Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Page 41
DV. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982. 45 DÆGRADVCL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL „VÍLA EKKIFYRIR MÉR AÐ REKA UPP ROKUR” — segir Guðni Guðmundsson rektor sem einatt raular lagstúfa til að festa orð í hugum nemenda „Meöan ég var bam og hugsaði eins og bam hélt ég aö heimurinn snerist um jass og létta tónlist. Þegar mér óx fiskur um hrygg og fór aö fá leyfi til aö spila plötur eldri bróöur míns, Gunn- ars, uppgötvaöi ég aö þaö var miklu meira gaman að klassík.” Þaö er Guðni Guðmundsson, rektor Mennta- skólans í Reykjavík,sem þetta mælir. Hann er mikill áhugamaöur um tón- list, syngur m.a. ætíö mánaöarlega með gömlum félögum úr karlakórnum Fóstbræðmm. ,,Ég f ór á alla tónleika hvort sem þaö var á Akureyri eöa í Reykjavík frá 17— 18 ára aldri. Þetta hefur þróast þannig hjá mér aö ég er alveg hættur aö fara á tónleika en er lagstur í plötuspil á ný. Og nú á ég mínar eigin plötur. Kannski er þetta vegna þess aö þá þarf ég aldrei aö hlusta á neitt nema aö ég sé viss um aö hafa gaman af, því þaö var meö mig eins og ótal marga aðra tslendinga aö ég byrjaði aö hlusta á karlakóratónlist. Eftir aö ég lauk námi söng ég meö karlakórnum Fóstbræðr- um í 2—3 ár. Nú og svo er ég núna í „Old boys” karlakórnum, syng einu sinni í mánuði meö þeim, mér til mikillar ánægju,” segir Guöni og glottir. — Þú söngst mikið 1 menntaskóla var ekki svo? Mér skilst aö þú hafir fengiö viðurkenningu fyrir aö efla sönglífiö? „Jú, eitthvað var þaö svoleiöis. Ég fékk bók fyrir dygga þátttöku í morgunsöng. Ég var sísyngjandi í skóla. Svo gutlaöi ég iíka á gítar og söng löngu áöur en þaö var orðið þjóöarsport. En maöur veröur latur meö aldrinum. Ég tek ekki í hann nema einu sinni á ári og er þá með blöðrur á öllum puttum enda spila ég meira af haröfylgi en kunnáttu.” — Hlustarðumikiðáplötur? „Já, nokkuö. Um síðustu helgi hlustaði ég t.d. á óperuna Ernami eftir Verdi tvisvar sinnum í heild. Hún er svo erfið aö hún er sjaldan flutt en þaö er gullfallegt verk. Seinni árin hef ég Meðan óg var barn og hugsaði eins og barn héit ég að heimurinn snerist um jass og iétta tónlist, "segir Guðni Guðmundsson. vanist meira á kammermúsík en áöur fyrr var ég í stórum, voldugum hljóm- sveitum — þaö var meira þrill.” — Þú ert líka frægur fyrir aö taka lagið í tímum? „Ja þegar maöur þarf aö útskýra og „Funciculi Funicula" Guðni Guðmundsson stjórnar fjöldasöng á stúdenta- útskrift i MR. getur meö lagstúf fest orö eöa orða- sambönd inn í hausinn á nemendum þá vílar maöur ekki fyrir sér aö reka upp smárokur og syngja. ” — Hvaö finnst þér um þá tónlist sem nemendur þínir hlusta mest á? „Dægurmúsíkin sem núna er í tísku er ekki í uppáhaldi hjá mér. Sérstak- lega finnst mér haröa rokkið vera óþol- andi hávaði! Aftur á móti komu strákar í Sonus Futurae til mín og gáfu mér plötuna sína. Eins og ég sagöi viö þá þá finnst mér þaö heldur þægilegur hávaði miöaö við haröa rokkið. En ég hef ennþá dálítiö gaman af aö heyra góöa sveiflu og Dixieland inni á milli. Því er ekki að leyna.” — Ert þú alveg hættur að fara á tón- leika? „Ég fer helst ekki út fyrir hússins dyr. Mín útivist felst í því að ganga fram og aftur Laufásveg, aö heiman í vinnu og aftur heim. Sit annars bara heima.” — Hvemig hlustar þú helst á tónlist, setur þú plötu á fóninn þegar þú vaskar upp eða einbeitir þér eingöngu aðhenni? „Uppvask! Fyrir 25 árum uppgötv- aði ég aö uppþvottur var af hinu illa og keypti uppþvottavél á vixlum og hef ekki snert þaö siöan. En mér finnst gott aö sitja og leggja kapal og hlusta á tónlistina.” — Ertþúplötusafnari? „Ég á ekkert voöa mikiö af plötum. En þaö sem ég á er nóg fyrir mig. Ég safna ekki beinlínis, ekki markvisst. Þaö kemur yfir mig ef ég er nálægt hljómplötuverslun aö fara inn og kaupa. En þá geri ég þaö gjaman mér til óbóta, eyöi of miklu og foröast slíkar verslanir í langan tíma á eftir. ” ás. „Plötusöfnunin var ofsafengin leit” — segir Guðni Rúnar Agnarsson Guöni Rúnar Agnarsson er þekktur maöur í hópi unnenda rokk- tónlistar. Hann leikur þó ekki á hljóö- færi, aö minnsta kosti ekki opinber- lega, en hefur undanfarin ár starfaö nokkuð viö að koma sinni uppáhalds- dægradvöl, tónlistinni, á framfæri. Guðni hefur í mörg ár séö um tónlistarþáttinn Áfanga meö Ásmundi Jónssyni. Eins hefur hann fengist viö þaö í frítíma sínum aö halda hljómleika og verið hjálpar- kokkur ýmissa þekktra íslenskra hljómsveita t.d. Þeys. Undanfariö hefur Guöni og félagar hans gengist fyrir tónlistar- og menningar- viöburðum af ýmsu tagi undir nafn- inu Upp og ofan hópurinn. Guöni er einn af þeim sem hafa fengið tónlistarbakteríuna og ekki læknast af. — Guöni hvenær sýktist þú svona herfilega? „Ég held að ég hafi alltaf veriö sjúkur. Eg sé ekki neitt upphaf né endi á tónlistaráhuganum. Þessi ástundun og starfsemi í kringum hana er fyrst og fremst einhver þörf. Ég tjái mig að vissu leyti á þennan hátt enda þótt ég leiki ekki á hljóö- færi eða þess háttar, a.m.k. ekki opinberlega. Mér finnst ég standa í ööru sambandi viö tónlistina en sem venjulegur neytandi. Þaö er eitthvaö visst samspil milli mín og þess sem éghlusta á.” — Hvers konar tónlist hlustar þú helstá? „Ég á erfitt meö aö svara því nákvæmlega. Ég hef tilhneigingu til að horfa framhjá flokkun á tónlist. Mér finnst aö þegar verið er aö setja merkimiöa á tónlist sé um leið veriö aö segja að ein tegund tónlistar sé merkilegri en önnur. Ég hlusta á tón- list án þess að hugsa um hvaða merkimiða hægt sé aö setja á hana. Ég hef yndi af öllum tegundum hljómlistar. Ég býst þó viö aö hægt sé að segja aö flestir myndu kalla þá tónlist sem ég hlusta mest á rokk, hvaö sem það annars þýöir. ” — Mér skilst aö þú eigir gífurlegt plötusafn. „Ef til vill má segja það. Ég hef líkast til átt mest u.þ.b. 3500 plötur. Ég vann í hljómplötuverslun Fálk- ans um skeiö og það var auðvelt að fá sér plötur láta skrifa þær og draga frá laununum. Jú, þaö var oft lítið af- gangs. Ég hef eflaust lagt ógrynni fjár í tónlistina, bæöi til aö kaupa mér plötur og svo hefur maður oröiö aö borga meö ýmsum uppátækjum sem maöur hefur staöið fyrir. En ég fæ ekki séö aö ég væri betur settur ef ég ætti einbýlishús. Aöur keypti ég geysimikiö af plöt- um en er nú að mestu hættur því, hef held ég ekki keypt nema tvær plötur í ár. Ég get ekki sagt aö ég sakni þess aö hafa ekki sífellt nýja plötu til aö hlusta á. Mér finnst hreinlega fátt koma út sem ég hef verulegan áhuga á að kaupa. Auðvitað var þessi plötu- söfnun aö vissu leyti bara ofsafengin Guðni Rúnar átti þegar mest var um 3500plötur. DV-mynd: Bj. Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.