Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1982, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR10. DESEMBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd handa starfsfólkinu. SASsýnir þakklætisitt í verki Þessa dagana er veriö að útbýta 19.000 armbandsúrum á meöal starfs- fólks SAS. Gjöfum þessum fylgir jóla- kveðja frá æðsta yfirmanni SAS í Stokkhólmi, Jan Carlzon, meö þakk- læti fyrir vel unnin störf á árinu. — Þetta á aö vera áþreifanleg sönnun þess að stjórn félagsins kann vel aö meta alla þá sem lögðu sitt af mörkum til að reisa viö hag félagsins og skapa meiri hagnað en nokkurt annað flugfélag getur státað af, segir Jan Carlzon. Murdoch enn einu blað- inu ríkari Blaöakóngurinn Rupert Murdoch er nú enn einu blaðinu ríkari eftir að hafa keypt blaðið Herald America, sem gefið er út í Boston. Blaðið var áður í eigu Hearst og átti að koma út í síöasta sinn sL laugardag. Kaupin fóru fram á síðustu stundu og voru prentarar tafarlaust kvaddir á vettvang til að fjarlægja kveðjubréf ritstjórnar til lesenda sinna úr blaöinu. Síðan hófu blaöamenn framleiðslu á efni í næsta blað en því höföu þeir síst af öllu búist við. Blaðakóngurinn Rupert Murdoch keypti Herald America fyrir 14 milljónir króna. Thomas HITABLÁSTURSOFNAR með hitastilli og frostvörn 2 kw fristandandi eða á vegg. ASTRA SÍÐUMÚLA 32. Sími 86544. Græddi vel á stúlknaleigu New York búi, sem auglýsti stúlknaleigu í símaskrám rúmlega 100 borga í Bandaríkjunum og Kanada, hefur nú verið handtekinn og sakaöur um aöild aö vændi. Sagöi lögreglan í gær aö David Haskel, 58 ára, hefði verið svo önn- um kafinn við fyrirtæki sitt, sem sá rúmlega 400 tómstundahórum fyrir verkefnum, aö hann gat aldrei um frjálst höfuð strokið. Enda gaf fyrir- tæki hans af sér 500.000 dali á ári. Haskel bjó á háalofti nokkru þar sem hann hafði 14 síma til að bóka viöskiptavini á stúlkurnar. Fékk Haskel upphringingar hvaðanæva að úr heiminum, meira að segja frá Ástralíu. Lögreglan segir Haskel vera einn af umsvifamestu hórmöngurum Bandaríkjanna. Sjálfur lifði hann þó ákaflega hófsömu lífi. Hann lifði mest á grænmeti og vítamínum, átti nokkur reiðhjól en engan bíl. Lögreglan telur að Haskel hafi rekið fyrirtækið einn. Símareikn- ingur hans hljóðaöi upp á 15000 dali á ári og máttu viöskiptavinirnir greiða fyrir sig með kreditkorti. Haskel var handtekinn sl. mið- vikudag eftir að sjónvarpsfrétta- maður nokkur frá Dallas hafði varið heilu ári í að rannsaka starfsemi hans. Var unnt að negla á Haskel aðild að vændi í Indíanafylki. Barnamorð og þrælasala í Kína Kínverjar eiga enn langt í land með að útrýma ýmsum grimmileg- um siöum í landinu eins og þrælasölu og barnamorðum. Kínversk yfirvöld játa nú opin- skátt að kommúnisminn hafi ekki dugaö til að breyta hugarfari og hegðun landsmanna. Hafa kínversk blöð á síöustu mánuðum birt greinar sem sanna að konur og böm ganga enn kaupum og sölum sem heimilis- þrælar í Kína og að óæskileg stúlku- börn eru borin út ískóg tilaðdeyja. Ein af þessum greinum birtist í blaðinu Guangming í siöustu viku. Er þar komið með ótal dæmi þess að stúlkubömum og ungum konum sé rænt til að selja þær sem heimilis- þræla. Þessi siður var algengur i gamla Kina en yfirvöld héldu á tímabih að tekist hefði að útrýma honum. Eleanor Rigby sem bronsstytta Söngvarinn Tommy Steele afhjúp- aði nýlega bronsstyttu af Eleanor Rigby i heimaborg Bítlanna, Liver- pool. Eleanor Rigby er eitt af þekkt- ustu lögum Bítlanna og fjallar text- inn um gamla, einmana konu. Notaði Tommy Steele tækifærið tii að hylla sköpunarmenn þessa hugarfósturs, Styttan stendur skammt frá Cavem Club, þar sem John Iænnon, Paul McCartney, George Harrison og Ringo Starr iögðu hornsteininn að frægð sinni. > y A. PRJÓNASTOFAN Udumu. / T4- prjónastofan Uðuntu. DÖMUPEYSUR. PRJÓNAKJÓLAR. PRJÓNABUXUR. HERRAPEYSUR. HERRAVESTI. PRJÓNAJAKKAR. BARNAPEYSUR HEILAR OG HNEPPTAR. BARNAVESTI. LEGGHLÍFAR. Skerjabraut 1, Seltjarnarnesi. NÆG BÍLASTÆÐI. . OPIÐ MÁNUDAG - FÖSTUDAG KL. 9-6. LAUGARDAG 11. DESEMBER 10-6.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.