Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1982, Blaðsíða 4
Már E/ísson. „Erum vanir sveiflum í árferði og af komu” — segir Már Elíasson, nýráðinn forstjóri Fiskveiðasjóðs Már Elísson fiskimálastjóri var nýlega ráöinn forstjóri Fiskveiöa- sjóös frá og meö 1. janúar 1983. Fisk- veiðasjóöur er aöalfjárfestingar- sjóöur sjávarútvegsins til útgeröar og fiskvinnslu. „Þaö var áriö 1954, þegar ég var viö nám í hagfræði viö Háskóla Is- lands, að mér var boöið starf viö Fiskifélagið,” sagöi Már Elisson í samtaliviöDV. Áriö 1967 var Már kjörinn fiski- málastjóri en fyrirrennari hans var Davíð Olafsson, núverandi seöla- bankastjóri. Haföi Davíð þá gegnt starfi fiskimálastjóra í 27 ár. Þor- stein Gíslason núverandi varafiski- málastjóri mun taka viö af Má um áramót. Þorsteinn sem kjörinn hefur verið af fiskiþingi fiskimálastjóri til fjögurra ára er skipstjóri og kennari viö Stýrimannaskólann. Már mun taka við forstjórastarf- inu af Sverri Júlíussyni sem er fyrr- verandi alþingismaöur og formaöur Landssambands íslenskra útvegs- manna. „Fiskveiöasjóður er byggöur upp á útflutningsgjöldum af sjávarafurð- um, einnig koma þar inn afborganir af eldri lánum og vextir,” sagöi Már. Kost á láni úrFiskveiðasjóði eiga út- geröarfyrirtæki, útgeröarmenn og fiskvinnslufyrirtæki. „Vegna mikilla uppbygginga hefur Fiskveiöasjóður þurft aö taka lán innanlands úr framkvæmdasjóöi og frá erlendum lánastofnunum. Tekjur sjóösins hafa ekki hrokkiö fyrir lán- veitingum,” sagöi núverandi fiski- málastjóri. „Starfiö leggst ekki illa í mig þó erfiðleikar séu töluverðir og afkoma ekki góð. Skuldir hafa hlaö- ist upp en við erum vanir því aö sveiflur séu í árferöi og afkomu,” sagði Már Elísson aö lokum um for- stjórastarfFiskveiöasjóös. -RR Tuttugu ára af- mælis Kópa- vogs- kirkju minnst Um þessar mundir eru liðin 20 ár frá vígsludegi Kópavogskirkju. Söfnuöir kirkjunnar vilja minnast þessara tímamóta. Hátíðarguösþ jónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 12. desember kl. 14.00. Þar mun biskup ís- lands, herra Pétur Sigurgeirsson, predika, en sr. Gunnar Ámason, sr. Þorbergur Kristjánsson og sr. Ámi Pálsson þjóna fyrir altari. Að kvöldi þess sama dags, kl. 20.30, verður aðventukvöld í kirkjunni. Dr. Sigurbjörn Einarsson, fyrrverandi biskup íslands, flytur þar ræðu kvölds- ins, Róbert Amfinnsson leikari les kvæöi Þorsteins Valdemarssonar, ungt fólk flytur tónlist og kirkjukórinn syng- ur undir stjóm organista kirkjunnar, Guðmundar Gilssonar, sem einnig leikur einleik á orgeliö. Ennfremur hefur af þessu sama til- efni veriö gefið út 20 ára afmælisrit þar sem byggingarsaga kirk junnar er rak- ■ in og kynnt sú starfsemi sem fram fer á vegum safnaöanna í dag. Þetta af- mælisrit Kópavogskirkju verður boriö inn á hvert heimili í Kópavogi. Þaö er ósk og von starfsmanna kirkj- unnar aö sem flestir Kópavogsbúar komi til kirkju sinnar á þessum tíma- mótum því rík ástæða er til aö þakka þaö sem liðið er, ennfremur fagna á jólaföstu þeim jólum er nú fara í hönd. Brotistinní Templarahöllina Brotist var inn í Templarahöllina í fyrrinótt. Engu var stolið en fariö var inn í samkomusal og skrifstofur. Voru nokkrar huröir brotnar. Málið er í rannsókn. -JGH Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Kópavogskirkja þykir sérstæð og fögur. Hétiðarguðsþjónusta verður í krikjunni vegna tuttugu ára vígsluafmælis á sunnudag. DV. FOSTUDAGUR10. DESEMBER1982. Ótímabær myndbirting — athugasemd f rá Þorkeli Helgasyni ífyrradag birtiDVmyndirafþeim alla staöi ótímabær: 1 fyrsta lagi sé þingmönnum sem falliö heföu í ekki séð hvort samkomulag náist um kosningunum 1979 ef þaö kosninga- þessatillögu.Enþósvoaöþaðnáist, kerfi sem nú er helst til umræðu meö- eigi eftir aö ganga frá ýmsum atrið- al þingflokkanna heföi veriö notað um varöandi aöferð til jöfnunar á þá. milli flokka (í stað núverandi í þessu sambandi vill Þorkell úppbótarmannakerfis). Endanleg Helgason, sem er ráðunautur þing- útfærsla kerfisins gæti því hæglega flokkanna um þessi mál, koma því á leitt til færri eöa annarra andlita á framfæri aö slík myndbirting sé í myndasíöu blaðsins. Enn er þögn um Afganistan Þaö er sagt, að þegar Kennedy var myrtur hafi þaö á svipstundu borist um allan heim á fjarriturum. Og þessi ógnarfrétt kom að sjálfsögðu á fjarritara fréttastofu útvarpsins. Hendrik Ottósson sá um erlendar fréttir þann dag á fréttastofunni, en með því að hann hafði einu sinni fengið straum í sig úr f jarritaranum, þá treysti hann ekki tækinu og hlustaði í staðinn á BBC. Því var það, aö íslenska ríkisútvarpiö rauf ekki dagskrá sina að segja frá morðinu fyrr en eftir aö BBC hafði gert það. Skipti engu, þótt síminn hringdi úr öllum áttum frá fólki, sem m.a. haföi heyrt fréttina í Kefla- víkurútvarpinu. Morgunblaöiö segir frá því í for- síðufrétt á miðvikudag, aö Sovét- menn hafi brennt yfir 100 ðbreytta borgara til bana í árás á þorp í Afganistan. Þetta mun hafa gerst 13. september í þorpinu Padkhwav-E- Sana. Fólk þetta hafði Ieitað skjóls í áveitugöngum. Stífluðu Sovétmenn þessi göng, svo að vatnið tók fólkinu á brjóst og dældu síðan eldfimumt efnum inn í göngin og báru eld að. Menn skyldu nú ætla, að annar hvor rikisfjölmiðill sæi ástæðu til þess að segja frá þessari frétt. En þar ríkti grafarþögn. Sú þögn stafar þó ekki af því, að fréttamenn þessara fjölmiöla óttist að fá í sig straum, heldur virðist ráða á þessum frétta- stofum það fréttamat, að best sé að segja sem minnst um grimmdarverk Sovétmanna í Afganistan, en lesa í stað þess pistla um afskipti Banda- ríkjastjórnar af málefnum Suður- Ameríku. Þannig var Einar Sigurðsson fréttamaður með langan skýring- arpistil í kvöldútvarpinu þennan sama dag um stuðning Bandarikja- stjómar við Somósa, en honum var steypt af stóli fyrir nokkrum miss- erum vegna þess m.a. að hann naut ekki stuðnings Bandarikjastjómar. Hins vegar var ekki minnst einu orði á Afganistan. Sömu sögu var að segja um sjónvarpið. Má m.a. geta þess að fyrir nokkrum mánuðum var sýnd í Bandaríkjunum mynd um eiturefnahemað Sovétmanna. Þessi fréttamynd hefur enn ekki verið sýnd i Rikissjónvarpinu. Og staðreyndin er raunar sú, að ef al- menningur á íslandi ætti að treysta þeim fréttum, sem berast úr ríkis- fjölmiðlunum, þá hefði hann mjög brenglaða mynd af því, sem er að gerast í heiminum í dag. Það hefur áður verið vikið að því hér, að Morgunblaðið hefur yfirburði hvað snertir hlutlausan frétta- flutning frá útlöndum. Morgunblaðiö hefur hvað eftir annað verið eitt fjölmiðla um aö segja frá hlutum sem koma málstað Sovétrikjanna illa, það hefur skýrt reglulega frá stríðinu í Afganistan, það hefur skýrt frá morðsamsærinu gegn páfa, og það hefur sagt frá útþenslustefnu Sovétmanna og Kúbumanna í Afríku. Fyrir þetta hefur Morgun- blaöiö verið kallað öllum illum nöfnum af vinstra liðinu. En borg- araiega sinnaðir menn meta þessa þjónustu Morgunblaðsins hins vegar. En þögnin um Afganistan i ríkis- fjölmiðlunum gerist hins vegar æ þungbærari. Hið mikla sovétmyrkur virðist grúfa yfir hinum erlendu fréttaskýrendum, enda eru frétta- menn Rikisútvarpsins yfirleitt sóttir í einhver marxistasamtök. Fram- koma fréttastofu útvarpsins er raunar svo hrikaleg, að útvarpsráð á aö taka i taumana og láta gera alls- herjar úttekt á fréttum útvarpsins og túlkun fréttamanna á erlendum viðburðum. En svo mikil er ósvífnin á þeim bæ, að fréttastjórinn neitar hvað eftir annað að mæta á fundum útvarpsráðs til þess að gefa útvarps- ráðsmönnum skýringar á stjórn sinni, rétt eins og aðrir deildarstjór- ar útvarpsins gera reglulega. Út- varpsráðsmenn eru aftur á móti slík- ar gungur, aö þeir láta kyrrt liggja. Ogþvífer semfer. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.