Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1982, Blaðsíða 1
TUÐ I DAG. RITSTJORNSIM186611 • AUGLYSINGAR OG AFGREIOSLA SIMI 27022 álst.óháð dagblað DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 283. TBL. — 72. og 8 ÁRG. — FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982. Boðskapur Hjörleif s um einhliða aðgerðir vekur litla hrifningu: í álmálið? Eins og lesa mátti hér í DV í gær boðar Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra tillögur um einhliða aðgeröir gegn Alusuisse í álmálinu. I samtölum viö ýmsa aöila, sem um þetta mál fjalla, vekur þessi boðskapur litla hrifningu. Líklegast er að skipuð verði með einhverjum hætti ný nefnd í mál- ið, jafnvel embættismannanefnd. Fyrir liggur á Alþingi tillaga 10 sjálf- stæðismanna um að þingið kjósi sjö manna nefnd til viðræöna við Alusuisse. Þingflokkur Alþýðuflokks- ins lagði til í gær að skipuð verði sér- stök samninganefnd ,,sem fari meö samningaumleitanir við Alusuisse undir forystu aðila sem nýtur óskipts trausts ríkisstjómarinnar og sé til- nefndur af hennar hálf u. ” Samkvæmt heimiidum DV er Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra að kanna leiðir til þess aö bera klæöi á vopnin milli Alþýðubandalags og Framsókn- arflokks. I því sambandi er einna helst talin koma til greina embættismannanefnd, sem fái sérstakt tímabundið hlutverk til aðstoðar við iðnaðarráðherra. Yrði sú nefnd hugsanlega undir forystu Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra, sem jafnframt er formaður Lands- virkjunar, en hun hefur mestra beinna hagsmuna að gæta varðandi orkuverð- ið. Landsvirkjun er nú rekin meö 200 milljóna króna halla. HERB „Ráðherra hagræðir sannleikanum” „Þingmaðurinn hljóp undan merkjum” „Hvers konar málstað hafa þeir menn, sem .. . þurfa að hagræða sannleikanum í fjölmiðlum og vita þó gjörla betur,” spurði Guðmundur G. Þórarinsson í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær um úrsögn hans úr ál- viðræðunefnd. Þessi ummæli sneru aö iðnaðarráðherra. Þingmaðurinn kvaö ráðherrann rangtúlka afstöðu sina í nefndinni og tillöguna, sem hann hefði lagt fram. Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra kvað Guðmund á hinn bóginn hafa hlaupið undan merkjum og flutt álmálið af vettvangi milli Islands og Alusuisse á íslenskan vettvang f yrst og fremst. Hjörleifur og Guðmundur voru þungorðir. Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýöuflokksins, gerði grein fyrir þeirri ályktun þingflokks síns að skipa yrði nýja nefnd undir forystu aðila er nyti óskipts trausts innan ríkisstjóm- arinnar. Friörik Sophusson, varaformaður Sjálfstæöisflokksins, kvað iönaðar- ráðherra hafa hundsaö allar óskir síns flokks í álmálinu. Nauðsynlegt væri að skipa nýja nefnd með fullt vald á málinu. Vísaði Friðrik til tillögu sjálf- stæðismanna, sem liggur fyrir á þing- inu umslíkanefnd. -HERB. Stefán Jónsson um álmálið: Osennileg lok stjómar- samstarfs „Mér þætti það ósennilegt að þetta upphlaup framsóknarmanna eða einleikur Guðmundar G. Þórarins- sonar í því, bindi enda á áframhald- andi stjórnarsamstarf,” sagði Stefán Jónsson alþingismaður í viðtali við DV í morgun er viö spurðum hann hvort staöan sem nú erkomin upp í álmálinu gæti þýtt endalok á samstarfi innan ríkisstjórnarinnar. „Það er það stutt í kosningar að mér þætti það ósennilegt. Samstarfi okkar við Framsóknarflokkinn lýkur þó með öðrum hætti en ég átti von á aö það gerði. Eg hef sterklega grun um aö Guðmundur G. Þórarinsson hafi staðiö í nánu samstarfi viö Isal og þá Alusuissemenn undanfama mánuði. Menn ákveða það ekki á einni nóttu aö svíkja fólkiðsitt.” -klp- „Það var á þessu augnabliki, sem óg ákvaö aö ieggja fram ákveðnar tiUögur i álviðræðunefndinni." Guð- mundur G. Þórarinsson aiþingismaður skýrir úrsögn sina úr álviðræðunefnd á Alþingi i gœr. DV-mynd GVA. MárElísson íDVviðtali — sjá bls. 4 Jóladrykkir fyriralla — sjá neytendur bls.6 FinniðDV- 1 jóiasveininn — sjá bls. 2 dagar í tilióla I Græddi vel á stúlknaleigu — sjá erl. f réttir bls. 9 Hvað eráseyði um helgina? — sjá bls. 19-24 Þjátíu þúsund jólatré — sjá neytendur bls. 6 Berskjaldað- urráðherra - sjá leiðara bls. 12

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.