Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1982, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1982, Side 2
2 DV. FÖSTUDAGUR17. DESEMBER1982. Gatnagerðargjaldið verður 250 þús.kr. Lóðum undir 1.617 íbúðir verður úthlutað í Reykjavík á næsta ári. Þar af verða lóðir undir 1.117 íbúðir bygg- ingarhæfar á árinu. Þessar upplýs- ingar fékk DV frá Hjörleifi B. Kvaran, skrifstofustjóra borgar- verkfræöings. Reykjavíkurborg mun úthluta lóðum undir 1.437 íbúöir en 180 íbúða- lóðir eru í eigu einkaaðila. Af lóðum, sem byggingarhæfar verða á næsta ári, eru 390 undir einbýlishús, 283 undir raðhús og 444 íbúðir í f jölbýlishúsum. Eftir svæðum skiptast lóöirnar þannig að í Grafarvogi í landi Keldna verða 250 einbýlishúsalóöir, 90 rað- húsa og fjölbýlishúsalóðir fyrir 50 íbúðir. Þá veröur einnig á næsta ári úthlutað 250 einbýlishúsalóöum í Grafarvogi sem byggingarhæfar veröa 1984 og aörar ( 250 sem byggingarhæfar verða árið 1985. Við Jaðarsel verður úthlutaö 30 einbýlishúsalóðum, í Ártúnsholti lóðum undir 150 fjölbýlishúsaíbúðir, 100 fjölbýlishúsaíbúðir í nýja miðbænum, í Selási úthlutar borgin 77 einbýlishúsalóðum, 118 raðhúsa- lóöum og 72 íbúðum í f jölbýlishúsum. Lóðir í eiguGunnars Jenssonar eru í Selási. 33 þeirra eru undir einbýlis- hús, 77 fyrir raðhús og í fjölbýli verða 77 íbúðir. Hjörleifur B. Kvaran sagði aö engar ákveðnar reglur hefðu verið ákveðnar um forgang aö lóðum þessum. En vonast væri til, þar sem — fyrir einbýlis- húsalóð — lóðum undir 1.617 íbúðir úthlutað á næsta ári um svo stórá úthlutun væri að ræða, að eftirspurn yrði fullnægt. Lóðimar verða auglýstar fyrri hluta næsta árs. Áætlað er að gatna- gerðargjald fyrir einbýlishúsalóð verði 250 þúsund krónur, á verðlagi næsta vors. Það gjald þarf að greiðast upp á næsta ári fyrir þær lóöir sem verða þá byggingarhæfar. -KMU. MUN ÚTFLUTNINGUR TIL FÆREYJA SENN AUKAST? Mikill áhugi er nú fyrir því að hefja aukinn útflutning til Færeyja. Nýlega fór fulltrúi Utflutningsmiðstöðvar iönaðarins til Færeyja þeirra erinda að kanna möguleika 18 fyrirtækja á því aö auka núverandi útflutning íslendinga þangað eða hefja nýjan. Niðurstöður ferðarinnar voru mjög jákvæðar og verða frekari viðræður um málið strax í janúar 1983. Sum þeirra erinda er unnin voru í Færeyj- um var hægt aö leysa strax en önnur kalla á nánari athuganir og frekari undirbúning. Færeyski markaðurinn þykir á margan hátt hagstæður Islend- ingum. Nú er málum þannig háttað aö f jögur íslensk fyrirtæki eiga verulega hlutdeild í færeyska markaðnum, en þessi fyrirtæki eru Kassagerð Reykja- víkur h/f, Hampiðjan h/f, J. Hinriks- son, vélaverkstæði og Sápugerðin Friggh/f. Þeim fyrirtækjum sem kynnu að hafa áhuga á útflutningi til Færeyja er bent á að hafa samband við Utflutningsmiðstöö iðnaðarins sem fyrst. .pÁ Rokk gegn vfmu í kvöld: 0 Vönduð sófasett frá Víði fyrir viðráðanlegt veið! Við höfum fengið nýja sendingu af bráðfallegum sófasettum til afgreiðslu strax. Ítalía sófasett frá Víöi Komiðogskoðið Trésmiðjan Víðir hf. Síðumúla 23, Sími: 39700 Húsgagnaverslun Guðmundar Smiðjuvegi 2, Kópavogi Suni 45100 Tii styrktar sjúkrastöðSÁÁ — þrjátíu listamenn koma f ram Rokk gegn vímu nefnast tónleikar arsson, Haraldur Þorsteinsson, sem haldnir veröa í Háskólabíói í kvöld Tryggvi Hubner, Hjörtur Hauser, til styrktar nýrri sjúkrastöö SÁÁ. Kristinn Svavarsson, Birgir Hrafns- Þrjátíu manna hópur tónlistarfólks son, Pétur Hjaltested og Magnús Þór kemur þar fram, bæði sem ein heild og Sigmundsson. Kynnir verður Þorgeir í minni hóþum. Koma allir fram í sjálf- Ástvaldsson. boðavinnu. ^ Framkvæmdaraðilar Tónleikanna Meðal þeirra eru Sigurður Karlsson, eru Hljómþlötuútgáfan Veran og sem er einn hvatamaður að tónleikun- Styrktarfélag Sogns. Verð aðgöngu- um, Egó, Kimiwasa hreyfilistaflokkur- miöa er 150 krónur. Tónleikarnir veröa inn, Pálmi Gunnarsson, Eyþór Gunn- kl. 18og23. -ELA Tuttugu ogfimm barnalögá plötu — og bók fylgir með Bókaforlag Isafoldar hefur sent frá sér hljómplötuna „Alli og Heiða”. Á plötunni eru 25 barnalög eftir Asger Pedersen sem samdi þau fyrir bama- tíma danska sjónvarpsins. Öskar Ingi- marsson hefur þýtt og staðfært text- ana. Hefur Oskari tekist vel aö glæða texta sína lífi og leik en auk þess er þar fræöslu að finna um margvísleg efni. Flytjendur eru: Aðalsteinn Bergdal, Ragnheiður Steindórsdóttir og Hannes Baldursson. Með plötunni fylgir bók sem er að mestu leyti lagatextarnir, en einnig er sögð saga sem tengir text- ana. Olöf Knudsen teiknaði mynd á plötuumslag, svo og myndskreytti hún bókina. Utsöluverö með söluskatti er kr.299,- Innheimta gengur illa Innheimta fyrirtækja á útistand- andi skuldum gengur nú mun tregar en fyrr á árinu, er álit þeirra fyrir- tækja er DV leitaði til um þetta efni. Flestum þeim fyrirtækjum, sem standa í miklum lánaviðskiptum, ber saman um að vanskil hafi aukist síöari hluta ársins. „Það er að vísu alltaf tröppugangur á þessu og inn- heimta gengur vanalega tregar síð- asta mánuð ársins, en við höfum oröiö varið við nokkur miklar ván- efndir á kaupsamningum,” sagöi einn innheimtustjórinn. „Þaö er ekki hægt að neita því að vanskil á víxlum eru nokkuð meiri en venjulega og það virðist nokkuö lítið um fé hjá fólki. Þetta er vegna þess að fólk hefur spennt bogann of hátt og treyst á aöra. En eftir að bankamir lokuöust þá lendir það í vanskilum og þetta gæti versn- að ef staða bankanna lagast ekki eftir áramót,” sagði innheimtustjóri hjá verslunarfyrirtæki. Erfiöar gengur einnig að inn- heimta skattana á þessu ári en í fyrra. Þær upplýsingar fengust hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík aö um síðustu mánaðamót hefðu innheimst rúmlega 6% minna af álögöum gjöld- um en á sama tíma á síðasta ári. Um síðustu mánaðamót hefðu verið greidd 58,2% af álögðum gjöldum. Fasteignagjöld eru reiknuð sérstak- lega, en af þeim hefur nú innheimst rúmlega 2% minna en á síðasta ári. ÓEF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.