Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1982, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR10. DESEMBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Sænsku temisleikaramir á toppim 1983? Wilander. Helsta ógnun Björns Borg? Sænskir sjónvarpsfréttamenn voru í viðbragösstööu í Antwerpen um síö- ustu helgi. Á föstudeginum haföi átján ára gamall Svíi, Mats Wilander, unniö glæsilegan sigur á sterkasta tennis- leikara Frakka Yannick Noah og „gamla kempan” Bjöm Borg (26 ára) haföi sýnt marga af sínum gömlu og bestu töktum er hann sigraði Banda- ríkjamanninn Brian Gottfried. Þar meö voru Svíarnir tveir komnir í undanúrslit og von var um draumaúr- slitaleikinn, millj Wilanders og Borgs. öll sænska þjóðin bíöur þess meö eftir- væntmgu aö þessir tveir snillmgar mætist á tennisvellinum. Þeir hafa aldrei leitt saman hesta sína þótt þeir séu báöir án efa í hópi 5—6 bestu tennisleikara heimsins um þessar mundir. Ekkert varö af draumaúrslitaleikn- um í Antwerpen. Bjöm Borg mætti í undanúrslitum þeim tennisleikara sem hann óttast mest, Bandaríkjamannin- um John McEnroe, og tapaði eftir haröa keppni. Wildander tapaöi einnig í undanúrslitum fyrir Tékkanum Ivan Lendl sem talinn er næstbesti leik- maður heimsins um þessar mundir. Svíarnir þurftu þó ekki að kvarta. Þeir höfðu hvor um sig haft nokkur hundruö þúsund upp úr krafsinu og vom nýkomnir frá Barcelona þar sem þeir höföu ekki boriö minna úr býtum. Báöir voru þeir meö nálægt milljón sænskra króna á rúmri viku, ekki svo slæmt þaö. Björn Borg leit auk þess á þessa keppni sem hreina æfingu. Hann er ný- byrjaður aö spila aftur eftir margra mánaöa hvíld. Hann segir aö keppnis- tímabil hans byrji ekki fyrir alvöru fyrr en í febrúar og markmiö hans er aö veröa á ný besti tennisleikari heimsins og aö vinna sigur í Opna bandaríska meistaramótinu. Þaö mót hefur Borg aldrei unniö, en alla aöra titla sem máli skipta hefur hann unn- iö, flesta margsinnis. Fáir efast um aö Borg komist á toppinn á ný, slík hefur geta hans á tennisvellmum veriö und- anfarrn ár. Mats Wilander kom ekki fram í sviðsljósið fyrr en eftir aö Borg hafði tekið sér frí frá tennisiökun (næstum tólf mánuöi). Hann vakti fyrst heims- athygli í Opna franska meistaramót- rnu í sumar. Þaö mót haföi Borg unnið sex sinnum. Nú var hann ekki meö en Wilander hélt uppi heiðri Svíþjóöar og vann þrátt fyrir aö flestir bestu tennis- leikarar heimsins væru meöal keppenda. Svo miklar hafa framfarir Wilanders verið í ár aö fjölmargir tennissérfræöingar eru þeirrar skoö- unar aö hann veröi á næsta ári alvar- legasta hindrun Borgs á leiö þess síðarnefnda upp á tindinn á ný. Þaö gæti því vel farið svo aö Svíar geti á næsta ári státaöaf tveimur bestu tennisleikurum heimsins. Tennis má oröið heita þjóöaríþrótt Svía og marg- ir ungir, sænskú-piltareruþegarfamir aö blanda sér alvarlega í baráttu bestu spilará heimsins og teknir aö þéna dá- góðar upphæðir. Tekjur Wilanders eru þegar orðnar slíkar aö hann hefur ákveöiö aö feta í fótspor Borgs og flytjast til Mónakó vegna þess aö þar þarf hann aðeins aö greiða skattayfir- völdum brot af þeirri upphæö sem hann þyrfti aö greiða í Svíþjóö. Á þeún flutningi græöú- hann ófáar milljónir. GAJ, Lundi. Lönnebo næsti erki- biskup Svía? Staða Ullstens versnar srfellt Verður kona næsti formaður Þjóðarf lokksins sænska? Birgit Friggebo. Verður bún næsti formaður Þjóðarflokksins? Hrökki- ist Ullsten úr formannsembættinu þykir bún einna liklegust til að taka við. Það yrði Þjóðarflokknum tU framdráttar að bafa konu í for- mannssætinu telja margir. Ola Ullsten, utanríkisráðherra sænska þjóðarflokksms á nú mjög í vök að verjast innan flokks síns og vaxandi líkur eru taldar á því að hann verði að hrökklast úr for- mannssætinu þegar aukalandsþúig flokksins kemur saman 15. janúar næstkomandi. Gagnrýnin á Ullsten hefur þó ekki verið sérstaklega máiefnaleg. En ófarir þjóðarflokksms í þing- kosningunum voru slikar í haust að flokksmönnum þykir ljóst að tU rót- tækra ráða veröi aö grípa ef flokkur- hin eigi að hafa framtíö í sænskum stjómmálum og þá liggur kannski beinast viö að sparka flokksfor- manninum. UUsten hefur ekki verið sakaður um að hafa staðið sig illa sem utan- ríkisráðherra í ríkisstjórn borgara- flokkanna. En honum er gefið að sök að vera litlaus ieíðtogi og Per Ahl- mark, fyrrverandi formaður þjóðar- flokksins, segir að stefna flokksms hafi týnst í kosningabaráttunni. Þar sem Ullsten hafi ætið forðast að deúa og látið sér nægja að stUIa sér vlð hllð hinna borgaraflokkanna tveggja hafi kjósendur ekki lengur vitað hvað þjóðarflokkurinn stendur fyrir. Hin frjálslynda stefna flokks- ins hafi týnst. Þjóðarflokkurinn fékk ekki nema 5,9% atkvæða i þingkosningunum í haust og mbmkaði næstum um helm- ing frá síðustu þingkosningum. TU að leita orsaka þessa mUda kosninga- ósigurs var skipuð sérstök „bjarg- ráðanefnd” innan flokksins undir forystu Volvoforstjórans Pehr GyUenbammar. Flokksstjórnln hef- ur nú komið saman tU að f jalla um niðurstöður þessarar nefndar. Eftlr því sem Expressen, stuðningsblað þjóðarflokksins, segir mun flokks- forystan hafa rætt um formannsmál- ið og 13 af 18 stjórnarmönnum verið fylgjandi því að Ola Ullsten færi frá. Aðeins fimm stjórnarmanna hafi lýst yfir stuðningi við formanninn. Ola UUsten hefur lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að láta af for- mannsembættinu sé þaö vUji lands- þings flokksins. Enhann hefur marg- ítrekað að komi í ljós að landsþmgiö vilji að hann sitji áfram þá muni hann líka gera það. Vandamál þeirra er vUja að UUsten fari frá hefur verið það fyrst og fremst að þeir hafa ekki enn sem komiö er getað teflt fram neinum sigurstranglegum mótfram- bjóðanda. Expressen segir að þeir f jórir sem helst sé rætt um sem formannsefni séu Birgit Friggebo, 41 árs, og fyrr- verandi húsnæðismálaráöherra. Ymsir telja að það yrði þjóðarflokkn- um mjög tU framdráttar aö veröa fyrstur sænskra stjómmálaflokka tU að kjósa konu sem formann. En veik- lcikar Friggebo eru taldir þeir sömu og UUstens. Hún þykir heldur þurr á manninn og kuldaleg á opinberum vettvangi, hafi ekki tU að bera þann persónuleika sem dragi að fjölda- fylgi. Þá nefnir blaðið Ingemar Eliasson, 43 ára, fyrrum atvinnu- máiaráöherra. Hann þykir vel að sér í hugmyndafræði flokksins, kemur vel fyrir og er vinsæU. GaUinn er bara sá að hann styður UUsten eindrégið og gæfi því örugglega ekki kost á sér nema UUsten hefði áður dregið sig í hlé. Björn Molin, 50 ára gamaU og fyrrverandi viöskiptaráö- herra hefur emnig verið nefndur tU leiksins. Hann þykir líklegastur tU að geta fengið fjöldafylgi. Loks nefnir Expressen Bengt Westerberg, sem er aöeins 39 ára gamaU. Hann þykir harður í horn að taka og einn af aðal- talsmönnum breyttrar stefnu flokks- ins i þá átt að markaðsöflin fái að njóta sín og að hið opinbera bákn veröi minnkað. En enn er sem sé aUt á huldu hvort einhverjum þessara fjögurra verður teflt fram í valdabaráttunni i þjóðar- flokknum. Almennt er þó reiknað með að það verði gert opúskátt á allra næstu dögum. -GAJ, Lundi. Ola Ullsten. MeirUiluti flokksforystunnar hefur þegar snúið við honum baki. Martin Lönnebo, 52 ára gamaU biskup frá Linköping, þykú- líklegastur til aö verða fyrir valinu þegar Svíar velja sér nýjan erkibiskup í næsta mánuöi eftir Olof Sundby sem þá lætur af embætti. Alls eru þaö 500 prestar og leikmenn sem taka þátt í kosningunni. Valdiö er þó ekki algjörlega í höndum kirkjunnar manna í þessum kosnúig- um. Kjörmennirnir velja þrjá kandí- data í embættið og síöan er það ríkis- stjórnarmnar aö velja einn þeirra þriggja og það þarf ekki endilega aö vera sá sem flest atkvæði hefur hlotiö meöal k jörmannanna. Ekki er um neúi eiginleg framboö aö ræöa og málið fer ekki hátt. Engu aö síöur heyrist nafn Lönnebos oftast nefnt þegar mál þetta ber á góma. Hann þykir mikiU kennúnaöur og áhrifamikiU boöberi hinnar kristnu trúar. Ýmsir segja aö hann sé ekki aö sama skapi mikill stjórnsýslumaöur. Aðrir líklegir kandídatar eru Per- Olov Ahrén, biskup í Lundi og Clarence Nilsson, dómprófastur í Uppsölum. GAJ, Lundi. Andersson tef la um vara- sætið Ulf Andersson, sænski stórmeistar- inn í skák, mun tefla eúivígi við Mikael Tal, fyrrum heimsmeistara frá Sovét- ríkjunum, og hefst einvígi þeirra í Malmö 2. janúár. Rússarnir hafa nú tiUcynnt aö þeir faUist á tímasetnúigu og staösetningu eúivígisúis. Þeir Tal og Andersson stóðu næst því aö komast í áskorendaeinvígin sem fram fara á næsta ári og sá þeirrasem vúinur sig- ur í einvíginu í Malmö veröur vara- maöur í áskorendaeinvígjunum um heimsmeistaratitilinn ef einhver þeirra skákmanna sem tryggt hafa sér rétt til aö tefla þar f orfaUast. Andersson er almennt talinn í hópi tíu bestu skákmanna heimsins um þessar mundir og stóö sig meö prýði á nýafstöðnu ólympíuskákmóti eins og raunar sænska sveitin öll sem lengst af var í hópi efstu sveitanna og var ekki nema hársbreidd frá því aö sigra sovésku sveitina. GAJ, Lundi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.