Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Page 39
Skíðafélag Dalvíkur 10 ára:
Sviðsljósið
Sviðsljósið
DV. MIÐVKUDAGUR 8. DESEMBER1982.
Erþetta ekki hún Liza Minnelli? Svo
virðist irið fyrstu sin. En á bak við
farðann er hún Thilde, ungfrú
Noregur.
Það voru lettir leikir á afmælishátið Skiðafólagsins. Einn fólst iþviað láta valinkunna menn klæða sig i föt
semþeim voru fengin en áður hafði verið bundið fyrir augu þeirra. Þarna er„primus mótor"iskiðamálum
Dalvíkinga, Jón Halldórsson skíðakennari, með kvennamannsbrók milli handanna.
Afmæliskaffið var
hitað á prímusum!
— og hluti veislunnar f ór f ram við kertal jós
'“1r
AÐSJA
MEÐ SÍNU
LAGI
,Aron Kincaid heitir
málari sem býr í Holly-
wood. Hann er talinn
einn af þeim fremstu í
ad mála myndir af
frœgum leikurum. Og
hann máladi einmitt
myndirnar af þeim
John Travolta og Larry
Hagmann sem vid sjá-
um hér á sídunni. En
þad er greinilegt ad
Kincaid sér þá kappa í
ödru Ijósi en vid, Dallas
og Grease-aódáendur.
Skíðafélagið Dalvíkur hélt upp á 10
ára afmæli sitt þann 28. nóvember.
Félagiö var stofnað 11. nóvember
1972. Á þessum 10 árum hefur verið
blómlegt starf hjá félaginu eins og
sjá má á aðstööu þess í hlíðinni ofan
við bæinn. Þar eru nú tvær lyftur og
er brekkan við neðri lyftuna flóðlýst.
Við efri lyftuna er hús með tímatöku-
tækjum og annað fyrir skíðaútbúnað
og með búningsaðstöðu.
í fyrra keypti félagið snjótroðara
og stórbatnaði aðstaða. Víst er að
áhugi er mikill hér á skiðaiökun, sér-
staklega alpagreinunum, en áhugi á
göngu fer vaxandi. Dalvíkingar eiga
marga góða skíðamenn og enn fleiri
unga og efnilega.
Haldin var herleg veisla í tilefni af
afmælinu og voru allir félagar Skíða-
félagsins boðnir. Um 80 manns
komu. börn og fullorðnir. Saga félags-
ins var rakin og smá sprell haft í
frammi á meðan gestirnir röðuðu í
sig stríðstertum og sötruöu kaffi og
mjólk. Vegna rafmagnsleysis þurfti
að hita kaffið á prímusum og hluti
veislunnar fór fram viö kertaljós.
Skemmtu menn sér mjög vel.
O.B.Th. Dalvík/JBH
Hátíð þeirra skiðamanna á Dalvik var haldin i Bergþórshvoli, húsi Kiwanisklúbbsins. Þar var kátt á hjalla
og þar voru tertur stórar og góðar.
DV-myndir: Ólafur B. Thoroddsen
Söngleikurum
LennonogOno
1 New York er nú verið að sýna
söngleikinn „The Life and Love
of John Lennon and Yoko Ono”.
Höfundurinn er Bob Eaton, en
þau sem fara með hlutverk
þeirra Johns og Yoko eru Robert
Lupone, Lennon, og Gutsi Bogok,
ættuð frá Indónesiu, Ono.
Ekki vitum við hvernig söng-
leikurinn hefur gengið i stórborg-
inni. Eitt er þó vist, að þau
Lupone og Bogok likjast talsvert
þeim Lennon og Ono. Annað þyk-
ir vart viöeigandi.
Þau leika Yoko Ono og John
Lennon i söngleiknum The Life
and Love of John Lennon and
Yoko Ono.