Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1982, Blaðsíða 12
DV. FÖSTUDAGUR10. DESEMBER1982. 12 ^ DAGBLAÐIÐ-VISIR mm Æm, Æmm ^aaEUamiEMBBPiaB^^M Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIOLUN HF. Stjðmarformaður og útgáfusfjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ristjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning,umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF.,SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNN119. Áskriftarverðá mánuði 150 kr. Verö í lausasölu 12 kr. Helgarblað 15 kr. Berskjaldaður ráðherra Enn hriktir í stjórninni. Hvert ágreiningsefnið á fætur öðru kemur upp á yfirborðið. Atökin um vísitölumáliö opinberast, stjórnarsinnar brúka munn hver við annan vegna verðlagshækkana og nú eru þeir komnir í hár sam- an vegna samninganna við Alusuisse. Skýringarnar eru augljósar. Bæði Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag, einkum þó síðarnefndi flokkurinn, eru að búa sér til víg- stöðu fyrir komandi kosningar. Nú eru þeir á hlaupum, stjórnarsinnarnir, að leita sér útgönguleiða og allt er hey í harðindum. Þaö sérkennilega við þessa stööu er sú staöreynd aö stjórnarandstaöan er í hlutverki statistans, þarf ekki að hreyfa legg né liö til að reka flótta stjórnarliðsins. Deilan vegna álsamninganna er lang alvarlegust þeirra mála sem nú eru á döfinni. Er engan veginn séö fyrir endann á henni og svo getur jafnvel farið að hún leiöi til endanlegra st j órnarslita. Hjörleifur Guttormsson hefur barið bumbur í því máli. Hann hefur ásakað Svisslendinga um meint fjársvik, óbil- gimi í samningum og lítilsviröingu gagnvart íslenskum hagsmunum. Rétt er það að raforkuverð Alusuisse er allt of lágt enda hefur enginn Islendingur mótmælt því að krafa númer eitt og tvö og þrjú, hlýtur að vera sú að raf- orkuverð hækki verulega. I raforkuverðinu liggja hags- munir okkar og eru aðrir þættir þessa máls óverulegir smámunir. Skæklatog um skattgreiöslur og framleiöslu- gjald, hvað þá annað, er aöeins til að drepa málinu á dreif. Því miður hefur iðnaöarráðherra valið þann kost- inn af misskildu stolti og minnimáttarkennd gagnvart erlendum aöilum. Hvötin til þeirrar afstöðu er fyrst og fremst sú aö hann og hans flokkur eru andvígir þeirri stefnu að selja erlendum fyrirtækjum raforku. Sú afstaða hefur raunar leitt til kyrrstöðu og dýrkeyptrar tímasó- unar að því er varðar þróun og uppbyggingu orkumála hér á landi. Hjörleifur Guttormsson hefur rekið mál sitt í nafni þjóðareiningar. Baráttu sína um að knésetja Alusuisse hefur hann séð í ljósi einhverskonar þjóðfrelsis þar sem Islendingar eigi í höggi við fjandsamlegt erlent auðvald sem einskis svífist til að rupla og ræna af okkur fullveld- inu. Hvað eftir annað hefur ráðherrann komið fram í fjöl- miðlum, að loknum viðræðum viö Svisslendingana, og gefið í skyn að hann væri útvörður íslenskrar einingar og samstöðu gegn óbilgjörnum útlendingunum. Meðreiðarsveinar hans í viðræðunum hafa verið bundn- ir þagnarskyldu og lítið sagt um gang mála. Nú hefur Guðmundur G. Þórarinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, rofið þögnina. Ekki er annaö að heyra ert hann njóti stuðnings flokks síns þegar hann lýsir vantrausti á vinnubrögö ráðherrans og segir af sér sem nefndarmaður í viðræöunum. Þar með er ekki aðeins þögnin rofin, heldur einingin sömuleiðis. Ráðherrann stendur einn eftir. Ljóst er að hann getur ekki lengur talað í nafni þjóðarinnar, ekki einu sinni í nafni ríkisstjómarinnar. Tillögur sem hann kann aö bera fram um einhliða aðgerðir, hversu skyn- samlegar sem þær kunna að vera, eru dæmdar til að falla um sjálfar sig sem vopnarök gagnvart viðsemjendunum. Hvernig sem málalok verða í deilu þeirra Hjörleifs og Guðmundar þá er fullkomlega ljóst að deilan við Alusu- isse veröur ekki til lykta leidd af þessari ríkisstjóm. ebs UCDAIIH VbKtlUlfl AÐ STUNDA VEIÐAR Sigmar E. Amórsson, sem er for- maöur samtaka PROUTista. (Það er eitthvert félag, sem ég veit ekki til hvers er), var svo kurteis aö skrifa í DV sl. þriðjudag aö andmæla grein minni um nauðsyn þess aö halda áfram hvalveiðum Islendinga. Hannleiöréttirmisminnimitt umhlut- deild hvalveiöa í útflutningstekjum Islendinga og kann ég honum þakkir fyrir. En sú leiörétting skiptir engu varðandi kjama málsins um, að við höfum ekki efni á því að hætta hval- veiðum. Sigmar vísar til útflutningstekna af járnblendifélaginu. Því miöur hefur Sigmar rétt fyrir sér um „tekjur” af járnblendifélaginu. Það er hrikalegt tap á þeirri verksmiðju, og kemur nú í ljós, aö skynsamlegra heföi verið að fara að tillögum Ragnhildar Helga- dóttur, sem var ein andsnúin því á Al- þingi, að íslendingar ættu í jámblendi- félaginu. Rétt svona til skýringar skal á það bent, að gagnvart álfélaginu komum við fram eins og útflytjendur á rafmagni. Það verö, sem við fáum fyrir rafmagnið rennur til Islendinga, en útlendingamir bera áhættuna af framleiöslu álsins. Hins vegar er þessu ekki þannig farið í járnblendifélaginu. Þar fer hagnaður Islendinga eftir því, hvort þaö erhagnaðuraf jámblendinu. Og það mun langt í land, að slíkt gerist. Sigmar telur þaö eitt mæla gegn hvalveiðum, að þeir séu „gáfuð og sér- stæð dýr ”. Ekki ætla ég að mótmæla þessum eiginleikum dýranna. En hvalir eru ekki einu dýrin í veröldinni, sem eru skynsöm eða sérstæð. Út um allan heim eru skynsöm og sérstæð dýr, og maðurinn hefur þau öll á valdi Haraldur Blöndal sínu og nytjar þau sér til gagns og ánægju. Kindur em t.d. mjög gáfuð og sérstæð dýr. Það em til margar sögur um forustufé, sem bjargaöi bæöi kindum og mönnum úr fönn, og vil ég benda Sigmari á aö lesa bók Ásgeirs á Gottorp um fomstufé til þess aö sann- færast um þetta. Sama er að segja um kýr og svo aö ekki sé talað um hesta. En maðurinn nytjar þessi dýr sér til framfæris, enda hefur hann vald til þess. Eg veit ekki, hvers konar hugmyndir Sigmar eöa samtök hans hafa um lífið. E.t.v ætlast þeir til þess aö við lifum bara á dósamat og kornflexi til þess að drepa ekki blessuö dýrin. En kemst nokkur undan því? T.a.m. mætti segja mér, að Sigmar gangi í leðurskóm, jafnvel úr svínsleðri, en erlendis eru slík dýr iðulega drepin þannig, aö þeim er látiö blæöa út. En ef taka á grein Sigmars alvar- lega, þá virðist hann vera náttúm- verndarmaður. Og þá ættum viö að vera samherjar. Það er nefnilega svo, að þeir, sem vilja stunda veiðar, hvort heldur er í atvinnuskyni eöa sér til ánægju, hafa enga löngun til þess aö útrýma þeirri dýrategund, sem þeir veiða. Og íslendingar hafa stundaö hvalveiöar út frá þessum forsendum. Rétt til þess að rifja upp nokkrar staðreyndir um hvalveiðar Islendinga vil ég benda Sigmari á: 1. Vísindamenn telja, að langreyðar- stofninn við Austur Grænland og ísland sé sérstakur stofn. 2. Vísindamenn telja, að sandreyðar- stofninn við ísland sé ekki í tengslum við sandreyðarstofnana í Suðurhöfum. 3. Vísindamenn telja, að búrhvalurinn við Island sé ekki af sama stofni og sá, sem veiðist íSuðurhöfum. 4. Vísindamenn telja, að hvalastofn- amir við Island séu ekki í hættu. Islendingar eru í tvennum alþjóða- samtökum, sem lítið er talað um, enda snúast deilur á Islandi fremur um aukaatriöi en aöalatriöi, eins og frægt er. Þessi tvenn alþjóðasamtök eru GATT, Alþjóðlega tolla- og viðskipta- bandalagiö, og UNESCO, Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóð- anna. I hvorum tveggja þessum sam- tökum hefur á síðustu árum oröið þróun, sem ástæða er til að vekja at- hygli á og ekki síður að hafa áhyggjur af, þróun, sem öllum frjálslyndum mönnum hlýtur aö finnast ógeöfelld. I þessari grein hyggst ég ræða um G ATT, en í síðari grein um UNESCO. Frelsi í alþjóðaviðskiptum skilyrði fyrir friði og veI- megun GATT var stofnað eftir þá reynslu, sem vestrænar þjóðir höfðu fengið af því aö hlaða tollmúra í kringum lönd sín í heimskreppunni. Þessi reynsla hafði kennt þeim, að frelsi í alþjóðavið- skiptum væri skilyrði fyrir friði og al- mennri velmegun. Hvers vegna? Vegna þess, sem Adam Smith benti reyndar á í Auðleg þjóðanna fyrir tvö hundruð árum, að þannig gátu þjóöirn- ar komið við verkaskiptingu, sem var þeim öllum í hag. Þær gátu einbeitt sér að því aö framleiöa það, sem þær gátu framleitt ódýrar eða betur en aðrar þjóðir, og skipt síðan hver við aðra. Þess má geta, að fáar þjóðir töpuöu eins miklu á takmörkunum á alþjóða- viöskiptum í heimskreppunni og Is- lendingar, og fáar þjóðir eiga jafn- mikið undir því og Islendingar, að þau séu frjáls. Velferðarríkið og viðskiptahöftin Reynslan af GATT hefur verið góð. Kjallarinn Hannes H. Gissurarson Velmegun áranna eftir heimsstyrjöld- ina má í miklu þakka auknum alþjóöa- viðskiptum. En á síðustu árum hefur oröið öfugþróun. Vestrænar þjóðir hafa aftur tekið að takmarka alþjóöa- viöskipti, þótt það sé fremur með óbeinum hætti en beinum. Þær gera það fremur með styrkjum og reglu- gerðum, sem torvelda sölu innfluttrar vöru, en tollum. Þetta veldur því, að GATT er að því komið að sundrast og vestrænar þjóðir eru sumar líklegar til að hefja viöskiptastríð. Þessi öfug- þróun hefur stundum veriö nefnd „ný- merkantilismi”, en hana má rekja til velferðarríkisins. I sjálfri hugmynd- inni um velferöarríkið felst, að ríkið eigi að tryggja tilteknum hópum þau kjör, sem þeir hafa fram aö þessu not- ið, en það merkir, að það eigi að tryggja þá gegn samkeppni. Franska ríkiö tekur að sér aö sjá um það, að franskir bændur þurfi ekki að óttast samkeppni frá grískum og spænskum bændum, sem framleiða ódýrari vöru en hinir frönsku. Breska ríkið tekur að sér að sjá um það, aö verkamenn í breskum bílaverksmiðjum þurfi ekki að óttast samkeppni frá japönskum bílaframleiðendum, þótt japönsku bíl- amir séu ódýrari en hinir bresku. Hættuleg þróun Þessi þróun er stórhættuleg. Hún tor- veldar framfarir, því að þær verða, ’þegar samkeppnin knýr f ramleiðendur til að laga sig að breyttum aöstæðum. Hún hægir þannig á hagvexti, sem er vestrænum þjóðum lífsnauðsynlegur, til þess aö þær komist út úr núverandi kreppu. En verra er það, að hún eykur ríg og sundrung meö þjóöum, því að eina dómaranum, sem er hlutlaus, markaönum, er vísaö út af leikvellin- um, en viö taka hrossakaup kjafta- skúma. Og fjölmiðlarnir auövelda þessa öfugþróun. Þeir segja í löngu máli frá þeirrí fáu, sem þurfa að sætta „Þessi þróun torveldar framfarir því að þær verða þegar samkeppnin knýr fram- leiðendur til að laga sig að breyttum aðstæð- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.