Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Page 44
VELDU ÞAÐ RETTA — FÁÐUÞÉR ' CLOETTA 1 [arlsUertj -umboöiö, Sími 20350. — segir Kristján Ragnarsson um framkvæmd skuldbreytingarinnar „Viö erum mjög óhressir meö fram- kvæmdina á þessari margumtöluöu skuldbreytingu. Bankarnir eru aö nota þetta til aö bæta stööu sína og v greiða skuldir sínar viö Seölabankann, 'en ekki til þess að bæta stööu út- gerðarinnar meö almennri skuid- breytingu eins og lofað var,” sagöi Kristján Ragnarsson, framkvæmda- stjóri LIÚ, er hann var spurður álits á þeirrí stööu sem nú væri aö koma upp, aö togarar væru aö stöövast vegna olíuskulda eins og greint var frá í DV í gær. Kristján sagöi aö sjávarútvegs- ráöherra heföi lýst því yfir aö um yröi aö ræða almenna skuldbreytingu og miöa ætti viö 10% af vátryggingaverði. En.bankarnir hefðu framkvæmt þetta þannig aö þeir tækju aðeins skuldir út- gerðarinnar viö bankana. Kæmi þetta sér illa fyrir mörg útgerðarfyrir- tæki sem ekki væru í neinum skuldum við bankana en skulduöu sínum Hver dagur sá síðasti - segir Páll Jónsson, forstjórí Meitilsins ,,Þaö er sama sagan hérog á Húsa- vík aö því leyti aö maöur sér fram á aö hver dagur veröi sá síðasti sem hægt verður aö halda togaranum úti,” sagöi Páll Jónsson, forstjóri Meitilsins í Þor- lákshöfn. Eins og greint hefur verið frá munu togarar á Húsavík stöövast um næstu helgi vegna olíuskulda ef ekkert verður að gert. Sömu sögu er aö segja um útgerð víöa annars staöar á land- rnu. Ástæöan er aö skuldbreyting sú sem útgerðin samdi um viö ríkisstjórn- ina í september síöastliönum veröur aöeins látrn ná til bankaskulda en ekki skulda viö viðskiptaaðila. ,,Á þennan hátt myndast engir f jár- munir til aö greiða fyrir yeiöarfæri. olíu eöa aðra þjónustu,” sagöi Páll Jónsson. „Ég sé ekki fram á annaö en aö allt stöövist ef ekki veröur gert annað en að miöa skuldbreytinguna fyrst og fremst viö bankaskuldir.” ÓEF Fást hjá ^flestum úrsmiðum. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982. viðskiptaaðilum. „Davíö Olafsson seölabankastjóri var aö lýsa því yfir aö þaö veröi ekki miðað viö nema 7% af vátrygginga- veröi og ekki nema einhverjar tilteknar skuldir teknar meö. Þetta kemur okkur algjörlega á óvart.og teljum viö þetta alger svik á því sem lofaö haföi veriö af ríkisstjórninni,” sagöi Kristján. Kristján sagöi ennfremur aö þaö kæmi sér á óvart aö togararnir á Húsa- vík yröu fyrstir til aö stöövast því aö forstjóri þeirra hafi lýst því yfir í september aö aögerðir LIÚ væru algerlega óþarfar með hliðsjón af stööunni. Sagöi Kristján aö stöövun voföi nú yfir togurum víöa um land, einkanlega eftir þessa yfirlýsingu seðlabankastjóra. Útgerðarmenn heföu sagt sínum lánardrottnum aö þeir fengju sínar skuldir greiddar viö svuldhreytinguna, en sú von væri nú brostin. -ÓEF. Það er ástæðulaust að láta þá sem á spitölum liggj'a fara varhluta af hringiðunni utan dyra. Á myndinni h/ýða börnin á barnaspitala Hringsins á Guðna Kolbeinsson lesa úr bók sinni Mömmustrákur. Eflaust er einn slíkur íhópnum. D V-mynd Bj. Neyöarþjónusta geðsjúkra hafin Neyðarþjónustu fyrir geösjúka var komið á við Landspítalann og Borgar- spítalann í Reykjavík þann I. desém- ber. Eiga geösjúklingar þar meö kost á sömu þjónustu og sjúklingar með a öra s júkdóma. Spítalarnir skipta þjónustunni á inilli sín. Þá daga sem Borgarspítal- inn hefur almenna bráöavakt, en spítalamir skiptast á meö slíkt, er geödeildin þar meö bráðavakt fyrir geðsjúka. Landspítalinn hefur hana þegar vaktin er þar. Þar sem Landa- kotsspítali hefur ekki geðdeild, tekur Landspítalinn hlut hans og hefur því 2/3 þjónustunnar á móti 1/3 sem Borgarspítalinn er meö. Að sögn Tómasar Helgasonar yfir- læknis Geödeildar Landspítalans er göngudeildin þar opin frá kl. 8.00 til 22.00. „Og frá 22.00 til 8.00 getur læknir vísað tU okkar eða fólk hringt sem þarf á bráöri geðlæknisþjónustu að halda.” Einnig sagði Tómas að ekki yrði um fjölgun starfsfólks að ræöa vegna neyðarþjónustunnar. Fyrst um sinn verður svo heldur ekki á Borgarspítalanum, að sögn Haipiesar Péturssonar yfirlæknis þar.' Á Borgarspítalanum verður bráðavaktin opin allan sólarhringinn viö slysadeildina. Á báðum stöðum fer fram endurskipulagning innan- húss. Töldu báðir að þessi samvinna sjúkrahúsanna væri mjög eðlileg og í engu frábrugöin því samstarfi sem erumbráðavaktir. jbh LOKI Mér skilst að helst sé hægt að stækka Alþýðu- fíokkinn með því að fara með mynd af miðstjórn- inni til Hans Petersen. Endurráða má leikhússtjórann Embætti þjóðleikhússtjóra hefur verið auglýst laust til umsóknar. „Ef núverandi þjóðleikhússtjóri sækir um þá er full heimild til að end- urráöa hann til næstu fjögurra ára,” sagði Birgir Thorlacius, ráðuneytis- stjóri í menntamálaráðuneytinu, aö- spurður um hvernig túlka bæri þjóð- leikshúslögin frá 1978. Sveinn Einarsson leikhússtjóri var skipaður 1. janúar 1979. Hann haföi áður verið settur frá árinu 1972, áður en nýju lögin tóku gildi. I nýju lögunum eru ákvæði þess efnis að hver maöur geti ekki verið þ jóðleikhússt jóri lengur en tvö tímabil, alls átta ár. „Það er álit menntamálaráöuneytis- ins að það sé hægt að endurráða núver- andi leikhússtjóra í fjögur ár,” sagöi Birgir. -KMU. Raf magnsveitur ríkisins: Slökktu á Grindavík! Lokað var fyrir rafmagn til Grinda- víkurbæjar klukkan 13,30 í gærdag. Rafmagnsveitur ríkisins voru þar aö verki og ástæöan eru skuldir Rafveitu Grindavíkur. Bæjarstjórinn í Grinda- vík, Eiríkur Alexandersson, sagði í samtali við DV í gær að skuldin nemi nú um 1,2 milljónum króna. Aöal skuldararnir séu tvö stærstu hrað- frystihúsin í bænum sem skuldi um milljón. Að sögn Eiríks hafa skuldir til Rafmagnsveitunnar vaxiö jafnt og þétt. I haust kom aðvörun og hefur bæjarfélagiö borgað 1,2 milljónir á rúmum mánuði. „Þeim fannst það ekki nóg og sendu fyrir helgina að- vörun um lokun. Við borguðum 230 þúsund í morgun en samt var lokað.” Rafmagniö var aftur komiö á klukkan 15.00 en ef til vill dimmir aftur. Að sögn Eiríks barst bæjarfélag- inu í gær skeyti þar sem hótaö er lokun klukkan 13,30 á morgun verði skuldirn- ar ekki greiddar. Bæjarráðsmenn í Grindavík ætluðu að fjalla um málið á fundi í morgun. JBH Gildi bráða- birgðalaganna: Velturallt áorð- inu „frá”? I umræðum utan dagskrár í gær um lánsfjáráætlun fyrir 1983 vakti Matthías Á. Mathiesen athygli á því að lögfræðinga greinir á um túlkun á gildi bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar. Meðal annars hafði Siguröur Líndal prófessor þá fyrr um daginn lýst þeirri skoðun aö staöfesting laganna þýddi að verðbótaskerðingin gilti áfram 1. mars og þar eftir en ekki aðeins nú 1. desember. Eins þýddi þaö aö verðbóta- skerðing félli niöur um leið og þau yrðufelld, ef svofæri. Samkvæmt heimildum DV bygg- ist túlkun Sigurðar og skoðana- bræöra hans á því að í lögunum segir: „.. . skal fró 1. desember ... ” og svo framvegis. Þetta orð, frá, ráði úrslitum í túlkun á gildi þeirra. -HERB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.