Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1982, Blaðsíða 32
Svissnesk quartz gæða-úr. Fást hjá’ flestum úrsmiðum VELDU ÞAÐ RÉTTA- FÁÐU'ÞÉRM| CLOETTA rlsUetia -umboöiö Sími 20330. (gp tomfvlKlafraírinírenBWjacftOMad FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982. Frjaist, óháð dagblað Ásmundur Sveinsson látinn Asmundur Sveinsson myndhöggv- ari lést í Reykjavík í gær, 89 ára aö aldri. Hann fæddist hinn 20. maí 1893 aö Kolsstöðum í Miðdölum í Dalasýslu, sonur hjónanna Sveins Finnssonar og Helgu Eysteinsdóttur. I Reykjavík stundaði hann iðn- nám og myndskurðarnám hjá Rík- haröi Jónssyni. Árið 1919 hélt Ás- mundur til náms í Kaupmannahöfn og síðan til Stokkhólms þar sem hann nam á árunum 1920—26. Hann dvald- ist í París árin 1926—29 og ferðaöist til Italiu og Grikklands 1928. Auk þess að starfa sem mynd- höggvari, stundaði Ásmundur kennslu við Myndlistarskólann í Reykjavík í fjölda ára. Hann byggði húsið sem nú er nefnt Ásmundar- salur og hið sérstæða hús við Sigtún, sem var bæði heimili hans og vinnu- stofa. Ásmundur Sveinsson var tvikvæntur. Hann lætur eftir sig eina dóttur. -PÁ. Hofsjökull vélarvana Björgunarskipið Goðinn var á leið til Akureyrar með Hofsjökul í togi er þetta var skrifað, klukkan tíu í morgun. Hofsjökull hafði legið vélar- vana við Drangey á Skagafirði frá því á miðvikudagsmorgun. Goöinn hélt frá Reykjavik í fyrra- dag til aðstoðar Hofsjökli, sem er eitt stærsta skip flotans. Goöinn var kominn á Skagafjörð í gær en sökum hvassviðris þá var ákveðið að halda kyrru fyrir. I morgun hafði lægt. Hélt Goðinn af stað meö Höfsjökul klukkan hálfátta í morgun, samkvæmt upplýsingum frá Siglu- fjarðarradíói. Eimskipafélagið hefur haft Hofs- jökul á leigu frá Jöklum hf. Skipið var á ströndinni aö lesta fiskafurðir. -KMU. LOKI AUir aðrír hefðu sagt af sér í sporum Hjöríeifs ísegir Geir). Davið Oddsson borgarstjóri mun veita norska jólatrónu viðtöku á Austurvelli á sunnudag klukkan 15.30. Jólaljósin verða tendruð klukkan 16, Lúðrasveit Reykja- víkur ogjólaskemmtun verður fyrirbörnin. DV-mynd GVA. Skodanakönnun Helgarpósts og Suzuki: Sérframboðin mundu öll fá þingmenn í Reykjavík „Sérframboð” eiga töluvert fylgi og mundu fá þingmenn kjöma í Reykjavik ef kosið yrði nú, sam- kvæmt skoðanakönnun Helgarpósts- ins og Suzuki-umboðsins, sem Helgarpósturinn birtir í dag. Könnunin nær eingöngu til Reykja- víkur og var úrtakiö um 600 manns. Könnunin er gerð af fyrirtækinu Skoöanakannanir á Islandi sem Bragi Jósepsson stendur fyrir. 44% voru óákveðnir í þessari könnun og 12% neituðu að svara. I síðustu könnun DV í október, sem náði til alis landsins vel að merkja, voru 41,3% óákveönir og 10,5% vildu ekkisvara. Niðurstöður skoðanakönnunar Helgarpóstsins eru aö Alþýðu- flokkurinn fengi 7,2% af þeim sem taka afstööu og 1 mann kjörinn, tapaði einum. Framsókn fengi 7,6% og 1 mann kjörinn, tapaði einum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 48% og 6 kjörna, ynni einn. Alþýöubandalag fengi 9,5% og 1 kjörinn, tapaði tveim- ur. Kvennaframboö fengi 8% og ynni mann. „Gunnarsframboð” Thorodd- sens fengi 7,2% og mann kjörinn. Þannig fengju öll „sérframboðin” einn mann hvert, Sjálfstæðisflokkur- inn ynni mann en Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Framsókn töpuðu allir. Síðasta skoðanakönnun DV var gerð í október, áöur en sérframboð komust á dagskrá. Sú könnun náði til alls landsins svo að erfitt er um samanburð við könnun Helgarpósts- ins, sem náði eingöngu til Reykjavík- ur. Af þeim sem afstöðu tóku i DV- könnuninni, fékk Alþýðuflokkur 10,7% (Vilmundur var þá enn í flokknum), Framsókn fékk 22,8%, Sjálfstæðisflokkur 51,9% og Alþýðu- bandalag 14,5%. Sú könnun sýndi því tap hjá A-flokkunum en a ukningu hjá Sjálfstæðisflokknum. Könnun Helgarpóstsins sýnir enn meira tap A-flokka og Framsóknar vegna sér- framboða, verði af þeim. -HH Maraþontónleikarnir: Ekkert látá spilamennsku „Maraþontónleikarnir ganga alveg ágætlega,” sagði Tómas Guöjónsson, starfsmaður Tónabæj- ar, í morgun. „Hljómsveitin Pass er nú að reyna að setja met, því hún nefur spilað frá klukkan sex í gær- kvöldi og ætlar að þrauka til hádegis ídag.” „Fimm hljómsveitir hafa náö því að spila í tólf tíma hver, en það eru Te fyrir tvo, Trúpat, Þorsteinn Magnússon og félagar, Nefrennsli og Vébandið. Aðrar hljómsveitir hafa flestar spilað í sex tíma hver.” Maraþontónleikamir í Tónabæ hófust þann 4. desember sl. Tómas sagöi að ætlunin væri að halda áfram til 19. desember, þó heimsmetið væri í rauninni fengið deginum fvrr. PÁ Landsmenn gerast hraustir: SALA Á LÝSI TVÖFALDAST Fyrirtækið Lýsi h/f við Granda- veg hefur margfaldað framleiðslu sína og sölu á meðalalýsi að undan- förnu. Hefur salan á innanlands- markaöinum tvöfaldast á síöustu vikum og í sambandi við útflutning- iinn er magnið nú mælt í tonnum í staö nokkurra lítra áöur. Að sögn Egils Snorrasonar, fram- kvæmdastjóra Lýsis h/f, hefur salan á meðalalýsi á innanlandsmarkaöin- um gengið mjög vel síðan teknar voru í notkun nýjar umbúðir og jafn- framt var farið að auglýsa og selja lýsi með nýju bragöi. Er þar um að ræða lýsi með myntbragði og aðra tegund með ávaxtabragöi. Bamahjálp Sameinuöu þjóðanna keypti mikið magn af meðalalýsi frá Lýsi h/f í vor. Var það skipaö út í stórum gámum og sent til Vietnam. Fyrirtækið vann sjálft að þessari markaösöflun-losaði sig við milliliði á Englandi fyrir fullt og allt- og fór sjálft að bjóða sína framleiðslu víöa umheim. Hefur það gengið vonum framar. Þegar hef ur opnast markaður í Finn- landi, en Finnar hafa hingað til að- eins keypt fóðurlýsi frá Islandi. Þá hefur fyrirtækið selt meðalalýsi til Tyrklands fyrir nokkru og nú virðist vera að opnast markaður í Dan- mörku. Þangað hefur þegar farið prufusending en lýsið sem Danimir hafa áhuga á mun eiga aö fara á heilsubúöamarkaðinn þar. Er sá markaður mjög stór í Danmörku. Að sögn Egils Snorrasonar er út- flutningur á meðalalýsi frá fyrirtæk- inu á þessu ári kominn í 43.700 kg. I fyrra var ekkert selt af meðalalýsi frá fyrirtækinu til útlanda og árið þar áður vom það aðeins 80 lítrar sem voru sendir og seldir erlendis. —klp—

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.