Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1982, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1982, Blaðsíða 17
16 DV. FOSTUDAGUR10. DESEMBER1982. DV. FÖSTUDAGUR10. DESEMBER1982. íþróttir íþróttir (þróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþrótti Gunnar og Haukur — í landsliðshópinn sem leikur ÍA-Þýskalandi KR-ingarnir, Gunnar Gíslason og Haukur Geir- mundsson, leika með landsliðinu í Rostock í A-Þýska- landi. Þeir koma inn fyrir Þorberg Aðalsteinsson sem er meiddur og Guðmund Guðmundsson úr Víkingi sem kemst ekki í ferðina. Þá er enn ekki ljóst hvort Sigurður Gunnarsson úr Víkingi geti leikið. Það kemur í ljós eftir leik Vikings gegn Dukla Prag. Þeir leikmenn sem halda til A-Þýskalands á þriðju- daginnkemur, eru: Markverðir: Kristján Sigmundsson, Víkíngi Einar Þorvarðarson, Val Brynjar Kvaran, Stjömunni Aðrirleikmenn: Siguröur Sveinsson, Nettelstedt Hans Guðmundsson, FH Kristján Arason, FH Alfreð Gíslason, KjR Páll Olafsson, Þrótti Sigurður Gunnarsson, Víkingi Bjami Guömundsson, Nettelstedt Haukur Geirmundsson, KR Olafur Jónsson, Víkingi Þorgils Ottar Mathiesen, FH Steindór Gunnarsson, Val Gunnar Gíslason, KR Landsliöiö ieikur fyrst gegn A-Þýskalandi miðviku- daginn 15. desember og síðan gegn Sviþjóð, A-Þýska- landiB, Rúmeniu og Ungverjalandi. -SOS — opnar nýja íþróttavöruverslun Omar Torfason, landsliðsmaöur í knattspymu og fyrirliöi íslandsmeistara Vikings, hefur opnað nýja íþróttavöruverslun í björtum og rúmgóðum húsakynn- um að Borgartúni 20 í Reykjavík. Hin nýja verslun heit- irlþróttabúðin. Þar er boðið upp á fjölbreytt úrval af íþrótta vörum og vörum til útilífs, svo sem hina þekktu amerísku Nike íþróttaskó, Carlton badmintonvörur, Dunlop borðtenn- isvörur og golfvörur. Ein milljón dollara fyrir mynd um OL1984 Bandaríska kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox hefur gert samnlng við ólympíunefndina í Los Angeles um að gera kvikmynd um ólympíuleikana sem þar fara fram 1984. Borgaði fyrirtíekið eina milljón dollara fyrir réttindin tii að gera myndina. -klp Stjaman mætir KR — í Hafnarfirði á morgun Spútniklið Stjömunnar úr Garðabæ ieikur gegn KR í 1. deildarkeppninni á morgun i íþróttahúsinu i Hafnar- firði. Leikurinn hefst kl. 15.15 og má búast við f jörugum og skemmtilegum leik. Leikmenn Stjörnunnar hafa komiö skemmtilega á óvart að undanfömu og eru nú i hópi toppliðanna i 1. deild. KR-ingar hafa átt misjafna leiki, eins og t.d. i Evrópukeppninni á dögunum. íþróttir # Páll Björgvinsson leikur að nýju með Víkingum... blóm bara blóð —| í síðari Evrópuleik Víkings og Dukla Prag íLaugardalshöll á sunnudag „Við munum leggja allt í sölumar í síðari Evrópuleiknum við Dukla Prag í Laugardalshöll á sunnudag. Ætlum okkur að sigra og sjálfsagt gerum við það. Þaö er algengt að miklar sveiflur séu í Evrópuleikjum og síðasta dæmið er viðureign KR og júgóslavnesku bik- armeistaranna. En það er ekki hægt nema með öflugum stuðningi áhorf- enda að vinna upp muninn frá fyrri leiknum í Prag,” sagði Jón Valdimars- son, formaður handknattleiksdeildar Víkings, á blaöamannafundi fyrr í vik- unni. Leikur Víkings, síðustu vonar Is- lands í Evrópumótunum, og Dukla i Evrópukeppni meistaraliða verður í Höllinni á sunnudag kl. 20. Forsala að- göngumiöa hefst í dag, kl. 13 hjá Sam- vinnuferðum í Austurstræti og Hjart- arbúö við Suðurlándsbraut. Þá verður forsala i Laugardalshöll frá kl. 13 á laugardag og sunnudag. „Við eigum tvímælalaust möguleika. Munum reyna að koma Dukla á óvart með gjörbreyttum vamarleik og ekki má gleyma að við eigum tvö leynivopn, Pál Björgvinsson og Sigurð Gunnars- son,” sagði Viggó Sigurðsson. Hann var tekinn úr umferð allan leikinn í Prag en lék samt sinn besta leik í vet- ur. „Ef áhorfendur styðja vel við bakið á okkur þýðir það fjögur mörk og ég tel að Víkingur hafi styrkleika til að vinna hinf jögurmörkin upp,” sagði Viggó. „Við munum berjast til sigurs og reyna að koma Tékkum á óvart með gjörbreyttum leik, kannski fara Tékk- amir á taugum,” sagði Siguröur Gunn- arsson. „Við eigum að geta unnið Dukla hér og þó möguleikar okkar til að komast áfram séu nánast engir má aldrei útiloka kraftaverk,” sagði Arni Indriðason, fyrrum fyrirliði ísl. lands- liðsins, sem byrjaður er að leika með Víkingáný. I liði Dukla Prag em níu tékkneskir landsliðsmenn. Þetta er heriið, leik- menn þess gera ekkert annað en æfa og leika handknattleik. Æfa tvisvará dag. Margir góðir leikmenn í liðinu og Tékk- ar leika alltaf skemmtilegan körfu- Bylting í íþróttakeppni innanhúss á Akureyri Nýja íþróttahöllin var tekin í notkun umhelgina Frá Guðmundi Svanssyni, Akureyri: Fyrsta iþróttakeppni i nýja íþrótta- húsinu á Akureyri var háð um helgina. Fyrsti leikurinn var milli KA og Þórs í meistaraflokki karla í handknattieik. KA sigraði 18—17 í spennandi leik. Siðan var keppt i badminton, sýndir fimleikar og blakkeppni karla og Stenmark verður sleginn ígull Sænska skíðasambandið á 75 ára af- mæli á næsta ári. Af þvi tilefni á að gefa út vegiegan afmælispening og verður að sjálfsögðu mynd af frækn- asta skiðamanni Svía, Ingemar Sten- markáhonum. kvenna milli Skautafélags Akureyrar og Sundfélagsins Öðins. Að lokum leik- ið í innanhússknattspyrau í stráka- flokki. öll keppni færist nú úr skemm- unni i höllina nema i körfuboltanum. Það verður ekki fyrr en eftir áramót því körfuhringir em enn ekki komnir. Tilkoma iþróttahallarinnar mun valda byltingu i íþróttakeppni á Akureyri og gefur til dæmis mikla möguleika á landsleikjum í boltagreinum. Arið 1973 skipaði bæjarstjóm Akur- eyrar byggingamefnd sem skyldi vinna að því að byggja íþróttahús sem nýttist fyrir skóla, íþróttafélög og al- menning svo og fyrir hvers konar aðra starfsemi, sem slíkt hús gæti rúmað, eins og hljómleika, vörusýningar, leik- list.íþróttamóto.fl. Byggingamefndin tók til starfa 3. ágúst 1973 og framkvæmdir hófust í júni 1977. Nú er að mestu búið að ganga frá sal og hluta af búningsklefum. Eftir er að Fyrsta markið skorað í nýju íþróttahöllinni. Guðmundur Guðmundsson, KA, skorar með miklum tilþrifum en til hægri er Guðjón Magnússon, landsliðskappi á árum áður. DV-mynd GSv. Séð yfir íþróttasalinn í nýju höllinni á Akureyri. Ræður fluttar fyrir leik KA og Þórs. DV-mynd GSV. ganga frá kjallara, aðalinngangi aö sunnan, kaffiteríu, norður- og suður- álmum að sunnan og norðan á efri hæð. Stærð Iþróttahallarinnar er alls 32179 m’. Aöalsalur hallarinnar er 27 x 45 m, sem hægt verður að skipta í þrennt. Til hliðar við salinn era annars vegar áhaldageymsla og sena. Á efri hæð þeim megin er rými til afnota, m.a. gistiaðstaða fyrir aðkomuhópa en hins vegar era búningsklefar, böð, kenn- araherbergi, dómaraherbergi, sjúkra- herbergi og þvottahús. Einnig verður salur fyrir likamsrækt. Við enda aðal- salar að sunnan og norðan eru minni salir, sem hægt er að opna inn í aðal- salinn og fæst þar um 65 m hlaupa- braut. Áhorfendasvæðið rúmar um 800 manns, en hægt er að bæta við bekkj- um á gólfið í salnum fyrir 600 manns. Á efri hæð austan aðalsalar er kaffistofa fyrir 180 manns. I suðurenda á sömu hæð er aðalinngangur ásamt forstofu og litlum sal. I norðurenda era tvö fundarherbergi. I kjallara eru salur fyrir lyftingar og 25 m skotbakki, tveir búningsklefar og böð. GSv. James Bett vill aftur til Belgfu Frá Kristjáni Bemburg, frétta- manniDVíBelgíu: — Mikiðhefurveriðskrifaðhérí blöðum um landsleik Belgíumanna og Skota sem verður leikinn í Brussel á miðvikudaginn kemur. Belgíumenn tefla nær sama liði fram og lék í HM-keppninni á Spáni. Mest hefur verið skrifaö um James Bett í skoska liðinu, en eins og menn muna þá lék hann hér með Lokeren. Bett sagði í viötali við eitt af blöðunum að hann vildi koma aftur til Belgíu og leika hér eða þá fara til V-Þýskalands. — Eg kann betur við knattspymuna sem leikin er á meginlandi Evrópu heldur en í Skotlandi, sagði Bett, sem leikur sem kunnugt er með Glasgow Rangers. -KB/-SOS knattleik. En inn á milli eru algjörir ruddar eins og sá, sem slasaöi Þorberg Aðalsteinsson í Prag og reyndi síðan að ganga frá Guðmundi Guðmunds- syni. „Leikurinn í Prag er sá versti, sem ég hef lent í. Tékkunum leyfðist allt og lömdu okkur og börðu. Við munum taka þá föstum tökum á sunnudag. Ekkert gefið eftir. Þetta verður blóðugur leikur,” sagði Ölafur Jóns- son, sem leikið hefur alla Evrópuleiki Víkings í handknattleiknum. Það verða engin blóm í Laugardals- höll á sunnudagskvöld — bara blóð. -hsím. Vilja byggja landslið V-Þýskalands á Hamburger Frá Axel Axelssyni, fréttamanni DV í V-Þýskalandi: — Mikið hefur verið skrifað um það hér í blöðum að aðeins einn leikmaður úr hinu sterka liði Hamburger SV sé fastamaður í v-þýska landsliðinu, en það er bakvörðurinn Manfred Kaltz. Þetta þykir einkennilegt, því að Ham- burger SV leikur bestu knattspymuna hér og liðið hefur verið óstöðvandi i langantima. — Það er satt best að segja hálf- furðulegt að aðeins einn leikmaður frá okkur skuli vera í landsliðinu, þegar litiö er á hvar við stöndum og getu leik- manna minna, sagði Ernst Happell, þjálfari HamburgerSV. Max Merkel, þjálfarinn kunni og orð- hákurinn mikli, segir að það eigi að byggja landslið V-Þýskalands upp á leikmönnum Hamburger SV. — Það á aðeins að styrkja Hamburger með þeim Karl-Heinz Rummenigge hjá Bayem og Toni Schumacher, mark- verði 1. FC Köln, sagði Merkel. Undir þessi orð Meikel tók Rolf Russmann, fyrrum landsliðsmiðvörð- ur V-Þýskalands, sem leikur með Dort- mund. — Það er nóg að styrkja Ham- burger með þeim Rummenigge og Schumacher og tefla því fram sem landsliði V-Þjóðverja, sagði Russ- mann. Gunther Netzer, framkvæmdastjóri Hamburger SV og fyrrum landsliðs- maöur V-Þýskalands, sagöi að einkennilegt væri að aðeins skuli vera not fyrir Kaltz úr liði Hamburger SV í landsliðið. — Það er mál þjálfarans, Jupp Derwall, hvaða leikmenn hann notar, sagði Netzer. -Axel/-SOS .. .og Sigurður Gunnarsson verður aftur með. 1 Kune g«boran QrttB* 0«wlchtÍ Utxtær V«r«ln Poaltion j K. Dietor Dieotasann ■ NikaaDjujio B Bornhard Elfering 27. 3. B9 9. 4. B2 9. 10. B6 1,82 1,84 1,83 74 82 80 Solingen Hertha BSC Solingen Abwehr Abwehr Mittelfeld $ Hér má sjá nafn Janusar meðal þeirra leikmanna sem eru atvinnulausir. Janus Guðlaugsson er á sölulista 38 knattspyrnumenn í V-Þýskalandi eru atvinnulausir Janus Guðlaugsson, landsliðsmaður í knattspymu, er einn af þremur leik- mönnum Fortuna Köln sem er á sölu- lista hjá félaginu. Hinir leikmennirnir era Jupp Pauly markvörður og mið- vallarspilarinn Norbert Schmitz. V-þýska blaðið Welt am Sonntag seg- ir frá því að 38 atvinnuknattspyrnu- menn í V-Þýskalandi séu atvinnulausir og er Janus Guðlaugsson einn af þeim. Þetta er 5,1% af atvinnumönnum í V- Þýskalandi. Janus Guðlaugsson er nú staddur í V-Þýskalandi, til viðræðna við forráða- menn Fortuna Köln, en hann vill fá sig lausan frá félaginu. -SOS | l.deildkvenna Tveir leikir voru leiknir í 1. deildar- keppni kvenna í handknattleik á mið- vikudagskvöldið: Víkingur—Haukar 18-9 Valur—KR 13—11 Fram 7 5 11 110-85 11 Valur 7 5 11 107—83 11 FH 6 4 2 0 97—71 10 ÍR 7 5 0 2 111—102 10 Vikingur 8 3 14 103—109 7 KR 7 2 0 5 85—95 4 Haukar 6 0 15 58-91 1 Þór Ak. 6 0 0 6 80—124 0 SET BÍLARNIR SÍVINSÆLU LOKSINS KOMNIR HEILDSÖLUBIRGÐIR. INGVAR HELGAS0N VONARLANDI V/SOGAVEG SÍMI 37710. EVRÓPUKEPPIMI MEISTARALIÐA: VÍKINGUR DUKLA PRAG Hörkuleikur — verðum með fullskipað lið SUNNUDAG 12. DESEMBER kl. 20.00 í Laugardalshöll. Forsala í dag frá kl. 13.00 í Samvinnuferðum Austurstrœti 12 og Hjartarhúð Suðurlandsbraut 10.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.