Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1982, Blaðsíða 8
DV. FÖSTUDAGUR10. DESEMBER1982. Staða forstjóra Vinnuhælisins aö Litla-Hrauni er laus til umsókn- ar. Samkvæmt 11. gr. laga um fangelsi og vinnuhæli nr. 38/1983 skal skipa öörum fremur lögfræöing eöa félagsráðgjafa í stööuna. Umsækjendur meö aöra staögóða menntun eöa starfsreynslu koma einnig til greina. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1983. Umsóknir sendist dóms- og kirkjumálaráöuneyt- inu, Arnarhvoli, Reykjavík. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 6. desember 1982. Westinghouse Continental eldavél, mjög lítiö notuö, meö 2 bökun- arofnum, annar er sjálfhreinsandi, til sölu á kr. 10.000,-. Til sýnis á morgun, laugardag, kl. 14—16 að Sóleyjargötu 29. 182 cm hæð, 77 cm breídd, 64 cm dýpt. 36 kí/ómetrar afjó/apappír Þetta er sölutakmark okkar fyrir þessi jól. Dugir sennilega utan um 60.000jólapakka. Gerid jólapakkana ykkar að tvöfaldri gjöf. Með pappírnum gœfuð þið dálitla gjöf til betra lífs og 60.000 pakkar eru ekki lítil jólagjöf. Alla helstu verslunardaga fyrir jól er selt úr bílum Flugbjörgunarsveitar- innar á Lœkjartorgi og við Kjörgarð. Laugardaginn 11. desember ganga skólabörn í hús í Breiðholtshverfun- um. Bestu óskir um gleðileg jól og farsœld á komandi ári. Þökkum stuðning á liðnum árum. Lionsklúbburínn Njörður — Reykjavík. Útlönd Útlönd UtanríkisráöherrarNato á fundi: EKKIDREGH) ÚRVÍGBÚNAÐI Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu í dag tilkynna Sovétríkjunum aö þeir séu reiðubúnir til viðræðna um slökun spennu milli austurs og vesturs, en stefnubreyting af hálfu Sovétmanna sé nauðsynleg ef árangur eigi að nást. Fundur utanríkisráðherranna hefst í Brussel í dag og mun standa í tvo daga. Að því er óstaðfestar fréttir herma komust utanríkisráöherram- ir að þeirri niðurstöðu á óformlegum fundi í gær að litlar líkur væru á að skyndilegra breytinga væri að vænta á utanríkisstefnu Sovétríkjanna. Hins vegar yrði að halda dyrunum opnum ef hin nýja forysta Sovét- ríkjanna sýndi vilja til að slaka á spennunni. Utanríkisráðherramir vom ásátt- ir um að nú væri ekki rétti tíminn til að draga úr vígbúnaði Nato-ríkjanna og lýstu þeir vilja sínum að halda áfram að vinna aö undirbúningi aö staðsetningu bandarískra kjarn- orkuflugskeyta í Evrópu, ef enginn árangur næðist i samningaviðræöum Bandaríkjamanna og Sovétmanna um takmörkun á meðaldrægum kjarnorkuvopnumí Evrópu. Á fundinum kom fram að Nato yrði að auka mjög upplýsingar sínar til almennings á næsta ári um vam- armál til að vinna gegn baráttu frið- arhreyfinga og annarra andstæðinga kjarnorkuflugskeytanna. Þeir létu í ljós ótta um að ef fulltrúadeild bandaríska þingsins myndi tak- marka fjárveitingu til MX-kjarn- orkuflugskeytanna í Bandaríkjun- um, þá yrði það notað af kjarnorku- andstæöingum til aö benda á aö ekki væri hægt að ætlast til aö Evrópa tæki við kjarnorkuvopnum þegar Bandaríkjamenn ættu í erfiðleikum með að ákveða með sín eigin kjarn- orkuvopn. Búist er við að Femando Moran, utanríkisráöherra Spánar, muni ekki greiða lokaályktun fundarins at- kvæði þar sem spænska sósíalista- stjórnin er enn að íhuga hvort Spánn eigi að segja sig aftur úr bandalag- inu. Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkja eru staðráðnlr í að halda fast við ákvörðun um staðsetningu kjaroorkuflugskeyta í Evrópu. Nýtíska ígeröhjálma Hér á myndinni sýnir bandarískur hermaður nýjustu gerð af hjálmum sem varnarmálaráðuneytið mælir sérlega með. Fylgir fréttinni að þeir séu miklu betri höfuðhlif en þeir hjálmar sem nú em notaðir og auk þess þægilegri. Ekki fylgir þó frétt- inni hver hannaöi þá, enda vafasamt að þeir ynnu hönnuði sínum nokkra frægð frá fagurfræöilegu sjónarmiði. Frægur njósnari áspítala Breski njósnarinn Donald MacLean hefur nú verið lagður inn á sjúkrahús í Moskvu vegna alvarlegs lungnasjúkdóms. MacLean er einn af frægustu njósnurum sögunnar. Hann var félagi í njósnahring sem kom hemaðarupplýsingum til Sovétríkj- anna um og eftir heimsstyrjöldina siðari og flúði til Sovétríkjanna 1951. Hann er nú 69 ára að aldri. Blásýra í enn einu lyfinu í Bandaríkjunum Hundmð verslana í Bandaríkjunum hafa nú fjarlægt lyfið anacín 111 úr hillum sínum eftir að blásýra fannst í hylkjum í glasi einu sem selt var í San JoseíKaliforníu. Anacín 111 er notað við höfuðverk eins og lyfið tylenól sem einhver tók sér fjTÍr hendur að eitra fyrir tveimur mánuðum í Chicago. Það var dreifingarstjóri blaðs nokkurs í San Jose sem keypti hiö eitr- aða anacín í lok nóvember. Vom hylkin ætluð konu hans sem fékk slag eftir að hafa neytt nokkurra þeirra. Ekki hefur þó enn verið úrskurðað hvort hinum eitraðu pillum var um að kenna. Hafréttarsátt- málinn undirritaður Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóð- anna verður undirritaður í dag á Jamaica. Búist er við aö 110 ríki muni undirrita sáttmálann í dag en um 130 ríki hafa lýst vilja sínum til aö stað- festa hann. Sáttmálinn er árangurinn af níu ára samningaviðræðum. Tólf ríki með Bandaríkin í farar- broddi hafa lýst yfir aö þau muni ekki undirrita sáttmálann. Bandaríkja- menn segja að ákvæði sáttmálans um námuvinnslu á hafsbotni séu andstæð hinu frjálsa framtaki. Bretland og Vestur-Þýskaland em í þessum hópi. ÞYRLA HRAPAÐI í NICARAGÚA Samkvæmt upplýsingum frá fulltrúa bömin frá heimilum sínum á landa- varnarmálaráðuneytisins I Nicaragua mæmm Honduras og til höfuöborgar- fómst þar í gær að minnsta kosti 75 innarvegnastríðshættu. börn í þyrluslysi. Var verið að flytja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.