Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Qupperneq 25
DV. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER1982. 29 Menning Menning Menning Menning Menntaskólinn á Akureyri. Hér starfaði Steindór Steindórsson í 42 ár. allar á ytra borði og lítt gerður greinarmunur á aöalatriðum og því sem teljast verur heldur ómerkilegt slúöur. Ekkert að gagni fáum við aö vita um einkamál höfundar. Það eitt er látið nægja um konu hans, að hann hafi „krækt” í hana, þegar hann var sjúkl- ingur á Kristneshæli og aö hún hafi heitið Kristbjörg. Persóna ein er til sögu nefnd undir heitinu „Gunnar minn”. Ætli það sé sonur hans? Hvaö veldur því að þessi opinskái maður er svo þögull í þessum efnum? Þá er þaö hreint meö ólíkindum, hversu þröng- sýnn og fordómafullur höfundur er í mörgum greinum. Þar er fyrst til aö taka, aö honum er meinilla við Þingey- inga, hvað sem því kann aö valda. Á bls. 24 segir svo: ,,En eitt er víst, að þrátt fyrir dálítið ættargrúsk hef ég ekki fundið nokkurn ættlið forfeðra minna, sem kominn sé austan yfir Vaðlaheiöi. Hef ég ætíð taliö mér það til manngildis, aö eiga ekki frændur meðal Þingeyinga, og það því meir, sem mér hefur aukist aldur og þroski og kynnst þeim meira af raun og sögu”. Nokkru síöar (bls. 85) ræöir hann um viöhorf sín til skólamenntun- ar á unglingsárum og segir þau hafa einkennst af „verstu tegund heima- alningshrokans og þröngsýninnar, rétt eins og ég væri Þingeyingur”. Þá er templurum ekki vandaðar kveöjur. Hann segist (bls. 144) hafa „haft andúö á góðtemplurum og stúkum þeirra og jafnvel því meir sem ég hef litið bind- indishreyfinguna hýrara auga”. Ekki gerir skólamaöurinn Steindór Stein- dórsson öllum námsgreinum jafn hátt undir höfði. Á bls. 147 hefur hann þetta að segja um stærðfræði, ensku (og frönsku): „Hvort tveggja ómerkileg fög í mínum augum, þótt himinhátt stæðu yfir frönskunni. Hún þótti mér og þykir enn fyrirlitlegust allra skóla- faga, sem og annaö franskt”. Skiljan- legt er þá að honum hafi þótt gullöld ríkja, þegar „ekki var veriö að ausa styrkjum í ómerkilegt föndur, svo sem franskar bókmenntir, listagutl, sálar- og félagsfræði og annað enn ómerki- legra eins og nú er tíska” (bls. 148). Ég minnist þess ekki, að hafa áður orðiö þess vitni að skólamaður, sem sjálf- sagt vill láta taka mark á sér, hafi látiö neitt þessu líkt frá sér fara á prenti. Þá er naumast hægt að halda því fram, að jafnaöarhugsjón jafnaðar- mannsins Steindórs Steindórssonar nái jafnt til allra þjóöa. Vitnisburð hans þar aö lútandi er að finna á bls. 85. Þar er hann að ræða um hver áhrif Mann- kynssaga Páls Melsteds hafi haft á sig sem ungling: „Hún skapaði í mér samúö og andúö á þjóðum, sem ég hef ekki losað mig við enn í dag. Enda aldur og þroski sýnt mér að rétt væri í grundvallaratriðum. Eg fékk þá hatur á Rússum og aö nokkru leyti á Þjóðverjum, fyrirlitningu á Frökkum og öðrum rómönskum þjóðum, en hlýj- ar taugar til Engilsaxneskra þjóða og Norðurlandabúa”. Smávegis fáum við innsýn í viðhorf hans til uppeldismála. Bls. 33: „...stundum varð mamma að grípa vöndinn til að kenna mér betri siði, hef ég síðan haft betri trú á honum til mannbóta en öllum sálf ræðingum og kenningum þeirra”. Hvað sem líöur trúnni á vöndinn, þá kemur mér nokkuð spánskt fyrir sjónir, að þessir skuli vera einir valkostir í mannbæt- andi uppeldi. Allt er þetta þó smámunir hjá þeirri útreið sem kommúnisminn fær. Þar er ekki skafið utan af. ,,Sigurður Guðmundsson, skólameistari skildi felstum mönnum betur og fyrr hver pest kommúnisminn var, og sá hann glöggt hiö rétta eðli hans” (bls. 254). Og vissulega voru dýrðardagar á kennarastofu M.A., áður en þessi „pest” komst þar inn fyrir dyr. „I augum okkar (kennaranna) var skói- inn samfélag, sem okkur bar skylda til að styrkja og styðja. Það var fyrst þegar kommúnistar tóku að láta á sér bera, að þessi andifór að breytast. Þar eins og annars staðar sáðu þeir fræi ill- vilja og sundrungar og leituðust við að rjúfa einingu skólans” (bls. 263). Einn samkennari hans, sem að sögn hans er kommúnisti fær þessa notalegu einkunn: „...því hættulegri sem hann var gáfaðri og betri kennari” (bls. 279). Steindór telur þaö eitt af betri verkum sínum sem skólameistari, að hafa lokið smiöi heimavistarhúss fyrir M.A. Efar enginn aö þaö hafi verið mikiö nytjaverk. Því húsi gaf hann nafniö Möðruvellir. En stundum fylgir böggull skammrifi, því að „ekki er mér sársaukalaust að heyra nafn slíks manns sem Olafs Ragnars bendlaö viö Möðruvelli.” (bls.312). Fleirum en mér kann að þykja full- langt gengið, þegar höfundur viðhefur þau orö um suma nemendur sína og samkennara, aö þeir hafi verið „flugu- menn”, „óþrifagemsar” og sitthvað fleira ámóta. Um einn er einfaldlega sagt: „hann var nasisti”. Og basta. Sumir eru sakaöir um hlutdrægni í einkunnagjöfum og öðru. En mér er spurn. Er sennilegt að sá maður sem viðhefur þessi orð sé laus viö þennan sama galla? Góður rithöfundur, en nokkuð for dómaf ullur Eins og áöur segir er sú bók, sem hér er til skoðunar, einungis fyrri hluti sjálfsævisögunnar. Á hlífðarkápu segir að síðara bindi muni snúast um pólitík, ferðalög, ritstörf og loks ævikvöldið. Allmikið á því eftir aö bætast í sjálfs- mynd höfundar. Það sem nú er komiö verður að vísu ekki aftur tekið, en vonandi bætast við nýir og öllu við- feUdnari drættir. Því er ekki að neita, aö ég bíð þess með nokkurri eftirvænt- ingu að kynnast ferðalanginum og hinum mikilvirka og ágæta fræði- manni betur, en frásögn af pólitísku vafstri Steindórs Steindórssonar er mér öllu minna tUhlökkunarefni. Niðurstaða mín af lestri þessarar bókar Steindórs Steindórssonar verður því á „þessa leið: Steindór er góður rithöfundur, segir fjörlega, skipulega og skemmtilega frá. Hins vegar er per- sóna hans inn margt ógeðþekk. Hann er ákaflega sjálfmiöaður maður, þröngsýnn og í raun „menntunar- snauöur”, þrátt fyrir góðan lærdóm á ýmsum sviðum. Fordómar hans og of- stæki, liggur mér við aö segja, er með eindæmum. Steindór hefði því átt að láta það ógert að rita ævisögu sína. Hann er einn þeirra manna, sem reisa sér betri bautastein með fræðistörfum sínum en eigin persónu. Hann fellur fremur en rís af þessum kynnum. Þetta finnst mér leitt að segja, en höf- undur gerir raunar kröfu til þess meö vægðarleysi sínu í garð samverka- manna sinna. Sigurjón Bjömsson. Afhallærís- legu fólki Póll Pálsson. Hallærisplanið. Skáldsaga fyrir börn og fullorðna. Iðunn 1982. Góðgæti fyrir hina siölausu, sagði Páll Pálsson einhvers staðar um frumsmíð sina HaUærisplanið. Heldur er hann þunnur þrettandinn sá finnst mér — eða er maöur orðinn svona déskoti siðsamur? Aö minnsta kosti fann ég fátt svívirðUegt sem yljaö gæti hjartarótunum viö lestur þessarar stuttu sögu. Bókmenntir Matthías Viðar Sæmundsson Páll Pálsson er ekki sá fyrsti sem reynir að lýsa reynsluheimi ung- Unga. Skemmst er að minnast Uðlega þrítugrar skáldsögu Elíasar Mar, Vögguvísu. Viö að rifja hana upp verður manni fljótt ljóst að hallæris- plönin eru söm við sig hvaða áratug sem þau tUheyra. Elíasi tókst að opna ungUngshaus með eftirminni- legum hætti, komast að baki mynd- inni sem út sneri og varpa ljósi á utangarðslíf. Því miður er fátt um slíkt í bók Páls þótt margt gott megi um bókina segja.' Það minnsta er ég Utlu nær en áður. Páll sýnir okkur nokkrar „ljósmyndir” af HaUó sem lítið segja umfram það sem sagt er — fyrir þrjátíu árum! En lýsing hans er vissulega lifandi og vel gerð, stíU- inn er ljós og fjörugur og tungutak persónanna trúverðugt. HaUærisplanið er yfirlætislaus og raunsæisleg frásögn af vikulokum i heimi 14 ára ungUnga. Brugðið er upp myndum af heimUi og skóla, litið inn á skóladansleik þar sem ástir hefjast meö þeim Eika og Stinu, gerð grein fyrir undirbúningi helgar- drykkju, síðan partu í foreldralausu húsi og loks hallærisævintýri í mið- bænum: rápi, fyUiríi, slagsmálum, pylsuáti og misheppnaðri uppáferö Og auðvitað endar ævintýrið á alger- um bömmer: kvenmannslaus í kulda og trekki . . og besti vinurinn stórslasaður á sjúkrahúsi, kalUnn dauður í anddyrinu og kelUngin skrækjandi blindfull út um allt hús. I sögunni er fjallað um sambandsleys- ið innan fjölskyldunnar þar sem eng- inn skilur annan og ungur nemur það sem gamall temur. Andrúmsloft og stíll Persónulýsingar eru allar dregnar mjög einföldum dráttum í bók Páls. Þó aö frásögnin sé Utuð af sjónar- homi ungUngs kynnumst við honum ósköp lítið. Höfundur tæpir á í staö þess aö kryfja en leitast um leið við að framkalla andrúmsloftiö sem þessu aldursskeiði fylgir. Honum tekst það ekki til fullnustu að mínu áliti. Frásögnin kveikir ekki grun um kvikuna í því mannUfi sem hún lýsir. Að vísu er hallærið rækilega útmálað — en eitthvað vantar. Ég held að „raunsæislegri” aðferð höfundar sé um að kenna. Hún býður skýrslunni heim, nær hvorki nógu langt né nógu djúpt. Jöfundur heföi betur útfært klausuna að neðan. Hún er einstök að stíl í sögunni, raunar hálfvegis utan- veltu, en vísar þá leiö sem hefði get- að legiö inn að kviku Hallærisplans- ins: „glerbrot bræla úr púströrum bráðinn snjór dúndrandi tónUst úr kassettuútvarpstækjum æla meiri glerbrot slabb meiri bræla úr púst- rörum bílflaut gangandi krakkar hlaupandi krakkar í eltingarleik full- ir edrú passa sig á löggunni hvaö er klukkan? enn meiri glerbrot bræla” (91). MVS ■i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.