Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Page 23
DV. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER1982. 27 Adam Ant—Friend Or Foe: EITTHVAÐ FYRIR HRESSUSTU PARTÍIN Helsta goö unglinganna nú á tímum er víst maöur kenndur við maur. Adam Ant heitir hann og er breskur. Einu sinni var hljómsveit á bak viö hann, skilst mér, og þá hét fyrirbærið Adam And The Ants. Nú er kappinn hinsvegar einn á báti og gaf nýverið út breiöskífuna Friend Or Foe. sinni. Textar plötunnar eru mátulega inni- haldslausir en hafa það fram yfir flesta aöra texta aö búa yfir léttum og kitlandi húmor. Tilaömynda: „Doctorsaid: ,,Adam. Sexkills” So come in and die”. Á plötunni er hitlagið Goody Two Shoes sem alls ekki er þó besta lag plötunnar. Titillagið hefur einnig náö NÝJAR PLÖTUR nokkrum vinsældum og þaö er til dæm- is mun merkilegra lag. Þá má nefna lögin Something Girls og Crackpot History And The Richt To Lie (þar sem takturinn er fenginn aö láni hjá Bowie). Og ekki má gleyma perlu plöt- unnar — síðasta laginu sem heitir Man Called Marco og er „instrumental”. Fágaöasta lagið og eitt besta niðurlag plötu í langan tíma. Friend Or Foe er partíplata fyrir allrahressustu partí. Lögin eru flest hver hröð og kraftmikil þótt því sé ekki aö leyna aö heildarsvipurinn dettur nokkuö niður á seinni hliðinni. -TT. Satt best aö segja hef ég látið maur- inn alveg fara fram hjá mér allt til þessa. Aöeins heyrt í honum í útvarpi og á mannamótum. Er ég hræddur um aö þessi umfjöllun um nýju plötu Adams veröi því marki brennd. En þetta verða nú margir að búa við. Adam maur kom mér sannarlega á óvart, verö ég aö segja. Sannast enn hið fomkveðna aö dæma menn aldrei á líkum ef sannanir eru fyrir hendi. Af fyrrgreindum ástæöum get ég vart borið Friend Or Foe saman við fyrri plötur Adams en eitthvaö segir mér aö kauöi sé kominn á nýjar brautir. Tónlistin á Friend Or Foe er hratt og karftmikið rokk undir sterkum áhrif- um frá rokkabillíinu og rokkinu í byrj- un 7. áratugarins. Gmnar mig aö Marco nokkur Pirroni standi þar aö baki en sá semur öll lög plötunnar, ásamt maurnum, og leikur auk þess á gítar. Eitt lagið er þó gamalt Doorslag sem ég vil sem minnst tjá mig um. Adam Ant syngur aö sjálfsögöu og leik- ur einnig á bassa. Ágætis söngvari sem viröist hafa mjög gaman af því sem hann er aö gera. Og blístrar mikiö. I flestum laganna er hraöur og kraft- mikill ásláttur, kemst stundum í ætt viö lætin í BowwowWow. En ég var einna mest hrifinn af brassinu — saxófónn og trompet —. Kannski ofnot- aö sums staöar en ári skemmtilegt. Brassið og raunar fleira minnti mig stundum á Specials sálugu en ska-takt- inn er þó hvergi aö finna aö þessu 4 safnplötur—í blíðu og stríðu, Partý, Við suðumark og Sprengiefni: Misjafn sauður í mörgu fé I seinni tíö hefur þaö færst gríðar- lega í vöxtaögefnarséu út svokallaöar safnplötur, plötur þar sem er aö finna lög (oftast nær þau vinsælustu) frá mörgum flytjendum. Og þaö er tæpast ofmælt aö þessar plötur standa nú aö verulegu leyti undir kostnaöi viö fjöl- þætta útgáfustarfsemi á hljómplötum hérlendis. Fyrir venjulega vísitöluf jöl- skyldu hafa safnplötur ótvírætt sannaö gildi sitt: þar eru á einum staö mörg af uppáhaldslögunum meö þeim flytjend- um sem geröu lögin vinsæl. Slíkir kost- ir hafa ekki verið í boöi fyrr en á allra síöustu árum. Lesendur minnast ef til vill gömlu „top of the pops” platnanna þar sem gervihljómsveitir fluttu vin- sælu lögin meö misgóöum árangri. En nú er sumsé betri tíö. Meö samningum sem íslenskir útgef- endur hafa náö viö útlendu fyrirtækin hefur verið unnt aö velja á eina plötu mörg vinsæl lög meö litlum tilkostnaöi og þaö hefur komiö á daginn aö stór markaöur er fyrir plötur af þessu tagi. Plötumar heita íslenskum nöfnum og á þeim er undantekningalaust aö finna íslensk lög eitt eöa fleiri. Nú er þaö ekki ætlun mín aö ræöa al- mennt um útgáfu safnplatna heldur rýna ögn í fjórar nýlegar: Partý, Sprengiefni, Viö suðumark, — og í blíðu og stríðu. Þrjár þær fyrrnefndu eru af þeim vegar af þessum sökum þann eigin- leika (eins og eöalvín) aö veröa æ betri eftir því em árin færast yfir hana! Hér er að finna log sem eiga eftir að minna okkur meira en önnur lög á sumariö plötum sem hér hefur veriö tæpt á þykir mér þessi lökust; lögin eru flest þannig aö þau verða fljótt leiðigjöm eins og raunar segja má um diskótón- listina almennt. Hér eru þó gæðalög toga sem hér á undan hefur veriö lýst en I blíðu óg stríðu er á hinn bóginn sextán laga safn þekktra (og óþekktra) söngva úr nýrómantíkinni svokölluöu. Hún er einnegin bitastæð- ust þessara platna fjögurra aö minni hyggju. I fyrsta lagi er hún eöh málsins sam- kvæmt miklu heillegri en hinar. I ann- aö stað gefur hún býsna gott yfirlit yfir það sem nýrómantíkin hefur boðið upp á síöustu tvö árin eða svo — og í þriöja lagi eru hér ógleymanleg lög: „Vienna” með Ultravox, „Only You” með Ya- zoo, „Joan Of Arc” meö OMD og „Ghosts” meö Japan. Við suðumarkið er dæmi um plötu sem kemur út á vitlausum tíma. Mörg þekktustu laganna eru orðin nokkurra mánaöa gömul og því þvæld eftir linnu- litla spilun í útvarpi; þau eru sumsé hvorki þaö nýleg aö ferskleikinn sé enn til staöar né svo gömul að þau veki endurminningar. Platan hefur hins 1982: „Draumaprinsinn” hennar Ragnhildar Gísladóttur, „Come On Ei- leen” meö Dexy’s, „Abracadabra” með Steve Miller Band og „Da Da Da” með Trio. En sem stendur gæti ég ekki hugsað mér aö setja hana á fóninn! Sprengiefni er aö því leyti skárri plata aö lögin eru miklu nýrri, vel flest, þótt farið sé að slá í önnur. Hins vegar stórefast ég um að hún eigi eftir aö eldast eins vel og Viö suðumarkiö því aö lögin hafa tæpast sama endur- minningagildi. Aö mínum dómi er Sprengiefni þó einhver skársta safn- platan sem út hefur komiö fyrir þá sök aö lögin eru flest í hærri gæöaflokki en gerist og gengur: „Who Can it Be Now” meö Men At Work, „If You Want My Love” meö Cheap Trick, „Der Kommissar” meö Falco og „Carbon- ara”meðSpliff. Partý er nýjasta safnplatan og eins og nafniö bendir til er danstónlistin ríkjandi á plötunni. Af þessum fjórum sem auðvitað standa upp úr: „Don’t Go” meö Yazoo, „Do You Really Wanna Hurt Me” meö Culture Club og „Garden Party” meö Mezzoforte. Þess er líka aö geta að Partý hefur á aö skipa fæstum lögum, tólf, Sprengiefni geymir fjórtán lög og hinar tvær sextán. Safnplöturnar hér koma á vissan hátt í staö 2ja laga platnanna í útlönd- um. Utgefendur geta þó tæpast gefiö út glæný lög á safnplötum en mér viröist stefnan vera sú aö hafa þau alténd sem nýlegust. Safnplötur veröa þegar fram líða stundir þverskuröur af vinsælum Iögum á hverjum tíma og hafa því tals- vert minjagildi sem síst skyldi van- metið. En eins og vænta má er úr miklu aö moöa og val laganna lukkast mismunandi vel eöa eins og segir í gömlu orötaki: Þaö er misjafn sauöur í mörgufé. -Gsal. NEC TOSHIBA IISIIIR SONY SANYO ■ MYNDBANDALEIGAN BARÓNSSTÍG 3 (við hliðina á Hafnarbíói) EINAR FARESTVEIT & CO. HF. ÐERGSTAÐASTRÆTI 10 A 121 REYKJAVlK-ICELAND Gunnar Ásgeirsson hf. Suðuriandsbraut 16 Slmi 91 35200 BRAUTARHOLTI 2 - 105 REYKJAVlK LAGMÚLA 7 REYKJAVÍK SÍMI 85333 JAPIS hf. SJÓNVARPSBÚÐIN FISHER NEC

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.