lét eftir sig, þessi listamaður „sem
öllum þótti vænt um”.
Föðurlandsvinir
á f lótta
eftir Asbjörn Öksendal
Hörpuútgáfan á Akranesi sendir frá
sér nýja bók eftir norska rithöfundinn
Asbjöm Öksendal. Hann hefur skrifað
sex bækur um andspyrnuhreyfinguna í
Noregi. Allar hafa þær orðiö metsölu-
bækur þar í landi og veriö þýddar á
fjölda tungumála. Föðurlandsvinir á
flótta er þriðja bók hans. sem Hörpuút-
gáfan hefur gefið út. Hinar eru: Þegar
neyðin er stærst og Gestapo í Þránd-
heimi.
Bókin Fööurlandsvinir á flótta er
sönn frásögn af baráttu og flótta
norskra föðurlandsvina á síðustu dög-
um stríösins. Þeir eru hundeltir af
glæpaflokki Rinnans um fjallabyggðir
Noregs. Þar er vetrarharkan miskunn-
arlaus, meö stormum og stórhríð. Að-
eins þeir hraustustu halda lífi. En ógn-
ir vetrarins eru barnaleikur hjá að-
ferðum þeim sem glæpaflokkur Rinn-
ans beitir fórnarlömb sín.
Bókin er 175 bls. Skúli Jensson þýddi.
Bjarni D. Jónsson teiknaði kápu.
Prentverk Akraness hf. annaðist
prentun og bókband.
VDðnríS
landsvjnir
ggggá filiÁffn
-ii iitfiiti
Eftir bafuod raeMdlaMkarinm t’EGAR NEYDIN ER STÆR!
Heitar ástríður
eftir Frank Yerby
Þessi saga gerist á tímum þrælastríðs-
ins í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Auk
þess að vera magnþrungin ástarsaga
lýsir hún ástandinu á þessum tíma.
Miskunnarleysi í samskiptum manna
af ólíkum kynþáttum, löngun einstakl-
inga til aö drottna yfir öörum.
Þessi bók segir frá því þegar Banda-
rikjamenn skiptust í tvær andstæðar
fylkingar og skilningsleysi þessara
aðila á skoðunum hvorannars var alls-
ráðandi.
Þetta er engin „ástarvella”, þetta er
bók ummerkilega tíma, tíma semallir
ættu að vita nokkuð um.
UtgefandierBókhlaðan hf.
Þýðing, LofturGuðmundsson.
FRA
YSTU
NESJUM
GILS GUÐMUNDSSON
Frá ystu
nesjum III
Giis Guðmundsson
Úr er komiö hjá Skuggsjá þriðja
bindi Frá ystu nesjum eftir GUs
Guömundsson og er þaö lokabindi
þessa fróðlega og skemmtilega safns
vestfirskra þátta.
Nokkrir menn setja öðrum fremur
svip sinn á þetta lokabindi: Kristján
Jónsson frá Garðsstöðum á hér langa
ritgerð um ögurbændur og Guðmund-
ur Benediktsson ritar um Sæbólsbænd-
ur. Eftir Olaf Þ. Kristjánsson eru rit-
gerðirnar Bændur í önundarfirði, Ætt
Guðmundar smiös á Selabóli og þáttur-
inn Arnardals-Sigga. Tvær fróðlegar
ritgerðir eru eftir Gísla Ásgeirsson frá
Álftamýri, Utvegur Arnfirðinga á
ofanverðri 19. öld og I verinu 1895. Um
Holgers-strandið ritar Valdimar Þor-
valdsson, sem einnig á hér ritgerðir
um Friðbert í Vatnadal og Þorleif á
Suðureyri. Olafur Elímundarson ritar
ítarlega um Goðafossstrandið 1916 og
Björgunarafrek Látramanna. Skáld-
bóndinn Guðmundur Ingi Kristjánsson
ritar um Brynjólf biskup Sveinsson og.
fróðleg ritgerð, Faðir þilskipaútgerðar
á Islandi, er eftir Einar Bogason í
Hringsdal. Um fræðaþulinn Sighvat
Borgfirðing skrifa þeir Kristinn Guö-
laugsson, um bóndann á Höfða, og
Finnur Sigmundsson, um ritstörf Sig-
hvats, og sagt er frá heimsókn Friö-
þjófs Nansen að Höfða til þessa sér-
stæða fræðimanns.
Frá ystu nesjum III er 344 bls., sett
og prentuð hjá Steinholti hf. en bundin
hjá Bókfelli hf. Lárus Blöndal gerði
bókarkápu.